Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 2^ Sport Sport Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði þýska landsliösins í knattspyrnu og leikmaður Bay- ern Miinchen, hefur verið út- nefndur besti knattspymumað- ur aldarinnar í Þýskalandi. Það voru 2.500 með- limir í samtökum iþróttafréttamanna þar í landi sem stóðu að kjörinu i samvinnu viö knattspymutímaritið Kicker. Beckenbauer fékk 557 atkvæði, Fritz Walter, fyrirliði þýska landsliðsins sem varð heimsmeistari árið 1954, varð annar með 135 atkvæði og markaskorinn mikli Gerd Miiller varð þriðji með 67 atkvæði. Lothar Mattháus, leikmaður Bayern Miinchen og þýska landsliðsins, hef- ur seinkað for sinni til Bandaríkj- anna en þar hyggst hann leika á kom- andi áram. Mattháus hugðist ganga í raðir Jersey MetroStars i marsmán- uði en nú hefur hann ákveðið að leika með Bæjurum út leiktíðina. Argentínski landsliömaðurinn í knattspymu, Martin Palermo, verð- ur frá keppni i 6-9 mánuöi en kapp- inn þarf að gangast undir aðgerð á hné eftir aö meiðast í leik með Bocca Juniors um helgina. Mörg liö í Evr- ópu hafa rennt hým auga til þessa mikla markahróks sem skoraði sitt 100. mark í argentínsku A-deildinni þegar lið hans lagði Colon, 2-1. Mark Bosnich, markvörður ástr- alska landsliðsins i knattspymu og leikmaður Manchester United, meiddist í landsleik Ástrala og Bras- ilíumanna á sunnudag og hann verð- ur ekki með í síðari leik þjóðanna á morgun. Meiðslin eru ekki alvarleg en Bosnich vill ekki taka neina áhættu og hefur ákveðið að snúa til Englands i dag. ítalinn Pierlugi Collina mun dæma leik Englendinga og Skota sem fram fer á Wembley annað kvöld. Englend- ingar eiga ekki ýkja góðar minningar frá Collina og þá sér i lagi Paul Ince en Collina rak hann af velli í Evrópu- leik gegn Svíum í fyrra. Sænski landsliðsmaðurinn í hand- knattleik, Staffan „Faxi“ Olsson, hefur framlengt samning við þýska meistaraliðið Kiel til ársins 2002. Ols- son, sem er 35 ára gamall, leikur stórt hlutverk í liði Kiel eins og landi hans Magnus Wislander sem i síöustu viku framlengdi samning við félagið til eins árs. Þýska handknattleiksliðið Flensburg er iðið við að framlengja samninga við leikmenn þessa dagana. í gær framlengdi danski landsliðsmaöur- inn Christan Hjermind samning sinn við Flensburg til 2002 en áður höfðu landar hans Sören Hagen og Lars Christiansen gert þaö sama ásamt markverðinum Jan Holbert og þá gerði rússneski landsliðsmað- urinn Igor Lawrow samning til árs- ins 2004. Þýski vandræðagemlingurinn Mario Basler sem rekinn var frá meistur- um Bayern Mún- chen fyrir skömmu er á leið til Kaiserslaut- ern. Basler hefur lengi veriö upp á kant við forráða- menn Bayern- liðsins sem lauk með því að Franz Becken- buer, forseti fé- lagins, vísaði honum á dyr. Kaisers- lautem greiðir Bæjurum 60 milljónir fyrir Basler sem er þrítugur miðju- maður. Kristján G. Þorvaldz hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍA í knatt- spymu og þar með eru öll lið úrvals- deildar búin að ganga frá þjálfara- málum sínum fyrir næsta tímabil. Kristján hefur áður þjálfað karlalið Víkings úr Ólafsvik en mest verið með yngri flokka. Hann verður jafn- framt framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags ÍA. Olympiakos vann AEK, 0-2, í grísku A-deildinni í knattspymu í gærkvöld og hefur þar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Arnar