Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 7 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ aðeins 374 m.kr., mest með húsbréf, 240 m.kr. ... Hlutabréf 98 m.kr., mest með bréf Landsbankans, 19 m.kr., og hækkuðu bréfin um 1,6% ... Bréf Flugleiða hækkuðu um 5,4% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,84% og er nú 1.438,2 ... Olíufélögin hækkuðu öll verulega ... FBA lækkaði um 0,7% í 19 m.kr. viðskiptum Kína loksins í WTO Jiang Zemin, leiðtogi Kína, var á fundi með Charlene Barsefsky, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, um helgina og herma fregn- ir að loksins sé búið að ganga frá inngöngu Kínverja í Heimsvið- skiptastofnunina WTO. Enn er þó ekki búið að skrifa undir samn- inga. Gagnalind 800 milljóna virði Talsvert aukin eftirspurn er eftir bréfum í Gagnalind. Gengi bréfanna hefur á skömmum tíma farið úr genginu 12 og hæst yfir 14 en samkvæmt því er mark- aðsvirði félagsins tæplega 800 milljónir króna. Viðskiptablaðið greindi frá. Aukinn áhuga á Gagnalind má samkvæmt upplýs- ingum Viðskiptablaðsins m.a. rekja til væntinga um að fyrir- tækið muni gegna lykilhlutverki við gerð og rekstur gagnagrunns á heilbrigðissviði en fyrirtækið hefur staðið að þróun sjúkra- skrár- og upplýsingakerfa fyrir sjúkrastofnanir. Minnkandi iðnaðarfram- leiðsla Iðnaðarframleiðsla í Japan dróst saman um 0,6% í september miðað við mánuðinn á undan. Frá september 1998 hefur iðnað- arframleiðsla hins vegar aukist um 2,8%. Olíuverð ekki hærra í þrjú ár - frekari hækkanir mögulegar Verð á olíu hefur ekki verið hærra á heimsmarkaði í þrjú ár. í morgun hækkaði verðið töluvert eftir að fulltrúar Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna tilkynntu að líklegt væri að framleiðslutakmörk- unum á oliu yrðið haldið áfram eft- ir að núgildandi samningur rennur út i mars á næsta ári. Einnig bárust fregnir af því að olíubirgðir hefðu minnkað verulega og það ýtti enn undir hækkun á olíu. í gær kostaði olíutunnan 25,27 dollara en frá ára- mótum hefur olía hækkað um meira en 140%. Frekari hækkanir mögulegar Viða um heim er olía notuð til kyndingar, einkum í Evrópu og víða í Bandaríkjunum. Það sem af er vetri hefur veður verið milt og því tiltölulega lítil eftirspum eftir olíu til kyndingar. Nú fer að styttast í kaldasta tíma ársins og þá er líklegt að aukin eftirspum eftir olíu muni enn hækka verðið. í síðust viku var sagt frá því í DV að hækkanir á bensínverði hér á landi væru líkleg- ar. Þessi nýjasta hækkun rennir enn frekari stoðum undir hækkun bensínverðs. Starfsmönnum FBA boðin bréf - fjárfestar fengu bréfin afhent í gær Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur ákveðið að bjóða starfsmönn- um að kaupa hlutabréf í FBA í framhaldi af þátttöku bankans í kaupum á 51% hlut ríkissjóðs. Um 70 starfsmenn FBA hafa óskað eftir að kaupa hlutabréf samkvæmt þessu fyrir 50 milljónir króna að nafnverði á genginu 2,80. í gær fékk FBA afhent bréfin sem bankinn keypti í sjálfum sér í út- boði á 51% hlut ríkisins. Aðrir fjár- festar fengu sín bréf líka afhent hjá Ríkiskaupum og fengu kvittun fyrir kaupunum. Fiárfestamir greiddu um 10 milljarða fyrir bréfin. ■■■■■■■■■■■ ifsjtaillr bílic Allt að 600.D00 Bor. vaxftaQaojM lán 3§ miGniiia. NÝBÝLAVEG U R 2 • SÍMI 550 2400 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 Framleiðni vinnuafls eykst en óbreytt smásala Vinnumálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti á fostudaginn að framleiðni vinnuafls hefði aukist verulega á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs, eða um 4,2% á ársgrundvelli. Á sama tíma jókst launakostnaður töluvert minna. Einnig var tilkynnt að smásala í Bandaríkjunum hefði verið óbreytt frá mánuðinum á undan. Það er einkum minnkandi bíla- sala sem veldur þessu en ef bíla- sala er undanskilin jókst smá- sala um 0,5%. Þessar fregnir eru tsddar valda minnkandi verð- bólguþrýstingi og þar með minni líkum á vaxtahækkunum. Býst við að ÍE fái meira en 14 milljarða frá La Roche Kári Stef- ánsson segir að líklega fái íslensk erfðagrein- ing mun meira en 14 milljarða vegna samn- ings sem skrifað var undir fyrir um tveimur árum. Fram- kvæmdastjóri erfðarannsókna La Roche efast um að ÍE fái alla upphæðina greidda. 3óðir bílar qóðu verði i i I Opið virka daga f rá 9-18 og laugardaga frá 13-17. j ■■ F

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.