Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 7
-f 24 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 25 Sport DV Sport Halldór Ingólfsson lék ekki með Haukunum gegn ÍR-ingum en hann er með lungnabólgu. Þá tóku Einar Gunnarsson og Sigurjón Sigurös- son ekki þátt í leiknum en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. Bjarni Frostason, fyrrum mark- vörður Hauka og landsliðsins, er byrjaður að æfa á fullu og er að sögn kunnugra að komast i mjög gott form. Hvort þetta hefur haft áhrif á Jónas Stefánsson, markvörð Hauka, i leikn- um gegn ÍR á laugardaginn skal ósagt látið en hann átti stórleik. Ragnar Óskarsson, besti leikmaður ÍR-inga, fékk högg á höndina um miðjan hálfleik gegn Haukum og lék ekki eftir það. Þá lék Ólafur Sigur- jónsson ekki með ÍR vegna meiðsla. Þaö gekk erfiölega að koma leik ÍBV og Vals af staö. Leikurinn var upphaflega settur á tostudagskvöld en ófært var milli lands og Eyja og leikurinn þvi færður fram á laugardag. Enn var ófært og enn var leikurinn færður fram, nú á sunnudag og úr veðrinu rættist þann daginn. Þegar leikmenn voru svo til taks þá sagði markataflan í Eyjum stopp tafðist leikurinn um 15 mínútur. CSG Erlangen, lið Haraldar Þorvarðarsonar, gerði jafntefli 25-25 á heimavelli gegn toppliði SG Solingen í þýsku B-deildinni í handknattleik í gær og geröi Haraldur 3 mörk Falur Haröarson skoraði 8 stig á laugardaginn þegar lið hans, ToPo Helsinki, vann KTP, 87-73, í finnsku A-deildinni í körfuknattleik. Fyrir helgina gerði Falur 19 stig þegar ToPo tapaöi fyrir Krka Novo Mesto frá Slóveníu, 66-82, í Evrópuleik á heimavelli. Óskar Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Fjölnis í knattspymu. Óskar hefur víöa komið við og þjálfaði Skallagrím úr Borgar- nesi í ár. Fjalar Þorgeirsson, markvöröur Þróttar R. og 21-árs landsliðsins, gekk á fostudaginn til liðs við úrvalsdeild- arlið Fram í knattspyrnu. Framarar fengu þar með þrjá leikmenn í sið- ustu viku því þeir sömdu þá einnig viö Val Fannar Gislason og Kristó- fer Sigurgeirsson. -GH/VS Walesbui á Skagann Skagamenn hafa fengið til liðs við sig Chris Harroch, landsliðsmann í körfuknattleik frá Wales. Harroch er 23 ára bakvörður sem hefur skorað 20 stig að meðaltali í leik fyrir velska landsliðið. Hann kemur frá Cardiff Clippers í heimalandi sínu en lék síðasta vetur í þýsku B- deildinni. Harroch verður til reynslu fram að jólum og þá skýrist hvort Skaga- menn semja viö hann út tímabiliö. Hann verður löglegur fyrir leik ÍA við Njarðvík á Akranesi í 9. umferðinni þann 5. desember og getur einnig leikið tvo aðra deildaleiki og í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar. -VS IR 26 (13) - Haukar 27 (13) 1-0, 2-2, 5-2, 5-5, 5-7, 9-7, 12-10, (13-13), 16-14, 18-16, 19-21, 21-25, 24-26, 25-27, 26-27. Ingimundur Ingimundarson 10, Brynjar Steinarsson 3, Finnur Jóhansson 3, Bjami Fritzsson 3, Björgvin Þprgeirsson 2, Róbert Rafnsson 2, Ragnar Óskarsson 1, Jóhann Ásgeirsson Varin skot: Hallgrimur Jónasson 12/1, Hrafn Margeirsson 2. Brottvisanir: 2 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 0 af 2. Áhorfendur: 300 Gœöi leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (8). Óskar Ármannsson 10/6, Kjetill Ellertsen 5, Þórðarson 