Grétarsson lék ekki með AEK. Nokkrum þekktustu leikmönnum AEK var heitt í hamsi eftir leikinn. Þeir sögðu að dæmt væri skipulega með Olympiakos og þeir myndu ekki gefa kost á sér framar í gríska landsliðið. -GH/VS íslendingarnir á toppnum íslendingamir í norsku A-deildinni í knattspyrnu voru iðnastir við að skora mörk af útlendingum sem léku í deildinni á síðustu leiktíð. Af þeim 126 mörkum sem skoruð voru af útlendingum skoruðu Islending- amir 69 mörk, Sviar 41, Finnar 12 og Senegalbúar eitt mark. 697 mörk vora skoruð í deildinni svo fimmta hvert mark var skorað af útlendingi. Þegar listi útlendinga yfir skoruð mörk í deildinn er skoðaður raða ís- lenskir leikmenn sér í fjögur efstu sætin. Ríkharður Daöason skoraði 17 mörk fyrir Viking, Heiðar Helguson, Lilleström 16, Helgi Sigurðsson skoraði 14 mörk fyrir Stabæk, áður en hann gekk í raðir Panathinaikos í Grikklandi, og Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, var með 13 mörk. Sví- inn Andreas Alm hjá Kongsvinger kom næstur með 10 mörk -GH Brynjar steinlá og er úr leik Þátttöku Brynjars Valdimarssonar á heimsmeistara- móti áhugamanna í snóker lauk á frekar dapran hátt í gær er hann datt úr keppni í 32-manna úrslitum mótsins. Brynjar lék tvo leiki í gær. Hann sigraði Graham Baker frá Nýju Gíneu, 4-0. Þá var komið að leik gegn Farhan Mirza frá Pakistan. Brynjar tapaði 1-5 og náði Pakistaninn að jafna besta skor mótsins, 124. Síðar bætti hann þetta skor er hann náði 128 í einu stuði í fimmta ramma. Brynjar vann 30 ramma á mótinu en tapaði 15. -SK Köttur og mús í Grindavík Kvennalið KR átti ekki í neinum vandræðum með slakt lið Grindvíkinga í Röstinni i gær og sigraði, 38-69. Staðan í hléi var 18-33 KR i vil. KR beitti pressuvöm sem heimastúlkur réðu ekkert við. í stöðunni 33-47 urðu algjör þáttaskil í leiknum og KR skoraði 22 stig gegn aðeins 5 stigum frá UMFG það sem eftir lifði leiksins og lokatölur urðu 38-69. Stig Grindavíkur: Svanhildur Káradóttir 12, Sandra Guðlaugsdóttir 10, Stefanía Jónsdóttir 7, Sigríður Ólafsdóttir 5, Sólveig Gunnlaugsdóttir 2, Þuríður Gísladóttir 2. Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 14, Hildur Sigurðardóttir 10, Hanna Kjartans- dóttir 9, Emilie Ramberg 9, Kristín Bjömsdóttir 9, Gréta Grétarsdóttir 9, Linda Stefánsdóttir 7, Þóra Bjamadóttir 2. -bb Ekkert rætt um verð Bjarne Berndtsen, framkvæmdastjóri norska knatt- spymufélagsins Viking Stavanger, sagði í samtali við Nettavisen í gærkvöld að ekkert hefði verið rætt um kaupverðið á Ríkharði Daðasyni við forráðamenn Hamburger SV í Þýskalandi. Ríkharður fór til við- ræðna við þýska félagið í gær og er væntanlegur aftur í dag. „Þjóðverjamir sáu Ríkharð leika með okkur gegn Werder Bremen, og það eina sem þeir ræddu við okkur um var að fá fund með honum. Við heimiluðum það, og lengra er málið ekki komið,“ sagði Bemdtsen. -VS Ottey sýknuð af lyfjaáti Sérstakur dómstóll í Jamaíka hefur komist að þeirri niðurstöðu að hlaupadrottningin Merlene Ottey sé saklaus og hafi ekki neytt ólöglegra lyfja. Ottey var dæmd í keppnisbann í júlí sl. eftir Grand Prix mót i Sviss. Tvö þvagsýni höfðu sýnt inntöku ólöglegra lyfja. Nú gerist það næst að niðurstaða dómstólsins verður tekin fyrir á fundi lyfja- nefndar Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Þar verða rökin fyrir niðurstöðu dómstólsins skoðuð ofan í kjölinn og í framhaldi af því verður Ottey