Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 36
VinningstölurlaugardagÍMM: 06.11. '99 4 t°\!(L0 27f36l20l 32 Vinningar Fjöldl vinninga Vlnnlngs-upphœfi 1.5af5 0 5.658.190 2. 4 af 5+"$!£ 2 211.910 3. 4 af 5 76 9.610 4. 3 af 5 2.857 590 Jókertölur vikunnar: Loftskeytamað- ur vann miiljónir Stálheppinn loftskeytamaður úr Reykjavík náði sér í 3.366.273 krónur í gullpotti Happdrættis Háskóla ís- lands í Ölveri á laugardag. Þetta er níunda gullið sem fellur í Ölveri en gullvinningar sem unnist hafa eru tæpar 80.000.000 í Ölveri, ásamt ógrynni af silfurpottum, að sögn Baldurs Helga Hóhnsteinssonar, starfsmanns í Ölveri. Loftskeytamað- urinn er 66 ára og að hans sögn kem- ur vinningurinn í góðar þarfir fyrir jólin. „Vinningshafmn kemur stund- um til okkar Baldurs og hann var hálfhissa þegar kassinn fór að væla, hann hélt að hann væri bilaður. Ég er viss um að hann hefur sjaldan eða aldrei spilað í spilakassanum, enda vissi hann greinilega ekki hvað var aö þegar vinningurinn kom," sagði Magnús Halldórsson, framkvæmda- stjóri Ölvers. -DVÓ Baldur Helgi Hólmsteinsson við spilakassa. DV-mynd S Skeiðará vex „Það var að koma fólk til okkar núna sem er frá Höfn í Hornafirði. Þegar það fór yfir Skeiðará sagði það að fýlan væri mikil. Þetta byrj- aði eiginlega á mánudaginn en það hefur verið að aukast í ánni síðustu tvo til þrjá daga," sagði Magnús Friðfinnsson í Freysnesi við DV í gærkvöld, spurður um nýjustu fregnir af Skeiðarárhlaupi. Ekki er búist við stóru hlaupi, jafnvel hafa menn rætt um hehning af meðalhlaupi. Búist er við að það nái hámarki á næstu dógum. Magn- ús kvaðst ekki búast við að hlaupið mundi hafa nein áhrif á umferð bíla um Skeiðarársand. -Ótt Margrét Frímannsdóttir: Staðan er sterk „Staða Alþýðubandalagsins er mjög sterk," sagði Margrét Frí- mannsdóttir for- maður, eftir nýaf- staðinn fund Al- þýðubandalagsins um helgina. „Stað- an er mun skýrari nú en var fyrir kosningarnar, þeg- ar ákveðið var að fara í þetta sam- starf við Samfylkinguna. Nú er gengið frá því að Alþýðubandalagið ætlar að gerast aðili að Samfylking- unni ef hún verður að formlegu stjórnmálaafli." -HKr. SA YPAR SEM SYNDLAUS ER ...! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sTma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 15. NOVEMBER 1999 Þorsteinn Pálsson, sendiherra Islands í London, var heiðursgestur á leik Stoke og Bristol City í gær, í tilefni af yfir- töku íslendinganna, og hér færir borgarstjóri Stoke honum keramikplatta að gjöf fyrir leikinn. DV-mynd Pjetur Safnaðarfundir í Holts- og Flateyrarsóknum: Vilja prestinn burt um jólin - óska eftir þjónustu annars prests en sr. Gunnars Á almennum safnaðarfundi í Flat- eyrarsókn siðdegis í gær var sam- þykkt tillaga um að fara þess á leit við sr. Agnesi Sigurðardóttir, pró- fast í Bolungarvík, að hún sjái til þess að annar prestur en sóknar- presturinn annist guðsþjónustur á Flateyri á aðventu og um jól og ára- mót. i Formaður sókarnefndar, Gunn- laugur Finnsson á Hvilft, segir að þetta sé gert á þeim forsendum að sr. Gunnari verði veitt leyfi frá störfum á sama tíma ef ekki verði búið að leysa þann ágreining sem uppi er. Tuttugu og átta manns greiddu atkvæði um tillöguna á fundinum. Tuttugu sögðu já, þrír voru á móti en fimm sátu hjá. Sr. Gunnar Björnsson sagðist ekkert hafa heyrt um málið í gær- kvöld og vildi ekkert tjá sig um það hvort hann væri á leiðinni í frí. Fyrir