Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 11
DV ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 enning Listaskáldið góða Ævisaga Jónasar HalUgrímssonar eftir Pál Valsson er mikið verk og byggir á langri rannsókn. Hún er grundvallarævisaga sem mun nýtast öllum sem fylgja í kjölfarið, verð- skuldaður bautasteinn um einn helsta son Islands. En hvernig er Jónas í þessari sögu? Síðan Jónas Hallgrímsson varð þjóðskáld og ástmögur þjóðarinnar hefur hann staðið goðum líkur á stalli. Meginverkefni Páls Valssonar er að gefa Jónasi mennskjuna aftur, breyta goði í mann. Hættan við slíka afhelgun er að lítið sé þá eftir en Páli tekst að gefa okkur nýjan Jónas af holdi og blóði sem er áhugaverður hugsjóna-, vísinda- og listamaður. Bókmenntir Ármann Jakobsson Margt nýtt kemur fram í þessari sögu. Þannig andæfir Páll þeirri líf- seigu goðsögn að Jónas hafi verið próflaus ónytjungur, þvert á móti hafi hann lokið því sem jafngilti loka- prófi á hans tíð og verið starfandi náttúrufræðingur. Ferðalögum og rannsóknarstarfi Jónasar gerir Páll góð skil og tengir vel við önnur verk hans. Önnur goðsögn um Jónas er að þeir Jón Sigurðsson hafi verið erkifjendur. Páll eyð- ir henni einnig. Þó að Jónas hafi eins og aðra Fjölnismenn greint á við Jón í deil- unni um staðsetningu alþingis voru þeir samverkamenn og báru virðingu hvor fyrir öðrum. Páll lýsir Jónasi ekki sem þrætu- gjörnum og sérvitrum loftkastalasmið held- ur kraftmiklum og félagslyndum manni sem gat verið harður í horn að taka og óbil- gjarn en alls ekki sérlundaður eða á skjön við samtímann. Mest spennandi kaflar bókarinnar eru þeir sem snúast um Fjölnismenn og sam- skipti þeirra. Þeir eru skrifaðir af miklu fjöri og Páll leggur sig fram um að draga upp skýra en þó fjölbreytta mynd af þessum merkilega hópi og því verkefni sem hann sameinaðist um. Saga Jónasar er saga Brynjólfs, Konráðs og Tómasar og Páll flétt- ar sögu þeirra félaga með ágætum við sögu Jónasar. Ekki situr jafnmikið eftir hvað ástamál Jónasar varðar. Páll hafnar að mestu sögn- inni um Þóru Gunnarsdóttur en í stáðinn þykir mér hann gera heldur mikið úr þætti Kristjönu Knudsen í lífi Jónasar. Fyrir því sambandi eru betri heimildir en ekki verð- ur þó annað séð en að niðurstaðan sé sú að í lífi hins mikla rómantíkers Jónasar Hallgrimssonar hafi ekki verið nein stór ást. Konan f lífi Jónasar var ekki til, við það verða menn bara að sætta sig. Lokaár Jónasar hafa einnig verið umdeild. Páll rekur mikla þátttöku Jónasar f félagsstarfi og andlegu lffi íslendinga í Kaupmannahöfn, hins vegar eru orð eins og einangrun, ör- vænting og vonleysi áberandi þegar fjallað er um kvæði Jónasar. Ef kvæði skálda eru notuð sem heimild um hugarástand þeirra virð- ist allmikið myrkur yfir lokaárum Jónasar. En skáld eru ekki alltaf að yrkja um sjálf sig og afköst Jónasar í skáldskap væru óhugsandi hefði hann verið þunglyndur. Enda bendir fátt til þess þó að hann kvarti stund- um í bréfum. Kannski hafa kvæðin nægt honum sem útrás fyrir leiða og vanlíðan. Líklega er réttast að láta feigð og vonleysi í ljóöum skáldsins liggja milli hluta og það gerir Páll Valsson raunar en gengur þó full- skammt fyrir minn smekk. Enda er það þvert á þá íslensku hefð að kvæði séu ævisögur höfunda. Merk er sú niðurstaða að rótin að láti Jónasar hafi verið volk hans í leiðangri um ísland löngu fyrr og Páll notar á skemmtilegan hátt ný- legt dæmi íþróttakonu sem sýnir að fótbrot geta valdið fylgikvillum jafnvel hjá hraustasta fólki. Þannig nálgast hann lát Jónasar í nýju Ijósi og á sannfærandi hátt. í stuttu máli er hér á ferð vel heppnuð ævisaga þar sem mörg nýlunda kemur fram. Jónas getur talist fullsæmdur af. Ástæða er til að fagna því að um svo merkilegan mann sé nú til ítarleg og skemmtileg ævisaga. Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson - ævisaga Mál og menning 1999 Hjartslátturinn Guðni Franzson klarínettu- leikari hélt tónleika í Salnum í Kópavogi síðastliðið sunnu- dagskvöld og voru þeir hluti af einleikstónleikaröð Caput. Fyrir þá sem ekki vita sérhæf- ir Caput-hópurinn sig í flutn- ingi á nútímatónlist og var efnisskrá Guðna að einhverju leyti þverskurður af klar- ínettutónlist frá þessari öld. Tónlist Jónas Sen Skemmtilegur heildarsvip- ur var á tónleikunum og á vissan hátt voru þeir geming- ur líka. Þeir hófust á verki eft- ir Guðna sjálfan sem ber nafn- ið Hræringar og var samið árið 1997. Fyrst voru öll ljós slökkt, síðan heyrðist hjart- sláttur úr kröftugum hátölur- um og von bráðar hófst leikur á ástralska frumbyggjahljóð- færið didjeridú. Blönduðust hjartslátturinn, frumbyggja- hljóðfærið og ýmis búkhljóð ótrúlega vel saman svo úr varð hinn magnaðasti seiður. Guðni fór úr einu í annað alla tónleikana án þess að anda á milli; áheyrendur náðu ekki að klappa fyrr en rétt fyr- ir hlé og í lokin. En efnisskrá- in var svo hugvitssamlega samansett að þetta var bara til að auka á stemninguna, enda var hvert atriði rökrétt framhald á því sem á undan hljómaði. Hræringar Guðna breyttust í þrjú stykki frá árinu 1919 eftir Stravinsky, léttar og fjörlegar tónsmíðar sem Guðni lék á klarínettuna af nákvæmni og öryggi. Stravin- sky varð svo að Domaines (1961-1969) eftir Guðni Franzson: Magnaði seið í salnum. DV- Pierre Boulez, einkar krefjandi tónsmíð sem er að mestu leikur að þögnum og ofúrveikum tónum. Lifði Guðni sig inn í tónlistina af mik- illi einlægni. Svo var skyndilega komið að Clair frá 1980 eftir Franco Donatoni og í þessu flókna verki sýndi Guðni mikil tilþrif og lék án nokkurrar áreynslu hin erfiðustu hlaup. Síðast fyrir hlé var Mar frá árinu 1987 eftir Þórólf Eiríks- son sem hófst á sterkum öldugný og frárennslishljóðum úr hátölurunum. Söng í vatn- inu allan tímann meðan Guðni lék afar sérkennilegar laglínur, ópersónulegar og fjarrænar. Á einum stað var sem klarínettan og vatnið rynnu saman í eitt og var tónlistin þá fegurri en orð fá lýst. Ef til vill var hér á ferð- inni samtal mannins við hið eilífa því flæðið virtist óendanlegt og rann út í eitt- hvert tómarúm í lokin. Er Mar eitt besta íslenska verk sem hér hefur heyrst og vekur nokkra furðu hve lít- ið maður hefúr orðið var við Þórólf í íslensku tónlistar- lífi. Vonandi verður breyting þar á. Eftir hlé flutti Guðni Hyl- dýpi fuglanna úr Kvartett um endalok tímans eftir Messiaen. Sýndi Guðni aðdáunarvert vald á styrkleikabreytingum og var spilamennskan frábær. Samt verður að segjast að þessi tón- hst á ekki heima á einleikstón- leikum, hún á að vera á sínum stað í kvartett Messiaens, þar sem hver þáttur er órjúfanleg- ur hluti af heildinni. Annað á tónleikunum var einnig snihdarlega flutt en það var Intermezzo (1985) eftir . Hauk Tómasson, Lied (1983) eft- mynd E.OI. jr Luciano Berio og New York Counterpoint (1986) eftir Steve Reich. Að lok- um lék Guðni svo meira af Hræringum sín- um við undirleik hjartans, í þetta sinn á klar- inettu en ekki didjeridú og var það magnaður endir á unaðslegum tónleikum. Páll og Jónas í dag, á afmælisdegi Jónasar Hahgrímssonar og Degi íslenskrar tungu, kemur út sú mikla ævisaga skáldsins eftir Pál Valsson bók- menntafræðing sem gagnrýnd er hér á síðunni. í tilefni af þvi verður í kvöld dagskrá helguð Jónasi á Súfistanum, Laugavegi 18. Þar mun Páll Valsson lesa úr sinni nýju bók, Signý Sæmundsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari munu flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar og valin- kunnir íslendingar lesa eftirlætisljóð sín eftir skáldið. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Dagur íslenskrar tungu Meðal annarra atriða á dagskrá Dags íslenskr- ar tungu er valið á verðlaunahafa Jónasar Hall- grímssonar; það veröur tilkynnt á samkomu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kl. 16.30 í dag og þá mun menntamálaráðherra einnig veita sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu ís- lenskrar tungu. Áður hafa Vilborg Dagbjarts- dóttir, rithöfundur og kennari, Gísli Jónsson, menntaskólakennari og Þórarinn Eldjárn, rithöf- undur, hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verður spennandi að vita hver hlýtur þau í ár. Auk þess verður „Val á bestu dagskrárgerðar- mönnunum" í beinni útsendingu frá Hótel Borg kl. 16.15 á samtengdum rásum Rásar 2, Bylgjunn- ar, Mono, Stjörmmnar, Matthildar, Sögu og fleiri stöðva. Hin árlega og gagnmerka upplestrar- keppni grunnskólanema hefst í skólum landsins. Og norður á Akureyri munu félagar í Leikfélagi Akureyrar lesa upp um kvöldið í samvinnu við Café Karolínu, Bláu könnuna og Bókval. La Líf ErkiTónlist hefur gefið út geisladisk með blandaðri tónlist eftir Kjartan Ólafs- son - popptónlist, leikhústónlist og bahetttónlist sem öll er samin á ár- unum 1985-7. Meðal þess sem þar má heyra eru verk Smartbands, La lif sem sungið er aftur á bak og var heilan mánuð á toppi vinsældarlista Rásar 2 árið 1986, „Ég vil vera bláu augun þín“ og fleiri, músíkin við leiksýninguna Hremmingu og tónlistin við ballettinn „Pars pro toto ... en andinn er veikur“. Með Kjartani koma fram Pétur Grétarsson, Magnús Ragnarsson, Sveinn Ólafsson, Skúli Sverrisson og Kristján Eldjám. Japis dreifir. Betr'en annað verra Aftan á nýjum geisladiski Tríós Ólafs Stephen- i sens, Betr’en annað verra, er að- vörun: „Þessi diskur gefur nokkuð glögga mynd af spilamennsku okkar í september 1999. Ef þú legg- ur við hlustirnar heyrirðu auka- hljóð, feilnótur, hlátur og stunur. Þannig heyrir fólk í okkur á tón- | leikum. Þannig heyrir þú í okkur 1 á þessum diski. í næsta mánuði verður þetta allt miklu betra. Það er alveg satt...“ Með Ólafi leika Guðmundur R. Einarsson og Tómas R. Einarsson hina fjölbreyttustu djass- músík og verða aðdáendur þeirra diskinum fegn- ir. Verðandi gefur út. Borgarkórinn „Reykjavík - Rómantík í húmi nætur“ er yfir- skrift geisladisks þar sem Borgar- kórinn syngur Reykjavíkurlög, leik- hústónlist og fleira undir stjórn Sig- valda Snæs Kaldalóns. Einsöngvarar eru Inga Backman, Anna Margrét Kaldalóns og Bryndís Hákonardótt- ir. Meðal laga má nefna „Austur- stræti", „Fröken Reykjavík", „Við Reykjavíkurtjörn", „í Vesturbænum” og „Sól rís, sól sest“. Borgarkórinn var stofnaður 1996 og eru félag- i ar orðnir 40 talsins. Útgefandi er Japis. íslensk stílsaga Félag íslenskra fræða heldur fund með Þor- leifi Haukssyni íslenskufræðingi í Skólabæ, Suð- I urgötu 26, annað kvöld kl. 20.30. Þar ætlar Þor- leifur að kynna rannsóknarverkefni sitt sem er 1 „íslenskur skáldsagnastíll 1850-1968“. Þorleifur 1 er annar höfunda bókarinnar íslensk stílfræði S sem kom út 1994 og var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm I leyfir. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir wmmmmmmmmmmm’iTtmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.