Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 ijV méttir_____________________________________________________ Eitt af þrettán kjúklingabúum sem eru laus við campylobacter: Brynvarið eldishús „Það sem skiptir langmestu máli er húsið sjálft. Það þarf að vera meindýrahelt að mínu mati,“ segir Logi Jónsson, kjúklingabóndi að Selvangi í Mosfellsbæ. Hann rekur eitt þrettán kjúklingabúa sem campylobactermengun hefur ekki greinst í, samkvæmt skýrslu fagað- ila til umhverfisráðherra. Logi rekur lítið bú og telur það skipta miklu máli. „Þessi litlu bú, eins og ég er með, þar sem er bara eitt hús og einn fuglahópur á staðn- um í senn, eru miklu auðveldari að þessi leytinu. Maðurinn ber stærst- an hluta af þessu á milli eldishúsa. Ef ekki er farið eftir ströngum regl- um varðandi umgengni stóreykst hættan." Eldishúsið að Selvangi er steypt í hólf og gólf. „Þá kemst ekkert nag- dýr inn,“ segir Logi. „Það sem mað- urinn ber ekki á milli, það bera þau. Þótt búið sé að þrífa hús rækilega - segir Logi Jónsson kjúklingabóndi Logi við eldishúsið sem hann segir vera „brynvarið". Steyptir veggir, steypt þak og járnhurðir: minna dugi ekki. DV-mynd E.ÓI. þá dugir það skammt ef mús kemur úr næsta húsi og ber með sér smit. Mengunin getur orðið nær hundrað prósent áður en fuglinum er slátr- að.“ Logi segir að víða séu notuð stál- grindarhús til kjúklingaræktar hér, mörg hver orðin gömul. Meindýr hafi e.t.v. möguleika á að skríða milli báranna í húsunum og jafnvel upp á loft. Sterkasti leikurinn gegn campylobacter og salmonellu væri að leggja slík hús alveg af, eins og víða hefur verið gert erlendis. Sjálfur segir hann sitt hús „bryn- varið“, steinsteypt eins og áður sagði og með jámhurðum. Logi segist láta eldishúsið standa autt í 2-3 vikur milii hópa. Hann passi upp á að það sé þurrt og hreint. Þá drepist bakteríur og skor- dýr sem kunni að vera í húsinu. -JSS Bænastund fyrir fiugtak „Það var alltaf farið með bæn áður en tekið var á loft,“ sagði Bryn- hildur Ólafsdóttir, fyrrum flugfreyja Atlanta, sem starfað hefur með eg- ypskum flugmönnum. Bæn afleysingaflugmannsins í flugvélinni frá EgyptAir, sem fórst 31. október síðastliðinn út af austur- strönd Ameriku, er brennidepiUinn í rannsókn sem nú stendur yfir á flugslysinu. Menn greinir á um ástæður hinstu orða flug- mannsins, sem voru „ég fel mig guði á vald“. Þetta sagði flug- maðurinn rétt áður en sjálf- stýringin var tekin úr sambandi. Bandarískir rannsóknarmenn telja að hann hafi með þessum orðum viljað fyrirfara sér og áhöfninni en talsmenn eg- ypskra yfirvalda segja þetta orðatil- tæki eins og hvert annað. Þó er deilt um hvort þetta sé rétt þýðing úr ar- abísku enda getur hvert orð haft svo margar merkingar. Brynhildur, sem starfaði í píla- grímaflugi fyrir nokkrum árum, sagði aðspurð að þetta væri bæn um að allt gengi vel. „Bænin hjá múslímum er mun stærri hluti af lífi fólks en gerist hjá Vesturlandabúum," sagði Bryndís. -hól Brynhiidur Ólafsdóttir. Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður var glaðbeittur er hann sneri til réttar eftir hádegishlé í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurður hefur stefnt ríkinu til greiðslu bóta fyrir að Þorsteinn Pálsson, þáverandi dómsmálaráð- herra, hafi með ólögmætum hætti flæmt hann úr embætti sýslumanns á Akranesi árið 1998. DV-mynd E.ÓI. Nýjasti fanginn í stóra fíkniefnamálinu tekinn á videoleigu: Lausaganga gæsluvarðhaldsfanga - flestir hafa játað og kærur verða gefnar út fljótlega f 1« f f I «1 •4 3 f ■ . < \ >/ i X f \ Enn einn BMW-inn hefur bæst við bflaflotann í stóra fíkniefnamálinu. Rannsókn stóra fíkniefnamálsins er nú á lokastigi og má búast við að ákærur verði gefnar út á suma af sakbomingunum innan tveggja vikna. Hátt í tveir tugir manna eru grunaðir um aðild að málinu og sitja ellefu þeirra í gæsluvarðhaldi. Búast má viö að ákærur verði gefn- ar út á alla þessa menn fljótlega og a.m.k. er talið öruggt að allir sem sætt hafa gæsluvarðhaldi verði ákærðir. Játningar flestra gæsluvarðhalds- fanganna munu liggja fyrir og fjórir þeirra sem enn eru í haldi eru í svo- kallaðri lausagæslu á Litla-Hrauni sem þýðir að þeir eru eins og hverj- ir aðrir fangar á staðnum. Þrír þeirra mega til að mynda fá heim- sóknir, símtöl og skiptast á bréfum við hvem sem vera vill. Þótt rann- sóknarhagsmunir krefiist ekki frekara varðhalds yfir þeim félögum eru þeir hins vegar enn hafðir í haldi