Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 30 m Flóttínn mikli - fjöldi blaða- og fréttamanna hverfur til starfa við almannatengsl og kynningarstörf If you can’t beat them, join them, segir þekkt amerískt máltæki. Það mætti þýða: fáir þú eigi gengið milli bols og höfuðs andstæðinga þinna, þá gakk til herbúða þeirra og bjóð þeim liðveislu þina, eða: sestu hjá þeim sem þú færð ekki sigrað. Þessari alþýðlegu speki amer- ískra mætti sem best snúa upp á það sem sýnist vera að gerast meðal íslenskra blaðamanna um þessar mundir þar sem þeir troðast hver um annan þveran til þess að komast í vinnu hjá stórfyrirtækjum sem blaðafulltrúar eða hjá auglýsinga- stofum og kynningarfyrirtækjum sem, „ráðgjafar á sviði almanna- tengsla". Á hvítum hesti í vitund blaðamanna og eflaust margra annarra hefur lengi verið litið á starf blaðamannsins sem „Leitina að sannleikanum". í þeirri heimsmynd situr blaðamaðurinn hvíta hestinn betur en aðrir og mundar penna, myndavél eða hljóð- nema af styrk og öryggi. Andspænis honum stendur óvígur her stjóm- málamanna, embættismanna, svik- ulla heimildarmanna, kynningar- fulltrúa og sölumanna sem em stað- ráðnir í því að vama honum að- gangs að sannleikanum eða að minnsta kosti sjá til þess að sú út- gáfa af sannleikanum sem hann fær- ir sigrihrósandi heim í herbúðir vamarlauss og auðtrúa almennings sé sú sem þeim er þóknanleg. Eins og gefur að skilja gengur orr- ustan fram með ólíkum hætti frá einum tíma til annars. Stundum höggva hetjur okkar stór skörð í víg- línumar svo skínandi hvítur sann- leikurinn blasir við svo menn fá of- birtu í augun. Stundum hafa farise- amir betur og almenningur kemst annaðhvort ekkert á snoðir um sannleikann eða honum bregður snöggt fyrir líkt því sem sjáist í toppinn á ísjaka, rétt í ljósaskiptun- um. Blaðamenn era misjafnlega víg- fimir og baráttuglaðir og fréttahauk- ar ekki allir jafnflugfimir. Sumir gefast fljótt upp á burtreiðunum við hin myrku öfl og leggja frá sér lensu og skjöld og finna sér annan starfa meðan aðrir berjast uns þeir falla. Sumir hætta að berjast snemma en halda sig þess í stað aftarlega í fylk- ingunni og tala fyrir því að baráttan sé vonlaus og sigur útilokaður. Svo eru þeir sem gefast upp á har- áttunni og flytja sig þótt lítt sárir séu yfir í herbúðir óvinanna og taka þar upp vopn og verjur. Þessir and- stæöingar eru okkar mönnum hvað skeinuhættastir því þeir þekkja hina snöggu bletti á herklæðum vorum og vita hvemig á villa oss sýn. Geta blaða- og frétta- menn verið boðberar sannleikans einn daginn og verðir hagsmuna- samtaka éða stórfyrir- tækja hinn daginn? Stórfelldur flótti úr stétt blaðamanna á vit slíkra starfa að undanförnu hefur vakið athygli Hallur Hallsson rekur sitt eigið kynningarfyrirtæki, Menn og mál- efni, sem hefur helst afrekað það að selja íslendingum Keikó. Atli Rúnar Halldórsson vinnur við kynningarfyrirtækið Athygli og er jafnframt hluthafi þar en vann áður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Einar Karl Haraldsson vinnur hjá GSP. Hann var síðast ritstjóri Nor- disk Kontakt og vann lengi á Þjóð- viljanum. Valþór Hlöðversson er starfsmaður og hluthafi Athygli. Hann var sein- ast ritstjórnarfulltrúi á Frjálsri versl- un en hætti þegar hann fékk ekki rit- stjórastólinn 1992. Ólafur Stephensen, fyrrverandi blaðamaður Mbl., er blaðafulltrúi Landssímans. Ari Sigvaldason starfaði lengi hjá Ríkisútvarpinu bæði innan lands og utan en hefur nú horfið til starfa hjá GSP-almannatengslum. Guðjón Arngrímsson er starfsmað- ur og hluthafi Athygli. Hann starfaði á Stöð 2 þangað til hann gekk til liðs við Athygli. Svanhildur Konráðsdóttir starfaöi lengi hjá Sjónvarpinu en vinnur nú við að kynna Reykjavík menningar- borg árið 2000. Bjarni Hafþór Helgason var starfs- maður Stöðvar 2 á Norðurlandi en starfar nú sem framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands. Helgi Már Arthursson starfar að upplýsingamálum í heilbrigðisráðu- neytinu. Hann starfaði lengi á frétta- stofum RÚV bæði í útvarpi og sjón- varpi, Þórir Guðmundsson starfaði árum saman á fréttastofu Stöðvar 2 en er nú starfsmaður Rauða krossins. Kristín Þorsteinsdóttir vann lengi bæði hjá DV og á fréttastofu Sjón- varpsins en er nú framkvæmda- stjóri SÍBS. Árni Þórður Jónsson hefur lengi unnið á fréttastofu Sjónvarpsins en er á leið þaðan út. Óstaðfestur orðrómur segir hann vera á leið til Athygli. Gunnar Steinn Pálsson, eigandi GSP, var einu sinni fréttamaður á Þjóðviljanum. Hans fyrirtæki stend- ur vörð um orðstír fyrirtækja eins og LÍÚ og íslenskrar erfðagreiningar. Pétur Pétursson vinnur hjá GSP-al- mannatengslum en hann starfaði áður bæði fyrir Stöð 2 og DV. Eva Magnúsdóttir starfaði lengi á DV en er nú starfsmaður KOM sem er skammstöfun fyrir Kynning og markaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.