Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 53 iðsljós Travolta treður í sig Kvikmyndastjörnur hafa það fram yfir venjulegt fólk að geta fágað sérvisku sína þar til hún skín. John Travolta, leikari og stórstjama, er þar engin undan- tekning. Hvert sem hann fer fylgir honum 12 manna fylgdarlið og vakir yflr hverri hreyfingu hans á tökustað. Mikilvægasti maðurinn í liðinu er einkamatsveinn Travolta, sem þekkir allar kenjar hans og matar- venjur og veit hvemig á að elda ofan í kappann svo hann missi ekki lystina. Travolta er frægur fyrir áhuga sinn á mat og eyðir hann miklum tíma í að fræðast um mat, elda sjálfur og síðast en ekki síst að borða góðan mat. Að sögn kunnugra er ekki hægt að setja vélamar í gang á tökustað fyrr en Travolta hefur gætt sér á risavöxnum morgunverði sem meðal annars inniheldur egg og kavíar. í hádeginu viil kappinn láta taka dýrindis nautasteik og hakka hana niður og steikja ham- borgara handa sér. Ekkert kýr- hakk fyrir Travolta, takk. Síðan verður kokkurinn að steikja ham- borgarana nákvæmlega eins og Travolta vill því þeir þurfa að vera hæfilega blóðugir. Stundum tekst það ekki fyrr en í þriðju eða fjórðu tilraun. Næsta mynd Travolta mun heita Battlefield Earth og þar leikur hann risavaxna geimvera. Ef hann heldur áfram að borða eins og hann hefur gert mun hann að minnsta kosti fylla vel út í búning- inn. Travolta er frægt átvagl og sælkeri. David-Hyde Pierce leikur Niles Crane, yngri bróður Frasiers Crane, í vinsælum sjónvarps- þáttum. Niles tekur sig á: Þreyttur á að vera væskill Sjónvarpsþáttaröðin um geð- lækninn og útvarpsstjömuna Frasier er meðal vinsælasta efnis sem sést á skjánum. Þó Frasier sjálfur sé jafnan í aðal- hlutverki þekkja flestir aödá- endur Niles litla bróður hans, pabba gamla, Daphne sjúkra- þjáifara, Roz, samstarfskonu Frasiers og síöast en ekki síst hundinn Eddie. Niles er ekki síður skemmti- legur karakter og þegar honum er gefíð rými í þáttunum gefur hann aðalstjömunni ekkert eft- ir. Hinn taugaveiklaði Niles er leikinn af David Hyde-Pierce sem hentar vel í hlutverk væskilsins. Nýjustu fréttir af Hyde-Pierce eru þær að hann sé orðinn steinþreyttur á því að vera eins mikill væskill og hann í raun er og lyfti lóðum af kappi um þessar mundir. Sennilega verður hann seint harðhaus og vöðvakneppi á borð við Stallone, Willis eða Schwarzenegger en það munar um hvert gramm í hans tilfelli. Samkvæmt heimildum hefur Hyde-Pierce orðið talsvert ágengt og lumar hann nú á vöðvum þar sem áður voru að- eins bein og skinn. Hann er sagður afar stoltur af árangrin- um og á til að sýna samstarfs- fólk'i sínu árangurinn með því að henda sér niður þegar sist skyldi og gera nokkrar arm- beygjur eða lyfta þungum hlut- um og henda þeim til. Þetta vekur jafnan aðdáun og hvatn- ingu frá félögum Pierce en hann nýtur mikilla vinsælda í hópi samstarfsmanna sinna. Slysin gera aldrei boð á und- an sér og það fékk Pierce að reyna á dögunum þegar hann var einu sinni sem oftar við lik- amsrækt og stundaði nú svo- kallað sparkbox af miklu kappi og innlifún. Svo mikil varð ein- beiting hans og ákefð að í einni bardagahrinunni barði hann sjálfan sig illa í andlitið og varö að hætta æfingum að minnsta kosti þann daginn. Sennilega er kapp best með forsjá. Eðaljeppinn Grand Cherokee Laredo er einnig byggður á þessum trausta grunni en markar tímamót vegna margra nýjunga. Nægirað nefna Qudra Track II millikassann sem er einstakur í sinni röð. Grand Cherokee Laredo er settur saman í Evrópu og stenst alla evrópska gæðastaðla. Það er óumdeilt að Chrysler Stratus LE og Grand Cherokee eru. hvor í sínum flokki. meðal bestu bíla sem Bandarfkjamenn hafa framleitt. Chrysler Stratus LE nýtur þess besta úr bandarískri bílasmíði en er jafnframt lagaður að ítrustu kröfum Evrópubúa um aksturseiginleika og búnað. 3 ára/60.000 km verksmiðjuábyrgð Skoðun eftir 1000 km innifalin. Chrysler Stratus LE. Grand Cherokee Laredo, Innflutningun Bílastúdíó Sala: Bílasala Reykjavíkur Varahluta- og viðgerðaþjónusta.- Bíljöfur Aukahlutir á mynd Grand Cherokee.- Samlitt grill. stuðarar og hliðar. Bíldshöfða 10 • Sími: 587 8888 • Fax: 587 8891* Netfang: bilasalarvk@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.