Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 16
16 * *' \enning MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Á STÓRUM skala Stærðin er það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður stígur inn á Hverfingar, samsýningu Bjarna Sig- urbjörnssonar, Guðjóns Bjarnason- ar, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Helgu Egilsdóttur í Gerðarsafni í Kópavogi. Öll eru þau málarar en auk málverka sýnir Guðjón skúlp- túr. Helga er forsprakki sýningar- innar sem upphaflega var sett upp á kirkjuloftinu við Sívalaturninn í Kaupmannahöfn og einhvers staðar las ég að hún hefði fullan hug á að fara víðar með hana. Ég tel víst að með yfirgnæfandi stærðum hyggist listamennirnir fyrst og fremst auka áhrif verka sinna og ná fram meiri krafti. Þar hafa piltarnir talsverða yfirburði en andspænis hinum karlmannlega sprengikrafti eru myndir kvenn- anna óþarflega hógværar og lág- stemmdar. Guðjón notar t.d. ekkert minna en dýnamít til þess að sprengja í tætlur hnausþykka járn- prófíla en þannig vinnur hann skúlptúra sína, alla nema bronsaf- steypu af reistum reðri sem á hafa verið fest- ir fuglsvængir. Því verki er reyndar algjör- lega ofaukið þar eð það er alltof augljós yfir- lýsing um tengsl sprengiefnisins við karl- mennskuna og geri ég ráð fyrir að það standi beinlínis í vegi fyrir því að áhorfandinn skoði aðrar túlkunarleiðir. Guðjón hefði vel mátt takmarka sig enn frekar því magnið dregur úr gæðum verka hans. En bestu verkin hans eru óneitanlega tilkomumikil. Undir málverkum Bjarna Sigurbjörnssonar má sjá nokkur sprengjubrot Guðjóns Bjamasonar. Myndlist Áslaug Thorlacius Bjarna tekst að mínum dómi best upp. Eins og fyrri daginn málar hann myndir sínar á plexigler og snýr röngunni fram. Stundum hefur mér virst tilgangurinn helst vera að sýna nýja tækni en hér þvælist aðferðin ekki fyrir honum heldur nýtir hann sér kosti hennar. Hann málar með olíu og vatni, algjör- lega ósættanlegum öflum sem þó virðast halda nokkuð hvort í við annað. Glíma þess- ara tveggja póla nýtur sín ágætlega enda mál- ar Bjarni þunnt og ekki bruölar hann með lit- inn. Hann sýnir aðeins fjórar myndir, tvær funheitar, rauðar, og tvær tærar, bláar, og bera allar sama titil, Óskilgreind. Myndir sínar nefnir Helga ýmist Blæ eða Bergmál og að vissu leyti hafa þær skírskot- un til véðursorfinna bergveggja þó þær séu í sjálfu sér óhlutbundnar. Þrátt fyrir þau lík- indi er ekki hægt að segja að áhorfandinn finni fyrir hörðu yfirborði steinsins því myndirnar hafa nokkuð nuddaða eða ullar- kennda áferð sem reyndar fletur formin dálít- ið út og jaðrar viö væmni á kóflum. Málverk Guðrunar eru sömuleiðis á mörk- um þess að vera landslag eða abstraksjón. Hún kallar þau Fjallshlíðar og þó svo formin sem svífa um myndflötinn séu nokkuð í ætt við geómetríu má vel sjá í þeim grýttar hlíð- ar í snjó, þoku og ýmsum öðrum veðrabrigð- um. Litaskalinn er dálítið bragðlaus enda virka myndir hennar dauflegar, sérstaklega í sambýlinu við krafti þrungin verk þeirra Guðjóns og Bjarna. Vegna stærðar verkanna er sýningin al- gjört glæsinúmer en hún brýtur ekkert blað í sögunni. Ágætlega fer um hana í sölum Gerð- arsafns þó þáttur Guðjóns Bjarnasonar hefði betur verið ögn fyrirferðarminni. Samvinna listamannanna fjögurra er vel skiljanleg þvi þótt þau séu ólík eiga þau ýmislegt sameigin- legt. Öll fókusera þau á hið almenna fremur en hið einstaka og vinna með myndræna hrynjandi á mörkum hlutbundins og óhlut- bundins veruleika, auk títtnefnds stærðar- skala. Gráupplagt hefði verið að gefa út sýningar- skrá þar sem mikið er lagt í framtakið, ég tala nú ekki imi ef sýningunni