viku var samþykkt svipuð til- laga á almennum safnaðarfundi Holtssóknar. Séra Agnes sagði í sam- tali við DV í gær að hún hefði ráðfært sig við biskup vegna málsins en það væri angi af deilum sóknarbarna við prestinn í Holti. Þá væri spurning hvort sóknarbörn þyrftu að leysa sóknarbönd til að gera það mögulegt að útvega annan prest til að þjónusta í sókninni. Þá er enn ekki vitað hvort deilumálinu í sókninni verður áfrýj- að til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunn- ar, en frestur til þess rennur út um næstu helgi. Fyrr er vart að vænta að prófastur taki ákvörðun í málinu. Reglur eru þannig að ef sóknar- bönd eru leyst má kjörprestur fólks- ins halda guðsþjónustur í viðkom- andi sókn þótt annar prestur sitji þar fyrir. Þannig hefur t.d. sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur á ísafirði, þjónað í Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal, sem annars heyrir undir prestinn i Holti. Tilfinninga- legur vandi við að kalla annan prest til starfa er sérlega miMU hvað varðar Holtssókn, þar sem sitjandi . prestur býr í húsi gegnt sóknar- kirkjunni í Holti. -HKr. Veðrið á morgun: Bjartviðri víðast hvar Á morgun er gert ráð fyrir vestlægri átt og fremur hægum vindi. Dálítil él verða við austur- ströndina en annars víða bjart veður. Veðrið í dag er á bls. 45. Stoke City: Gunnar er yngsti stjórnar- formaðurinn DV, Stoke: Hinir nýju eigendur meirihluta í enska knattspyrnufélaginu Stoke City mættu á leik liðsins við Bristol City í gær með fríðu föruneyti. Alls voru um 60 íslendingar á leiknum á Britannia Stadium en í dag tekur Guðjón Þórðarson væntanlega við starfi framkvæmdastjóra félagsins. Gunnar Þór Gislason er nýr stjórnarformaður Stoke City. Hann er 33 ára gamall og þar með yngsti stjómarformaður í ensku knatt- spyrnunni. Auk hans eiga Ásgeir Sigurvinsson og Elvar Aðalsteins- son sæti i stjórninni ásamt tveimur fulltrúum gömlu stjórnarinnar. Greinilegt er á almenningi í Stoke að yfirtöku íslendinganna er beðið með mikilli eftirvæntingu og fólk vonast eftir því að þeim takist að hefja þetta fornfræga félag til vegs og virðingar á nýjan leik. Á blaðamannafundi nú fyrir há- degið mun hin nýja stjórn Stoke kynna áætlanir sínar, hvað varðar uppbyggingu, liðsstjórnun og leik- menn. Nokkrir íslenskir leikmenn eru sterklega orðaðir við félagið. Sjá nánar á bls. 23. -KGK/PS/VS Erfitt að reka prest: Rautt spjald og brottrekstur Sem kunnugt er tók úrskurðar- nefnd þjóðkirkjunnar ekki afger- andi afstöðu í deilumáli Holtsklerks i niðurstöðu sinni á dögunum. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti, er með svo- kallaða æviráðn- ingu af því að hann kom til starfa fyrir 1. júlí 1996 og því verður honum ekki sagt upp á einfald- an hátt. Að sögn Agnesar Sigurðar- dóttur, prófasts ísa- fjarðarprófastsdæm- is, þá er mógulegt að víkja presti frá ef honum hefur fyrst verið veitt áminning í starfi. Þá er það líkt og í fótboltanum, að við aðra áminningu fær hann rautt spjald og er þá vænt- anlega vísað úr starfi. Þetta hefur þó enn ekki gerst í tilviki sr. Gunn- ars. Prófasturinn, sr. Agnes Sigurðar- dóttir, hefur boðað presta í prófasts- dæminu til fundar á ísafirði í dag vegna þeirra deilna sem nú eru uppi í Önundarfirði. -HKr. Jólakort NÝJARtfVÍDDlR ^ 4 Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp. Sr. Gunnar Bjömsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.