Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 23 Sport i>v ENGLAND A-deild: Arsenal-Middlesborough .... 5-1 0-1 Overmars (26.), 2-0 Bergkamp (40.), 3-0 Bergkamp (49.), 4-0 Overmars (61.), 4-1 Ricard (68.), 5-1 Overmars 78. Derby-Man Utd ..............1-2 0-1 Butt (53.), 0-2 Cole (83.), 1-2 Delap (90.). Everton-Chelsea.............1-1 1-0 CampbeU (15.), 1-1 Flo (90.). Leeds-Bradford .............2-1 1-0 Smith (54.), 2-0 Harte (80. víti), 2-1 Windass (90.) Leicester-Wimbledon.........2-1 0-1 Gayle (21.), 1-1 Cottee (22.), 2-1 Cottee (58.). Southampton-Tottenham .... 0-1 0-1 Leonhardsen (81.). Sunderland-Liverpool .......0-2 0-1 Owen (63.), 0-2 Berger (85.). Watford-Newcastle...........1-1 1-0 Ngonge (53.), 1-1 Dabizas (59.). West Ham-Sheff. Wed.........4-3 1-0 Wanchope (28.), 1-1 Rudi (38.), 1-2 Jonk (48.), 2-2 Di Canio (62. viti), 2-3 Booth (66.), 3-3 Foe (70.), 4-3 Lampard (76.) Staðan í A-deild: Manch.Utd 15 10 3 2 35-20 33 Leeds 15 10 2 3 28-19 32 Arsenal 15 9 2 4 26-15 29 Sunderland 15 8 4 3 24-14 28 Liverpool 15 8 3 4 20-12 27 Tottenham 14 8 2 4 24-18 26 Leicester 15 8 2 5 25-20 26 Middlesbro 15 7 1 7 20-23 22 Chelsea 13 6 3 4 19-11 21 West Ham 14 6 3 5 16-14 21 Everton 15 5 5 5 24-22 20 Aston Villa 14 5 3 6 13-16 18 Coventry 14 4 5 5 21-16 17 Southampt. 14 4 4 6 20-24 16 Wimbledon 15 3 7 5 22-29 16 Newcastle 15 3 4 8 25-29 13 Bradford 14 3 3 8 12-23 12 Derby 15 3 3 9 14-26 12 Watford 15 3 2 10 11-25 11 Sheff.Wed. 15 1 3 11 13-36 6 B-deild: Barnsley-Birmingham 2-1 Blackburn-Fulham 2-0 Bolton-Grimsby 2-0 Charlton-Man City 0-1 Huddersfield-WBA 1-0 Port Vale-Crystal Palace 2-2 Portsmouth-Crewe 0-2 QPR-Walsall.. 2-1 Stockport-Sheff. Utd . 1-1 Tranmere-Nott. Forest 3-0 Wolves-Swindon . . 1-1 Norwich-Ipswich . 0-0 Staðan í B-deild: Huddersf. 20 12 4 4 41-20 40 Man.City 19 12 4 3 28-12 40 Charlton 18 12 2 4 34-19 38 Bamsley 19 12 1 6 37-27 37 Bolton 19 9 5 5 30-19 32 Stockport 19 8 7 4 25-25 31 Ipswich 19 8 6 5 33-24 30 QPR 19 7 8 4 27-23 29 Birmingh. 19 7 7 5 30-23 28 Fulham 19 7 7 5 21-18 28 Norwich 19 7 7 5 17-15 28 Wolves 18 6 9 3 21-16 27 Tranmere 20 7 5 8 29-27 26 WBA 18 4 9 5 16-20 21 Portsmouth 20 5 6 9 27-35 21 Blackburn 17 4 8 5 21-20 20 Port Vale 20 5 5 10 22-28 20 Grimsby 19 5 4 10 17-33 19 Nott.For. 19 4 6 9 21-25 18 Cr.Palace 19 4 6 9 25-34 18 Sheff.Utd 19 4 6 9 20-31 18 Crewe 18 4 4 10 17-28 16 Walsall 20 3 6 11 16-32 15 Swindon 20 3 6 11 13-34 15 GT* SKOTLAND i-W Jf.--------- Dundee-MotherweU .............0-1 Hearts-Celtic ................1-2 KUmarnock-Dundee Utd..........1-1 Rangers-Hibernian.............2-0 St. Johnstone-Aberdeen........... Engin breyting varð á stöðu toppliðanna Rángers og Celtic og sem fyrr er fjögurra stiga munur á liðunum. Nicky Butt kom Manchester United yfir gegn Derby og er hér fagnað af þeim Gary Neville og Roy Keane. United vann öruggan sigur og er enn í efsta sæti A-deildarinnar. Reuter Enska knattspyrnan um helgina: Overmars - með þrjú fyrir Arsenal sem komst í 3. sætið Lítil breyting varð á stöðu efstu liða í ensku knattspymunni um helgina. Arsenal skaust þó í þriðja sætið með stórum sigri á Middles- borough en Manchester United og Leeds unnu bæði leiki sina og eru enn í