Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 23 Jóns, játningu á eigin tiifmningum og lýsingu á hugarástandi, sem er einstæð. Það sem gerir sögu Jóns á vissan hátt nútímalegri en til dæm- is íslendingasögur er þessi lýsing á sálarástandi og innra lífi. íslend- ingasögur spegla innra líf i utan- áliggjandi atburðum, en þarna er verk sem er „introvert". Síra Jón er að skoða og fjalla um innri líðan. Hann setur allar tilfmningar sínar undir ljósker. Hann er meimtaður maður sem hefur verið trúað fyrir ijölda sóknarbama. Hann er á Guðs vegum og vill gera gott. Þrátt fyrir þennan ásetning brennir hann fólk á báli. Samkvæmt hans kenningum er það góðverk að eyða útsendurum Satans í eldi - til að bjarga þeim frá eldum helvítis. Mér frnnst stundum eins og í síra Jóni kristallist angar af öllum þeim mannkynsfrelsurum heimsins, þessum miklu hugsjóna- mönnum, pólitískum spámönnum og trúboðum sem eru alltaf að koma og reyna að frelsa okkur hin sem erum ekki nógu frelsuð.“ lk '★ * Það var þessi kosmíski heimur, innri heimur síra Jóns og þessi átök sem hann á í við sjálfan sig um réttlætingu gerða sinna, ástríður hans, girndin, angistin, óttinn við Djöfulinn og alsælan þegar hann finnur fyrir náð Guðs sem heillaði mig, segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmyndaumgjörð á Star Wars-tímum Myrkrahöfðinginn er hins vegar ekki unninn hrár upp úr Píslarsögu síra Jóns, heldur verður saga síra Jóns kveikjan að því að Hrafn skrif- ar kvikmyndahandritið. „Handrit Myrkrahöfðingjans er eins ólíkt Pislarsögunni og Hrafn- inn flýgur er ólíkur Njálu,“ segir Hrafn sem sótti sér innblástur i Njálu þegar hann skrifaði Hrafhinn. „Ég sæki ákveðinn heim og hug- myndir inn í þessar sögur og um- bylti þeim. Annars væri ég kominn út í heimildarmyndagerð. Drama lýtur öðrum lögmálum. Það var þessi kosmíski heimur, innri heim- ur sira Jóns og þessi átök sem hann á í við sjálfan sig um réttlætingu gerða sinna, ástriður hans, gimdin, angistin, óttinn við Djöfulinn og al- sælan þegar hann finnur fyrir náð Guðs sem heillaði mig.“ í þeim brotum úr Myrkrahöfð- ingjanum sem sýnd hafa verið í sjónvarpi virðist umgjörð kvik- myndarinnar, litaval, ljós og myrk- ur (eða öllu heldur skuggar) gefa myndinni mjög dramatíska áferð. Hugmyndina að áferö og útliti myndarinnar fékk Hrafn fyrir mörgum árum þegar Odd Nerdrum færði honum málverk að gjöf. Odd Nerdrum er einn frægasti málari Norðmanna. Odd heillast af Hrafn- inn flýgur og málverkið var áritað „með þökk fyrir innblásturinn". Þegar Hrafn er spurður hvað ráði vali á umgjörð, svarar hann: „Það sem oft er erfiðast við kvik- myndir er að flnna sögunni um- gjörð. Við getum til dæmis spurt okkur hvemig við myndum fara að því að kvikmynda Njálu á þessum miklu Star Wars-tímum þegar hetj- umar berjast með leysigeislum að sverðum. Sérðu fyrir þér atriðið þar sem öxin Rimmugýgur er tekin af veggnum og hún notuð til að kljúfa mann í herðar niður? Draumurinn um Rimmugýgi er runninn úr verk- menningu þess tíma þegar rafmagn var óþekkt. í dag yrði slíkt amboð trúlega lítið annað en óstjórnlega fyndið. Eða Fjalla-Eyvindur: Maður hleypur upp i fjall og stelur rollu. Sauðaþjófnaður var eitt sinn höfuð- glæpur. Eftir að kindakjötsfjöll hafa verið jörðuð með jarðýtum á ösku- haugunum og. eins og ástandið er eftir rollumar á hálendinu í dag yrðu allir þakklátir ef einhver hlypi upp í fjall og stæli rollu í kvikmynd. Gamall höfuðglæpur yrði eins og hvert annað grín. Það yrði flókið að búa til umgjörð um Fjalla-Eyvind sem unglingar í dag myndu ná að tengja sig við. Ég hugsa að okkur fyndist að fremur ætti að verðlauna Fjalla-Eyvindi fyrir sauðaþjónað en að refsa honum, hvað þá að senda hann í útlegð." Sama lykt af sögu og málverki „Umgjörðin að Myrkrahöfðingj- anum hefur verið lengi í vinnslu. Ég var búinn að kvikmynda hana í huganum frá upphafi til enda löngu áður en til hinnar raunverulegu upptöku kom. Fyrsta atrennan að skyldri umgjörð var i sjónvarps- mynd sem ég gerði fyrir Svía, Böðl- inum og skækjunni, sem gerist að vísu fimmtíu árum seinna, en á 17. öldinni urðu nú ekki svo miklar breytingar á samfélaginu að það sé um neinn reginmun að ræða. Hins vegar gerðist það fyrir nokkrum árum að Odd Nerdrum sendi mér málverk eftir sig og sagðist hafa gengið í smiðju í kvikmyndum mín- um i málverkum sínum. Sú smiðja var Hrafninn flýgur og síðar í í skugga hrafnsins, en sjálfur hafði ég gengið i smiðju höfunda Sturlungu og Njálssögu. Ég skoðaði málverkið og skildi ekki hvemig Odd gat hafa gengið í mína smiöju, enda slíkt ekki alltaf augljóst og hrein gesta- þraut að skilja. Löngu síðar bar Odd sig eftir að hafa samband við mig og sendi mér málverkabækur sem hann hafði gert. Þegar ég fór að skoða þessar bækur, fann ég enn síður nokkuð sem minnti mig á kvikmyndimar mínar, en ég fann hins vegar sömu lykt í vitum mínum og ég hafði fundið þegar ég las Píslarsögu síra Jóns. Ég fann að þarna var ég kom- inn með visi að umgjörö að Myrkra- höfðingjanum. Ég spurði Odd hvort hann vildi vera listrænn ráðgjafi í myndinni og hann sló til. Þannig að í raun höfum við gengið hvor í smiðju hjá öðrum. Það var síðan Ara Kristinssonar kvikmyndatöku- manns að leysa þessa gestaþraut i lýsingu og töku. Þar hefði ég ekki getað fengið betri mann. Ég held að Ari hafi aldrei verið betri, og hefur hann þó gert einstæða hluti með Friðriki Þór og öðrum áður. Án Ara hefði þessi útfærsla ekki gengið." Sús Sófar • stólar Svefnsófi Fedra 182.000,- kr. svefnsófar höföatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 ser hus Igögn 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu: Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. •t Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. ✓ Þú leggur inn skilaboð eftir hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu: Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara atvinnuauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Núfærð þú að heyra skilaboö auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. Þú leggur inn skilaboð eftir hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. 1 Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefið leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númerið hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. 1 Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valið 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans. Þú slærð inn leyninúmer þitt og færö þá svar ayglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.