Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 23 DV Sport Guðjón Þórðarson mættur til Stoke City: Teku r við af Gary Megson sem framkvæmdastjóri - tilkynnt í dag Guðjón Þórðarson tekur við stjóm enska knattspymu- liðsins Stoke í dag. Það mátti ráða af viðbrögðum á Brit- annia Stadium, heimavelli fé- lagsins, eftir leik Stoke og Bristol City i gær. Gary Megson, fram- kvæmdastjóri Stoke, var spurður á blaðamannafundi eftir leikinn, sem endaði 1-1, hvort þetta hefði verið hans kveðjuleikur. „Ákvörðun hef- ur verið tekin en ég lofaði stjóminni að segja ekkert fyrr en eftir blaðamanna- fundinn á morgun,“ var svcir- ið hjá Megson. Á viðbrögðum hans og látbragði var þó aug- ljóst að þar talaði maður sem var að láta af störfum. Búast má við því að leik- mannamálin fari strax á fullt hjá Guðjóni og félögum. Brynjar Björn Gunnarsson hjá Örgryte og Rúnar Krist- insson hafa verið mest orð- aðir við Stoke og samkvæmt heimildum DV er Rúnar væntanlegur þangað til við- ræðna nú í vikunni. Þá er rætt um að Sigursteinn Gíslason, KR-ingur, komi til Stoke á leigu til vorsins og nafn Marels Baldvinssonar úr Breiðabliki hefur einnig verið nefnt. Viðbrögð fólks í Stoke við yfirtöku íslendinganna eru góð en framhaldið stendur greinilega og feilur með því að það sjái að þeir geri breyt- ingar og efli leikmanna- hópinn. -PS/KGK/VS Guðjón Þórðarson á Britannia Stadium ásamt Hafliða Þórs- syni, stjórnarmanni í Stoke Holding, fyrir leikinn í gær. DV-mynd Pjetur Leikmenn Tindastóls þakka stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn gegn Keflvíkingum í gær. DV-mynd Hiimar Þór - fyrir íþróttalífið á Króknum er Tindastóll vann fyrsta titilinn Stærsta stund í sögu íþróttalifsins á Króknum var örugglega í Smáran- um i gær þegar körfuboltalið félags- ins tryggði sér sigur í Eggjabikarn- um og stöðvaði 23 leikja og 3ja ára sigurgöngu Keflavíkur í keppninni. Tindastóll leiddi allan timann og vann leikinn, 80-69, og lagði því sig- ursælustu körfuknattleiksfélög Is- landssögunnar, Keflavík og Njarðvík á tveimur eftirminndegum dögum. Þeir sem sannfærðust ekki daginn áður fengu fullvissu sína í gær, að Tindastóll er lið líklegt til afreka í körfunni í vetur. Frábær stuðningur áhorfenda liðsins á bekkjunum, ein- stök samvinna leikmanna liðsins inni á vellinum og mikil breidd inn- an liðsins gerði það að verkum að hvorki Njarðvík né Keflavík áttu svör og urðu að sætta sig við meira en tíu stiga töp hvor. Keflavíkurliðið hitti illa fyrir utan, þeim dugði ekki að Roberts, Fannar og Halldór hittu úr 19 af 25 skotum undir körfunni og skiluðu 38 stigum úr teignum því skyttur liðs- ins hittu aðeins 3 af 21 skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Tindastól skoruðu átta leik- menn í úrslitaleiknum, þar af sex yfir sex stig og breiddin skilaði sínu. Þá eru innan liðsins tveir skynsamir leikstjórnendur, Henriksen og Sverrir Þór, sem sendu samtals 14 stoðsendingar gegn 4 töpuðum bolt- um og tóku að auki 10 fráköst. Ekki ’ má síðan gleyma Shawn Myers sem hefur þann eiginleika sem er allt of sjaldséður hjá erlend- um leikmönnum sem hingað koma, að berjast á fullu og spila fyrir liðið. Hrikalega góð helgi Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, er enn taplaus eftir að hann fór að einbeita sér að fullu að þjálfuninni. „Við erum búnir að sýna og sanna að við getum sitthvað í körfubolta. Við erum með blöndu af ungum og svo reyndum leikmönn- um, það eru allir að skila og þetta er mjög stór stund í íþróttalífinu á Sauðarkróki að fá þennan titil. Við fengum frábæran stuðning frá Króknum og við eigum því fólki allt að þakka,“ sagði Valur í leikslok. Lárus Dagur Pálsson fyrirliði var einnig kátur i leikslok. „Það var komin tími til að fá dollu norður. Við erum búnir að sýna hrikalega góða helgi, erum með rosalega breidd, það getur hver sem er komið inn á og gert mikið gagn. Við lentum í úrslit- ' um fyrir tveimur árum eftir að hafa unnið Njarðvík, þá vorum við bakað- ir og nú nýttum við þá reynslu". Svavar sterkur Svavar