Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 13 Tíu í guðfræði Er hægt að vita allt um guð, taka próf í vitneskjunni og fræðunum sem lúta að hans marg- víslega anda og sköpun? Svo virðist vera. Ekki bara það, heldur er hægt er að fá tíu í guðfræði. En það getur líklega hvergi gerst nema á íslandi. Guð hlýtur því að vera endanleg, útreiknanleg stærð, eins og ef tölur eru lagðar saman í dæmi og niðurstaða fengin, þótt það stangist á við það í ■ kenningunni að vegir óútreiknanlegir. Næstum óleys- anlegt vanda- mál Þetta guðfræði- undur væri bara íslenskt og skemmtilegt út af fyrir sig og nem- andanum til hróss ef einkunnin tíu gæti ekki orðið næstum óleysan- legt vandamál fyrir kirkjuna sem stofnun og sam- keppnisvíti. Hvað gerist þeg- ar nemandi með tíu í guðfræði sæk- ir um stöðu? Vandinn er að- eins leysanlegur á þann hátt að prófa- manneskjan hlýtur að fá allar kirkju- legar stöður í land- inu, tölurnar sýna að hún er manna færust til þess að vera leiðtogi guðs eða prófapáfi. Ætli biskupnum fari þá ekki að Kjallarínn renna kalt vatn milli skinns og hörunds? Eflaust fer prófamann- eskjan ekki strax að vega að honum. Bjóði hún sig fram næst hlýt- ur hún að fá embættið. Jafnréttisráð þarf ekki að velkjast í vafa, talan tíu talar sínu réttlætis- máli. Svo guð hjálpi núverandi biskupi ef hann býður sig aftur •fram. - Hvað fékk hann á prófi? Sjálfskvalræði Bót er í máli að sú sem tók hæsta próf sem tekið hefur verið í guð- ..... fræði hér á landi, og ef- hans séu laust í öllum guðfræðideildum í heiminum, kvaðst ætla að sækja um starf úti á landi. Líklega verð- ur það í eins konar refsingarskyni eða gert af lítillæti. Sjálfskvalræði þess sem veltir sér upp úr andlegri velgengni en Guðbergur Bergsson rithöfundur „Bót er í máli að sú sem tók hæsta prófsem tekið hefur verið í guðfræði hér á landi, og eflaust í öllum guðfræðideildum í heimin- um, kvaðst ætla að sækja um starf úti á landi. Uklega verður það í eins konar refsingarskyni eða gert af lítillæti.“ ætlar samt ekki að baða sig i ljóm- anum á Reykjavíkursvæðinu er ekki mjög íslenskt, en fallega sagt og gáfnaljós í öðrum deildum Há- skóla íslands mættu læra af þessu: læknar, lögmenn, tölvufræðingar, hagfræðingar o.s.frv., ef hægt er að fá tíu í þeirra fogum. Mörg eru undrin á íslandi þótt ------------1 kraftaverkin láti stundum standa á sér, ólíkt því sem gerist í hinum kaþólska heimi. Þar sjá sælir og einfaldir himnana opnast og heilaga Maríu mey í sannanlegu al- mætti sínu en kirkjunnar karl- menn fara í felur með prófln sin, ef þau eru þá önnur en hugleiðslan um það sem ekki er hægt að skilja en stöðugt leitað skilnings á, með misjöfhum mann- legum árangri. Guðbergur Bergsson „Mörg eru undrin á íslandi þótt kraftaverkin láti stundum standa á sér, ólíkt því sem gerist í hinum kaþólska heimi. Þar sjá sælir og einfaldir himnana opnast og heilaga Maríu mey í sannanlegu almætti sínu - Frá kraftaverkabænum Lourdes í Frakklandi. A5 ganga á vötnum Norður í landi stendur kirkja í brekkunni ofan við stórt vatn í miðju sveitar. Á altaristöflunni gengur Jesús á vatninu. Myndefn- ið flnnst mér sérstaklega vel valið og ekki til þess fallið að freista sveitafólksins að prófa sjálft að ganga á sínu eigin vatni. Allir vita að Jesús gat það sem aðrir gátu ekki og auk þess gekk hann á Geneseratvatni og ekki víst að Svínavatn sé sömu gerðar. Eins konar lærisveinar Um daginn ferðaðist ég um Landið helga. Leiðsögumennimir vora ísraelskir og fyrr en nokkum varði var ferðamannahópurinn orðinn að eins konar lærisveinum þeirra. Þetta fólk var vel að sér en dálítið hörslulegt eins og einn í hópnum komst að orði. Okkur, sem flest ef ekki öll vorum í orði kveðnu kristin, fannst skritið að leiðsögumönnunum fannst ekkert til Jesú koma og orðið Kristur kom ekki fram á þeirra varir. Þeir sneru dálítið út úr þegar talið barst að honum. Til marks um hve lítið er gert með hann á ættjörð- inni var að það var blússað fram hjá staðnum þar sem fjallræðan var haldin en stansað lengi við rómanskar rústir og minjagripa- verslanir. Saga leiðsögumannsins Leiðsögumennirnir höfðu þó skopskyn til að gera grin að sjálf- um sér og sínum þegar vel lá á þeim. Til dæmis sagði einn þeirra þessa sögu. í bamaskóla f Bretlandi spurði kennarinn bekk- inn hver væri mesti maður sem uppi hefði verið. Sá sem gæfi rétta svarið fengi eitt sterl- ingspund í verð- laun. Enginn rétti upp hönd nema Jósep litli sem var gyðinga- trúar. Kennaran- um brá í brún, en þegar enginn annar gaf merki sagði hann Jósep að koma upp að kennaraborðinu og segja hvern hann teldi mesta mann mannkynssögunnar. Jósep gekk fram, sneri sér að bekknum og sagði óhikað. „Það var hann Jesús Maríuson." Kennarinn var hissa en rétti Jósep pundið. Jósep sneri tU sætis síns og sagði við sessunautana um leið og hann settist: „Auð- vitað var það Móses - en viðskipti eru við- skipti.