Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 UV ftéttir Kannanir Félagsvísindastofnunar og Gallups um lestur dagblaðanna: DV í uppsveiflu Samkvæmt niöurstöðu dagbókar- könnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var vikuna 28. október til 3. nóvember síðastliðinn, hefur meðallestur DV aukist úr 42 pró- sentum í 45 prósent frá síðustu könnun stofnunarinnar frá sama tíma í fyrra. Aukingin mælist alla útgáfudaga blaðsins; mest á mánu- dögum, þriðjudögum og föstudög- um. 70 prósent svarenda sögðust hafa lesið DV eitthvað í vikunni en á sama tima í fyrra sögðust 67 pró- sent svarenda hafa lesið eitthvað í DV þá vikuna. Gallup gerði sambærilega könn- un viku fyrr en Félagsvísindastofn- un, dagana 21. til 27. október. Hún sýnir einnig uppsveiflu DV. Þar mælist meðallestur blaðsins 43 pró- sent á móti 40,2 prósentum í síðustu könnun Gallups frá síðasta vori. Samkvæmt Gallup lásu 70,3 prósent landsmanna eitthvað í DV í könn- unarvikunni en í vor sögðust 66 prósent þátttakenda hafa lesið blað- ið vikuna sem könnuna stóö yflr. Báðar þessar kannanir sýna því sambærilega sveiflu þótt tölurnar séu ekki þær sömu. Af báðum könn- unum má sjá að DV vinnur á og er í nokkurri sókn. Misvísandi upplýsingar um Morgunblaðið Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar mælist meðallestur Morgunblaðsins nú 68 prósent mið- að við 57 prósent á sama tíma í fyrra. Gallup mælir lestur Morgun- blaðsins hins vegar minni, eða 63,7 prósent miðað við 62,7 prósent í vor. í könnun Félagsvísindastofnunar segjast 83 prósent hafa lesið eitt- hvað i Morgunblaðinu í könnunar- vikunni en i fyrra var sama hlutfall 74 prósent. Hjá Gallup sögðust 81,8 prósent hafa lesið eitthvað í Morg- unblaðinu vikuna sem könnunin stóð yfir, sem er örlitið minna en í vor þegar 81,9 prósent sögðust hafa lesið eitthvað í Morgunblaðinu þá vikuna. Meðallestur dagblaða Heimild: FélagsVísindastofnun 70% DV; Morgunblabið Dagurff -------6S Samkvæmt Félagsvísindastofnun heldur Dagur óbreyttum meðallestri frá því í fyrra eða 13 prósentum. Gallup mæíir Dag hins vegar neðar eða með 9,1 prósents meðallestur á móti 11 prósentum í vor. Sérblöðin auka lestur Eins og fyrr segir sýnir könnun Félagsvísindastofnunar að lestur á DV eykst alla útgáfudagana. Á mánudögum fer lesturinn upp úr 43 prósentum í 47 prósent frá sama tíma í fyrra. Ástæðan fyrir þessari uppsveiflu á mánudögum er án efa tilkoma DV-Sport en blaðið hóf göngu sína síðastliðið vor. Lestur á þriðjudögum eykst úr 37 prósentum í 41 prósent eða um 4 prósentustig eins og á mánudögum. DV-Heimur hóf göngu sína síðastlið- ið vor og endurspeglar aukningin á þriðjudögum sjálfsagt viðtökur þess blaðs. Lestur á DV á fostudögum mælist nú 46 prósent miðað við 42 prósent á sama tíma í fyrra. Og ef miðað er við könnun sem gerð var um vorið 1998, stuttu áður en Fókus hóf göngu sína, þá hefur lestur á fostu- dagsblaðinu farið úr 38 prósentum í 46 prósent á einu og hálfu ári. Aukning alla daga Félagsvísindastofnun sýnir einnig aukna sölu á öðrum útgáfu- dögum. Helgarblaðið mælist nú með 50 prósenta lestur og hefur vaxið úr 48 prósentum í fyrra og 47 prósent- um frá könnuninni þar á undan. Lestur á miðvikudagsblaðinu eykst um 3 prósentustig og fimmtudags- blaðinu einnig. Könnun Gallups sýnir einnig aukningu á lestri DV á virkum dög- um frá síðustu könnun fyrirtækis- ins á liðnu vori. Meðallestur dagblaða Heimild: Gallup % DVj Morgunblaðiö Dagur Lestur dagblaða - eitthvað lesið í vikunni j JBoröunblnbií) 70 60 ! 50 I 40 30 20 10 Lestrartími á hverja síöu í dagblöðunum: Hver síða í DV fær mesta athygli Félagsvísindastofnun kannaði hversu lengi fólk var að lesa dag- blöðin. Niðurstaðan varð sú að les- endur Morgunblaðsins voru að með- altali 31 mínútu með sitt blað, les- endur DV 25 mínútur og lesendur Dags um 22 mínútur með sitt blað. Þrátt fyrir þykkt Morgunblaðsins virðist fólk ekki öllu lengur að renna yfir blaðið en hin dagblöðin. Þetta sést vel þegar þessi lestrar- tími er brotinn niður á síður en Morgunblaðið gaf út í könnunarvik- unni heilar 620 síður. Lesendur blaðsins voru því ekki nema 18 sek- úndur að afgreiða hverja síðu. DV var þessa viku 328 blaðsíður og því hafa lesendur þess staldrað við hverja síðu í 28 sekúndur. Með öðr- um orðum gáfu lesendur DV hverri Lestrartími dagblaða Heimlld: Gallup DVj Morgunblaöiö Dagur ♦100= meöallestrartími allra blaöa síðu 56 prósentum meiri athygli en lesendur Moggans. Dagur var þessa viku 180 blaðsíð- ur og vörðu lesendur hans 22 mín- útum að meðaltali á hvert blað. Það gerir um 36 sekúndur á hverja síðu. Ef tekið er tillit til meðaílesturs þessara þriggja dagblaða sam- kvæmt könnun Félagsvísindastofn- unar kemur í ljós að hver síða í DV nýtur meiri athygli en síður hinna blaðanna tveggja. Að meðaltali eyð- ir hver íslendingur á aldrinum 12 til 80 ára 25 sekúndum í að lesa hverja síðu DV á móti 24 sekúndum á hverja síðu Moggans og 9 sekúnd- um hjá Degi. Þótt útbreiðsla Morg- unblaðsins sé mest blaðanna þá nær efni þess ekki eins vel til les- enda og 'efni DV. Lesendur Mogg- ans eru það fljótir að fletta í gegn- um blaðið sitt. CHIROPRACTIC eru einu heiltudýnumar tem eru þróaðar og viðurfcenndar af amerftku og kartedítku kirópraktoratamtðkunum ' ' ' - ^AVÍk - Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.