er ætlað aö fara enn víðar. Hverfingar standa til 21. nóv. Gerðarsafn er opiö kl. 12-18 alla daga nema mán. Stórskáld í Strákoti í öðru bindi ævisögu Einars Benediktsson- ar eftir Guðjón Friðriksson er sagt frá því er Einar kaupir fallegt býli 1 nágrenni London. En honum líkar ekki nafn þess, Straw Cotta- ge, þykir það kotungslegt og kallar Hermitage í staðinn. Fyrir vikið fær hann sekt frá yfirvöldum. En sagan lýsir vel manni sem ætlar að móta umhverfi sitt eftir eigin höfði. Einar Benediktsson getur ekki búið í Strákoti og er tilbúinn að lenda upp á kant við yfirvöld fyrir vikið. í þessu bindi ævisögu Einars stígur hann sjálfur fram sem ótvíræð aðalpersóna verks- ins. Persónulýsing hans er aðalatriði bókar- innar og lesandinn getur ekki annað en hrif- ist með, Einar kemur fyrir sjónir sem marg- brotinn maður, aðlaðandi en erfiður, ýmist hrífandi og óþolandi, eins og stórt barn. Þó að í þessu bindi sé lýst viðskiptum hans og athöfnum er hann hafinn yfir beina gróða- starfsemi. Viðskipti eru honum hluti þeirrar hugsjónar að vinna íslandi sess í samfélagi þjóðanna. Bókmenntir Ármann Jakobsson Að baki þessu bindi liggja miklar rann sóknir. Þó að fyrsta bindið hafi ver- ið gott verk vinnur Guðjón meira brautryðjendastarf í þessu bindi, dregur fram gleymdar staðreyndir og kynnir ýmsa þætti í starf- semi Einars sem íslendingar hafa aldrei kynnst áður. Og skapar nýja mynd af Einari. Þó að Einar hafi notið lotn- ingar sem skáld, virðingar sem blaðamaður og nokkurrar virð- ingar sem stjórnmálamaður hafa viðskipti hans löngum þótt hlægilegur ágalli stórmennis, um hann gengu til dæmis þjóð- sögur um að hann hefði selt hópum útlend- inga Gullfoss. Af þessum sökum hefur Einar Guðjón Friöriksson með styttu af viðfangsefni sínu, Einari Benediktssyni. DV-mynd ÞÖK oft verið talinn veruleikafirrtur loddari sem ginnti aðra til að trúa eigin órum. Guðjón Friðriksson dregur hins veg- ar fram alvöruna í starfi Einars. Vitaskuld urðu fæstar hugmyndir skáldsins að veru- leika en þó voru þær full alvara. Einar var í tengslum við mikilvæga menn erlendis og var í betri tengslum við evrópskan samtíma en flestir. Hann var maður síns tíma, fyrri gull- aldar auðhyggjunnar á þessari öld, og nútímamaður í hugsun sinni um viðskipti og framkvæmdir. Sagan er mikil og flókin og ýms- ir koma við sögu. Guðjón gerir góð skil tengslum Einars við Freder- ick L. Rawson sem ónógur gaumur hefur verið gefinn. Rawson var líka dæmigerður fyrir tíðarand- ann, sameinaöi verslunarstarf og trúarbrögð. Frásögn Guðjóns af skiptum Einars við hann og aðra viðskiptajöfra tímans fangar sér- staka tíð þar sem guð bjó í raf- magninu. Hún er aldrei leiðinleg og nóg var á seyði. Einar hafði mörg járn í eldinum. Á prjónunum voru verslanir, járnbrautir, virkj- anir og hvert félagið af öðru er stofnað. Jarðnándin heföi þó kannski stundum mátt vera meiri og á það eflaust við um fleiri viðskiptajöfra þess tíma. Athafnamennsku Einars ger- ir Guðjón góö skil og er það merkasti þáttur bókarinnar. Á hinn bóginn nær hann engu sérstöku sambandi við kvæði Einars. Er enda flókið mál að flétta saman ævisögu og skáld- skaparsögu og er Guðjóni til hróss að hann heldur skýrri línu og ein- beitir sér að veraldarvafstri Ein- ars. Guðjóni tekst að ljúka sögunni á réttum stað til þess að tryggja að lesendahópur hans bíði spenntur eftir þriðja bindinu. Mikið þarf 'það þó að hafa til brunns að bera til að slá þessu við. Annað bindi ævisögu Ein- ars Benediktssonar er umfangsmesta rann- sóknarrit Guðjóns Friðrikssonar hingað til. Fyrir það verðskuldar hann lof og prís. Guðjón Friöriksson: Einar Benediktsson. Ævisaga