3, Gylfi Gylfason 3, Petr Baumrak 3, Bjömsson 2, Aliaksandr Shamkuts 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 17/2. Brottvisanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 6 af 7. Sigurður Jón Karl Maður leiksins: Jónas Stefánsson, Haukum. FH 20 (10) - Stjarnan 19 (12) I- 0, 2-1, 2-5, 3-5, 3-7, 4-7, 4-8, 6-8, 6-11, 8-11, 8-12, (10-12), 11-12, II- 13, 12-14, 13-15, 14-16, 15-16, 15-18, 18-18, 18-19, 20-19. Guðmundur Pedersen 6/4, Sigurgeir Ægisson 4, Gunnar Beinteinsson 4 (4 stolnir boltar), Hálfdán Þórðarson 2, Sigursteinn Arndal 1, Valur Amarson 1, Knútur Sigurðsson 1, Egidijus Cincinkas 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 19 (14 í seinni hálfleik). Brottvisanir: 8 mínútrn-. Rauó spjöld: Cincinkas (3x2 mín, 47. mín) Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Áhorfendur: 400. Gœöi leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Gísli Jóhannsson og Hafsteirin Ingibergsson (5). Hilmar Þórlindsson 7/5, Amar Pétursson 4, Björgvin Rúnarsson 3, Eduard Moskalenko 3, Konráð Olavson 2. Varin skot: Birkir ívar Guðmundsson 16. Brottvisanir: 8 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Maður leiksins: Egidijus Petkevicius, FH. Ovænt vorn Vikinga - sló Fram út af laginu. Jafntefli, 26-26 Víkingar komu Framlið- inu í opna skjöldu strax i upphafi viðureign liðanna í Víkinni í gærkvöld með framliggjandi vörn. Eftir æsispennandi lokakafla skiptu liðin með sér stigum en leiknum lauk, 26-26. Sóknarleikur Framara riðlaðist heldur betur við þessa taktík Víkinga sem óx ásmegin eftir sem á fyrri hálfleikinn leiö. Heima- menn leiddu lengstum með Þröst Helgason í broddi fylkingar en hann skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Framarar voru lengi að átta sig á hlutunum en Víkingar leiddu í háifleik, 14-12. Framarar fóru greiniiega yfir leik sinn i hléi og komu mjög beittir tii síðari hálf- leiks. Þeir náðu fljótlega yf- irhöndinni og voru með for- ystuna lengi en lokakaflinn var mjög spennandi. Vík- ingum tókst að jafna undir lokin en áður hafði vítakast farið í súginn hjá þeim. Víkingar sýndu með frammistöðu sinni að þeir hafa styrk til að hala inn stig í vetur. „Síðustu daga höfum við við æft þessa 3-3 vörn og eftir á heföi ég viljað sjá bæði stigin. Fram- arar hafa eflaust undirbúið sig fyrir 6-0 vöm, og áttuðu sig ekki lengi vel. Það er ásetningur okkar að halda liðinu uppi en þetta kostar mikla vinnu,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þjálf- ari Víkings, við DV. Þröst- ur var bestur Víkinga en Hjalti og Hjörtur voru einnig beittir. Hjá Fram átti Vilhelm ágætan leik og Björgvin stóð einnig fyrir sínu. -JKS Víkingur 26 (14) - Fram26(12) 0-1, 2-2, 4A, 64, 8-6, 8-8, 11-9, 13-10, (14-12), 14-14, 16-15, 18-18, 18-20, 20-22, 21-24, 24-24, 25-26, 26-26. ($jHf) Þröstur Helgason 8, Hjörtur Arnarson 4, Hjalti Gylfason 4, Sigumbjöm Narfason 3, Valgarð Thoroddsen 2, Ingimundur Helgason 2/2, Leó Öm Þorleifsson 1, Benedikt Jónsson 1. Varin skot: Hlynur Mortens 5, Sigurður Sigurðsson 5. Brottvísanir: 10 mínútur. Rauð spjöld: Hjalti. Vítanýting: Skorað úr 5 af 2. Áhorfendur: 300. Gœöi leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Gunnlaugur Hjálmarsson og Arnar Kristinsson (3). Robertas Pazoulis 5, Vilhelm Bergsveinsson 4, Guðmundur H. 