Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 m *jjJ JJ Danshópurinn Sporið hefur vakið nokkra athygli fyrir sýningar á þjóðdönsum, hæði fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn. Danshópinn skipa tólfpör, öll búsett á Vesturlandi, en æfingar fara aðjafnaði fram á Hvanneyri. Tilveran kynnti sér þjóðdansamenninguna hjá Sporinu. Skemmtilegur félagsskapur Sporið var stofnað árið 1995 en þá sýndu fjögur pör þjóðdansa á vina- bæjamóti í Borgamesi. Sýningin þótti takast með ágætum og hélt hóp- urinn áfram að æfa. Nú em pörin orðin tólf og koma úr hinum ýmsu starfsgreinum. Innan um em bænd- ur, byggingameistari, augnlæknir, bústjóri, fulltrúi, danskennari, deild- arstjóri, arkitekt, rektor, gjaldkeri, svo eitthvað sé nefnt. Af þessu sést að hin faglega breidd er mjög mikil í hópnum enda ekki skortur á um- ræðuefni þegar hlé er frá dansinum. í upphafi var tilgangurinn ekki að verða sýningarhópur heldur hatði hópurinn gaman af að hittast og dansa bæði þjóðdansa og gömlu dansana. Síðar kom í ljós að fólk hafði áhuga á að sjá þjóðdansa og hefur hópurinn á undanfomum árum sýnt við ýmis tækifæri, t.d. fyr- ir erlenda ferðamenn er leið hafa átt um Borgarfjörð. Hópurinn hefúr not- ið leiðsagnar Helgu Þórarinsdóttur hjá Þjóðdansafélagi Reykjavikm- en hún hefúr alla tíð verið hópnum inn- an handar, bæði um val á dönsum og þjálfún. Dansað er við tónlist, ýmist af bandi eða við harmonikkundir- leik. Hópurinn hefur að jafnaði sýnt um 20 sinnum á ári. Vildu gömlu dansana þegar aðrír dönsuðu diskó Hafdís Pétursdóttir og Grétar Ein- arsson frá Hvanneyri. að sem varð til þess að við tókum þátt 1 danshópnum Sporinu var að við vorum í þjóðdansahópnum sem starfaði áður og okkur fannst tilvalið að rifja upp það sem við vorum búin að læra. Þjóðdansar eru hluti af okkar menningu sem hefur verið vanræktur um of og við verðum vör við að unga fólkið hefur oft ekki hugmynd um hvað þjóðdansar eru,“ segir Hafdís Pétursdóttir sem er í Sporinu ásamt eiginmanni sínum Grétari Einarssyni. Hafdís og Grétar hafa alltaf haft gaman af að dansa, einkum gömlu dansana. Þau minnast ballanna þegar ýmis var dansað tvist eða diskó en þau báðu ávallt um gömlu dansana og voru litin homauga fyrir vikið. „Þjóð- dansar eru mjög skemmtilegir en til þess að geta dansað þá almennilega þarf að skoða hvernig þeir voru dans- aðir og reyna að líkja eftir því. Einnig er gaman að lesa um hvemig hinir ýmsu dansar þróuðust eftir landshlut- um, þó að grunnsporin séu lík eru af- brigðin með ýmsu móti. Þó við höfum áhuga á þjóðdönsum útilokar það ekki að við höfum gaman af að dansa ýmsa dansa sem upprunnir em í Mið- Evrópu og eru dansaðir í hinum ýmsu dansklúbbum vítt og breitt um Evrópu," segir Grétar. Þau eru sammála um að það fari eftir aðstæðum hvaða dans sé skemmtilegastur hverju sinni. „Vef- aradansinn er til dæmis mjög skemmtilegur þegar við dönsum fyrir eldri borgara en samnorrænir dansar á borð við vikivakana höfða betur til útlendinga. Þó þurfa alltaf að vera inni