Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 8
-26 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 Sport m t»YSKALAND Willstatt - Wuppertal ......26-24 Wetzlar - Schutterwald......24-17 Gummersbach - Dormagen .. . 25-22 Nordhom - Bad Schwartau . . . 25-20 Flensburg 11 10 Kiel 10 8 Nordhorn 11 7 Magdeburg 11 7 Essen 12 8 Lemgo 11 Minden 11 Grosswallst. 11 Frankfurt 12 Nettelstedt 11 Wetzlar 11 Gummersb. 12 B.Schwartaull Wuppertal 11 Eisenach 11 Dormagen 11 Willstatt 12 Schutterw. 12 0 8 1 8 0 10 1 11 320-265 20 282-232 17 288-243 16 261-216 16 303-287 16 278-242 15 291-271 15 270-258 14 270-260 11 290-297 11 261-268 11 277-285 10 230-266 8 253-284 251-283 233-262 256-331 245-309 Bland í nolca Flensburg frá Þýskalandi sigraði Alsmeer, 23-29, í Hollandi i fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum EHF-bik- arsins í handknattleik á laugardag. Lars Christiansen skoraði 10 mörk fyrir Flensburg. Aron Kristjánsson náði ekki að skora fyrir Skjern Crá Danmörku sem tapaði, 16-20, fyrir Zaporozhje frá Úkrainu í meistaradeild Evrópu. Skjern hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Kiel valtaði yfir hið sterka lið Ade- mar Leon frá Spáni, 39-24, í meist- aradeildinni i gær og er með örugga stöðu í sínum riðli. Lemgo vann hins vegar nauman sigur á Dukla Prag, 25-23, i Evrópukeppni bikarhafa. Arsene Wenger, knattspymustjóri hjá Arsenal, er efstur á óskalista for- ráðamanna Real Madrid um að taka við starfi Walesverjans John Tos- hack sem þjálfari liðsins. Toshack er valtur í sessi en fékk gálgafrest þegar Madridarliðið bar sigurorð af toppliði Rayo Vallecano um siöustu helgi. 1 fyrsta sinn hefur Ryan Giggs, útherjinn snjalli hjá Manchester United, gefið það í skyn að hann yfir- gefi United. „Ég á 3 ár eftir af samn- ingi mínum og hver veit hvað gerist eftir það. Við gætum unniö Evrópu- bikarinn næstu 2-3 árum og ef það yrði niðurstaðan gæti ég viljað prófa eitthvað annað,“ segir Giggs. Celtic hefur slegist í hóp Real Ma- drid, Lazio og Inter Milano sem vilja fá Roy Keane, fyrirliða Man.Utd, í sínar raðir, fari svo aö írinn ákveði að yfirgefa United í lok leiktiðar. -VS/GH visir.is Notaðu vísifingurinn! Þýski handboltinn: Gústaf með 9 - og Willstátt vann annan leikinn í röð Gústaf Bjarnason, landsliðs- maður í handknattleik, var mað- urinn á bak við annan sigur Willstátt í röð í þýsku A-deiIdinni á laugardagskvöldið. Willstátt, sem hafði tapað fyrstu 10 leikjum sínum í deildinni, fylgdi eftir góð- um sigri á Schutterwald á dögun- um með því að leggja Wuppertal, 26-24, og skoraði Gústaf 9 mörk í leiknum. Magnús Sigurðsson skoraði 4 mörk og íslendingarnir tveir gerðu því helminginn af mörkum liðsins. Dagur Sigurðsson lék á ný með Wuppertal eftir meiðsli og skoraði eitt mark en Valdimar Grímsson er enn frá keppni. Þjálfarinn Stephan Schöne var at- kvæðamestur hjá Wuppertal og skoraði 8 mörk. Dormagen missti niður góða forystu íslendingaliðið Dormagen fór illa að ráði sínu gegn Gummers- bach og tapaði, 25-22, eftir að hafa náð fjögurra marka forystu í síðari háifleiknum. Róbert Sig- hvatsson, sem varð 27 ára á laug- ardaginn, skoraði 5 mörk, Héðinn Gilsson 2 og Daði Hafþórsson eitt. „Við lékum illa síðasta korter- ið, spiluðum of stuttar sóknir og vorum líka mikið manni færri. Nú verðum við að vinna næsta leik sem er gegn Wetzlar á heima- velli,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, annar þjálfara Dor- magen, við þýska fjölmiðla eftir leikinn. Sigrar hjá Wetzlar og Nordhorn Sigurður Bjamason skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar sem kom sér enn lengra frá botninum með stórsigri, 24-17, á neðsta liðinu, Schutterwald, en staðan var 14-7 í hálfleik. Guðmundur Hrafhkelsson og félagar í Nordhorn halda áfram í við efstu liðin eftir sigur á Bad Schwartau i gær, 25-20. Þeir höfðu örugga forystu allan leik- inn en þóttu þó ekki spila eins vel og í fyrstu umferðunum. Norð- maðurinn Frode Hagen var at- kvæðamestur hjá Nordhom með 7 mörk. fleiri leikir voru ekki á dag- skrá þar sem fimm þýsk lið voru í eldlínunni í Evrópumótum fé- lagsliða um helgina. -VS m 1. DEILD KVENNA Valur 9 6 1 2 212-154 13 Grótta/KR 8 6 1 1 188-147 13 Víkingur R. 7 5 2 0 151-119 12 Haukar 8 4 2 2 192-159 10 Stjaman 9 5 0 4 248-208 10 ÍBV 7 4 1 2 177-148 9 FH 8 3 2 3 184-156 8 Fram 8 4 0 4 184-175 8 ÍR 8 2 0 6 126-180 4 KA 8 0 1 7 133-186 1 Afturelding 8 0 0 8 134-289 0 Gústaf Bjarnason hefur leikið vel með Willstátt að undanförnu og hann skoraði 9 mörk gegn Wuppertal á laugardaginn. 