Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 62
70 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Hreiðar Arsælsson Hreiðar Ársælsson, fyrrv. starfs- maður íþróttamiðstöðvar Garðabæj- ar, Haukanesi 19, Garðabæ, er sjötugur í dag. Starfsferill Hreiðar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann hóf nám í Alþýðuprentsmiðjunni 1948, tók sveinspróf í setningu 1953 og var við knattspymuþjálfaranám í London og hjá Christal Palace. Síð- ar sótti hann aftur þjálfaranám- skeið í London. Hreiðar vann í Víkingsprenti, Gutenberg og ísafoldarprentsmiðju. Hann var síðan knattspymuþjálfari hjá ÍBV í Vestmannaeyjum 1968-69 og jafnframt því hafnargjaldkeri í Vestmannaeyjum. Eftir að Hreiðar kom frá Vest- mannaeyjum starfaði hann aftur hjá ísafoldarprentsmiðju. Þá starf- aði hann hjá íþróttavöllum Reykja- víkur í sjö ár, við Landsbanka ís- lands í sjö ár, var fararstjóri í Búlgaríu í sjö sumur og síðan starfs- maður íþróttamiðstöðvar Garðabæj- ar í átta ár, lengst af vaktstjóri. Hreiðar hefur starfað mikiö að knattspymumálum. Hann gerði ÍBV að bikarmeisturum, þjálfaði 1. deildar lið og unglingalandsliðið um skeið og Faxaflóaúrval- ið. Þá var hann lands- dómari í knattspymu. Hreiðar lék með gull- aldarliði KR og varð ís- landsmeistari með lið- inu 1952, 1955, 1959, 1961, 1963 og 1965 og bikarmeistari með KR 1960, 1961, 1962, 1963 og 1964. Hann var lands- liðsmaður í knatt- spymu frá 1955 og um árabii. Fjölskylda Hreiðar kvæntist 6.6. 1960 Guð- björgu Jóhannsdóttur, f. 26.3. 1935, húsmóður. Hún er dóttir Jóhanns Jónssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og k.h„ Ástu Ásmundsdóttur hús- móður. Börn Hreiðars og Guðbjargar eru Ásta Sólveig Hreiðarsdóttir, f. 15.9. 1959, rafvirki hjá Jóhanni Rönning hf„ búsett í Reykjavík; Ársæll, f. 19.7.1961, tölvufræðingur, búsettur í Reykjavík; Jóhann Öm, f. 12.4.1964, lærður matsveinn, starfsmaður hjá Flugfé- lagi íslands, búsettur í Reykjavík; Hafsteinn Haukur, f. 3.9. 1968, raf- virki hjá Vara, búsettur í Reykjavík; Amdís, f. 9.7. 1976, nemi við KHÍ. Barnabörn Hreiðars eru nú fimm talsins. Systkini Hreiðars: Anna, nú látin, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Ellert Á. Magnússyni prentara sem einnig er látinn; Helgi, nú látinn, skipstjóri og hafhsögu- maður í Reykjavík, var kvæntur Hjörnýju Tómasdóttur; Svava, verslunarmaður í Reykjavík; Brynjólfur, nú látinn, skipstjóri og síðar húsvörður Landsbankans; Haraldur, sjómaður og síðar starfs- maður Reykjavíkurhafnar; Sigrún, húsmóðir í Bandaríkjunum; Ásdís, húsmóðir í Reykjavík; Baldvin, prentari í Reykjavík, kvæntur Þor- björgu Guðmundsdóttur auglýsinga- stjóra. Foreldrar Hreiðars voru ÁrsæU Brynjólfsson, f. 11.3. 1888, d. 1960, sjómaður í Reykjavík, og k.h„ Am- dís Helgadóttir, f. 7.1. 1893, d. 1986, húsmóðir. Ætt ÁrsæU var sonur BrynjóUs, b. í Lindarbæ í Holtum, bróður Guðrún- ar, móður Baldvins HaUdórssonar, skipstjóra i Hafnarfirði. Brynjólfur var sonur Baldvins, b. í Bjáimholti, Jónssonar, og Guðrúnar Bjamadótt- m:, b. á Syðri-Rauðalæk, Ingimund- arsonar, á Syðri-Rauðalæk, Bjama- sonar, lrm. í Litlu-Tungu, Magnús- sonar. Móðir Ársæls var Anna Jóns- dóttir, b. á Norður-Nýjabæ og á Tóftum í Þykkvabæ, Einarssonar. Amdís var dóttir Helga, b. í Vestra-Koti á Skeiðum, Helgasonar. Móðir Amdísar var Sólveig Magn- úsdóttir, b. á Votamýri á Skeiðum, Sigurðssonar. Móðir Sólveigar var Guðrún Eiríksdóttir, hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum, Eiríkssonar, hreppstjóra á Skeiðum og ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Hreiðar Ársælsson. Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir Sigríður Narfheiður Jóhannes- dóttir húsmóðir, Tjamargötu 22, Keflavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg 1931. Eftir að Sigríður gifti sig bjuggu þau hjónin fyrstu fjögur árin í Reykjavík en fluttu til Keflavíkur 1947, þar sem þau hafa átt heima síðan. Þar stundaði Sigríður al- menn verkamannastörf þegar tóm gafst frá bamauppeldi og heimil- isstörfum. Sigríður gekk í Alþýðuflokkinn og hefur gegnt þar ýmsum trúnað- arstörfum. Hún var varamaður i bæjarstjóm Keflavíkur um skeið, sat i Bamaverndamefnd Keflavíkur og í stjóm Slysavarnafélagsins í Keflavík. Fjölskylda Sigríður giftist í nóvember 1943 Inga Þór Jóhannssyni, f. 4.1. 1916, sjómanni. Hann er sonur Jóhanns Ingvasonar, oddvita í Keflavík, og Kristínar Guðmundsdóttur, kaup- konu þar. Böm Sigríðar og Inga eru Ásrún Ingiþórs Ingadóttir, f. 28.10. 1940, röngentæknir, ekkja eftir Hörð Tryggvason, og eignuðust þau þrjú böm; Ingvi Ingiþórs Ingason, f. 29.1. 1944, tæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri, kvæntur Sigríði Egilsdóttur, og eiga þau þrjú böm; Ágúst Ingiþórs Ingason, f. 29.1. 1944, tæknifræð- ingur, kvæntur Borgny Seland, og eiga þau þrjú börn; Jóhann Ingiþór Ingason, f. 8.3. 1945, blikksmiður, kvæntur Sigríði T. Óskarsdóttur, og eiga þau þrjú börn, auk þess sem hann á eitt bam frá fyrra hjónabandi; Þórir Gunnar Ingiþórs Inga- son, f. 16.10. 1946, verk- stjóri, kvæntur Jónínu Sigríði Jó- hannsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Systkini Sigríðar eru Friðþjófur Ingimar, f. 21.5. 1913, nú látinn, loftskeytamaður; Hin- rik Valdimar Fischer, f. 11.2. 1919, d. 28.9. 1956; Kristján Magnús Þór, f. 1923; Alda Bergljót, f. 1926. Foreldrar Sigríðar voru Jóhannes Narfa- son, f. 9.10. 1889, d. 21.5. 1950, sjómaður í Hafn- arfirði, og k.h„ Guðrún Kristjánsdóttir, f. 17.12. 1889, d. 3.9. 1963, hús- móðir. Sigríður verður að heiman. Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir Olafsdóttir 711 hamingju með afmælið 20. nóvember 85 ára Jón D Jónsson, Miðtúni 7, Höfn. 80 ára ________________ Ólafur H Baldvinsson, Ránargötu 12, Akureyri. Trausti Guðmundsson, Austurbergi 18, Reykjavík. 70 ára Elsa Jóna Theódórsdóttir, Stóragerði 29, Reykjavík. Finnbogi Stefánsson, Skarðshlíð 16b, Akureyri. Hólmfríður Jakobsdóttir, Fannafold 133, Reykjavík. 60 ára Holti Lindal, Holtastöðum, A-Hún. Jón Hlíðberg Ingólfsson, Vestursíðu 26, Akureyri. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir, Hringbraut 25, Hafnarfirði. 50 ára____________________ Ámi Viðar Friðriksson, Tungusíðu 27, Akureyri. María Aðalsteinsdóttir, Skriðuseli 9, Reykjavík. Ólafur G Sæmundsson, Staðarhrauni 18, Grindavik. Sigfús Öm Árnason, Markarvegi 16, Reykjavík. 