Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 BÍIAR OILHII 37 Yaris valinn bíll ársins í Evrópu Bls. 43 WV"*- •£& Lipur og sprettharður Það var ekki von- um fyrr að fyrsti bfllinn af gerðinni Suzuki Grand Vit- ara var tekinn og hækkaður upp á 33" hjól með til- heyrandi bretta- köntum, stigbrett- um og driflækkun. - DV-bflar höfðu þennan bfl til með- ferðar á dögunum og ekki bar á öðru en Grand Vitaran bæri breytinguna með sóma. En við segjum nánar frá því inni í blaðinu. Bls. 38 Fyrsti Dennis:stræt- isvagninn á ísland. B&L hafa tekið að sér umboð fyr- ir breska bllaframleiðandann Denn- is og í gær var formleg afhending á fyrsta léttvagninum af Dennis-gerð á íslandi. Það voru Hagvagnar hf., sem sjá um almarmasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sunnan Reykjavíkur, sem fengu þennan fyrsta vagn og fá annan til'á næstu vikum. Dennis sérhæfir sig í gerð fólks- flutningavagna, slökkvibíla og ruslabíla og er í ár stærstur á Bret- landi í þeim vögnum. Bíll eins og sá sem nú verður tekinn í notkun hér, Dennis Dart SLF (Super Low Floor), tekur 67 manns í sæti og er full- fermdur álíka þungur og venjulegur stór strætisvagn vegur tómur. Bls.44 Dennis Dart SLF - Hagvagnar taka fyrsta létt-strætisvagninn í notkun, eink- um til aksturs í íbúðahverfum. Mynd DV-bflar E.ÓI. GM með 9 hugmyndabíla General Motors munu kynna níu hugmyndabíla á bílasýning- um fyrri hluta næsta árs. í Los Angeles verður sýnd hugmynd að Saturn CVl Friendly Product. Þessi bíll á að vera mjög sveigjan- legur eftir þvi hvort fiytja þarf fólk eða farangur hve'rju sinni - með sjö sæti sem hægt er að fella ofan í gólfið að fyrirmynd Opel Zafira, en þar að auki verða ný- stárlegar hurðir sem hægt verður að opna með ýmsum hætti. Þar verður líka sýndur Oldsmobile Profile Archetectonic aldrifsbíll með mótordrifnar rennihurðir á hliðum, fellisæti, knúinn V6 álvél með tvo kambása. í Detroit má sjá Buick LaCrosse Graceful, frumlega og fjölhæfa drossíu sem með lítilli fyrirhöfn er hægt að breyta í eins konar skúffubíl og aftur til baka. GMC Terradyne Industrial Precision verður sýndur á sama stað, full- vaxinn hálfkassa-skúffubíll fyrir vandláta. Einnig verður sýndur Opel CVC Dynamic Versatility, eins konar amerísk útgáfa af Opel Zafira, nema með drif á öllum hjólum. Loks verður í Detroit boð- ið upp á Chevrolet SSR Spirited Function, afar óvenjulegan vega- sportbíl (roadster) sem að sögn felur i sér 88 ára arfleifð Chevy í líki skúffubíls. I Chicago verður sýndur Chevr- olet Traverse Spirited Function sem hvorki má flokka sem fólks- bíl né skúffubíl og þó hvort tveggja að vissu marki. Þar verð- ur líka Pontiac Piranha Athletic, fjögurra sæta fjölskyldusportbíll með viss einkenni fjölnotabíls. Og loks í Evrópu: I Genf verður sýndur Cadillac 2000 Concept Art and Science súperluxusbíll að hætti Cadillac, með 450 ha. Northstar V8 með forþjöppu (túrbó) og hlaðinn búnaði. -SHH Hvar er best aö gera bílakaupin? BC :Y iss VW Golf Basicl.4, f. skrd. 26.06. 1998, ek. 16 km, 5 d. grænn, álfelgur, spoiler, bsk., bensín, Verð 1.380 þ. MMC Pajero 2,8, f. skrd 26.03.1999, ek. 10 km, 5 d., d.blár, 33" breytíngar, varahjólshlíf, litaðar rúður, sóllúga, spoiler, cd, ssk., diesil. Verð 3.750 þ. MMC Carisma 1,8, f. skrd. 25.06. 1999, ek. 6 þ. km, 5 d, grár, álfelgur, spöiler, ssk., bensín. Verð 1.765 þ. Honda CR-V 2,0,4x4, f. skrd. 02.04.1998, ek. 40 þ. km, 5 d., rauður, álfelgur, spoiler, topplúga, ssk., bensín. Verð 2.160 þ. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 VW Passat 1,8, f. skrd. 03.07.1998, ek. 20 þ. km, 4 d, silfurl, álfelgur, spoiler, topplúga, cd, comfort, bsk., behsín. Verð 1.990 þ. Nissart double cab 2,4, f.skrd. 25.02.1997, ek. 25 þ. km, grænn, bsk., dísil. Verð 1.950 þ. BÍLAÞINGÍEKLU Nvffl&r e-iH' f no'fo^vm Wvmí Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.