sýknuð endanlega eða dapur endir ferils þessarar 37 ára gömlu hlaupakonu verður endanlega staðfestur. -SK Gíslason , þórðarson og tréttamanna á f' Góð byrjun Kristins Björnssonar: Sjöundi á sterku móti Gunnar Þór Gíslason stjórnarformaður og Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, lyfta Stoketrefli á Britannia Stadium í gær. DV-mynd Pjetur Brynjar og Rúnar á leiðinni til Stoke? „Mjög áhugaverðir" - sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri félagsins Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, varð í sjöunda sæti í svigi á svokölluðu North American móti í Bandaríkjunum í gær. Kristinn var 43. sæti í ráshópnum en fékk engu að síður 17. besta tímann eftir fyrri um- ferðina. í síðari umferð- inni gerði Kristinn enn betur og keyrði hana sérlega vel. Sigurvegari varð Austurríkismaður- inn Benjamin Raich, Di- dier Plaschz frá Sviss varð annar, Rainer Schonfelder, Austurríki, varð þriðji, Lasse Kjus, Noregi varð fjórði og landi hans Kjetil Ande Aamodt sjötti. Allir bestu skíðamenn heims- ins tóku þátt í mótinu en heimsbikarinn á skíðum karla hefst á föstudaginn kemur. Keppnin átti að fara fram í Park City en nú bendir flest til þess að færa verði keppnina til næsta bæjar vegna snjóleysis. Kristinn hefur uppi áform að keppa einnig í stórsvigskeppninni en endanleg ákvörðun af hans hálfu liggur ekki fyrir. -JKS Mikil landkynning Ljóst er að íbúar Stoke og nágrennis vita nú Englendinga mest um ís- land og þá þjóð sem landiö byggir. Staðarblaðið Sentinel var í gær nánast helgað yfirtöku Islendinganna á Stoke City og „sagði þar alla söguna" eins og auglýst var sérstaklega. Auk þess að fjalla um yflrtökuna sem slíka var ferill Guðjóns Þórðarsonar rakinn af nákvæmni og Ásgeiri Sigurvinssyni vora líka gerð góð skil. Um Ásgeir var sagt að hann yrði lykilmaður í stjóm Stoke vegna hinnar miklu þekkingar sinnar og reynslu í knattspymunni. Hinir nýju stjómarmenn- irnir, Gunnar Þór Gíslason og Elfar Aðal- steinsson, vora kynntir, sem og stjórnar- menn Stoke Holding, þeir Magnús Kristins- son, Hafliði Þórsson, Júlíus Bjamason, Þor- steinn Vilhelmsson og Þorvaldur Jónsson. Þá var sagt frá landi og þjóð, íslenskum leikmönnum í Bretlandi, og í einni greininni var fjallað ítarlega um framgöngu landsliðs- ins að undanfömu og upprisu Islands sem knattspymuþjóðar undir stjórn Guðjóns Þórð- arsonar. -VS Brynjar Björn Gunnarsson og Rúnar Kristinsson hafa að undan- fömu verið sterklega orðaðir við Stoke City og í fjölmiðlum þar í borg hafa verið miklar vangaveltur í þá átt síðustu daga. DV spurði Guðjón í gær hvort einhverjir sérstakir íslenskir leik- menn væru efstir á blaði hjá hon- um. „Já, ég er náttúrlega með ákveðna menn í huga. Nú strax í dag verður farið að vinna að því hér á skrifstofum félagsins að ná sam- bandi við þá leikmenn og klúbba sem ég hef mestan áhuga á fyrir fé- lagið.“ Eru Rúnar og Brynjar þar efstir á blaði? „Ég vil ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Allar slíkar yfirlýsingar gætu hækkað verðið á viðkomandi leikmönnum. Klúbbar vilja alltaf fá meira fyrir sína leikmenn heldur en raunhæft er og ég vil ekki Þorbjörn Jensson: „Erfitt að fa landsleiki" í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik i Króatíu í janúar munu fimm efstu þjóðimar þar tryggja sér sæti á heimsmeist- aramótinu í Frakklandi 2001. Ef hins vegar Frakkar og Svíar verða í þeim