Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 27 I>V Sport Sigurbjörn Bárðarson - sigursælasti knapi Islands: - verðlaunapeninga í miklu safni sem Sigurbjörn opnaði á dögunum Það er enginn vafl á því að Sigur- björn Bárðarson er sigursælasti knapi á íslandi. Um það vitna þús- undir verðlaunagripa sem eru í sér- stöku verðlaunagripasafni sem hann opnaði nýlega með mikilli við- höfn. „Þetta eru sennilega um tvö þús- und verðlaunagripir," segir Sigur- björn. „Ég hóf að keppa sem knapi á kappreiðahestum árið 1967, en þá var einungis keppt í A- og B-flokki gæðinga og kappreiðum sem voru geysilega vinsælar. Böm og ung- lingar áttu engan möguleika annan en kappreiðar þvi ekki var þá keppt i gangtegundum eins og nú. Þetta gekk allt út á kappreiðar og Hvíta- sunnukappreiðar Fáks voru með stærri útisamkomum i Reykjavík, haldnar í Efliðaárdalnum. Ég byrjaði að hirða um hesta og þjálfa hjá Guðbjarti Pálssyni, Batta rauða, sem var frægur í þá tíð en ég var einnig með hest sem ég keypti fyrir fermingarpeningana mína og hét Lokkur og var frá Hofl í Skaga- firði. Þessi hestur reyndist mér mjög vel og ég vakti athygli og ég vann mig upp og varð hestasveinn hjá Sigurði Ölafssyni, þeim þekkta hestamanni. Þá var ekki farið á bíl- um mifli staða og við Sigurður þeyttumst milli landshluta með 20 til 30 hesta til að keppa um helgar. Þetta voru miklar ævintýraferðir og stóðu yfir frá júlí til miðs ágústmán- aðar. Smá saman þróaðist þetta hjá mér og ég var kominn í samstarf við Hörð G. Albertsson með mikinn kappreiðaflota. Áhugi fyrir kappreiðum var mik- ill á þessum tíma og var sagt frá því hvaða hestar væru komnir i úrslit í hverri grein á hestamótum í frétta- tíma útvarpsins. Ég fór einnig að keppa í A- og B-flokki gæðinga og svo komu hestaíþróttimar. Þannig hefur það verið undanfarin ár að engin keppnisgrein hefur verið mér óviðkomandi. Ég hef verið að skipuleggja verð- launasafnið hjá mér og tel að hér séu um tvö þúsund verðlaunapen- ingar sem ég hef unnið á mina hesta en svo hef ég unnið nokkur hundr- uð verðlaunagripa á hesta frá öðr- um, sem fengu verðlaunin og einnig má geta þess að á árunum 1967 til 1972 tíðkaðist ekki að veita verð- launapeninga. Þá fengu sigurvegar- ar rósettur og peningaverðlaun. Hestarnir sem ég hef sýnt þegar þessi verðlaun hafa komið hafa ekki verið margir. Þetta hafa verið stjörmu’ sem hafa sópað til sín verð- launum og þegar þeir hafa horflð af sjónarsviðinu hafa aðrir tekið við. Sennilega er Oddur frá Blönduósi sá sem hefur oftast fengið verðlaun, en hann er sigursælasti tölt- og fjór- gangshestur á íslandi," segir Sigur- björn. -EJ Sigurbjörn Bárðarson við einn af verðlaunaskjöldunum sem ber hluta af hinu ótrúlega safni knapans sigursæla. DV-mynd EJ Hestamolar Þegar gluggað er í Hrossaræktina 1999 I, rit Bændasamtaka ts- lands, kynbótamat undaneldishrossa, vekur þaö athygli hve margir stóöhestar hafa verið seldir til útlanda. Af þeim 359 hest- um sem eru með 115 stig en færri dæmd afkvæmi en 15 hafa 98 stóðhestar veriö seldir til útlanda, 4 eru dauðir og 51 hefur ver- ið geltur. Fjölmennasta hestamannafélag innan Landssambands hesta- mannafélaga er Fákur, meö 814 skráða félaga. 486 félagar eru í Herði, 440 félagar eru í Geysi, 425 í Gusti, 359 í Andvara, 324 í Sleipni, 299 í Létti, 261 í Mána og Sörla, 254 í Smára, 236 í Faxa, 198 í Snæfellingi, 161 í Stíganda, 153 i Léttfeta, 139 í Dreyra, 138 í Trausta, 137 i Funa, 136 í Skugga, 131 í Þyt, 127 í Freyfaxa, 118 í Glað, 115 í Sindra, 112 í Hornfirðingi, 109 i Svaða, 108 í Loga og Neista. Færri eru í öðrum félögum og er enginn félagi skráöur í Gáska. Hlutfall milli aldinna félaga og ungra er mismunandi mikið i hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga (LH). Víðast hvar eru félagar yngri en 16 ára fleiri en félagar eldri en 70 ára, sem sést á því að 1.089 eru skráöir í yngri hópinn en 725 í eldri hópinn. 