II Iðunn 1999 Fyrirlestrar Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, myndlistar- maður og kennari við Listaháskóla íslands, fjallar um eigin verk í fyrirlestri við LHl í dajr kl. 12.30 í stofu 024 í Laugarnesi. Á miðvikudaginn kl. 12.30 mun Guðrún Gunnarsdóttir, myndlistarmaður og um- sjónarkennari textíldeildar LHÍ, sýna lit- skyggnur og kynna eigin myndlistarferil í stofu 113, Skipholti 1: Paris Photo 99 Ljósmyndamessan Paris Photo 99 verður haldin þriðja árið í röð í Carrousel-salnum í verslunarmiðstöðinni undir torgi Louvre- safnsins í París dagana 18.-21. nóvémber. Paris Photo er eina sölusýning sinnar teg- undar í Evrópu en á henni koma saman 80 gallerí frá 15 löndum, þar á meðal þekktustu Ijósmyndagalleríin í New York, Toronto, Tokyo og París. Á Paris Photo gefst kostur á að skoða og kaupa ljósmyndir eftir þekkta framúrstefnuljósmyndara frá upphafi 20. aldarinnar á borð við Rotchenko, El Lissitzky og Moholy-Nagy, sem og sjaldgæf- ar ljósmyndir frá 19. öld. Þá eru að sjálf- sögöu myndir á messunni eftir þekkta en ólíka núlifandi ljósmyndara og listamenn samtímans á borð við Helmut Newton, Sarah Moon, William Wegman og Cindy Sherman. Þá geta ljósmyndaáhugamenn fengið þarna forsmekklnn að ljósmyndasyn- ingu sem helguð verður kanadíska fjöuista- manninum Michael Snow í Centre National de Photographie í París í byrjun næsta árs. Erró Þeir Islendingar sem leið eiga um París á næstu vikum ættu ekki að láta hjá líða að koma við á sýningunni Ald- armyndir með verkum Er- rós í Jeu de Paume-safninu í París. Sýningarstjórinn, Daniel Abadie, var með ákveðnar hugmyndir um hvaða verk hann vildi á sýn- inguna, að sögn Errós, en þau eru frá ýmsum tímum. Verkunum er raðað niður í sýningarsali safnsins eftir þemum og að öðrum ólöstuðum viljum við vekja sérstaka athygli á að í einum þeirra eru samankomn- ar allar „scape"-myndir Errós. Frægust þeirra er líklega Foodscape, sem er í eigu Moderna-safnsins í Stokkhólmi, en stærsta og yngsta „scape"ið, Science Fiction Scape, er fimm metrar að lengd, í eigu Reykjavík- urborgar, og hefur aldrei áður verið sýnt í Frakklandi. Lengst að á sýninguna kom þó „Svínaflóinn" sem Erró gaf Kastró á Kúbu fyrir tæpum þrjátíu árum og hefur ekki séð síðan fyrr en nú. Það er mikill heiður fyrir Erró að fá sýn- ingu í Jeu de Paume sem er þekkt fyrir vandaðar sýningar á samtímalist. Þá skal fólki bent á bókabúð safnsins sem hefur að geyma mikið og gott úrval listaverkábóka. Sýningarskrá um Erró og verk hans er þar að sjálfsögðu til sólu en meðal höfunda efh- is eru Danielle Kvaran og bandaríski heim- spekingurinn Arthur Danto. Sýningunni lýkur 3. janúar á næsta ári. Aldarafmæli Málfríðar Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu Málfríðar Einarsdóttur rithöfundar (á mynd að skála við Vigdísi Finnbogadótt- ur). í tilefni þessara tímamóta mun Snorra- stofa standa fyrir sérstakri dagskrá í Safn- aðarsal Reykholtskirkju miðvikudagskvöld- ið 17. nóvember kl. 20.30. • Á dagskránni verða erindi flutt um verk Málfríðar og ævi, auk þess sem lesið verður úr verkum hennar. Þuríður Kristjánsdóttir frá Steinum í Staf- holtstungum mun fjalla um kynni sín af Málfríði, Helga Kress um skáld- skaparmál hennar, Ingunn Þóra Magnúsdóttir um stramma- skáldskap hennar og Bergur Þorgeirsson um tengsl hennar og bókmenningar í Borg- arfirði. Upplesari verður Steinunn Garðars- dóttir og fundarstjóri Guðný.Ýr Jónsdóttir. Einnig geta menn skoðað sýnishorn af strammaskáldskap Málfríðar, merkilegum listrænum krosssaum, sem hún fékkst við mestalla ævi. Umsjón Silja Aðalsíeinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.