vegna almannahagsmuna og munu verða þar til dómur er geng- inn í málinu. Nýjasti gæsluvaröhaldsfanginn, 23 ára gamall BMW-eigandi úr Ár- bænum, sem var úrskurðaður í varðhald á fimmtudagskvöld, kærði þann úrskurð í gær til Hæstaréttar en óljóst er hvort kæra hans verður tekin fyrir fyrr en eftir helgi. Hann er þrettándi maðurinn sem settur hefur verið í gæsluvarðhald en tveir hafa veriö látnir lausir. Sjónarvottur að handtöku þrett- ánda mannsins segist hafa séð hann í glæsibíl sinum, BMW 750iA, utan við Vídeóheima við Fákafen seint á miðvikudagskvöld. Hann segir BMW-inn skyndilega hafa verið innilokaðan af bílum lögreglunnar sem svipti upp bílhurðinni og hand- jámaði manninn. Hann var síðan fluttur á braut og sömuleiðis billinn sem lagt var hald á í þágu rann- sóknarinnar. Samkvæmt heimildum DV er alls ekki útilokað að fleiri verði hand- teknir vegna málsins. -GAR Istuttar fréttir Samið um þorskkvóta Rússar og Norðmenn hafa komist að samkomulagi um þorskkvóta í Barentshafi fyrir næsta ár eftir lang- ar og erfíðar viðræður. Kvótinn verð- ur um 390 þúsund tonn sem er 90 þús- und tonna minnkun ffá þessu ári en í er samt fjórfalt meira en fiskifræð- J ingar hafa mælt með. Hlutur íslend- i inga i kvótanum verður um 8 þúsund j tonn. RÚV greindi frá. Nektardans Páll Pétursson hefur lagt fram J frumvarp um breyt- J ingu á lögum um at- vinnuréttindi útlend- | inga. 14. grein lag- anna er breytt, j þannig að ráöherra f getur sett reglur sem skilgreina nánar j hvaða hópa skuli flokka sem lista- j menn. Þannig yrði kleift aö útiloka nektardansmeyjar frá hópi hstamanna. Deilur í borgarstjórn Sjálfstæðismenn deildu hart á borg- j arfúlltrúa R-Ustans á borgarstjómar- ! fúndi í gærkvöld. Þeir telja að sú að- | ferð að bjóða út byggingarrétt á lóðum í Grafarholtshverfi muni leiða til j hærra fasteignaverðs. Byggingarrétt- j ur er þannig boðinn út og seldur hæst- % bjóðanda. Handtökur á Spáni Fíkniefnalögreglan á Spáni handtók s í gær menn sem taldir em tengjast til- | raun nokkurra islendinga til innflutn- I ings á 30 kg af hassi til landsins. Ekki 1 er enn vitað hvort mennimir verða | settir í gæsluvarð Bylgjan greindi frá. Yflr 60 þúsund í leigu Hagstofa Islands gerði í mars 1999 5 umfangsmikla könnun á húsaleigu j meðal 700 leigjenda. Meðalhúsaleiga í j könnuninni var tæplega 31 þúsund j krónur á mánuði í mars 1999. Um 20% * leigjenda greiddu 2(L30 þúsund á mán- j uði, rúmlega 32% 30-40 þúsund og 119% 40-50 þúsund á mánuði. 2% leigj- j enda greiddu leigu yffr 60 þúsund j krónum á mánuði. SUS fagnar sölu á FBA Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar því að loksins hafi hlutur rikisins í FBA veriö seldur. Þeir vilja þó ekki láta j þar við sitja og skora I á rikisstjóm Davíðs Oddssonar að hefja strax sölu á hlut rík- | isins í viðskiptabönkunum. Sögulegt hámark Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær Í námu alls 493 m.kr., mest með hluta- j bréf fyrir 313 m.kr. Með bréf einstakra j félaga vom mest viðskipti með bréf j Flugleiða fyrir 107 m.kr. og hækkaði j gengi þeirra um 4,5% dag. Úrvalsvísi- < talan hækkaði um 0,95% í dag og er 1.453 stig. Þetta er hæsta gildi vísitöl- unnar frá upphafi og hefur hún nú j hækkaö um rúm 32% frá áramótum. j Viðskiptablaðið greindi frá. Sæplast tll S-Ameríku Sæplast hf. hyggst halda áfram að hasla sér vöU í ijárfesting- | um erlendis. „Það er ? stefna félagsins að j vaxa á erlendri grundu. Viö erum ? gíraðir inn á það og ■ : höfúm margoft fariö yflr þá stefriu f: innan stjómar felagsins," sagði Stein- f; þór ólafsson framkvæmdasfióri í sam- tali við Viðskiptablaöið. Minna framboð dóps i Lögreglan í Reykjavík telur að fram- ; boö á flkniefhum hafi minnkað á mark- j aönum að undanfómu þótt árangur J hennar í stóm flkniefnmálunum hafi j ekki ráðið úrslitum. Mbl.is greindi frá. : Fjölgun öfrjósemisaögeröa j Tala karla sem fara í ófijósemisað- I gerðir hérlendis hefur riflega sexfald- | ast á seinustu saufián árum, eða frá j árinu 1981, en þá vom þeir 23 talsins. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hag- | stofu íslands fóm hins vegar 145 karl- j ar í ófrjósemisaðgerð í fyrra. Aukning- * in hefúr orðið langmest seinustu flmm I ár eða tæplega 20% fiölgun aðgerða að j meðaltali á ári frá 1993. Tæplega þús- I und karlar hafa gengist undir þessa í aðgerð á timabilinu. -ÞA ekkilist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.