Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 11 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ alls 480 m.kr., mest með ríkisvíxla, 393 m.kr., hlutabréf 65 m.kr... Mest viðskipti með Samherja, Landsbank- ann, Össur og Samvinnusjóðinn, 7 m.kr.... Samvinnusjóðurinn lækkaði um 2% ... Skeljungur hækkaði um 1,8% í 5 m.kr. viðskiptum ... Svíar ætla sér í EMU - ákvörðun Svía hefur áhrif á ísland § Stella- S kommóða natur, cherry '2. og hvít, kr. 15.990 Q) § S 1 M I 553 3366 W G L Æ S I B Æ Sænskir markaðir tóku heldur betur við sér í gær og í fyrradag, eftir að forsætisráðherra Svíþjóð- ar, Göran Persson, sagði í samtali við Financial Times að hann vildi ganga strax inn í Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Hann sagði að í stöðunni væru tveir möguleik- ar: „Annaðhvort göngum við núna í EMU eða við göngum síðar i EMU.“ Þetta gæti haft veruleg áhrif á íslandi. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Eftir þessi ummæli styrktist sænska krónan verulega og ávöxt- unarkrafa skuldabréfa lækkaði, en við það eykst verðmæti skulda- bréfa. Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Hagnaður Skýrr 57 milljónir Velta Skýrr hf. nam 884,4 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 en var á sama tíma í fyrra 779.5 milljónir. Veltan jókst þvi um 13% milli ára. Hagnaður fyrstu níu mánuðina var 56,7 milljónir króna, en var 35,3 milljónir árið áður, og jókst hann því um 60% milli ára. Veltufé frá rekstri var 134,2 milljón- ir, samanaborið við 112,1 millj. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Eigið fé félagsins 30. september 1999 nam 295.6 milljónum og jókst það um 31,1% á fyrstu níu mánuðum árs- ins. Eiginfjárhlutfallið nam 35,3%. Verkefnastaða félagsins er ágæt um þessar mundir og unnið er að mörgum verkefnum, bæði stórum og smáum. I rekstraráætlun fyrir árið í heild er gert ráð fyrir að hagnaður félagsins nemi um 65 milljónum eftir skatta. Stjórnendur félagsins telja að hagnaðarmarkmið þess muni nást fyllilega. Sérfræðingar telja þó að þrátt fyrir einlægan vilja Perssons að ganga í mynt- bandalagið þá muni einhver tími liða áður en evra verður tek- in upp sem gjaldmiðill i Sví- þjóð. Samkvæmt nýlegri könnun sem fram fór í Svíþjóð eru 45% Svía hlynnt því að taka upp evruna, 41% er á móti en 14% eru óákveðin. Áhrif á íslandi Ef Sviþjóð tekur upp evruna getur það haft nokkur áhrif hér á landi, sem og í Noregi og Danmörku, en öll þessi lönd standa utan myntbanda- lagsins. Norðurlöndin tengjast sterk- um efnahagslegum böndum innbyrðis en eru um leið ákaflega háð því sem gerist á meginlandi Evrópu. Einn helsti styrkur Norðurlanda sem heildar hefur hingað til verið að þau hafa öll staðið utan við myntbanda- lagið. Hins vegar eru Svíþjóð og Dan- mörk í Evrópusambandinu og nú vaknar sú spuming hvort Danmörk geti staðið lengi fyrir utan EMU eftir að Svíþjóð gengur í bandalagið. Ef það gerist, að bæði Danmörk og Sví- þjóð ganga í EMU, gæti staða íslands og Noregs veikst á alþjóðavettvangi. Samkvæmt könnun Viðskipta- blaðsins, sem fram fór fyrr í haust, vildu 68% aðspurðra stefna að því að taka upp evruna á íslandi. Einnig virðist sem aukinn áhugi sé á málinu meðal stjórnmálamanna, enda hefur Halldór Ásgrímsson skipað að gerð verði hlutlaus skýrsla um stöðu í Evr- ópumálum. Hins