Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Sport Hvað finnst þér? Eiga íslendingar raunhæfa möguleika á að senda þrjá keppendur til keppni í badminton á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000? Helgi Magnússon: Kannski ekki þrjá, en við eigum góða möguleika á einum til tveimur, það fer eftir heppni og því hvemig raðast á mótum. Broddi Kristjánsson: Það er ekki víst að við náum þremur en þau þrjú sem era að reyna þurfa að ná góðum árangri á mótum í vetur. Erla Hafsteinsdóttir: Já, ég trúi því alveg. Því fleiri mót sem þau fara á þá eiga þau betri möguleika og þeirra möguleikar era eins góðir og annarra ef þau sækja öll mótin. Anna Lilja Sigurðardóttir: Nei, ég myndi ekki segja það, ég vona að þau komist öll en ég hugsa samt ekki. Steinar Petersen: Já, já, ég held að þau séu alveg nógu sterk til þess og tel að þau eigi fullt erindi þangað eins og íþróttafólk okkar í öðrum íþróttagreinum. DV Stjarnan styrkist Nýliðar Stjömunnar i úrvalsdeildinni í knattspymu fengu góðan liðsauka um helgina þegar Kári Jónsson, sóknarmaður úr Víði í Garði, gekk til liðs við félagið. Kári er 24 ára og spilaði áöur meö KVA og fleiri Austfjarðaliðum og hefur gert tæplega 100 mörk í deildakeppninni. Hann er á fórum til Grikklands og leikur væntanlega með Panelefsinaikos í B-deildinni þar til vorsins. „Það er spennandi aö fá loks tækifæri í úrvalsdeildinni. Mér líst mjög vel á mig hjá Stjöm- unni, ekki síst þar sem ég hef áður leikið undir stjóm Gorans Kristófers Micic, hjá Þrótti i Neskaupstað," sagði Kári viö DV. -VS Anna sló í gegn Anna Lovísa Þórsdóttir, knattspymukona úr KR, sló heldur betur í gegn í bandarísku háskólaknattspyrn- unni í haust en þar leikur hún með Christian Brothers háskólanum. Á tímabilinu sem var að ljúka var hún valin bæði besti leikmaðurinn og besti nýliðinn í suð- austurdeild háskólakeppninnar, og hún var jafnframt bæði markahæsti og stigahæsti leikmaðurinn i deild- inni. Anna gerði 17 mörk í 18 leikjum og lagði upp 10 til viðbótar. Anna Lovísa er 22 ára og hefur bæði leik- ið með 21-árs landsliðinu og stúlknalandsliðinu en hún hefur að mestu misst af tveimur síðustu tímabilum með KR vegna meiðsla. -VS Badmintonstúlkan Sara Jónsdóttir vakti mikla athygli: „Anægjulegt" Hin átján ára gamla Sara Jóns- dóttir vakti mikla athygli á alþjóð- lega mótinu í badminton sem fór fram í TBR-húsinu um helgina, en þar náði hún bestum árangri íslend- inga í einstaklingskeppni. Hún komst alla leið í undanúrslit og lagði á leið sinni þangað m.a. Sonju McGinn frá írlandi, sem er ofarlega á alþjóðlegum styrkleikalista og var ein fjögurra keppenda sem var rað- að í mótið í kvennaflokki. í undan- úrslitunum mætti Sara Karolinu Eriksson frá Svíþjóð sem sigraði Söndra Dimbour frá Frakklandi i úrslitum. Kom þessi árangur þér á óvart? „Já, því ég átti ekki von á þessu en þetta var mjög ánægjulegt að komast svona langt á jafnsterku móti og þessu," sagði Sara. „Ég æfði fimleika í mörg ár en þegar ég var 12 ára ákvað ég að hætta því, sneri mér að badminton og hef verið í því síðan. Fimleikam- ir hafa gefið mér góðan grunn og hafa nýst mér ágætlega í badmint- oninu.“ Nú ert þú ekki meðal þeirra þriggja sem keppa að því að kom- ast á Ólympiuleikana árið 2000, en þú ert þó vœntanlega búin aö setja þér markmið i iþróttagrein- inni? „Já langtímamarkmiðið er að komast á Ólympíuleikana árið 2004. Það era í sjálfu sér engin vonbrigði að vera ekki meðal þessara þriggja sem stefna á Ólympíuleikana í Syd- ney, mér finnst ég enn of ung óg á eftir að læra svo margt. En hér heima stefni ég að því að bæta mig sem mest og ég stefni að því að verða ís’ mdsmeistari í einliðaleik í fullorðinsflokki á næsta íslands- móti. Brynja Pétursdóttir, sem er í Ólympíuhópnum, hefur verið að spila vel og á góða möguleika á að komast til Sydney, enda æfir hún við mjög góðar aðstæður erlendis og það er draumur hjá mér að fá slíkt tækifæri. Þá fengi ég fleiri æfmgar, betri þjáifun og miklu fleiri mót. Hér heima er maður alltaf að spila við þá sömu og fær ekki nægilega góða reynslu. Þetta er mjög slæmt því þegar maður keppir við erlenda keppendur byrjar maður strax að bera virðingu fyrir þeim af því að maður þekkir þá ekki.“ Hvernig gengur að samhœfa œfingar og skóla? „Það gengur ágætlega, ég er í MH á þriðja ári náttúrufræðibrautar og með góðri skipulagningu er þetta al- veg hægt en það er oft rosalega mik- ið að gera. Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku og svo era mjög oft mót um helgar sem taka mikinn tima. Mér hefur gengið mjög vel á mót- um. Ég hef tvisvar sinnum komist í úrslit í tvíliðaleik á Islcmdsmóti í fullorðinsflokki en á síðasta íslands- meistaramóti unglinga þá varð ég þrefaldur meistari. Svo hef ég kom- ist í undanúrslit í einliðaleik á ís- landsmóti." Áttu þér einhverja fyrirmynd í badmintoninu sem hefur átt sinn þátt i því að móta þinn stil? „Nei, ég held ekki. Það hafa allir sinn sérstaka stil og ég held að ég hafi ekki enn tileinkað mér neinn sérstakan stíl. Ég held að ég sé jafn- víg á flestum sviðum, en það er alltaf hægt að bæta sig. Fyrir utan almennar æfingar þá fer ég í einka- tíma til Huang einu sinni í viku og það er mjög gott. Ég er ekki viss um að það myndi bæta mikið að mæta oftar eða vera lengur, en það mætti vera meiri agi á æfingunum," sagði Sara Jónsdóttir badmintonspilari. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.