sætum mun 6. og 7. sætið gefa rétt til þátttöku á HM. Að sögn Þorbjöms Jenssonar landsliðsþjálfara hefur reynst mjög erfitt að fá leiki fyrir landsliðið til undirbúnings fyrir keppnina í Króa- tíu. Á sama tíma og Evrópumótið stendur yfir í Króatíu era í gangi forriðlar fyrir HM í Frakklandi og því eru nánast öll landslið úr Evr- ópu upptekin á þessum tíma. Króat- ar lýstu á dögunum yfir áhuga að fá íslendinga í heimsókn í janúar en Þorbjörn sagði að ekki hefði verið áhugi á því svona skömmu fyrir Evrópumótið. „Af þeim sökum höfum við þurft að leita út fyrir Evrópu eftir leikj- um. Við erum í sambandi við Tún- ismenn en þeir óskuðu eftir því við okkur að leika tvo landsleiki í janú- ar. Formleg staðfesting þar að lút- andi hefur ekki fengist en vonandi verður hægt að ganga frá málunum á næstu dögum,“ sagði Þorbjörn Jensson. Gengið hefur verið frá tveimur landsleikjum við Frakka sem verða í Bordeaux og Pau 7. og 9. janúar og ef dæmið gengur upp hvað Túnis- menn varðar eru leikimir við þá 14. og 15. janúar og yrðu það síðustu leikirnir fyrir EM í Króatíu. í byrjun desember fer íandsliðið á fimm landa mót í Hollandi og verð- ur liðið eingöngu skipað leikmönn- um sem leika hér á landi. Þorbjöm sagðist vera með liðið í mótun þessa dagana og hann myndi fljótlega koma sér í samband við leikmenn sem færu í ferðina til Hollands. -JKS NBA-DEILDIII Úrslit leikja í nótt: New Jersey-Seattle......92-100 Marbury 24, Gill 15 - Baker 21, Maxwell 21. Houston-Indiana ..........87-96 Barkley 18, Olajuwon 18 - Harrington 18, Miller 17. Phoenix-LA Lakers ........82-91 Kidd 20, Hardaway 12 - O'Neal 34, Rice 23. Utah Jazz-San Antonio . . . 91-65 Malone 20, Stockton 20 - Duncan 32, Robinson 12. Úrslit í fyrrinótt: Toronto-Philadelphia.....90-93 Carter 27, Christie 19 - Iverson 30, Ratliff 17. New York-Miami............88-94 Camby 22, Houston 20 - Mourning 25, Brown 21. Sacramento-Denver .... 126-116 Webber 32, Wiiliams 16, Barry 16 - Van Exel 26, Lafrentz 23. Vancouver-LA Clippers . . 109-89 Dickerson 23, Harrington 20 - Odom 16, Olowokandi 14. LA Lakers-Atlanta ........93-88 O’Neai 23, Fisher 20. - Rider 24, Henderson 14. Mitt stærsta tækifæri - Guöjón var heilinn á bak við kaupin á Stoke ' -----—----------í^mrÞór Gíslason og Þá geta þeir fariö Guðjón Þóröarson var fljótur að „stimpla sig inn“ hjá fjölmiðlunum í Stoke á blaðamanna- fundinum í gærmorgun þar sem hann var kynnt- ur sem nýr knattspyrnustjóri Stoke City. Fyrsta spumingin sem beint var til Guðjóns var á þá leið hvort ekki yrði erfitt fyrir hann að ná sáttum við leikmennina, sem hefðu verið mjög ánægðir með Gary Megson. Svar Guðjóns var einfalt og ákveðið: „Þetta er í þeirra höndum. Ef þeir era ekki tilbúnir til aö vinna fyrir mig, félagið og sjálfa sig, geta þeir fariö eitthvað £mnað.“ -PS/VS Haustmótið í fimleikum: Flestar bættu sig „Þetta er vissulega stærsta tækifæri lífs míns,“ sagði Guðjón Þórðarson við blaðamann DV eftir íjölmennan blaða- mannafund í aðalstöðvum Stoke City í gær þar sem tilkynnt að hann tæki nú við sem næsti knattspymustjóri félags- ins. „Að vísu er ég þeirrar skoðunar að verkefni liöandi stundar sé alltaf stærsta tækifæri hvers og eins, og ég hef vissulega fengið stór verkefhi í tím- ans rás. En þetta er óneitanlega gjöró- líkt mínum fyrr aðstæðum: Ég er kom- inn á erlenda grund, farinn að þjálfa þekkt enskt lið sem á sér langa og