1. deild kvenna í handknattleik: Bylting hjá Fram - sagði Guðríður eftir góðan sigur á Haukum Framkonur eru á hraðri uppleið eftir slæma byrjun á íslandsmóti •kvenna í handknattleik. Eftir fjögur töp í fyrstu fimm leikjunum unnu þær sinn þriðja sigur í röð á laugar- daginn þegar Haukar komu í heim- sókn í Safamýrina. Lokatölur urðu 23-21 fyrir þær bláklæddu eftir 14-11 í hálfleik. „Þetta var góður leikur hjá okkur og það hefur orðið hrein bylting á liðinu síðan Gústaf Bjömsson tók við þjálfuninni á ný,“ sagði Guðríð- ur Guðjónsdóttir, handknattleiks- konan margreynda, við DV en hún starfar nú í meistaraflokksráði kvenna hjá Fram. Hugrún Þorsteinsdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Fram en hún varði um 20 skot í leiknum. Mörk Fram: Björk Tómasdóttir 6, Marina Zoueva 4, Díana Guðjónsdóttir 4, Olga Prokorova 3, Bjarney Björnsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Sara Smart 1. Mörk Hauka: Harpa Melsteð 5, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Sandra Anulyte 3, Tinna Halldórsdóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 3, Ragnheiður Guðmunds- dóttir 2, Hekla Daðadóttir 1. Víkingur skoraði 39 Víkingur vann Aftureldingu auð- veldlega eins og vænta mátti, 39-20, í Víkinni en staðan var 23-6 í hálf- leik. Mörk Víkings: Heiðrún Guðmunds- dóttir 11, Kristín Guömundsdóttir 7, Ragnheiður Ásgeirsdóttir 4, Margrét Eg- ilsdóttir 4, Helga B. Brynjólfsdóttir 4, Eva Halldórsdóttir 3, Steinunn Bjarnason 2, Anna Kristín Árnadóttir 2, Guðrún Krist- jánsdóttir 1, Bryndís Kristjánsdóttir 1. Mörk Aftureldlngar: Jolanta Lind- aite 10, Ingibjörg Magnúsdóttir 5, Sigur- björg Kristjánsdóttir 2, Aníta Pálsdóttir 2, Edda Eggertsdóttir 1. Valur í vandræðum Valur lenti í mikum vandræðum með ört vaxandi lið KA á Akureyri og vann nauman sigur, 18-19. Stað- an í hálfleik var 8-12, Val i hag. Sextán ára stúlka, Asdís Sigurðar- dóttir, skoraði helminginn af mörk- um KA. Mörk KA: Ásdís Sigurðardóttir 9, Inga Huld Pálsdóttir 3, Þórunn Sigurðar- dóttir 3, Martha Hermannsdóttir 2, Arna Pálsdóttir 1. Mörk Vals: Helga Sólveig Ormsdóttir 9, Arna Grímsdóttir 5, Eivor Pála Blöndal 3, Gerður Beta Jóhannsdóttir 1, Sigur- laug Rúna Rúnarsdóttir 1. Öruggur sigur ÍBV ÍBV sigraði ÍR örugglega í Selja- skóla í gær, 13-20. Jafnræði var til að byrja með en síðan náði ÍBV góðri forystu, leiddi 5-10 í hálfleik og var ekki í vandræðum eftir það.- Mörk ÍR: Ingibjörg Jóhannsdóttir 5, Inga Jóna Ingimundardóttir 3, Katrin Guðmundsdóttir 2, Þorbjörg Eysteins- dóttir 1, Heiða Guðmundsdóttir 1, Anna Margrét Sigurðardóttir 1. Mörk ÍBV: Anita Andersen 7, Amelia Hegic 5, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Edda S. Snorradóttir 1. -VS Mistakaleikur „Þetta var mistakaleikur enda markatalan ekki há. Það var mikið um mistök, óvönduð skot og glötuð dauðafæri. En markvarslan var góð og báðir markmennirnir eiga hrós skilið," sagði Ragnheiður Stephensen, fyrirliði Stjömunnar, eftir sigur á FH, 22-20, í 1. deild kvenna á laugardag. Stjarnan náði yfirhöndinni í fyrri hálfleiknum og leiddi 10-8 í hálfleik. í seinni hálfleik náðu Garðbæingar mest fjögurra marka forskoti en FH bætti leik sinn þeg- ar Drífa Skúladóttir kom til sög- unnar, náði að minnka muninn í eitt mark, 19-18. Stjarnan var ekki á því að gefa sigurinn eftir, skoraði þrjú mörk 1 röð og tvö mörk frá Drífu Skúladóttur í lokin komu ekki í veg fyrir sigur Stjörnunnar, 22-20. Jolanta Slapikiene, markvörður FH, var frábær í þessum leik, varði 24 skot og forðaði FHfrá stærra tapi. Björk Ægisdóttir lék best úti- leikmanna FH. Hjá Stjömunni léku þær Þóra B. Helgadóttir og Anna Blöndal best. Mörk Stjörnunnar: Anna Blöndal 5, Þóra B. Helgadóttir 5, Svava B. Jónsdótt- ir 4, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Ragn- heiður Stephensen 3, Nína K. Björns- dóttir 2. Varin skot: Sóley Halldórsdótt- ir: 10. Mörk FH: Björk Ægisdóttir 5, Hrafn- hildur Skúladóttir 5, Þórdís Brynjólfs- dóttir 3/3, Drífa Skúladóttir 3, Dagný Skúladóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 1, Hafdís Hinriksdóttir 1/1. Varin skot: Jolanta Slapikiene: 24/1. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.