Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 43
JDV LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 51 ■ Ásatrúarmenn allra landa sameinist Kynntust á Netinu - Jörmundur allsherjargoði sýnir trúbræðrum sín- um ísland. Von er á 2000 erlendum gestum á hátíð ásatrúarmanna á Þingvöllum að ári „Ásatrúarmenn munu halda miMa hátíö á Þingvöllum á sumri komanda. Hátiðin verður haldin þ. 22.-26. júní, það er þórsdag tU mánudags í tiundu viku sumars, en hið heiðna þing var aHtaf haldið á þessum tíma. Kristnihátíðin verður hins vegar viku seinna. Þegar kristni var lögtekin á alþingi 999 var þinghaldi frestaö í eina viku og síðan voru hin kristnu þing haldin í eUeftu viku sumars. Þarna verður alþjóðlegt þing heiðinna manna og þar verður einnig minnst ferða ís- lendinga tU Vínlands. Það eru þegar famar að streyma pantanir tU okk- ar gegnum Netið í hundraðavis. Við reiknum með að tU okkar komi um það bU 2000 gestir frá ýmsum heimshomum sem eiga það sameig- inlegt að hafa áhuga á eða aðhyUast fom trúarbrögð," sagði Jörmundur Ingi Hansen aUsherjargoði í samtali við DV. Kynntust á Netinu Jömumdur var að kynna land og þjóð fyrir tveimur bandarískum há- skólaprófessorum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fomum, heiönum trúarbrögðum og vom báðir að koma hingað tU lands í fyrsta sinn. Þeir þekktust ekki áður en áttu það sameiginlegt að hafa kynnst ásatrúarsöfnuðinum á íslandi gegnum Netið. „Mér flrnist það mikU upplifun að koma tU íslands og það er reynsla sem hefur haft djúpstæð áhrif á mig,“ sagði Carlos F.W.B. Hagen Lautrup, fyrrum prófessor við Kali- forníuháskóla. Carlos hefur hætt kennslu en einbeitir sér að rekstri hrossabúgarðs sem hann á i Kali- fomíu. „Það var einkum áhugi minn á sálfræði, mannfræði og fomum trú- arbrögðum sem leiddi mig á vit ása- trúarinnar. Einnig finnst mér ákaf- lega áhugavert að rannsaka hvemig forfeður okkar komust í snertingu við hin heiðnu öfl og mér finnst ég hafa fundið návist goðanna hér á ís- landi.“ Róttækur einstaklings- hyggjumaður Félagi hans, Lawrence A. Starr, segist fyrst og fremst laðast að ása- trú vegna þess að það sé trú fyrir sjálfstæða einstaklinga og hug- myndafræðin leggi mikla áherslu á val einstaklingsins og ábyrgð hans á sjáifúm sér og sínu lífí. „Ég er róttækur einstaklings- hyggjumaður og þess vegna heiUast ég af þessari frumstæðu trú. Mér finnst fjölþjóðamenningin í Amer- íku hafa tUhneigingu tU að fletja út einkenni þjóða og menningarhópa. Þeir sem aðhyUast eða hafa áhuga á sérstæðum trúarbrögðum verða fljótt fyrir barðinu á „pólitískri rétt- hugsun“ sem gerir aUt grunsam- legt.“ Lawrence segist líta á ísland sem þann stað í heiminum þar sem hin fomu heiðnu trúarbrögð séu varð- veitt fyrir komandi kynslóðir. Þess vegna hafi heimsóknin tU íslands verið einkar fróöleg en ekki hafi honum líkað aUt sem hann hefur séð. Eyrnalokkar og veggjakrot „Ég varð fyrir svolitlum von- brigðum með það hvemig erlend menningaráhrif hafa haft áhrif á þjóðina. Stundum eru það verstu fyrirbærin sem hafa náð fótfestu. Stúlkan sem þrífur herbergið mitt á Hótel Borg er öU í hringjum og lokk- um á ótrúlegustu stöðum líkamans. Ég gekk upp að styttu Leifs Eiríks- sonar og hvað blasti við mér annað en veggjakrot. Þetta em aðeins tvö lltil dæmi sem ég tel að vitni um að íslendingar verða sjálfir að standa vörð um sína menningu." Lawrence