“ Við reyndum ekki að ganga á Geneserat- vatni sem leiðsögu- maðurinn kallaði reyndar Galíleuvatn, en við sigldum á því. Áður höfðum við horft á fólk dýfa sér í kolmórauða Jórdaná í hvítum serkjum í þeim tilgangi að ná í svolítið af helgi staðarins þar sem Jesús var skírður, sem reyndar er talinn vera annars staðar í ánni. Ekki vantaði hann trúna Þegar við vorum í bátnum hvessti skyndilega alveg eins og í biblíusögunni forðum. Enginn gerði sig líklegan til að kyrra vind- inn enda komumst við að landi í vélknúnum bátnum án teljandi hræðslu. Þá rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér var sögð um göngu á vatni. Einu sinni voru saman á ferð rabbíi, katólskur kardínáli og lút- erskur biskup. Þeir komu að fljóti sem rabbíinn og kardínálinn gengu óhikað yflr. Báðir virtust fara létt með að ganga á vatninu. Þegar lúterski bisk- upiim lagði bjartsýnn af stað fór verr. Hann sökk og sást ekki meir. Rabbíinn og katólski kardínálinn litu hvor á annan á bakkanum hinum megin. Rabbíinn sagði: „Leitt hvemig fór fyrir ástkærum bróður okkar. Ekki vantaði hann trúna, en hann vissi ekki hvar steinarnir voru.“ Aðrir hafa reynt en mistekist. Vinur minn kenndi mér þessa vísu eftir Danann Halvdan Rasmussen. Beklageligvis er jeg ikke politiskt begavet. Jeg horer ej til den flok som kan gá pá havet Jeg provede pá det engang, men var nær ved att do. Der er noget i vejen med vandet i Gentofte So. - Við, sem höfum ekki náðargáf- una, ættum að láta vera að ganga á vötnum. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir „Þegar við vorum í bátnum hvessti skyndilega alveg eins og í biblíusögunni forðum. Enginn gerði sig líklegan til að kyrra vind■ inn enda komumst við að landi í vélknúnum bátnum án teljandi hræðslu Kjallarinn Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Með og á móti Útgeröin hækki lífeyris- framlag í 7 prósent Sjómenn og útgerðarmenn hafa deilt og rætt um hlutfall útgerðarmanna sem framlag í lífeyrissjóð. Sjómenn hafa gjarnan sagt að þeirra stétt njóti sérstöðu, ekki síst í Ijósi hættulegs starfs fjarri öðrum en útgerðarmenn verjast og halda því fram að sjómenn séu í raun vel haldnir og eigi ekki að njóta meira en orðið er. Sjómenn krefj- ast þess aö útgerðarmenn hækki framlagið úr 6 prósentum í 7 prósent og hóta verkfalli. Grétar Mar Jóns- son, formaöur Far- manna- og fiski- mannasambands Höfum í raun slysatryggt fýrir útgerðarmenn „Ég tel nauðsynlegt að staða líf- eyrissjóðs sjómanna verði löguð. Það er enginn lífeyrissjóöur sem þarf að greiða eins háa upphæð af sinni innkomu í ör- orkubætur. Við sjómenn höfum raunverulega verið slysa- tryggingasjóður útgerðarmanna til þessa. Við hljótum að verða að verja ellilífeyrisrétt okk- ar félaga. Ég tel það ekki ásættan- legt fyrir okkur og reyndar ekki útgerðarmenn heldur að menn sem hafa verið allan sinn starfs- feril til sjós hvorki hafi né fái mannsæmandi lífeyri. Annað at- riði er að auðvitað eiga launþegar aö stjórna sínum lífeyrissjóði sjálfír en ekki fulltrúar vinnuveit- enda.“ Eiga ekki að krefjast hækk- ana yfirhöfuð „Útgerðin greiðir eins og aðrir atvinnurekendur tiltekið hlutfall í lífeyrissjóð sjó- manna. Hvers vegna það hlut- fall á að vera með öðrum hætti í þessari atvinnugrein en hjá öðrum er mér hins vegar hulin ráðgáta. Menngetaútaf Ho'gason. kvæmdastjon llt- fyrm Slg Stung- vegsmannafélags ið upp á hverju Noréurlands. sem er milli himins og jarðar þegar þeir heimta hærri laun. Fjárhagsvandi lífeyrissjóðs sjómanna - sem nú þegar hefur verið tekiö á með lagabreytingum - er ekki vanda- mál sem útgerðarmenn hafa með höndum. Ég veit ekki hver næsta krafa gæti orðið um sérstakar launahækkanir til handa íslensk- rnn skipstjórum. Þeir eru verðir launa sinna og þau eru ekki lág. Um það held ég að allir lands- menn séu sammála. Mér kemur á hinn bóginn á óvart ef forystu- menn sjómannasamtaka ætla að fara fram með kröfur um launa- hækkanir yfirhöfuð. Maöur hefði fremur átt von á því hjá ýmsum öðrum starfsstéttum þessa þjóðfé- lags. Ég held ég þurfi ekki að rök- styðja það frekar. Mér leiðist þeg- ar forystumenn sjómannasamtaka henda stríðshönskum í allar áttir. Það er eins og aldrei sé hægt að setjast niður og ræða málin í ró- legheitum." -Ótt Bjarni Hafþór Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst@fif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.