Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1999, Blaðsíða 2
38 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 ($lar Vinur minn einn sem iðkar rjúpna- skyttirí sér til fæðuöflunar og hefur til þess trölijeppa, vel á þriðja tonninu að eigin þyngd, upphækkaðan á 33 eða 35 tomma dekk sem hann hefur á felgum til skiptanna, sagði mér að eitt sinn hefðu hann og sonur hans farið saman langt inn í óbyggðir, einbíla, og að mestu rakið nýlega slóð í djúpum og gljúpum snjó. Hans bíE var augljóslega eitthvað þyngri en sá sem sporin átti og þar kom þegar þeir feðgar komu að kröppum hálsi, sem þeir vissu að var mun brattari hinum megin, þótti þeim óvarlegt að fara lengra heldur létu þar staðar numið og héldu tU veiða. Dagurinn er stuttur á rjúpnatíman- um og þegar þeir sáu ekki lengur tU héldu þeir aftur tU bílsins í umbrota- göngufæri því snjórinn var svo laus f sér. En meðan þeir voru að tygja sig tU heimferðar heyrðu þeir tU bUs hinum megin hálsins og ekki leið á löngu áður en þeir sáu bjarma fyrir ljósum hans. Þeir dokuðu við tU að hafa sam- fylgdina tU byggða og ekki leið á löngu áður en bUlinn kom upp á brúnina og áleiðis niður eftir tU þeirra. Þetta var Suzuki Vitara, nokkuð upphækkaður en ekki nema i mesta lagi á 32 tomma dekkjum en hafði hleypt vel úr. BUlinn sjálfur var svo léttur að þetta dugði honum vel og það var vinur minn á stóra jeppanum sem sagðist hafa átti fuht í fangi með að elta Súkkuna ofan heiðina. Þó nokkuð margir hafa hækkað 4 strokka Vitara upp sem þessu nemur. Það er því ekki vonum fyrr, þegar Suzuki Grand Vitara hefúr verið hér á markaði í hálft annað ár og rúmlega það, að fyrsti Grand Vitara-bíUinn hef- ur nú verið hækkaður upp á 33 tomma dekk. Þegar DV-bUar fengu þennan upp- hækkaða bU tU skoðunar hafði hann svo sem ekkert verið reyndur þannig búinn. Reynsluakstur DV-bila var því reynsluakstur í tvennum skilningi, annars vegar tU umfjöUunar í blaðinu og hins vegar tU að kanna hvort bUl- inn væri yflrleitt nothæfúr eftir þessa breytingu. Einkar hljóðlátur Þessi upphækkaði Grand Vitara var á Mickey Thompson-dekkjum með frekar grófu munstri en vel flipuðu og ótrúlega hljóðlátu. Það var ekki nema á rennsléttu malbiki sem bar á dálitl- um són - endranær var bUIinn svo hljóðlátur að af bar. í upphafi ferðar var rennt blint í sjó- inn með loftþrýsting í dekkjunum. Að framan mældist hann með 25 pund en 19 að aftan. Þannig var hann ágætur á bundnu slitlagi, kannski þó í harðara lagi, en þegar kom út á vonda vegar- slóða var bUlinn harður, skoppaði og var óöruggur. Þegar hleypt hafði verið úr að framan niður í 19 pund og að aft- an í 16 fór hann ágætlega á vondum vegarslóðum, var tUtölulega mjúkur og vel rásfastur. Hugsanlega hefði mátt slaka enn meira á honum en þar sem Á 33 tomma dekkjum, með tilheyrandi brettakanta og stigbretti, er Suzuki Grand Vitara fær í flestan s(n)jó. Myndir DV-bílar SHH Reynsluakstur: Suzuki Grand Vitara, 33" Lipur og sprettharður dæla var ekki með í for og ekki að vita hvemig bfllinn hagaði sér með svona lítinn loftþrýsting þegar aftur kæmi á bundið slitlag var þetta látið nægja. Munstrið á þessum dekkjum virkaði mjúkt en líklega eru þau hugsuð fyrir þyngri bfl og hliöamar kannski óþarf- lega stífar fyrir þennan þegar kemur út á ósléttu. Á bundnu slitlagi var bfllinn flnn með þennan loftþrýsting í hjólunum. Stýrið var eUítið farið að þyngjast en aUt innan hóflegra marka og auðvelt að halda góðum og eðlflegum umferð- arhraða. Tætingsvinnsla Þessi Grand Vitara-bUl er með stærri vélinni, V6, en henni fylgja hærri drif en 4 strokka vélinni. Þar sem hann var nú settur á mun stærri hjól en þau sem hann hefur sem stað- albúnað þótti ráðlegt að lækka drif- hlutfallið með því að setja í hann drif sem fylgja 4 strokka vélinni. Þannig búinn hefúr þessi bfll tætingsvinnslu. Hann er fljótur að ná hraða og fer