Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DV ★ 24 ★ ★ tíierra ísland ------------- 1 Þórmundur Hallsson Þórmundur er nítján ára Keflvík- ingur, vinnur f hlaðdeild Flug- leiða og hefur verið uppi á Velli síðan hann hætti í skóla, í vinnu hjá Varnarliðinu. Það kemur því ekki á óvart að stefnan skuli sett á flugnám í nánustu framtíð. Ægir Örn Valgeirsson Ægir Örn er tuttugu og þriggja ára ísfirðingur, stundar sjóinn af kappi og starfar sem vélstjóri. Hann vill taka einn dag fyrir í einu, lifa heilsusamlega og hugsa vel um sjálfan sig og aðra og hafa jákvæðnina í fyrirrúmi. Unnar Jósefsson Unnar er tuttugu og þriggja ára Reykvfkingur og vinnur hjá Lyfjafyrirtækinu Delta. Hann bjó í sjö ár í Barcelona á Spáni og hefur alveg rosalega gaman af því að ferðast. í framtfðinni kem- ur margt til greina, meðal annars módelstörf. Bjartmar Guðmundsson Bjartmar er tuttugu og fjögurra ára Reykvfkingur. Hann er að læra kokkinn og náði sér í reynslu með þvf að fara sem kokkur á sjó og vann einnig um tíma í bakaríi. í framtíðinni er því stefnt hátt og þá dugar ekkert minna en að veröa besti matreiðslumeistari landsins. Andrés Þórarinn Eyjólfsson Andrés Þórarinn er tuttugu og nfu ára Keflvíkingur. í dag er það flugið sem á hug hans allan og er stefnt leynt og Ijóst á að gera það að framtíðarstarfi. Annað varðandi framtíðina mun síðan ráðast í fyllingu tímans. Herra íslanri valinn í fjórða sinn: Spegill, spegill herm þú mér... - sextan strakar keppa, en hver er fallegastur? Það eru sextán piltar sem leiða saman hesta sina á Broadway 25. nóvember nk. og keppa um titilinn Herra ísland 1999. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram og elsti keppandinn er 31 árs flugvirki frá Akranesi en sá yngsti er 19 ára hlaðmaður úr Keflavík. POtamir hafa undanfamar vikur búið sig af kostgæfni undir keppn- ina og stundað í því skyni líkams- rækt í World Class. Sviösetning og þjálfun í fram- komu er í öruggum höndum Yezmine Olson dansara en skipulag og annan undirbúning annast Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Feg- urðarsamkeppni íslands. Kynnir á keppninni verður Bjami Ólafur Guðmundsson, það er hárgreiðslu- stofan Carter sem sér um að greiða piltunum, Face sér um föröunina og til að fá ljósbrúnan blæ á kroppinn flatmöguðu strákamir í Sólbaðs- stofu Grafarvogs. Keppniskvöldið sjálft verður með miklum glæsibrag, þar sem karl- mennskan verður ekki látin sitja á hakanum heldur sett á oddinn. Strákamir í aðalhlutverki að sjálf- sögðu og munu koma fram í tísku- sýningu frá Hanz í Kringlunni í smóking og ekki má gleyma því að þeir munu spranga fáklæddir um sviðið á Punto Blanco boxer-naríum einum fata. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk en siðan setjast gestir að hiaðborði. Verðlaun eru rfkuleg og hlýtur sigurvegarinn Eurocard Atlas-gull- kort að launum með 50 þúsund króna inneign, fatnað, gullúr, sér- smíðaðan hring frá Jens, líkams- ræktarkort, ljósakort, hársnyrtivör- ur og að auki öðlast hann rétt til þátttöku í keppninni Male of the Year á næsta ári. Herra ísland 1998, Andrés Þór Bjömsson, mun afhenda arftaka sínum Herra ísland-sprotann, sem er tákn keppninnar, upp úr mið- nætti. Valið veröur í 5 sæti, ljós- myndamódel DV auk þess sem Herra Punto Blanco og FM-strákur- inn verða valdir. Keppnin verður send beint út á Skjá einum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Garðar Sigvaldason Garðar er tuttugu og fimm ára Akurnesingur. Hann er á sjónum sem stendur en hefur alltaf haft gaman af íþróttum og þar hafa líkamsræktin og skíðin heillað mest. Framtíðin er tiltölulega óráðin en þó er kokkurinn ofarlega á blaði. Djurii Djarnason Björn er þrjátíu og eins árs Akur nesingur. Hann er flugvirki og e því mikið á ferðinni. Síðasti við komustaður var Manchester o< sá næsti er Indland og framtíðii er alveg á hreinu, halda áfram a( ferðast um og hafa gaman a þessu. Gunnar Örn Pétursson Gunnar Örn er tuttugu og eins árs. Hann er einnig á sjónum og þegar í land er komið er það hvers konar útivist og síðan mótorsport sem mestur tími fer í, auk vina og vandamanna. Síðan er stefnt á að söðla aldeills um, því framtíðará- formin felast í hárgreiðslunámi. Skúli Þór Hilmarsson Skúli Þór er tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur. Hann vinnur hjá Samskipum en rak í fjögur ár bón- og þvottastöð og er búinn að ferðast mikið, en þó aldrei út fyrir Evrópu. Hvað framtíðará- form varðar er ekkert ákveðið annað en að skaffa vel. Jón Valgeir Williams Jón Valgeir er tuttugu og sex ára í dag, til hamingju með það! Hann er af Seltjarnarnesi og vinnur sem sölumaður. Körfu- bolti er númer eítt, heilsurækt númer tvö og sfðan á að halda áfram að ferðast vítt og breitt um helminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.