merka sögu og fæ nú að ráða alfarið hversu mikið liðiö æfir við hvaða að- Að þessu leyti er þetta vissulega stórt og spenn- andi verkefni." Það kom íslenskum fréttamönnum mest á óvart á þessum fundi að þú hef- ur verið heilinn á bak við þessa fjár- festingu allan tímann. Má ekki orða þetta svo að þú og þín snilligáfa hafa verið að nýta ykkur íslenska fiárfesta en þeir ekki þig? „Það er náttúrlega klárt að ég kom með þessa hugmynd upphaflega og kom henni á framfæri við Kaupþing í vor. I maímánuði sl. var hugmyndin komin á alvarlegt umræðustig og Kaupþing kom henni á framfæri við sína fagfiárfesta og síðan hefur boltinn rúllað fram til dagsins í dag.” Það var þá allan tíman ákveöið að þú yrðir knattspymustjóri Stoke City ef af samningum yrði? „Já, það var alltaf gengið út frá því að ég tæki við stjóm liðsins." Hvemig leggst samstarfið í þig við nýja sfióm Stoke og við heimamenn við þessar erfiðu fiárhagsstöðu. Hef- urðu áhyggjur af deilum og ágreinings- málum? „Það er óhjákvæmilegt að það koma alltaf upp einhver ágreiningsmál milli manna sem hafa metnað, vit og áhuga á knattspymumálum. Þau koma því upp í þessu tilfelli. Þetta verður enginn dans á rósum. Þetta verður erfitt og það er alveg klárt að ég á eftir að láta reyna á ýmislegt. En aðalatriðið er það að halda sínu striki og vera sjáifur sér trúr og samkvæmur. Það hefur alltaf reynst mér best.” -KGK Fyrsta mót vetrarins í áhaldafim- leikum fór fram um helgina. Það var haustmót í frjálsum æfingum og sá Grótta um mótshald. Til stóð að bæði piltar og stúlkur tækju þátt á mótinu en þegar til kom höfðu þeir piltar sem skráðu sig til keppni hætt við og því voru aðeins stúlkur með aö þessu sinni. Þær stóðu sig vel og bættu flestar töluvert við sig í erfiðleika auk þess sem nokkrar stúlkur tóku þátt í frjálsum æfingum í fyrsta skipti og stóðu þær sig með stakri prýði. Keppnin var þrískipt eftir aldri og aðeins veitt verðlaun fyrir árang- ur á hverju áhaldi en ekki saman- lagt eins og oftast tíðkast. í verð- launasætum 15 ára og eldri vora eft- irfarandi stúlkur: Stökk: L Bergþóra Einarsdóttir, Árm........8,4 2. Harpa Hlíf Bárðardóttir, Gróttu .8,25 3. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu .... 8,05 Tvíslá: 1. Harpa Hlíf Báröardóttir, Gróttu . 7,15 2. Bergþóra Einarsdóttir, Árm. ... 6,55 3. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.....5,9 Slá: 1. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu......8,3 2. Bergþóra Einarsdóttir, Árm......8,2 3. Sigríður Harðardóttir, Gróttu . . 7,65 Gólf: 1. Harpa Hlíf Bárðardóttir, Gróttu . 8,3 2. Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni 7.95 3. Sigríður Harðardóttir, Gróttu ... 7.9 Þær Elva Rut Jónsdóttir, Jó- hanna Sigmundsdóttir og Tinna Þórðardóttir voru ekki með á mót- inu sökum meiðsla og anna. -AIÞ Stoke City er í hópi elstu knatt- spymufélaga Englands. Lengi var tal- ið aö það hefði verið stofnað árið 1863 en líklega var það þó ekki fyrr en 1868. Atvinnumennska var tekin upp árið 1885 og Stoke var eitt af stofnlið- um ensku deildakeppninnar árið 1888. Stoke City hefur oft leikið í efstu deild, eða tímabilin 1888-1889, 1891- 1907, 1922-1923, 1933-1953, 1963-1977 óg 1979-1985. Það eru því 14 ár síðan Stoke lék síðast i efstu deild. Besti ár- angur er 4. sæti árin 1936 og 1947. Stærsti sigur í sögu Stoke vannst árið 1972 þegar félagið varð deildabikar- meistari. Öll ensk