Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 2
20 MÁBÍÉEHDHB12R 4J#KEC0BER 1999 Sport DV Hvað finnst þér? Hverjir verða íslandsmeistarar hjá körlum annars vegar og konum hins vegar í körfuboltanum í vetur? - Spurt á leik ÍS og KFl f 1. deild kvenna Elínborg Guönadóttir: Ég hef trú á Tindastóli í karlaboltanum og að sjálfsögðu vinnur ÍS í kvennakörfunni. Þór Árnason: Ég held að KR vinni tvöfalt í vetur en ÍS kemur upp í úrvalsdeild á næsta ári og þá vinnur ÍS tvöfalt. Þórhallur Flosason: Ég spái að titlamir komi í höfuðborgina, KR-ingar taki þetta hjá körlunum og svo að sjálfsögðu vinnur ÍS hjá konunum. Brynhildur Björnsdóttir: KR-ingar vinna hjá körlunum. Ég held með KR hjá konunum en verð að segja ÍS vegna persónulegs þrýstings. Elisabet Bjarnadóttir: Ég býst við að Suður- nesjaliðin vinni þetta. Grinda- vík vinnur hjá körlunum og Keflavík hjá konunum en ég styð samt ÍS þar. Grand Prix-mót í borðtennis um helgina: Guðmundur vann í opnum flokki Guðmundur Stephensen, Víkingi, sigraði 1 opnum flokki á Grand Prix-móti sem haldið var í TBR-húsinu um helgina. Mjög góð þátttaka var í mótinu en alls 85 keppendur vora skráðir til leiks, Guðmundur lagði Markús Árnason, Víkingi, í úrslitaleik, 3-0. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, sigraði í opnum flokki kvenna með því að sigra Ingibjörgu Árnadóttur, Víkingi, í úrslitaleik, 3-0. í 1. flokki karla sigraði Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi, og í 1. flokki kvenna sigraði Kristín Bjamadóttir, Víkingi. I 2. flokki karla sigraði Elvar Thorarensen, Akri. -JKS Lindsay Davenport vann Martinu Hingis öðru sinni á nokkrum dögum í New York i gærkvöld og sést hér með glæsileg verðlaun sín. Reuter Minn besti leikur - sagði Lindsay Davenport sem tók Martinu Hingis í karphúsið Bandaríska stúlkan Lindsay Da- venport kom fram sætum hefhd- um í gær þegar hún sigraði sviss- nesku stúlkuna, Martinu Hingis, í úrslitaleik í einliðaleik kvenna á siðasta móti atvinnumanna í New York í gærkvöld. í fyrra sigraði Hingis Davenport í úrslitum en í gær var annað uppi á teningnum. Leikurinn stóð að- eins í eina klukkustund og yfir- burðir Davenport voru mjög mikl- ir. Hún vann fyrsta settið 6-4 og það síðara 6-2. Davenport sem fékk 35 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn var í sjöunda himni yfir spilamennsku sinni eftir sigurinn: „Ég hef líklega aldrei leikið bet- ur en í þessum leik. Þetta er án efa minn besti leikur á ferlinum. Það er mjög gaman að ná svona góðum leik gegn þeirri tenniskonu sem er í efsta sæti heimslistans og ekki verra að enda gott keppnistímabil á þennan hátt,“ sagði Davenport eftir sigurinn. „Mér tókst að leika mjög vel gegn Venus Williams í undan- úrslitunum en í dag náði ég mér ekki á strik. Davenport lék einfald- lega betur en ég og vann verð- skuldaðan sigur,“ sagði Martina Hingis eftir ósigurinn. Þær Lindsay Davenport og Martina Hingis virðast 1 nokkrum sérflokki i tennis kvenna nú þegar leiktiðinni lýkur. Báðar unnu þær sjö mót á þessu ári og eitt stóru mótanna hvor. Ljóst er að þessar snjöllu tennis- konur munu berjast hart um titl- ana á næsta ári. -SK „Gátum hæglega skorað fimm mörk“ Panathinaikos komst í gærkvöld í efsta sætið í grísku knattspymunni þegar liðið sigraði Olympiakos, 2-0. Helgi Sigurðsson kom ekki við sögu í leiknum en hann var á varamannabekknum. „Þetta var frábær sigur og við höfðum mikla yfirburði og gátum hæglega skorað fimm mörk. Við erum búnir að leika við erfiðustu liðin í fyrri umferðinni þannig að þetta lítur vel út,“ sagði Helgi Sigurðsson i samtali við DV í gærkvöld. Pantathianikos hefur 22 stig i efsta sætinu. Olympiakos er í öðru sæti með 21 stig og OFI er í þriðja sæti með 19 stig. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.