Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 15 Ljósmynd af fjölskyldunni í jólapakkann: Besta gjöfin fyrir afa og ömmu - víða upppantað fram í desember Hér á árum áður fengu börnin kerti og spil um hátíðarnar en kertaljósið færir mannfólkinu vonandi frið um jólin. Það er vissulega ró yfir stúlkunum tveimur á myndinni. „Fólk gerir alltof lítið af þessu. Besta gjöfin fyrir afa og ömmur er mynd af fjölskyldunni," sagði Gunnar Ingimarsson hjá sam- nefhdri ljósmyndastofu í bænum í samtali við DV. „Hjá eldri kyn- slóðum tíðkaðist það að fara í fjöl- skyldumyndatöku þegar foreldrar höfðu eignast ætlaðan bamafjölda en hjá mörgum fór þaö á þann veg að fleiri böm bættust í hópinn og þá var bara að fara aftur,“ sagði Gunnar. Hann hafði einnig á orði að íslendingar áttuðu sig almennt of seint á hvað ljósmyndir væm kærkomin gjöf til ættingja og hlypu svo upp til handa og fóta nokkrum dögum fyrir jól. „Við virðumst bara vera svona,“ sagði Gmmar. En hefur hefðin eitthvað breyst? „Jú, smekkur fólksins er að breyt- ast og fólk lítur í æ meira mæli á ljósmyndir sem list. Fólk vill frjálslegri myndir og ekki eins stífan klæðnað," sagði Sissa ljós- myndari í samtali við DV. Þá er algengara að fólk komi með tvenns konar klæðnað og almennt hefur frjálsræði aukist mikiö und- anfarin ár í Ijósmyndum fyrir jól- in. Víða orðið fullbókað fram í desember Víðast hvar vora allir tímar upppantaðir í nóvember þegar samband var haft við ljósmynda- stofur víðs vegar um bæinn. Starfsfólk ljósmyndastofa er þegar byrjað að taka niður pantanir fyr- ir desember. í boði em ýmis tilboð á ljósmyndatökum í tilefni hátíð- anna og má nefna að viðskipavin- ir fá jólakort með mynd í kaup- bæti eða stækkun af valinni mynd. Sumar stofurnar hafa framlengt frestinn til myndatöku fram til jóla en aðrir miða við ákveðna dagsetningu í desember til að fá afgreiðslu á myndum fyrir jól. Þeir sem renna á rassinn með að koma á tilsettum tima verða bara að grípa til þess ráðs að senda ætt- ingjum og vinum nýárskort af fjöl- skyldunni. Að gefa Ijósmynd af bömum eða fjölskyldunni virðist því enn vera í góðu gildi enda gjöf sem gleður margt hjartað. -hól Utanlandsferðir í vetur: Ráð til ferðalanga íslendingar verða sífellt ferða- glaðari með árunum, ef svo má að orði komast. Fjöldi landsmanna mun leggja land undir fót nú fyrir jólin eða dvelja á suðrænum ströndum yfir sjálfa hátíðina. Hvert sem haldið er kosta slíkar ferðir umtalsverðar fjárhæðir og því er mikilvægt að skoða vel hvað er í boði og hvað er innifalið svo viðskiptavinurinn endi ekki á því að kaupa köttinn í sekknum í þessum efnum. Hér á eftir fylgja nokkur ráð sem gott er að hafa í huga áður en ferðin er keypt. jafn- ar lýsingar 1) Skoðaðu bæklinga ferðaskrif- stofanna með gagnrýnisaugum því stundum lítur staðurinn betur út í bæklingnum en þegar á áfanga- stað er komið. Þú gætir t.d. spurt hvenær ársins myndir frá sólar- ströndinni, sem þú ert að hugsa um að skella þér á, era teknar ef ströndin lítur allt öðmvísi út á vetuma en á sumrin. Einnig er ágætt að lesa lýsingar í bæklingunum með gagnrýnu hugarfari, „líflegt hótel“ gæti e.t.v. þýtt að það sé of hávaðasamt fyrir þann sem vill slappa af og „róleg- ur staður“ gæti þýtt að þeim sem ætla aö skemmta sér gæti leiðst. er upp á frí flug- sæti fyr- ir bömin eða ókeypis bílaleigu- bíl. Venjan er sú að tveir full- orðnir þiufa að fylgja bömunum til þess að þau fái frítt flugsæti og oft þarf að greiða sérstaklega fyrir tryggingu á bílaleigubílnum og bensín á hann, jafhvel þegar sagt Fjöldi íslendinga leggur land undir fót fyrir jól- in eða dvelur á suðrænum ströndum yfir sjálfa hátíðina. sKaitu senaa mn skriflega beiðni um slíkt áður en haldið er af stað. Best er einnig að fá skriflega staðfestingu á að ferðaskrifstofan geti orðið við beiðni þinni áðm- en þú leggur af stað. -GLM 2) Gerðu verðsamanburð á milli ferðaskrifstofa og athugaðu vel að „lægsta verð“ einhverrar feröa- skrifstofu er e.t.v. ekkert betra en meðalverð einhverrar annarrar ferðaskrifstofu. 