segir að þetta snúist að verulegu leyti um leitina að upp- runa sínum í menningarlegum og trúarlegum skilningi orðsins. Al- þjóðleg fjölmiðlun og sambland ólíkra menningarþjóða hafl gert mjög marga nútímamenn að menn- ingarlegum munaðarleysingjum sem viti ekkert hvaðan þeir komi eða hvert þeir séu að fara. Undir þetta tekur Carlos af heUum hug. Fjölmiðlar eru menning- ararfur nútímans „Það eina sem tengir nútíma- menn saman er ef þeir lesa sama blaðið eða horfa á sama sjónvarps- þáttinn. Þannig eru fjölmiðlar í rauninni menningararfur nútím- ans. En aUir hafa djúpstæða þörf fyrir að vita meira. Ég fmn í hjarta mínu að ég á dýpri rætur á norðlægum slóðum en uppeldi mitt í ChUe og Ameríku gefur tU kynna. Eins og nafn mitt gefur tU kynna eru danskir forfeður einhvers staðar í fortíðinni. Þetta gerir að verkum að mér flnnst ég vera kominn heim þegar ég kem tU íslands." Hinir erlendu ásatrúarmenn segj- ast hvor um sig vita af ýmsum hóp- um í Ameríku sem hafi mikinn áhuga á hinum heiðnu trúarbrögð- um en hópamir séu ekki tengdir saman og eigi oft enga samleið vegna þess að hver beitir sinni eig- staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur a\\t mil/f hlmj og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar OV 550 5000 %satrú Ásatrúin tengir þá saman. Frá vinstri: Lawrence A. Starr, prófessor frá Ohio, Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoði Ása- trúarsafnaðarins á íslandi, og Carlos F.W.B. Hagen Lautrup, fyrrum prófessor við Kaliforníuháskóla DV-mynd E.ÓI. in túlkun á trúarbrögðum. Jörm- undur bendir á að í flestum löndum Evrópu og Skandinavíu starfi hópar líkir hinum íslenska ásatrúarsöfn- uði og þessir hópar séu, með tU- komu Netsins, famir að hafa mun meiri samskipti en áður og þau fari vaxandi. Kann vel við kuldann Eins og við má búast ferðuðust hinir erlendu ásatrúarmenn tU ým- issa staða á íslandi sem tengjast hinum fomu trúarbrögðum. Há- punkturinn var þó heimsókn á ÞingveUi við Öxará og ÞingveUi á Þórsnesi við rætur HelgafeUs á Snæfellsnesi. „Ég sat og hlustaði á þögnina á ÞingvöUum og það var ógleymanleg stund,“ sagði Lawrence og Carlos sagði að þetta yrði áreiðanlega ekki sín síöasta heimsókn tU íslands. „Ég hef mikinn áhuga á því sem ég er aö fást við á búgarðinum en ég vUdi gjaman hafa færi á að dvelja lengur á íslandi. Himinninn, birtan og kuldinn - þetta á afskaplega vel við mig.“ Carlos og Lawrence hafa báðir boðað komu sína á ÞingvöU tU að taka þátt íhátíðarhöldunum í ti- undu viku sumars næsta ár. -PÁÁ laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. nóv. 1999 Opið frá kl. 10 > 18 laugardag 12 >18 sunnudag. VELSLEÐA OC ÚTILfFSSÝMIIUG Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðinum ásamt ýmsum aukabúnaði. AÐGANGUR ÓKEYPIS! Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. Ingvar Helgason hf Sœvarhöfóa 2 132 Reykjavik pósth. 12260 simi 525 8000 myndsendir 587 9577 ÚTILÍF Glæsibæ - Sími 581 2922 ÁRSHÁTÍÐ Arshátið aldarinnar verður haldin í veislusalnum Versölum, Hallveigarstig 1, 20. nóv. 1999 Húsið opnar með fordrykk kl. 19.00 Borðhald hefst kl. 20:30 Dægurlagapönkhljómsveitin Húfan skemmtir. Stuðhljómsveitin Snillingarnir leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 3.900,- Miðapantanir íslmum 893 9172 - 894 1433 r POLRRE skf-úoo. DMX& YAMAHA ARCTIC CAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.