létt með venjulega umferð. í fimmta gir á Traustlegur á Mickey Thompson-dekkjunum, með stuðaragrind og Ijóskast- ara framan á. 80 km hraða stendur snúningshraða- mælirinn nokkum veginn í 2000 snún- ingum en rífur sig upp þegar bætt er við gjöfma. Nokkrir tröUjeppar sem ætluðu að sýna þessari „smápútu" í tvo heimana urðu að láta sér lynda að sitja eftir og halda áfram að horfa á hana úr fjarska - aftan frá. Þrátt fýrir hjólastærðina er bUlinn ágætlega lipur í umferð og snúningum. Hann hefur eitthvað minni beygjurad- íus heldur en óbreyttur en ekki tU skaða; það er auðvelt að skaka honum í þröngt stæði og úr því þrátt fyrir hjól- in. Einna helst var að maður þyrfti að gæta að sér hvað það snertir að hann er, með breið hjól, brettakanta og stig- bretti sem upphækkuninni fylgja, breiðari en ökumaðurinn sér úr sæti sínu þannig að eftir þvi þarf að muna - sem er auðvelt. Fyrir karlmenn að meðalvexti er leikur einn að fara upp í og út úr og auðvelt fyrir meðalstórar konur að tUeinka sér nauðsynlega tækni tU þess án teljandi fyrirhafnar. Heildarverð innan við 3 millj- ónir Að öUu samanlögðu verður að meta það svo að þessi breyting sé vel lukk- uð. Hverjir nýta sér hana hlýtur að ráðast af því tfl hvaða nota menn ætla að hafa bflinn. Þeir sem ætla að halda sig á fjallaslóðum og jökla- hafa aug- ljóslega gagn af henni - hinir láta sér ugglaust nægja minni upphækkun. Ekki verður annað séð en Grand Vitara sé skynsamlegur kostur í þessu tUviki. Óbreyttur uppfyllir bfllinn aU- ar kröfúr jeppa: fast afturhjóladrif, tengjanlegt framhjóladrif hvenær sem er á aUt að 100 km hraða um miUi- kassa, hátt og lágt drif, byggður á öfl- uga grind. Grunnverð á svona bU und- ir breytingu er 2.429.000 krónur. End- anlegt verð á breytingunni liggur ekki fyrir en ætla má að hún þurfi ekki að fara yfir hálfa mifljón, gæti hugsanlega orðið eitthvað lægri, þannig að fúU- breyttur bfll ætti ekki að fara yfir þrjár mUljónir, jafnvel ekki yfir 2,9. Fékk „Drivers Choice"-verð- launin Fyrr á þessu ári fékk Grand Vitara - óbreyttur að sjálfsögðu - verðlaunin „Drivers Choice" (val ökumannsins) í vali MotorWeek í Kalifomíu, þar sem helstu keppinautamir vom reyndar jepplingar og minni aldrifsbUar af ýmsu tagi: Honda, Toyota og Subam. En ökumennimir létu Grand Vitara augljóslega njóta þeirra yfirburða sem hann hefúr sem jeppi. Þegar John Davies hjá MotorWeek lýsti úrslitum sagði hann að Grand Vitara væri „traustbyggðari og duglegri en keppi- nautamir, sá eini sem byði upp á V6 vél og öfluga grind. Þegar við bætist al- vörufiórhjóladrif skarar Grand Vitara greinUega ffarn úr í „mini sport-ute“- flokknum.“ -SHH Góð ráð um Hér á eftir fara nokkur góð ráð tfl ökumanna um akstur í vetrar- umferð: - Kannið vel veður og aksturs- aðstæður eftir því sem hægt er áöur en lagt er upp í ferð. - Reiknið með auknum ferða- tíma í vetrarumferð. vetrarakstur - Þrjú af hverjum fjórum hálku- slysum gerast í myrkri eða þung- búnu veðri. - Góður Ijósabúnaður er nauö- synlegur í vetarumferðinni. Mesta hættan er í morgunumferðinni. - Hægiö á ferðinni þegar ís og snjór er á veginum. Fiat Bravo Abarth 3/98 Ek.32.þ. 3d ,5g. ABS, geislasp, samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur Tilboðsverð kr. 1.390.000 Fiat Seicento Abarth 7/98 Ek. 20 þús 3dyra, 5 gíra, CD, 14” álfelgur, rafm.rúður, saml.. Tilboðsverð kr. 690.000 W Istraktor Fiat Marea Weekend 5/97 Ek. 50 þús 5d. 5 gíra.ABS, loftp, samlæs, rafm í rúðum. Tilboðsverð kr. 1.190.000 RenaultClio 1.4 S 5/95 Ek.42 þ. 3d. 5g. Rafm.rúður, álfelgur, sportstólar, vökvastýri Tilboðsverð kr.650.000 Opel Astra 1.6 GLSt. '97 Ek.47þ. 5d. 5g. Dráttarkúla, samlæsingar. Tilboðsverð kr. 950.000 Smiðsbúð 2 Garðabæ Toyota Corolla Stat. 4X4 '94 Ek.140þ. 5d. 5g Samlæsing, útvarp/segulband Tilboðsverð kr. 750.000 5 400 800 Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.