'fBpj Pálsson 4, Kristján Þorsteinsson 4, Björgvin Björgvinsson 4, Kenneth Ellertsen 3, Gunnar Berg Viktorsson 1, Oleg Titov 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 12/2. Brottvísan- ir: 8 mínútur. Rauð spjöld: Sebastian, Anatoly þjálfari. Vitanýting: Skorað úr 0 af 2. Maður leiksins: Þröstur Helgason, Víkingi. * Jónas hetja Haukanna - sem lögðu ÍR í Austurbergi, 26-27 Haukar geta þakkað Jónasi Stefánssyni, mark- verði sínum, sigurinn gegn ÍR í Austurbergi á laugar- daginn. Jónas varði þá skot Ingimundar Ingimundar- sonar af línunni á lokasek- úndunni og Haukar fögn- uðu sætum sigri, 26-27, í bráðskemmtilegum og á köflum vel spiluðum leik. Haukamir vora fjórum mörkum yfir þegar um rétt 5 mínútur voru eftir en ÍR- ingamir áttu góðan enda- sprett. Þeir minnkuðu mun- inn í eitt mark þegar 50 sek- úndur vora eftir og Hrafn Margeirsson varði svo skot Norðmannins Kjetil Ellerts- sonar af línunni. Haukar misstu mann út af og ÍR-ing- ar brugðu á það ráð að tefla fram Hrafhi markveröi í síðustu sóknina. ÍR-ingar freistuöu þess að jafna met- in með sirkusmarki en Jónas sá við Ingimundi á glæsilegan hátt. „Við reyndum að stjóma leiknum frá upphafi og dempa leikinn niður og ég held að það hafi tekist nokk- uð vel. Þetta var góður leik- ur af beggja hálfu og ég held ég megi segja að þetta hafi verið okkar besti leikur á tímabilinu. Þetta vora góð stig og sigurinn gefur okkur vonandi byr undir báða vængi,“ sagði Óskar Ár- mannsson, leikstjómandi Hauka, við DV eftir leikinn. Óskar lék vel fyrir sina menn í sókninni svo og Kjetil Ellertsen og Jónas Stefánsson varði Hauka- markið af stakri snilld. Ingimundur Ingimund- arson var óstöðvandi lengi framan af leik og skoraði hvert glæsimarkið af fætur öðru en það var ekki fyrr en varnarjaxlinn Petr Baumruk skipti um stöðu í vöminni að Haukum tókst að hægja á þessari framtíðarskyttu. Ingimundur var lang- bestur í liði ÍR-inga sem máttu iila við því að missa Ragnar Óskarsson út af meiddan í fyrri hálfleik. -GH Auðvelt - hjá KA gegn Fylki Leikur KA og Fylkis á Akureyri á föstu- dagskvöld var aldrei spennandi. Ljóst var frá upphafi aö KA færi með sigur af hólmi, það var bara spuming hve mörg mörk mundi skilja liðin en lokatölur urðu 31-21. Um miðjan seinni hálfleik fór Atli Hilmars að hvíla lykilmenn enda var alveg ljóst hvar sigurinn mundi enda. Hjá Fylki var Eymar Kruger bestur. „Jú, þetta var frekar auðvelt. Ég vona aö þessi leikur hjálpi okkur að snúa viö blað- inu. Ég er ánægður með leikinn en við vor- um hins vegar ekki nógu einbeittir í lok hans. Ég er mjög ánægður með yngri spilar- ana það er mjög gott að geta skipt þeim inn á“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir leikinn. -JJ Góður varnarleikur - lagði grunninn að sigri ÍBV á Val í gær „Við fengum nýjann leikmann stuttu fyrir síðasta leik og hann er aö koma betur inn í þetta. Sér- staklega á hann eftir að nýtast í varnarleiknum, en við spiluðum mjög góðan vamarleik og unnum leikinn á honum. Við byrjuðum mótið mjög ilia, enda voru mörg ný andlit innan liösins, en þetta hefur ailt legið upp á við hjá okkur að undanfomu þannig að maöur þarf engu að kvíða,“ sagði Guðfinnur Kristmannsson, ieikmaður ÍBV, eftir sigur á Val, 26-21, í Eyjum í gær. Mikil barátta var í fyrri hálfleik, sérstaklega voru þeir Júlíus Jónas- son og Sigfús Sigurðsson bar- áttuglaðir þegar þeir tóku á móti Svavari Vignissyni, sem seint læt- ur í minni pokann. Sú barátta skilaði Vcdsliðinu þó litlu því að Eyjamenn leiddu allan hálfleikinn með 2-3 mörkum. í seinni hálfleik tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Munaði þar mest um að Gísli Guðmundsson fór að verja eins og hann gerir best, en hann hafði aðeins varið 3 skot í fyrri hálfleik. Valsmenn klúðruðu boltanum hvað eftir annað í sókn- inni og Eyjamenn nýttu sér það og juku muninn jafnt og þétt. Mestur varð munurinn 7 mörk, en Vals- menn bitu aöeins frá sér á lokakaflanum. -JGI KA 31 (16) - Fylkir 21 (9) 2-2, 6-3, 9-5, 12-6, 13-8, (16-9), 17-12, 19-13, 23-14, 26-15, 30-17, 31-18, 31-21. Lars Walther 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Sig- fússon 5/3, Bo Stage 5/1, Jóhann G. Jóhannsson 4, Heimir Öm Árnason 2, Geir Aðalsteinsson 1, Hreinn Hauksson 1, Magnús Agnar Magnússon 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1. Varin skot:' Reynir Þór Reynisson 14/2, Hafþór Einarsson 3. Brottvísanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 4 af 5. Áhorfendur: 300. Gœöi leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson (7). Eymar Kruger 7/2, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 7/2, David Kekelija 2/1, Jakob Sigurðsson 1, Þorsteinn Viktorsson 1, Ágúst Guðmundsson 1. Varin skot: Viktor Viktorsson 5/1, Örvar Rúdólfsson| 5. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. I ; . V Maður leiksins: Guðjón V. Sigurðsson, KA IBV 26 (13) - Valur 21 (10) 1-0, 3-2, 5-3, 9-6, 10-8, 12-10, (13-10), 14-10, 16-12, 19-13, 20-15, 24-17, 25-19, 26-21. Miro Baric 10/4, Guðfinnur Kristmannsson 5, Emil Andersen 5, Svavar Vignisson 3, Bjartur Máni Sigurðsson 1, Hannes I. Jónsson 1, Aurimas Frovolas 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 13/2, Kristinn Jónatansson 2. Brottvisanir: 8 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Áhorfendur: 170. Gceöi leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson (7). Markús Máni Michalesson 8/2, Einar Öm Jónsson 4/2, Dav- ið Ólafsson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Snorri Guðjónsson 1, Ingi- mar Jónsson 1, Freyr Bjamason 1. Varin skot: Axel Stefánsson 10, Benedikt Ólafsson 3. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 4 af 6. Maður leiksins: Miro Baric, IBV. — ' 1 - 'i. mm Konrað Olavsson, Stjörnumaður, reynir að koma boltanum í gegnum þétta vörn FH-inga. Á minni myndinni sjást fjórir Stjörnumenn leggja upp í sókn gegn sjö FH-ingum en á þeim kafla misstu Garðbæingar niður gott forskot sitt. DV-myndir Hilmar Pór - ósigraðir í 10 heimaleikjum í röð í deild eftir 20-19 sigur á Stjörnunni í gær FH vann mikinn seiglusigur í gær, 20-19, á gamallri grýlu liðsins í Kaplakrika, Stjömunni. Stjarnan hafði aðeins tapað 2 af síðustu níu deildarleikjum í Krikanum og framan af virtist það ekki ætla að breytast. Einn af ungu strákunum í FH-lið- inu, Sigursteinn Arndal, tók af skarið undir lokin og tryggði sigur- inn 12 sekúndum fyrir leikslok