7.261 félagi er skráður í LH. Hjá Fáki eru aldnir höfðingjar töluvert fleiri en ungknapar, eða 166 á móti 99. Svip- að er hjá Faxa, 34 á móti 18. Hjá Geysi eru 41 í eldri hópnum en 29 í þeim yngri og 17 aldnir og einn ungur hjá Þjálfa. Á móti kemur að hjá Herði eru 130 ungir og 23 aldnir, hjá And- vara eru 63 ungir og 13 aldnir, 38 ungir og 10 aldnir hjá Funa, 33 ungir og 6 aldnir hjá Glæsi, hjá Sleipni eru 69 ungir og 19 aldn- ir og hjá Smára 73 ungir og 31 aldinn, svo einhver félög séu nefnd. Örn Karlsson (mynd) og Björg Ólafsdóttir hafa opnað upplýs- ingamiðstöð fyrir hestamenn að Ingólfs- hvoli i Ölfusi og heitir staðurinn Ferðakaffi. I upplýsingamiðstöðina getur fólk komið og fengið sér hressingu og aukið þekkingu sina á hestum, knöpum og öðrum þáttum hesta- mennskunnar meö þvi að skoða í bókasafhi ýmsar hestabækur, svo sem rit Bændasam- taka íslands, Ættbók Gunnars Bjarnason- ar og hestabækur Jónasar Kristjánsson- ar. Þar eru tölvur og aðgangur að íslands- feng Bændasamtaka tslands og upplýsingum á Intemetinu, víd- eómyndasafn og videóupptökur af söluhrossum. Um nokkurt skeið hafa veriö haldnar sölusýningar hrossa í reiðhöllinni að Ingólfshvoli og hefur sala verið lifleg í haust. Af þeim 44 stóðhestum sem eru með 105 stig eða fleiri fyrir kyn- bótamat og eiga dæmd 50 eða fleiri afkvæmi hafa 6 verið fluttir til útlanda'en 17 eru dauöir. Þetta kemur fram i Hrossaræktinni 1999 I, kynbótamati undaneldishrossa. -EJ Hvar fæddist Ófeigur? - amma fann hann nýkastaðan, segir Lisa Klöpping Ófeigur frá Wegwarte, ungur að árum hjá Klöpping-fjölskyldunni í Þýskalandi. Kjarnorkutöltarinn Ófeigur frá Weg- warte hefur komist í fréttirnar á íslandi öðru hverju vegna hæfileika sinna en ekki síður vegna þess að til eru þeir ís- lendingar sem telja að hann sé fæddur á íslandi en ekki Þýskalandi. Hann er und- an stóðhesti sem heitir Hrappsson og hryssu sem heitir Kátína. Ófeigur komst fyrst í sviðsljósið á ís- landi árið 1991 er hann var valinn í hesta- íþróttalandslið Þýskalands í Svíþjóð en gat ekki keppt þar vegna meiðsla. Þá strax kom fram sú kenning að hann væri fæddur á íslandi og spunnust af blaða- skrif. Ástæðan var fyrst og fremst sú að fæðingarstað Ófeigs var ekki getið en i sumar kom fram að Klöpping-fjölskyldan sem ræktaði Ófeig kennir hann nú við búgarðinn Wegwarte. Fyrsta folaldið sem amma fann Að sögn Klöpping-fjölskyldunnar, sem ræktaði Ófeig, fæddist hann að kvöldi 29. april 1983. „Amma min fann hann, nýka- staðan,“ segir Lisa Klöpping. „Þetta var fyrsta folaldið sem hún fann og hún sagði að þessi hestur yrði sérstakur. Það reynd- ist rétt en Ófeigur var 80 cm hár þegar hann fæddist og var alltaf fallegri en hest- ar á. sama reki. Árið 1990 var hann seld- ur Elisabeth Berger og hann var fenginn Jolly Schrenk í hendur. Við erum mjög ánægð með að hann fékk svo frábæran knapa.“ Fimm sinnum sigursælastur Þeim hefur gengið frábærlega á und- anfómum árum og fimm sinnum frá ár- inu 1994 hefur Ófeigur verið sá keppnis- hestur, fæddur í Þýskalandi, sem hefur fengið flest verðlaun í Þýskalandi hvert ár. Það þykir mikill heiður og eru sérstök verðlaun tengd því. Þá hefur Ófeigur orð- ið heimsmeistari í tölti og fjórgangi tvisvar sinnum í hvorri grein, 1993 og 1995, og heimsmeistari í fimi síðastliðið sumar. Þýskalandsmeistaratitlar Ófeigs og Jolly Schrenk eru íjölmargir," segir Lisa Klöpping. Jolly og Ófeigi gekk ekki vel í fjórgangi og tölti á heimsmeistaramótinu í Þýska- landi og það er spuming hvort íslenskir knapar muni etja kappi við þetta sigur- sæla par á heimsmeistaramótinu í Aust- urríki árið 2001. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.