Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 15 lögð á borðið Enginn erfullkominn og ósiðir afýmsu tagi plaga sjálfsagt flest okkar. Viðmælendur Til- verunnar í dag voru fúsir að leggja spilin á borðið og segja frá ósiðum í eigin fari auk þess að þreyta lítið krossaprófum sama efni. Ragnheiður Elín Clausen: Haugarnir fara í taugarnar á sumum „Það þurfti aldrei að banna mér neitt,“ segir Indriði G. Þorsteinsson. DV-mynd GVA Að mestu laus við svona vesen „Ég held barasta að það séu engir helvítis ósiðir að plaga mig,“ sagði Indriði G. Þor- steinsson „Ég man heldur ekki til þess að þetta hafi verið vandamál þegar ég var strákur. Það þurfti aldrei að banna mér eitt eða neitt og ég hef að mestu veriö laus við svona vesen í gegnum tíð- ina,“ sagði Indriði um leið og hann gekkst undir að svara „ósiðapróf- inu“. Hann viðurkenndi reynd- ar að stundum kæmi fyrir að hann tuðaði ofurlítið yfir sjónvarpinu. „Ég gríp al- mennt ekki frammí fyrir fólki nema einstaka mönnum sem eru óg- urlega sjálfumglaðir. Maður verður stundum að stoppa rausið," sagði Indriði og bætti við að hann svæfi út um helgar og eins oft á virkum dögum og hann kæmi því við. „Það er enginn ósiður að sofa út um helgar - miklu frekar góður vani.“ Þá eru ósiðir í fari annarra nokk- uð sem Indriði lætur lítt á sig fá. „Ég hef alltaf verið afskiptalaus um þessa hluti og það hefur ágerst með árunum. Ég er samt langt frá því að vera hofmóðugur en hef aldrei van- ið mig á að rifa kjaft eða taka til hendinni vegna sliks. Ég vík frekar af staðnum og tek mér bara orlof eins og þeir segja,“ segir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. -aþ „Mamma sagði alltaf að ég hefði verið nánast fullkomin þegar ég var krakki og ekki haft neina ósiði til að bera. Ég var alltaf í prinsessuleik Ragnheiður Eltn fær tiltektaræði reglulega. DV-mynd Pjetur og passaði vel upp á að vera alltaf fin og góð. Ég man reyndar að ég átti til að naga neglurnar og það fór dálítið í taugamar á fjölskyldunni. Þau fengu mig meira að segja til trúa því að það myndi vaxa nagla- tré úr maganum á mér ef hætti þessu ekki. Annars finnst mér að ég hljóti aö hafa verið óþekkur krakki,“ sagði Ragnheiður Elín Clausen þegar Tilveran innti hana eftir ósiðum í eigin fari. Ragnheiður segist þó ekki full- komin frekar en aðrir og kveðst haldin nokkrum ósiðum. „Eitt af því er að ég eyði stundum óhófleg- um tíma í að klippa á mér nagla- böndin. Þetta er frekar pirrandi ávani bæði fyrir mig og kannski ekki síst fyrir þá sem eru í kringum mig.“ Tiltektaræði er annað fyrirbæri sem Ragnheiður segir renna á sig öðru hverju og þótt ótrúlegt megi virð- ast þá fari það í taugamar á vinum og vandamönnum. En hvers vegna? „Mér hættir til að ganga í stórtiltekt heima hjá mér og byrja þá gjama á því að hella úr nokkrum skúffum þannig að það myndast haugar víða um íbúðina. Það er auðvitað í góðu lagi en gall- inn er sá að dregst stundum að ég gangi frá dótinu og borðstofuborðið mitt fær að finna óþyrmilega fyrir þessu. Þetta er auðvitað ekkert ann- að en skipulagt kaos en ég finn stundum að mínir nánustu láta þetta fara í taugamar á sér,“ segir Ragnheiður. Sveinn Waage hefur vanið sig á betri borðsiði með árunum. DV-mynd E.ÓI. Sveinn Waage grínari: Agalegur við matborðið „Ég hef ýmsa ósiði þótt þeim hafi fækkað töluvert eftir því sem árin hafa færst yfir. Ég býst til dæmis fastlega við að ég þjáist af sama lesti og titt er um karlmenn sem er eilífur vindgangur. Því miður þurf- um við flestir að glima við þetta og við því er lítið að gera,“ segir Sveinn Waage aðspurður um eigin ósiði og ávana. Sveinn segist hafa vanið sig af nokkmm ósiðum eftir því sem hann fullorðnaðist. Hann viðurkennir að á sínum yngri árum hafi hann ver- ið agalegur við matborðið. „Já, það er rétt. Ég var afleitur þegar kom að borðsiðum og átti það til að stynja og humma hástöfum við matborðið. Þetta fór náttúrlega í taugamar á nærstöddum og ekki batnaði það þegar ég stundum bæði smjattaði og sötraði. Þessir ósiðir teygðust full- langt fram eftir aldri hjá mér en sem betur fer hefur mér tekist að venja mig af þessu öllu. Það eina sem ég ræð ekki við enn er að borða hrísgijón án þess að þau fari út fyr- ir diskinn og hafni á borðinu. Ég stefni á að vinna bug á þeim leið- inda ósið á næstu ámm enda hefur fjölskyldan strítt mér mikið á því,“ segir Sveinn. Ósiði annarra lætur Sveinn sér í léttu rúmi liggja. „Ég er afar róleg- ur yfir öllu slíku, hver verður bara að hafa þetta eins og hann vill og ég æsi mig ekki yfir því,“ segir Sveinn Waage grínari. -aþ Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur: w Osiðaprofið sll Tala llla um fölk X Kynna slg ekkl í síma Tuöa fyrir framan sjónvarpiö XXX Slökkva ekkl á baöinu. Lesa yftr öxllna á fölkl X Kíkja inn um glugga Hrækja X Tala meö fullan munn X Sofa út um helgar XXX Grípa frammí XXX Stela Mogganum Trana sér fram i biörööum Spila háværa tónlist eftir miönætti X X Bölva og ragna XXX Klára ekkl matinn sinn X X Setja ekkl lokiö á tannkremiö Svína í umferöinni X Bjóöa ekki góöan dag X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.