Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 1 IV Djöfullinn var raunverulegur Sænska leikkonan Alexandra Rappaport í hlutverki Christinu, eipinkonu Magnúsar sýslumanns. Sviðsetning leikstjórans er sótt í málverkið Odalíska eftir Fancois Boucher. Páll eldri (Jón Sigurbjörnsson) og Páll yngri (Jón Tryggvason). Þórkatla, eiginkona síra Jóns (Guðrún Kristín Magnúsdóttir). Hilmir Snær Guðnason er í hlutverki síra Jóns og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd. Síra Jón Magnússon (Hilmir Snær) prédikar. Við hlið hans er Þórkatla, kona hans (Guðrún Kristín), Páll yngri (Jón Tryggvason) og Páll eldri (Jón Sigurbjörnsson). Síra Jón (Hilmir Snær) og Þuríður (Sara Dögg Asgeirsdóttir). Það eru alltaf tíðindi þegar von er á nýrri kvikmynd frá Hrafni Gunn- laugssyni. Hann er sá kvikmynda- leikstjóri islenskur sem er óhræddastur við að skoða hvatir mannsins og á hvern hátt þær stjóma orðum okkar og æði. Og þar sem mannskepnan er lítt hneigð til að horfast í augu slíkt, hafa verk Hrafns oftast valdið fjaörafoki hér á landi; um þau er aldrei þögn. Svo kann hann líka að segja sögur. Þótt verk Hrafns hafi mörg hver verið tímasett á fyrri öldum fjalla þau um mannlega þætti sem eru ei- lífir og óumbreytanlegir eins og ást, hatur, heiður, hefnd, hugsjónir, gimd og vald, svo eitthvað sé nefnt. í þeim er valdabaráttan ekki falinn eldur heldur sýnileg og hvorki valdeunenn né almúginn fær dulið þær hvatir og kenndir sem liggja að baki átökunum. Valdabaráttan getur verið hrepparigur, snúist um ættarstolt eða verið hápólitísk þvers og kruss yfír landamæri - aldrei sérlega geð- felld en alltaf sönn. í Myrkrahöföingjanum, sem frumsýndur verður i næstu viku, heldur Hrafn áfram að vinna með þema valdabaráttunnar en að þessu sinni snýst baráttan um andlega velferð hins volaða lýðs sem byggir ísland á 17. öldinni. Nornir beittu holdlegri airnd til að leiða menn í freistni Sagan í Myrkrahöfðingjanum segir frá síra Jóni Magnússyni, ungum hugsjónamanni, sem dúxaði árið 1643 frá Prestaskóla ís- lands. Vegna afburðanámsárang- urs var síra Jón vígður til prests án þess að þjóna reynslutíma. Hann gekk að eiga ekkju fyrir- rennara síns en sú kvöð fylgdi brauðinu. Ekkjan var þrjátíu árum eldri en síra Jón. Þau hjónin urðu fljótlega fyrir árásum galdra- manna Satans og máttu þola mikl- ar þjáningar. Þrátt fyrir galdraárásimar haggaðist ekki trú hugsjóna- mannsins á þær kenningar sem hann hafði numið í Prestaskólan- um um sigur hins góða og að hægt væri að bjarga sálum galdra- manna frá eilífri glötun með því að hreinsa þá í jarðneskum eldi - „eldi sem er sem kitlur einar hjá logum vítis sem brenna til eilífð- ar.“ í baráttunni við útsendara and- skotans fékk síra Jón að reyna hversu vanþakklátt og erfitt það er að vinna slík góðverk. Þótt síra Jón brenndi galdramennina á báli til að bjarga þeim var hann ekki óhultur fyrir árásum djöfulsins því þvert gegn vilja síra Jóns sóttu á hann viðurstyggilegar holdlegar hugsanir um aðra konu en þá sem Guð hafði valið honum; konu af fjölskyldu galdramannanna brenndu. En, samkvæmt þeim Myrkrahöfðinginn, nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, segir frá síra Jóni Magnússyni sem trúði á sigur hins góða yfir því illa og að hægt væri að bjarga sálum galdra- manna með því að brenna þá á báli. fræðum er síra Jón hafði numið beittu nornir einmitt holdlegri gimd til að leiða menn i freistni. Var sú kona er sótti á huga hans nom? Innblástur í söguna um Myrkra- höföingjann sótti Hrafn í Píslar- sögu síra Jóns Magnússonar sem er skrifuð á árunum 165&-59. Kvik- myndin er hins vegar hreinn skáldskapur og ekki tilraun til að búa til sagnfræðilega heimild. Sjálfur segir Hrafn að Píslarsag- an hafi sótt á sig um árabil, Myrkrahöfðinginn sé sú kvik- mynd sem hann hafi alltaf verið að stefha að og sjá megi upptakt- inn að henni í ýmsum verkum hans. En hver var þessi síra Jón Magnússon? Geðveikur eða óttasleginn? „Það er svo merkilegt að þegar Píslarsagan er skoðuð í nútímanum og menn horfa á hana út frá því gildismati sem við höfum í dag þá er því gjaman haldið fram að síra Jón hafi verið meir og minna geð- veikur. Ég les dálítið annað út úr texta síra Jóns,“ segir Hrafn. „Hann var fyrst og fremst hræddúr, eins og menn verða andspænis öflum sem þeir þekkja ekki og fá ekkert við ráðið. Á tímum Jóns er Djöfullinn raunverulegur, rétt eins og atóm- sprengjan hefur verið á seinni hluta þessarar aldar, að ekki sé talað um alls kyns pólitíska isma sem hafa blossað upp og verið barðir inn í fólk með ofbeldi.“ En er ekki búið að fjalla nóg um galdrabrennutímana í kvikmynd- um? „Þær kvikmyndir sem ég hef séð og látnar eru gerast á tímum galdra- brennanna fjalla nær undantekn- ingarlaust um þá sem em ákærðir fyrir að vera að galdra og vera í þjónustu djöfulsins. Oftast gera bíó- myndimar þetta fólk að fómarlömb- um vondra manna sem brenna það alsaklaust á báli. Þekktasta þemað er fallega unga, saklausa stúlkan sem er brennd af vondu körlunum. Ég sný hins vegar yrkisefninu við, fjalla um mann sem verður fyrir árás galdramanna og á líf sitt að veija. Síra Jón á í höggi við fólk sem er að galdra. Staðreyndin var sú að menn voru að galdra á þess- um tímum, rétt eins og að menn em að flkta við eiturlyf, dulspeki eða ganga í ofsatrúarsöfnuði í dag. Mað- urinn hefur á öllum tímum reynt að ná sambandi við eitthvað sem er handan við það sem er sýnilegt og áþreifanlegt og notað til þess alls konar kúnstir. Galdrakústimar voru hluti af þeim tilhneigingum. Tilfinningar undir Ijóskeri „í Píslarsögunni er greinilegt að síra Jón er sannfærður um aö þess- ir menn hafi sent á hann galdra - og þeir vora aö galdra. Hann er hrædd- ur, ofsahræddur. Þaö sem mér þótti áhugaverðast við Píslarsöguna er að í henni er að fmna sjálfsskoðun síra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.