40 ára Aðalsteinn Sigurður Ásgrímsson, Veghúsum 11, Reykjavík. Björk Helgadóttir, Hraimargötu 9, ísafirði. Dagný S Sigurmundsdóttir, Engihjalla 17, Kópavogi. Elín Guðmimdsdóttir, Furulundi lle, Akureyri. Fjóla Pétursdóttir, Heiðarholti 14g, Keflavík. Haraldur Sigurmimdsson, Spóarima 15, Selfossi. Kristinn Sigurmundsson, Engjavegi 24, Selfossi. Lilja Björk Jónsdóttir, Spítalastíg 5, Hvammstanga. Pálmi Þór Stefánsson, Sæbakka 7, Neskaupsstað. Snorri Þorsteinn Pálsson, Norðurgötu 33, Akureyri. Guðrún Ó.G. Ólafs- dóttir húsmóðir, Fífu- móa 59, Njarðvík, er sjötug i dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún var í Barna- skóla Keflavíkur. Guðrún hóf ung störf í fiski og vann við fisk- vinnslu á unglingsárun- um. Hún hóf störf við mötuneyti á Keflavíkur- flugvefli, vann síðan við ræstingar hjá varnarliðinu um skeið og síðan við ræstingar hjá ís- lenskum aðalverktökum með nokkrum hléum vegna bamaupp- eldis. Guðrún hóf búskap með manni sínum við Hafnargötu í Keflavík. Þau fluttu í SP-hús á Keflavíkurflug- velli 1953 og fluttu svo þaðan í Grænás II. Þau byggðu svo við Hóla- götu í Njarðvík og voru þar búsett til 1992 er þau fluttu í Fífumóann. Fjölskylda Eiginmaður Guðrún- ar er Ingi F. Gunnars- son, f. 2.5. 1931, fyrrv. starfsmaður Loftleiða og síðan Flugleiða, og loks Amarflugs. Þau hófu búskap 23.12. 1951 en giftu sig 4.7. 1953. Ingi er sonur Gunn- ars Bjamasonar og Mar- grétar Á. Magnúsdóttur. Synir Guðrúnar og Inga era Ólafur Gunn- ar, f. 25.4.1955, flugvirki hjá Flugleiðum, búsettur í Njarðvík, í sambúð með Huldu Þórisdóttur, var áður kvæntur Ásdísi Adolfsdótt- ur, vaktstjóra hjá Flugleiðum, og eiga þau tvo syni, Inga Gunnar, f. 27.5. 1975, og Atla Má, f. 3.9. 1981; Ástþór, f. 10.6. 1964, stöðvarstjóri Flugleiða í Danmörku, búsettur í Dragor i Danmörku, kvæntur Helgu K. Friðriksdóttur hárgreiðslumeist- ara og eru börn þeirra Sandra, f. 5.11. 1990, og Andri, f. 7.8. 1993. Systkini Guðrúnar: Bergþóra, f. 9.7. 1932, d. 22.8. 1939; Jóna Þuríður, f. 8.3. 1937, búsett að Vatnsleysu í Biskupstungum, gift Sigurði Er- lendssyni; Lúlla María, f. 22.6. 1934, húsmóðir á Selfossi, gift Ingólfi Bárðarsyni kjötvinnslumeistara; Ólafur Bergsteinn, f. 21.9. 1940, bú- settur í Keflavík, en kona hans er Elín Júliusdóttir; Bergþóra Hulda, f. 13.11. 1942, gift Halldóri Þórðarsyni, skipstjóra og útgerðarmanni. Hálfsystir Guðrúnar, sammæðra, er Sólveig Einarsdóttir, f. 20.1. 1926, húsmóðir í Kópavogi, gift Hilmari S. Ásmundssyni pípulagningameist- ara. Foreldrar Guðrúnar voru Ólafur Bergsteinn Ólafsson, f. 30.11.1911, d. 14.3. 1976, skipstjóri í Keflavík, og Guðlaug Einarsdóttir, f. 20.4.1905, d. 2.5. 1965, húsmóðir. Ætt Ólafur Bergsteinn var sonur Ólafs Bergsteins sjómanns Ólafsson- ar. Móðir Ólafs Bergsteins útgerðar- manns var Guðrún Einarsdóttir, sjómanns í Keflavík, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Guðný Ólafs- dóttir, b. í Götu á Landi, Ólafssonar, b. í Húsagarði á Landi, Sæmunds- sonar. Móðir Guðnýjar var Guðrún Snorradóttir, b. á Ketilsstöðum í Holtmn, Ámasonar. Guðlaug var dóttir Einars, sjó- manns á Eyrarbakka og á Sléttu í Mjóafirði, síðar verkamanns í Reykjavík, Þorsteinssonar, smiðs á Bakka og á Hraunhóli í Ölfusi og á Sæbóli á Stokkseyri, Teitssonar, hafnsögumanns á Eyrarbakka, Helgasonar, b. í Oddagörðum í Flóa, Ólafssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Rana- koti, Bergssonar, ættfóður Bergsætt- ar, Sturlaugssonar. Móðir Einars sjómanns var Guðlaug Hannesdótt- ir, b. á Hjafla, Guðmundssonar. Móðir Guðlaugar var Sólveig Ingimundardóttir, b. í Norðurkoti í Vogum, Ingumundarsonar. Guðrún verður að heiman. Guðrún Ó.G. Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.