á milli dansar sem eru líflegir og líkjast jafnvel kúreka- dönsum. Persónulega finnst okkur skemmtilegast að dansa syrpur, breytileg afbrigði, t.d. ræla, skottísa og marsúka, einnig dans við lagið Laugardagskvöldið á Gili og Kvennakeðju. Þá er marsinn alltaf vinsæll en þar er reynt að fá áhorf- endur til að taka þátt í einfoldum dansi sem allir geta verið með og er gaman að fylgjast með hvemig hin- ir „ólíklegustu" dansarar lifna allir við þegar þeir uppgötva að dans- hæfileikarnir eru vissulega til stað- ar,“ segir Hafdís Pétursdóttir. -DVÓ Ásrún Kristjánsdóttir og Jónas Dalberg, Akranesi: Hugmyndin hljómaði cnonnanrli Þórir Páll Guðjónsson og Helga Karlsdóttir, Borgarnesi: Þórir Páll og Helga finna fyrir vaxandi áhuga á þjóð- dönsum. Hafdís Pétursdóttir og Grátar Einarsson frá Hvanneyri: Fjörugir og líflegir dansar skemmtilegastir að var nú fyrir tilviljun að við kynntumst þjóð- jCk dönsum en einhverju sinni í lok danstíma heyrðum við út undan okkur að til stæði að stofna þjóðdansa- hóp. Hugmyndin hljómaði spennandi og við ákváðum að skella okkur í þjóð- dansana," segir Ásrún Kristjánsdóttir danskennari. „Við höfum verið viðloðandi dans til margra ára og áhuginn mikill í þeim efnum. Einhverra hluta vegna höföum við ekki lært þjóðdansa áður en í raun höfum við áhuga á ölium döns- um, hvaða nafni sem þeir nefn- ast,“ segir Jónas. Ásrún segir sýningum á þjóðdönsum fara fjölgandi og bendi það til aukins áhuga á þessu formi dansmenntarinn- ar. „Það er engin spuming að áhugi fólks á þjóðdönsum er mik- ill og fer vaxandi. Þetta er líka svo óskaplega skemmtilegt. Sjálf- um finnst okkur skemmtilegast að dansa Laugardagskvöldið á Gili og rælasyrpur en í raun er þetta allt afar ánægjulegt," segir Ásrún Kristjánsdóttir. -DVÓ Laugardagskvöldið á Gili er uppáhaldsdansinn þeirra Ás- rúnar og Jónasar. ið vorum í hópi sem dansaði gömlu dansana þegar nokkrir félagar okkur ákváðu að byrja að æfa þjóðdansa fýrir vinabæjamót í Borgamesi árið 1995. Við ákváðum að slást í hópinn og það varð úr að ákveð- ið var að æfa áfram eftir mótið og þannig varð Sporið til,“ segir Þórir Páll Guðjónsson sem dansar þjóðdansa ásamt konu sinni, Helgu Karlsdóttur. „Við höfðum alltaf haft gaman af dansi en lítið stundað þjóðdansa áður. Það em heldur ekki alltaf skýr skil á milli þess hvað era þjóðdansar og hvað gömlu dans- I* amir. Okk- '■■» ur sjálf-^ Mfc I um fmnast fjörugir og lfflegir dansar skemmtilegastir og áhorfendur kunna líka best að meta þá,“ segir Helga. Laugardagskvöldið á Gili eftir Sigríði Val- geirsdóttur er í uppá- haldi hjá þeim Helgu og Þóri en hópurinn byrjaði að sýna þann dans í fyrravetur. Þau era sammála um að aimennur áhugi á þjóðdönsum hafi síður en svo minnkað hin síð- ustu ár. „Við höfum fundið fyrir vaxandi áhuga á þessum döns- um í seinni tiö, ef til vill er það að hluta til vegna þess að við erum nú að æfa og sýna sem við verðum vör við þennan áhuga," segir Þórir Páll Guð- jónsson. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.