félög bera gælunöfn og hjá Stoke er það The Potters. Nafniö er dregið af hinni miklu keramikvinnslu sem er í borginni. Stoke City er 1 7. sæti C-deildar en skammt er á toppinn. Wigan er efst með 34 stig, Preston og Notts County eru með 33, Burnley 32, Brentford 30, og síðan koma Gillingham, Stoke og Bristol Rovers með 29 stig hvert. Guöjón Þórðarson stýrir Stoke í fyrsta skipti þegar liðið sækir Wy- combe Wanderers heim eftir viku, þriðjudaginn 23. nóvember. Friið um næstu helgi er tilkomið vegna þess að Stoke er fallið úr bikarkeppninni. Fyrsta æflng Guðjóns með liðið var í morgun. Guöjón stjórnar Stoke síðan i fyrsta skipti á heimavelli laugardaginn 27. nóvember en þá kemur Colchester í heimsókn. í kjölfarið koma útileikir viö Oxford og Luton, heimaleikur viö Bristol Rovers, og um jólin leikur Stoke við Blackpool á útivelli og við Oldham á heimavelli. Paul Peschisolido er dýrasti leik- maður í sögu Stoke en félagiö greiddi 67 milljónir króna fyrir hann árið 1994. Stoke hefur ekki keypt leikmann í 18 mánuði og spurning er hvort nýju íslensku eigendurnir slá metið fljót- lega. Til þess þarf þó að eyða ríflega helmingi þeirrar upphæðar sem talað hefur verið um að vefia til leik- mannakaupa. -VS verða valdur að því. Á endanum er það aldrei neitt eitt sem ræður því hverjir verða fyrir valinu þegar leikmenn eru keyptir. Hins vegar eru Rúnar og Brynjar mjög áhugaverðir leikmenn. Ég hef haft góða reynslu af þeim og haft mjög gott samstarf við þá báða. Þess vegna eru þeir áhugaverðir. En reynslan verður á endanum að skera úr um það hvort þeir koma til liðsins," sagði Guðjón við DV. -KGK“ SVRÖPIIKIPPMl % Meistaradeildin (Þriðja umferð af sex) A-riðill: Kiel - Ademar Leon ..........39-24 Sandefjord - Montpellier.....21-27 Kiel 3 3 0 0 96-64 6 Leon 3102 82-81 2 MontpeUier 3 1 0 2 66-81 2 Sandefjord 3 1 0 2 64-82 2 B-riðill: Rishon Le Zion - Celje Lasko . 24-23 Iskra - Alpi Prato...........26-23 Le Zion 3 3 0 0 84-74 6 Celje 3 2 0 1 90-71 4 Iskra 3102 81-90 2 AlpiPrato 3 0 0 3 66-86 0 C-riðill: Skjern - Zaporozhje ...... 16-20 Suhr - Badel Zagreb..........23-35 Badel Zaporozhje Suhr Skjern D-riðiU: Volgograd - Partizan Belgrad . 24-22 Veszprém - Barcelona.......23-31 Barcelona 3 3 0 0 93-66 6 Veszprém 3 1 0 2 74-81 2 Volgograd 3 1 0 2 70-78 2 Partizan 3 1 0 2 69-81 2 Evrópukeppni bikarhafa (16-liða úrslit, fyrri leikir) Drammen - Prule Ljubljana . . 26-21 Cantabria - Madeira........25-21 Kolding - Redbergslid......26-15 Portland - Steaua Búkarest... 25-18 Pelister Bitola - Trieste .21-19 Lemgo - Dukla Prag.........25-23 Dunaferr - PTA Wien........36-21 Zelj.Nis - Ark.Minsk . . 34-22 og 35-25 EHF-bikarinn (16-liða úrslit, fyrri leikir) Aalsmeer - Flensburg.......23-29 Bosna Visoko - Metkovic .... 23-22 Diyarbakir - Lovcen........20-32 Braga - Magdeburg..........26-23 Slovenj Gradec - PaneUinios .. 32-21 Pick Szeged - Viking Stavang. 31-29 Warszawianka - GOG Gudme . 22-31 Mladost Bogdanci og Ciudad Real leika báða leikina um næstu helgi. Borgakeppni Evrópu (16-liða úrslit, fyrri leikir) FIF Frederiksberg - Karvina .. 24-22 ASKI Ankara - Brixen ......28-20 Grosswallstadt - Kilkis....25-11 Runar - Trebnje............40-36 Skövde - Sintelon..........25-20 Valladolid - Zaglebie Lubin .. 40-24 Dunkerque - Stockerau......28-24 Frankfurt - Winterthur ....24-26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.