Birgisson átti frábæra leiki fyrir Stólanna og þessi 19 ára fram- herji skoraði 20 stig að meðaltali í leikjunum tveimur. „Við spilum vel um þessar mundir og það gengur allt upp hjá okkur. Við þurftum að bæta við ókkur eftir að Valur hætti að spila og ætluðum að gefa allt okkar í þessa leiki og sjá hversu langt það kæmi okkur og þetta er frábært," sagði Svavar sem er farinn að banka á landsliðsdyrnar. Vorum lélegir „Við vorum bara lélegir í dag, hitt- um ekkert og það kom ekkert út úr leiknum okkar. Tindastóll er með hörkulið og var ákafari í að vinna tit- ilinn en við,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur. Keflavfk-Tindastóll.........69-80 (13-24, 33-44, 52-60) Stig Keflavíkur: Chianti Roberts 26, Fannar Ólafsson 14, Gunnar Einarsson 12, Guðjón Skúlason 9, Hjörtur Harðarson 4, Halldór Karlsson 4. Stig Tindastóls: Shawn Myers 20 (14 fráköst), Svavar Birgisson 16, Kristinn Friðriksson 16, Sverrir Þór Sverrisson 9, Friðrik Hreinsson 7, ísak Einarsson 6, Sune Henriksen 4, Lárus Dagur Pálsson 2. Undanúrslitin á laugardag: Slagsmál, spenna og stuð hjá Tindastóli Þrátt fyrir að bæði Grindavík og Njarðvík væru ofar í deildinni máttu þau sætta sig við töp í und- anúrslitunum. Grindavík fyrir ósigrandi liði Keflavíkur, 64-63, og Njarðvík fyrir léttleikandi liði Tindastóls, 62-76. Njarðvík hefur þannig tapað fjögur ár í röð í und- anúrslitum keppninnar og aldrei komist í úrslit. Brenton slakur og pirraður Þrátt fyrir að Grindavík leiddi nánast allan leikinn gegn Keflavík náðu þeir ekki að verða fyrsta liðið til að slá út Keflavík. Grindavík leiddi með átta stigum þegar Keflavik tók leikhlé og 2 minútur voru eftir af þriðja leikhluta. Keflavik skoraði næstu fimm stig og loks tvær síðustu körfur leiksins, sigurkörfuna gerði Guðjón Skúlason. Brenton Brimingham var ólíkur sjálfum sér og lét harða og stífa dekk- un Keflvíkinga hafa áhrif á sig, svo mikil að upp úr sauð í hálfleik og réðst Birmingham að tveimur leik- mönnum Keflavíkur er þeir gengu til leikhlés. Tölumar tala líka sínu máli, Brenton, sem hafði skoraði yfir 30 stig i öllum leikjum sínum með Grindavik, skoraði aðeins tiu stig, einu fleira en boitar sem hann tapaði til varnarmanna Keflavíkur. Keflavlk-Grindavík.......64-63 (19-19, 38-44, 49-52) Stig Keflavikur: Chianti Roberts 20, Gunnar Einarsson 9, Fannar Ólafs- son 8, Halldór Karlsson 8, Elentínus Margeirsson 7, Kristján Guðlaugsson 6, Guðjón Skúlason 4, Hjörtur Harðar- son 2. Stig Grindavíkur: Pétur Guð- mundsson 15, Bjami Magnússon 12, Brenton Birmingham 10, Dagur Þóris- son 6, Alexander Ermolinski 6, Bergur Hinriksson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Unndór Sigurðsson 3. Draumabyrjun Tindastólsmenn byrjuöu frábær- lega gegn Njarðvík skoruðu 13 af fyrstu 16 stigum leiksins og leiddu 14-29 eftir fyrsta leikhluta. Næstu tvo leikhluta náðu Njarðvíkingar að bita aöeins frá sér og saxa á forskotið og minnka það niður í fimm stig þegar fimm mínútur voru eftir. Þá tóku Stólarnir aftur við sér, dyggilega studdir af fjölmörgum stuðnings- mönnum sínum, skoruðu 8 stig í röð og unnu leikinn á endanum, 62-76. Njarövíkurliðið var dapurt í þess- um leik, samvinnan innan liðsins var hvergi sjáanleg og fyrsta stoösending- in kom ekki fyrr en 13 mínútur voru búnar að leiknum. Hinn erlendi leikmaður Njarðvik- ur Donell Morgan ætti kannski að fara að huga að heimferð, 6 stig á 23 mínútum og að hitt 2 af 6 skotum er örugglega ekki það sem menn bjugg- ust við af honum í fyrsta leik. Njarðvík-Tindastóll .....62-76 (14-29, 32-45, 49-60) Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 18, Örlygur Sturluson 13, Friðrik Stef- ánsson 11 (5 varin skot), Hermann Hauksson 6, Donell Morgan 6, Friðrik Ragnarsson 5, Páll Kristinsson 3. Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 24 (10 af 15 í skotum), Shawn Myers 18 (18 fráköst), Kristinn Friðriksson 17, Sverrir Þór Sverrisson 6, Flemming Stie 5, Lárus Dagur Pálsson 5, ísak Einarsson 1. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.