vegar hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir, m.a. af Seðlabanka íslands og Hagfræðistofn- un Háskóla íslands, á hugsanlegum áhrifum EMU á íslandi og hugsan- legri aðOd. Engin endanleg niður- staða hefur fengist í þessum rann- sóknum en ljóst er að aukin umræða er nauðsynleg. Heimildir lífeyris- sjóða auknar Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segist í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær, eiga von á því að heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í hlutabréfum, jafnt skráðum, óskráðum, innlendum og erlendum, verði rýmkaðar fljótlega, enda séu þökin of lág. Hann segist þó ekki geta sagt ná- kvæmlega til um á þessu stigi hvert verði hámarkshlutfall hlutabréfa- Davíð Oddsson. eignar af heildareignum sjóðanna. Ef þessi hugmynd for- sætisráðherra nær fram að ganga þá er ljóst að mögu- leikar lífeyrissjóða til að fjárfesta aukast verulega en um leið mun ábyrgð þeirra aukast vegna þess að með slíkum heimildum getur áhætta í fjárfesting- um lifeyrissjóða aukist verulega. Kaupþing Norðurlands í samstarf við sjóðavörslu- fyrirtækið Aberdeen Kaupþing Norðurlands hefur haf- ið samstarf við skoska sjóðavörslu- og eignastýringarfyrirtækið Aber- deen. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Aberdeen varð fyrir valinu eftir úttekt óháðra breskra aðila á nokkrum sjóðavörslufyrirtækjum í London. Aberdeen er vel kunnugt erlendis. Fyrirtækið var stofnað 1876 í Skotlandi og er nú með rúm- lega 2.000 milljarða íslenskra króna í vörslu. Aberdeen er með starfsstöðvar á níu stöðum í heiminum. Utan London og Skotlands eru starfs- Bæjarstjórn Skagafjaröar ákveður aö selja í FISK Á fundi bæjarstjómar Skaga- fjarðar í gær var samþykkt að selja hlut sveitarfélagsins í Fisk- iðjunni Skagfirðingi hf. Skaga- fjarðarbær á 5% hlut í FISK en í haust keypti Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. um 5% hlut af Skagafjarðarbæ fyrir um 155 milljónir króna. stöðvar m.a. í Bandaríkjunum, Asíu og Lúxemborg. Fram kemur í frétt frá Kaupþingi Norðurlands að helsti styrkur fyrirtækisins liggi þó í þeim einstaka árangri sem sjóðir í vörslu þess hafa náð. Þar á meðal eru nokkrir sjóðir sem hafa unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir góðan árangur. Með sölu þessara sjóða er Kaup- þing Norðurlands að auka enn frek- ar það úrval sjóða sem fyrirtækið hefur á boðstólum cg, að sögn for- svarsmanna Kaupþings Norður- lands, hafa viðtökur viðskiptavina verið mjög góðar. Landsbankinn- fjárfesting eykur hlut sinn í HÞ Landsbankinn-fjárfesting hf. hef- ur aukið hlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. (HÞ) um 4,5 pró- sentustig og á nú 10,1% hlut en fyrr í þessum mánuði keypti Landsbank- inn-fjárfesting 5,6% hlut. Mark- aðsvirði eignarhlutar Landsbank- ans-fjárfestingar er nú um 95 millj- ónir króna. Atvinna í boði Frjáls ijölmiálun óskar að ráða í eftirtalið starf: urnDiui Vinna viá auglýsingfagferð, umLrot ogf útlitskönnun. Þekkingf á Quark, Freeliand, Pkotoskop, Word ogf Netinu nauðsynlegf. í koái er fjölkreytt starf í nútíma-fjölmiálaumkverfi ogf jóátttaka í spennandi umkótastörfum. Eldri umsóknir óskast endumýjaðar. Umsóknir kerist DV Þverkolti 11, merkt: ,,DV-atvinna". FRJÁLS LJ FJOLM1ÐLUN HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.