3) Skoðaðu smáa letrið vel og at- hugaðu hvort þar felst einhver aukakostnaður sem þú vissir ekki um, t.d. flugvallarskattur, gjald fyrir akstur frá flugvelli eða annað slíkt. Skoðaðu einnig vel hvaða skilyrði liggja á bak við þegar boðið t er að ferðinni fylgi ókeypis bíla- leigubíll. Næturflug 4) Skoðaðu vel hvenær dagsins flogið er utan og hvenær heim aftur. Einnig skaltu skoða hvort um beint flug er að ræða eða hvort millilent er á leiðinni og jafn- vel skipt mn flugvél. Stundum er flogið á næt- 5) Kauptu ferðatryggingu um leið og þú bókar ferðina til að komast hjá óþægindum og pen- ingaútlátmn ef þú þarft að hætta við. 6) Fáðu nákvæma lýsingu á hót- elherberginu eða íbúðinni þannig að þú og fjölskyldan verði ekki eins og sardínur í dós í alltof lítilli íbúð sem virtist mun rúmbetri i bæklingnum heldur en þegar á staðinn er komið. 7) Ef þú hefur einhveij- ar sérþarfir, þarft t.d. að vera ná- lægt lyft- unni ent a leiomni et um ódýrt flug er að ræða. Slíkt getur valdið óþægind- um og stytt dvalartímann á áfanga- staðnum meira en ætlunin var. Gluggaþvottur Þvoið aldrei glugga í sól. Þeir þoma of fljótt og það sjást taum- ar á rúðunum. - Notið aldrei sápu. - Blandið 1/2 bolla af ammon- faki, 1/2 bolla af hvítu ediki og 2 msk. af kornsterkju. Blandan er sett í fotu með heitu vatni. Þetta er hin fullkomna blanda fyrir gluggaþvottinn. - Ef þú ert að flýta þér skaltu þvo með tusku, vættri í hvítu ediki. Þessi aðferð hentar best ef um fáa glugga er að ræða. - Fægið með dagblöðum í stað pappírsþurrka. Það er ódýrara og auðveldara. Verið samt viss um að hafa lesið blaðið áður en haflst er handa! - Þvoið gluggana að innan á þverveginn en að utan á lang- veginn. - Þegar gluggamir em þorn- aðir er gott að fara yfir þá með hreinum töflusvampi og þeir munu glansa vel. Frostrósir burt Þvoið gluggann upp úr blöndu af einum lítra af vatni og einum bolla af spritti eða frostlegi. - Nuddið gluggann innanverð- an með svampi, vættum í spritti eða frostlegi. Fægið síðan með bréfþurrku eða dagblaði. - Nuddiö loks yfir með tusku, vættri í glysseríni, svo glysserín- lag sitji eftir á rúöunni. Blettótt sylla Berið útþynnt spritt með tusku á alla sylluna. Það er ekki aðeins að blettimir hverfi heldur lítur syllan út sem nýmáluð. Rúllugluggatjöld Nuddið rúllugluggatjöld sem ekki má þvo með grófum flauels- klút sem hveiti eða maísmjöli hefur verið stráð í. Rifur Rifur má laga með glæm nagla- lakki. Það gerir kraftaverk þegar um litlar rifur er að ræða. Hansatjöld Ef þú ætlar að gera við hansa- tjöld sem hafa rifiiað þá er gott að líma sterkt límband á þá hlið sem snýr að glugganum og bera síðan hvítan skóáburð á. Það er auðvelt að hreinsa hansatjöldin með því að vefja tusku, vættri í spritti, utan um gúmmíspaða. Þá er frekar hægt að komast að erfiðum stöðum. SIIISKM SIlGfltPP' - á góðu verði - Komum og gerum verðtilboð C ÓDÝRI MARKAÐURINN KNARRARVOGI4 • S: 568 1190 ÁLFABORGARHÚSINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.