Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Qupperneq 28
MANUDAGUR 15. NOVEMBER 1999 Hringiðan Meira fyrir eyra. „Best að borða ljóð“ er söng- skemmtun sem Þjóð- leikhúsið frumflutti á Smíðaverkstæðinu á föstudaginn. Skemmt- unin er byggð á lögum Jóhanns G. Jóhanns- sonar við Ijóð Þórarins Eldjárns. Sigurlaug Halldórsdóttir og Pálmi Gestsson voru meðal gesta. Mónóstúlkurnar íris og Ólöf Marín fylgdust með af- hendingu Mtv-tónlist- arverðlaunanna af risa- skjá á Hard Rock café. Útvarpsstöðin Mónó stóð meðal annarra fyrir því að útsending frá afhendingu evrópsku tónlistar- verðlauna Mtv-sjónvarpsstöðvarinnar var sýnd í beinni á Hard Rock. Pálmi, Jón Gunnar og Jóhann- es kunna allir best við sig bak við hljóðnemann en eru þó alls ekki svo slæmir fyrir framan linsuna. Hljómsveitin Land og synir er búin að senda frá sér nýja hljóm- plötu. Nú fyrir helg- ina hélt hún svo út- gáfutónleika i Bíóborg- inni. FM 957-gaurarnir Sig- valdi Kaldalóns eða Svali og Þór Bæring fylgjast íhuglir með. Skítamórall og Sóldögg berjast á ballmarkaðnum en söngvarar sveitanna, Einar Ágúst og Bergsveinn, kunna vel að meta hvor annan. Enda spilaði Skímóinn á bongótrommur með Sóldögg, að Mtv-tónlistarverð- laununum loknum, á Hard Rock café á fimmtudaginn. í tilefni af hálfrar aldar afmæli skáldsins Þórarins Eldjárn var frumflutt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins söng- skemmtun þar sem Ijóð Þór- arins eru sungin við lög Jó- hanns G. Jóhannssonar, tón- listarstjóra Þjóðleikhússins. Hjónin Unnur Ólafsdóttir veð- urfræðingur og Þórarinn Eld- járn skáld. Herbergi 313 heitir ný plata Lands og sona en hljómsveitin hélt útgáfutónleika í Bíóborginni á fimmtudaginn. Hreimur, söngv- ari hljómsveitarinnar, lifir sig ínn í tónlistina. Eins og flestir landsmenn vita haida KR-ingar upp á 100 ára afmæli félagsins á þessu ári. Til að fagna þessum tímamótum var boðið til heilmikillar veislu í félagsheimilinu á laugardaginn. Formaður KR, Kristinn Jónsson, og kona hans Björk Aðalsteinsdóttir eru hér ásamt hjónun- um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Hjörleifi Sveinbjörnssyni. DV-myndir Hari tahV tW Evrópsku tónlistarverðlaunin frá sjón- varpsstöðinni tónelsku Mtv voru afhent með pompi og prakt í Dublin á fimmtu- daginn. Hérna á Fróni gafst gestum Hard Rock café færi á að fylgjast með á risa- skjám upp um alla veggi staðarins. Sveinn Waage og Áslaug voru á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.