Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 18
18 íennmg MANUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 ¦f i áll Valsson bók- menntafrœöingur gef ur á morgun út ævi- sögu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Páll vann ásamt óörum að útgáfu heildarverka Jónasar sem komu út í fjórum bindum 1989 og naut þeirrar miklu rann- sóknarvinnu viö samningu œvi- sógunnar. Síöan skrifaöi hann um Jónas í 3. bindi íslenskrar bókmenntasögu sem kom út 1996 og sama ár hófst hann handa við að skrifa sjátfa œvisöguna. Hún hefur þá í raun og veru verið í smíðum samanlagt i rúman ára- tug. Við spurðum Pál fyrst með hvaða hugarfari hann hefði lagt út í þetta mikla verk. „Þessi bók er skrifuð fyrir þjóð mína," svarar Páll að bragði. „Ég vildi skrifa bók um Jónas fyrir þjóðina alla og sýna hversu margbrotin persóna hann var. Allir þekkja skáldið, færri þekkja náttúrufræðinginn, framfarasinnann, ofstopamann- inn, pólitíkusinn, en allar þessar hliðar skipta máli. Skáldskapur- inn er ekki nema ein hlið á hon- um. Ég heiilaðist líka af þessu timabili fyrir margt löngu og mig langaði til að ná tíðarandan- um. Ef við ætlum að skilja mann verðum við að skilja samtima hans, og í bókinni koma við sögu margar litríkar persónur úr nán- asta umhverfi Jónasar. Ég vil ná til breiðs hóps," heldur Páll áfram. „Þetta er ekki skrifað bara fyrir háskólalóðina þó að ég voni að hún hafi gaman af bókinni lika." - Hvaða heimildir notaðir þú aðallega? „Fyrst og fremst bréf," svarar Páll. „Auðvitað handrit Jónasar og bréfasafn hans en ég fór líka í gegnum flestöll bréf persóna sem skipta máli í sögunni. Maður fær góða mynd af samskiptum þess- ara manna með því að líma sam- an bréf frá Jónasi og til hans og svo bréf annarra samtímamanna þar sem talað er um Jónas. Það er ekki allt fallegt sem þar er Páll Valsson: Þótt þetta sé krítísk ævisaga er hún skrifuð af samúö. DV-mynd GVA neita þvi ekki að goðsögnin um Þóru Gunnarsdóttur, þótt fögur sé, er lítt studd heimildum. Hennar sér til dæmis hvergi stað í bréfum Jónasar eða vina hans. Ég hallast að þvi að Kristjana Knudsen hafi verið ástin í lífi hans vegna þess að hún fylgir honum alla leið. Hann yrkir til hennar tiifinninga- rík æskukvæði; eftir að hún hryggbrýtur hann, hverfur ástin sem yrkisefni árum saman úr kvæðum hans, síðan tekur hann upp þráð- inn síðustu þrjú æviárin og maður spyr sig: Getur verið að það skipti máli að einmitt þessi ár er Kristjana Knudsen búsett í Kaup- mannahöfn? Það eru sagnir um að þau hafi hist á götu og Jónas hafi fölnað upp. Svo voru auðvitað fleiri konur í lífi skáldsins," bæt- ir Páll viö og lyftir brúnum en segir ekki meira um það. Fótbrot getur ver- ið banvænt - Þá er það dauði Jónas- ar. Hvort hallastu að skýr- ingu Konráðs Gíslasonar eða Óttars Guðmundssonar? „Á sama hátt og ævi- sagnaritari getur ekki vikið sér undan spurningunni um það hverja skáldið elskaði mest verður hann líka að koma sér upp skoðun á því úr hverju skáldið dó," segir Páll. „Og það var ekki erfitt. Jónas forkelaðist illa á ferðalögum um ísland og lá heilan vetur illa haldinn í Reykjavík með andnauð og það urðu samgróningar í lungunum. Þrátt fyrir þetta ferðast hann nokkur ár í viðbót um landið og hlífir sér ekki. Hann er náttúru- fræðingur af hugsjón að kanna sitt land. Hann er því PS Páll Valsson hefur skrifað mikið verk um ævi Jónasar Hallgrímssonar: Lífið,ástin og dauðinn sagt! Mikil náma var til dæmis bréfasafn Finns Magnússonar í Kaupmannahöfn. Hann er ein af stórum persónum bókarinnar og hans dramatíska örlagasaga er þar sögð. Hann var leyndarskjalavörður konungs og forveri Jóns Sigurðssonar í því að allir Is- lendingar skrifa honum. Ég var nokkrar vik- ur bara að fara 1 gegnum þetta bréfasafn og þar kemur Jónas nokkuð við sögu. Auk þess skerptist sýn mín á samtíma hans við þann lestur." Hverja elskaði hann mest? Páll minnir líka á að aðrir hafa plægt ak- urinn á undan honum. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skrifaði ævisögu Jónasar fyrir sjötíu árum og að henni var gott gagn, þó ekki upp- fylli hún nútímakröfur um krítíska ævisögu. Aðalgeir Kristjánsson, Hannes Pét- | ursson og fleiri hafa ^s einnig skrifað bækur sem Páll byggir á. En hvað með ljóð Jónasar? „Ég nota þau auðvit- að mikið," segir Páll. „Eins og vera ber í ævisögu er sjónarhorn- I ið á þau ævisögulegt því ég les þau með hlið- sjón af skáldinu sjálfu, les saman kvæði og ævi." - Yrkir hann þá ævi sína inn í kvæðin? „Já, hin ævisögulega aðferð er ágæt leið að kvæðum Jónas- ar. Þau segja manni mikla sögu um hugsanir hans, og öfugt. Undanfarið hafa menn lesið kvæði Jónasar mikið sem „frjálsan texta", en ef maður rekur sig eftir þeim sér maður að þróunin í þeim kallast á við þróun tilfinningalífs hans. Við sjáum náttúrukvæðin frá þeim tíma þegar hann ferðaðist um landið við fræðiathuganir sínar, við sjáum umbrotin í sambandi við vísindin og guð, sem er eitt af leiöarstefjum í lífi hans. Hann lifir á þeim tímum þegar guð er að detta út úr heimsmyndinni og vísindin eru að efla alla dáð. Þetta reynir mjög á hann. Undir ævilok er að fást niðurstaða úr þessum umbrotum en þá er kominn dekkri tónn i kvæðin, meiri tilvistarangist, enda veit hann þá að stutt er í endalokin." - Hversu mikið skáld ert þú sjálfur í bók- inni? „Skáld er ég ei," segir Páll og hlær. „Ég fer mjög sparlega með sviðsetta atburði í sög- unni. Þar er auðvelt að skripla á skötunni. En ég bý til senur utan um vissa atburði, til dæmis byrjar bókin á dauða föður ^v^^^j .. .'>../. Jónasar sem ég sviðset af því að sá atburður skiptir sköpum fyrir drenginn. Það er fyrsta stóra áfallið. Sömuleiðis lýkur bókinni á svið- settri jarðarför þar sem vinir hans láta hann síga ofan í myrka gröf á miklum sðlskins- degi í maí 1845. Ég byggi þó allt, sem sagt er í þessum köfl- um, á heimildum og reyni gjarnan að nota til dæmis lýsing- arorð þaðan, en svona sviðsetningar gera bókina læsilegri og mig langar til að þessi bðk verði lesin." - Samt slátrarðu goðsög- um! „Ja, slátra og slátra," segir Páll og dregur seiminn, „ég leyfi mér að efast um ákveðna hluti. Það er auðvitað hálf- hjákátlegt að standa hér 150 árum síðar og velta fyrir sér hverja skáldið elskaði mest og gerast dómari í hans tilfinningalífi, en ég í slæmu ásigkomulagi þegar hann fótbrotnar illa í stiganum heima hjá sér. Menn hafa spurt: Er hægt að deyja úr fótbroti en svo vill tU að það eru ekki nema tvö ár síðan ung knattspyrnukona fótbrotnaði á Laugardals- vellinum, það kom drep i sárið og hún var næstum því dáin. Það sem bjargaði henni var gott líkamlegt form og sýklalyf. Hvorugt hafði Jónas." Umdeildur maður „Það sem kannski kom mér mest á óvart við þessa vinnu var hvað Jónas var umdeild- ur í lifanda lífi," segir Páll. „Margir höfðu horn í síðu hans og það fellur vel að mynd- inni af persónu hans. Hann hefur verið inn- blásinn, uppstökkur, óþolinmóður skapofsa- maður og þegar bændur og prestar á íslandi skilja ekki nauðsyn þess að þeir haldi veður- bækur þá fýkur í hann og hann hristir þá til! Þannig sáir hann til óvinsælda. Honum virðist raunar hafa verið heldur 1 nöp við presta sem ég tengi ágreiningi um guðdóm- inn. Myndin af ástmegi þjóðarinnar átti sannarlega ekki við á hans dögum, og þetta finnst mér mikilvægt að komi fram. En á móti kemur að hann nýtur trausts, og þótt hann hafi verið illa haldinn af þunglyndi síðustu árin þá er hann í innsta hring lyk- ilmanna sem móta línurnar í sjálfstæðisbar- áttunni og stendur jafnfætis Jóni Sigurðssyni alveg fram á hinsta dag." - Að lokum, Páll: Þoldi Jónas þessa ná- kvæmu skoðun á ævi sinni og verkum? „Já, hanh