en hann hafði spilað lítið í sókninni en aftur á móti stórt hlutverk í vöm- inni allan leikinn. FH-ingar leiddu reyndar fyrstu tvær mínútur leiksins, en þá komu tíu Stjömumörk gegn 4 og þegar átta mínútur voru til hálfleiks leiddi Stjaman, 6-11. Stjömumenn lentu þá í því aö missa tvo menn út af í 2 mínútur og svo þann þriðja í viðbót fyrir mót- mæli og á meðan Stjömumenn voru þrír og fjórir, skoraðu heima- menn tvö mörk og komu sér aftur inn í leikinn. Áður en flautað var til leikhlés var munurinn kominn í tvö mörk og seinni hálfleikurin var jafh og spennandi. FH-ingar unnu sig út úr vand- ræðum í sókninni þegar á leið leik- inn, Sigurgeir Ægisson átti góða innkomu og skoraði fjögur mörk í hálfleiknum auk þess sem Pet- kevicuis varði 14 af 19 skotum utan af velli eftir hlé. Á sama tíma þyngdist sókn Stjörnunnar. Þar komust aðeins tveir menn á blað í seinni hálfleik og liðið gerði aðeins fimm mörk utan af velli í hálfleiknum. Stjarnan hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik og sigur i gær hefði rifið liöið enn frekar upp en þrátt fyrir að vera aðeins undir í tvær og háifa mínútu máttu Garö- bæingar sætta sig við fimmta tapið í vetur. FH-ingar hafa löngum ver- ið þekktir fyrir seiglu sína og leik- urinn í gær var enn ein sönnun þess að þetta FH-liöið gefst aldrei upp. Stjömumenn fá annan möguleika því þau mætast á sama stað á morgun í bikamum. -ÓÓJ 1. DEILD KARLA Fram Haukar Stjarnan Valur Víkingur R. 8 1 2 5 194-215 4 Fylkir 8008 162-221 0 Framarar léku án Róberts Gunn- arssonar og Njaróar Árnasonar í leiknum gegn Vikingi í gær. Róbert er að jafna sig eftir kirtlatöku og Njörður er meiddur en báðir munu þeir hefja æfingar nú í vikunni. Oleg Titov lék sinn fyrsta leik fyrir Framara frá því í fyrstu umferðinni en Rússinn öflugi hefur átt viö þrálát bakmeiðsli að stríða. Valsmenn töpuðu i gær í fjórða skipti í röð gegn iBV í Vestmannaeyj- um. Eyjamenn hafa nú unnið 13 af síðustu 16 heimaleikjum sínum í 1. deildinni. Á sama tima hafa þeir hins vegar aðeins unnið einn af 14 leikjum sínum á útivelli. FH-ingar hafa ekki tapaö deildaleik á heimavelli i tæpt ár, eða síöan 2. desember 1998. Þá töpuðu þeir fyrir Stjörnunni, 22-23, og í gærkvöld leit lengi út fyrir að Stjarnan myndi knýja fram sigur í Kaplakrikanum. Á þessum tíma hafa FH-ingar unnið 7 deildaleiki i Krikanum og gert 3 jafntefli. Víkingar fengu loksins stig á heima- velli sínum í Víkinni en þeir höfðu tapaö fjórum fyrstu leikjum sínum þar á tímabilinu. Haukar lögðu ÍR-inga í áttunda skipti i síöustu níu viðureignum liöanna í 1. deild. Nœstu leikir eru á fostudag en þá hefst 9. umferð með leikjum Stjörn- unnar við Viking og Vals við ÍR. Á laugardag leika HK og ÍBV og á sunnudagskvöldið eigast við efstu liðin, Fram og Afturelding, Fylkir fær FH í heimsókn og Haukar taka á móti KA. -JKS/GH/VS/ÓÓJ 1. DEILD KARIA Stjaman - Þór Þ. 86-89 ÍV - Valur 71-66 (R - ÍS . . 81-55 Breiðablik - Selfoss 81-55 Þór Þ. 5 5 ff 407-312 10 ÍR 5 4 1 394-324 8 Valur 5 3 2 386-309 6 ÍV 5 3 2 337-397 6 Stjarnan 5 3 2 422-376 6 Stafholtst. 6 2 4 395-470 4 Selfoss 5 2 3 349-383 4 Breiðablik 5 2 3 339-333 4 Höttur 5 1 4 300-348 2 ÍS 6 1 5 387-464 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.