Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 Ný tegund tölvuveira: Markar tímamót Fleiri börn - betra minni - verður virk ef einungis er horft á hana Ný tegund tölvu- veira kom fram á sjónarsviðið í síðustu viku og þykir hún marka tímamót í sögu tölvuveira því þetta er fyrsta veiran sem getur orðið virk án þess að viðhengi tölvu- pósts sé opnað. Veiran er kölluð BubbleBoy og er hún skýrð eftir einum þætti þáttaraðanna um Seinfeld. Bubble- Boy var einungis send til öryggisfyr- irtækisins Network Associates en hún hefur ekki ennþá „sloppið út“ til almennings. Starfsmönnum Network Associates fannst hættan af veirunni nógu mikil til að gera FBI viðvart um hana. BubbleBoy inniheldur ekki nein forrit sem eru hættuleg tölvum sem sýkjast en hún sendir sig sjálfkrafa til allra þeirra sem eru skráðir í net- fangaskrá Outlook Express-tölvu- póstforritsins á viðkomandi tölvu. Fræðingar telja þó að með sömu tækni og Bubbleboy notar sé lítið mál að koma hættulegum tölvuveir- um fyrir í tölvum almennings. Veiran virkar nær eingöngu á tölvur sem keyra á Windows 98- stýrikerfmu og eigandinn verður að nota vafrann Intemet Explorer 5.0 og tölvupóstkerfin Outlook eða Out- look Express. Einstaka útgáfur af Windows 95 eru einnig í hættu en ekki Windows NT eða hugbúnaður frá Netscape. mögulegt en tvær öryggis- holur í Inter- net Explor- er, sem þekktar hafa verið síðan í ágúst, valda því að Bubble- boy getur komist inn um bak- dymar. Tiltölulega auðvelt er hins vegar að koma í veg fyrir að Bubbleboy og svipaðar veirur geti sýkt tölvur sem fá ófógnuðinn sendan. Microsoft hefur sett á heimasíðu sína (www.microsoft.com) skráar- viðbót (patch) sem lokar ör- yggisholunum auk þess flestir veirubanar ráða við veiruna ef þeir hafa verið uppfærðir ný- lega. Einnig er hægt að koma í veg fyrir að tölvur sýkist af Bubbleboy með því að setja ör- yggisstillingu Intemet Explorer fyrir Intemetið á „high“. Hin nýja tölvuveira heitir eftir einum þætti þátta- raðanna um Sein- feld. BubbleBoy var einung- is sendur til öryggis- fyrirtækisins Network Associates en hann hefur ekkl enn þá „sloppið út“ til al- mennings, Starfs- mönnum Network Associates fannst hættan af veirunni nógu mikil til að gera FBI viðvart um hana. raun- inni Öryggisholur Bubbleboy fer í gang ef tölvupósturinn er skoðaður sem „preview" á „inbox“- skjánum og ekki þarf einu sinni að opna sjálfan tölvu- póstinn til að þetta gerist. Ástæðan er að Outlook breytir HTML-kóða í texta og þessi aðgerð gerir mönn- um kleift að keyra kóða sem sleppir veimnni lausri í þessu tilviki. Þetta Miðvikudaginn 1. desember mun hin árlega jólagjaFahandbók DV koma út í 19. sinn. JólagjaFahandbók DV er Fyrir löngu búin að Festa sér sess í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að Finna hundruð hugmynda að gjöFum Fyrir jólin. JólagjaFahandbókin verður v^p^'nú prentuð á hvítari og vandaðri pappír en «iður sem verður til þess að allar auglýsingar og myndir skila sér mun betur. Lögð verður áhersla á skemmtilega umFjöllun um jólaundirbúning, hugmyndir að Föndri,uppskriFtir og margt Fleira. Auglýsendur, athugið að skilaFrestur auglýsinga er til 19. nóvember en með tilliti til reynslu undanFarinna ára er auglýsendum bent á að haFa samband við Dagnýju Jóhannesdóttur, auglýsingadeild DV, sem allra Fyrst í síma 550 5729 svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. NetFanq: dagny FF.is. NetFang: auglysingar FF.is. Ath. BréFasími auglýsingadeildar er 550 5727. JólagjaFahandbók prentuð á hvítari og vandaðri pappír Nýjar rannsókn- ir hafa sýnt fram á að konur sem alið hafa börn fá aukið minni. Rannsóknir sem voru gerðar á rottum sýndu að þær rottur sem alið höfðu unga röt- uðu betur um völundarhús en aðrar kvenkyns rottur. Segja vísindamennimir sem gerðu rannsóknina að það sama ætti að gilda fyrir mannfólkið þar sem ástæðan fyrir minnisaukn- ingunni hjá rottunum var hið mikla magn hormóna sem leystust úr læðingi við með- gönguna. Einnig fundu þessir vísindamenn út að uppeldi af- kvæma gerði heila foreldra virkari. Sú örvun á heilann sem uppeldi afkvæma hefur í fór með sér virðist þjálfa heil- ann til að hugsa skýrar. Það ættu að vera góðar fréttir fyrir foreldra, þar sem öll hjálp kem- ur sér til góða í barnaupp- eldi. Glæpahneigðir leikjaframleið- endur Leikir sem snú- j ast um að brjóta \ lög koma út j endrum og sinn- um. Leikir eins og Grand Theft Auto, Carma- geddon og Driver snúast allir um andfélagslega hegðun eins og ofsaakstur, bílaþjófnað og skemmdir á eigum almennings. Nú er í framleiðslu einn slíkur sem hefur sem baksvið lestar- ránið í Englandi á sjötta ára- j tugnum. Framleiðendur leiks- j ins SCi eru ekki ókunnir þess- um slóðum þar sem þeir gerðu leikinn Carmageddon á sínum tíma. Bæði er þó hægt að spila hlutverk löggunnar og ræningj- anna í hinum væntanlega leik. Því má bæta við að rannsóknir hafa hingað til ekki sýnt mark- verða fylgni milli glæpa og leikja af þessu tagi. Cisco stærst í Kísildalnum 'JuJl/il- lnílúi Tölvufyrirtækið Cisco Systems varð fyrir helgi í verðmætasta fyrirtæki Kís- ildalsins fræga, heimkynna langflestra stærstu hátæknifyr- irtækja í Bandaríkjunum. Fyr- irtækið hefur vaxið gríðarlega undanfarin misseri og með áframhaldandi vexti þarf stærsta fyrirtæki heims, Microsoft, að fara að vara sig. Fyrirtækið sem missti sess sinn á síðastliðinn miðvikudag var hið gríðaröfluga Intel sem flestir þekkja sjálfsagt fyrir ör- gjörvaframleiðslu. Intel hefur veriö rekið í 31 ár og er heildar- verðmæti hlutabréfa fyrirtæk- isins 274,3 milljarðar dollara (um 20.000 milljarðar króna) en Cisco, sem í síðustu viku komst upp í 278,3 milljarða dollara (um 20.300 milljarða króna) virði á verðbréfamörkuðum, er j einungis 15 ára. Cisco Systems ! sérhæfir sig í framleiðslu á há- j tæknibúnaði sem knýr áfram l Intemetið og alþjóðasamskipti. 'íul'JLi- JiájJLÍ/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.