stendur vel undir henni. En þótt þetta sé krítísk ævisaga er hún skrifuð af samúð. Það leggur enginn í að skrifa svona mikið verk án þess að hafa samúð með við- fangseminu." Mál og menning gefur œvisögu Jónasar út og umsógn um hana birtist hér í blaðinu á morgun. Eigi var rúm fyrir hann í Kringlunni heldur 1. nóvember voru hengd upp 1 Kringl- unni á vegum Gallerís Foldar geysistór myndverk eftir Gunn- ar Karlsson, hinn kunna teiknara og list- málara. Myndefnið var aðeins eitt, Jesús Kristur, og áttu vérkin að hanga uppi fram yfir fæðingarhátið hans. En þegar menn komu til vinnu á föstudagsmorgun höfðu verkin verið tekin niður og að sögn skýrði stjórn Kringl- unnar það með því að þau hefðu ekki farið nðgu vel við jólaskrautið. Jesús var illa þokkaður meðal kaup- manna á sinni tlð, eins og menn muna; hann var á móti þvi að þeir gerðu musteri föður hans að ræningjabæli. Nú hefur dæm- ið snúist við. Bibliufróðir menn gætu lagt þannig út af þessum viðburðum að hér hafi synir Mammons komið og amast við því aö hús föður þeirra yrði gert að kirkju ... Enn af Stellu Blómkvist Glögga og minnuga lesendur menningar- síðu rámar ef til í aö fyrir tveimur árum kom út reglulega skemmti- leg spennusaga sem hét Morðið í srjórnarráðinu og var eftir Stellu nokkra Blóm- kvist sem hvergi fannst í símaskrá. Fyrir ári urðu hér á síðunni nokkrar stælur milli umsjónarmanns og Árna Þórarinssonar, blaða- manns og rithöfundar, vegna ágiskana umsjónar- manns um að Árni stæöi á bak við dulnefn- iö Stella Blómkvist en hann var þá að gefa út sína fyrstu spennusögu, Nóttin hefur þús- und augu. Hann neitaði þvert og nú er kom- in út í Mími, blaði stúdenta í íslenskum fræðum, rannsókn sem sannar mál hans. Rannsóknina gerði Katrin Jakobsdóttir (systir Ármanns) og grein hennar heitir „Löggur, lessur og léttúðardrósir. Um kon- ur í íslenskum glæpasögum". Þar skoöar hún spennusögur allt frá Húsinu við Norð- urá eftir Einar Skálaglamm (sem er dul- nefni) frá 1926 og Rafmagnsmorðinu eftir Val Vestan (sem er líka dulnefni) frá 1950 til splunkunýrra bókaTSeftir Árna, Arnald Ind- riðason og Viktor Arnar Ingólfsson með sér- stöku tilliti til kvenlýsinga. Konur í spennusögum falla í nokkra flokka, segir Katrin. Þar er fagra, saklausa heimasætan, léttúðardrósin, kvenherjan og eiginkonan eða samstarfskonan. Allar eru þær þolendur fremur en gerendur fyrir utan kvenhetjumar sem eru afar fáar. „í bók Árna," segir Katrín, „koma nánast eingöngu fyrir konur sem geta talist til drósaflokksins." Allar eru þær „dæmigerð- ar fyrir hefðbundin kynhlutverk, metnar af útlitinu einu og séðar með augum karl- manna." Þó bendir Katrímá að einnar konu er getið fyrir starf sitt í sögunni, blaðaljós- myndarans Jóu Ijós. En hún er lesbísk og bæði „þykk og klossuð" eins og segir í sög- unni. Annað er upp á teningnum hjá Stellu Blómkvist. Þar eru þrjár afar sérstæðar konur, þar á meðal aðalhetja sögunnar sem einnig er sögumaður - Stella sjálf. Dlmennið og fórnarlambið eru lika konur og allar þrjár hneigjast þessar konur til beggja kynja. Þær eiga sameiginlegt „að hegða sér á ókvenlegan hátt að mati samfé- lagsins," segir Katrín en þær eru ekki fordæmdar af sögumanni. „Stella er ánægð með fjöllyndi Höllu, hún er umburðarlynd gagn- vart samkynhneigð Lilju og viðurkennir ðhikað eigin kynþörf. Ýmsar vafasamar að- gerðir þessara kvenna eins og ósiðleg upp- lýsingasöfnun Höllu eru réttlættar, þetta eru aðferðir kvenna til að verja sig gegn körlunum í kapphlaupinu upp metorðastig- ann." Rannsókn Katrínar sýnir svo mikinn mun á afstöðu spennusagnanna tveggja til kvenna að augljóst er að Árni hefur ekki skrifað Morðið i stjórnarráðinu. Margt bendir einnig til að höfundurinn á bak við dulnefnið Stella Blómkvist sé kvenkyns. I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.