tveimur efstu sætunum. Manchester United lék á heima- velli Derby um helgina og lenti í tals- verðum vandræðum. Eftir marka- lausan fyrri hálfleik var Þjóðverjan- um Stefan Schnoor í liði Derby vikið af velli og eftir það átti Derby aldrei möguleika. Ósammála um brottvikningu Schnoors Framkvæmdastjórar liðanna deildu um brottreksturinn eftir leik- inn. „Þeir Gary Neville og David Beckham sáu um að Schnoor yrði rekinn af velli. Dómarinn ætlaði ekkert að gera. Eftir kvartanir frá Neville og Beckham ákvað hann að reka Schnoor af velli. Það er hart að sjá atvinnumenn gera allt sem þeir geta til að annar atvinnumaður sé rekinn af leikvelli," sagði Jim Smith, stjóri Derby, eftir leikinn. „Schnoor sá sjálfur um að vera rekinn af leik- velli. Hann fékk tyrra spjaldið fyrir rövl við línuvörð og það síðara eftir ljótt brot. Það er ekki við neinn nema Schnoor að sakast," sagði Alex Ferguson, stjóri United. Öruggur sigur Leeds Leeds átti ekki í vandræðum á heimavelli sínum gegn Bradford. Það tók Leeds þó 54 mínútur að ná forystunni en sigur liðsins var ör- uggur og sanngjam. „Ég er ánægður með leik minna manna. Lið koma á heimavöll okkar til að verjast og þetta snýst um að brjóta vamir and- stæðinga okkar á bak aftur. Það tókst ágætlega að þessu sinni þótt það tæki nokkuð langan tíma að skora fyrsta markið," sagði David O’Leary, framkvæmdastjóri Leeds eftir leikinn. Hollenski dúettinn á skot- skónum Hollendingamir Marc Overmars og Dennis Bergkamp vora leikmenn helgarinnar í enska boltanum. Þeir skoruðu öll mörkin fimm fyrir Arsenal í 5-1 sigrinum gegn Middles- borough. Arsenal virðist vera að rétta úr kútnum eftir erfitt gengi undanfarið og áfallið í Meistaradeild Evrópu. „Allt liðið lék mjög vel og nú bar mikið á hungri leikmanna í að gera góða hluti. Það er erfið vika tramundan hjá okkur og þetta er góð byrjun," sagði Arsene Wenger, stjóri Ársenal, eftir sigurinn gegn Middles- borough. Glæsilegt mark Owen Liverpool er að sækja í sig veðrið og Michael Owen kom liðinu á bragðið með glæsilegu marki gegn Sunderland. Owen hefur verið gagn- rýndur mikið undanfarið en sýndi margar sínar bestu hliðar um helg- ina. „Markið var mikilvægt fyrir okkur og ekki síst fyrir Owen. Hann er að komast í sitt besta form og ég held að vamarmenn Sunderland geti verið sammála mér í því að Owen hafi verið illviðráðanlegur í þessum leik,“ sagði Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool eftir leik- inn. -SK Paul Scholes er kominn á óskalista forráðamanna Juventus eftir að hann skoraði tvivegis fyr- ir Englendinga gegn Skotum á dögunum. Juventus er tilbúið að greiða United 15 milljónir punda fyrir Scholes en engar lík- ur eru á þvi að hann fari til Juventus enda er hann samn- ingsbundinn United til 2002 og er þar ekki á neinum hungurlaunum frekar en aörir. Alex Ferguson, stjóri United, sagði um helgina að hann gæti vel hugsaö sér að starfa fyrir annað félag eftir að samningur hans við United rennur út 2002. Talið er að Ferguson viiji helst starfa hjá United en hann fullyrðir að hann hafi skrifað undir sinn síðasta samning sem framkvæmdastjóri. For- ráðamenn United hafa hins vegar gef- ið það i skyn undanfarna daga að þeir séu ekki æstir í að ráða Ferguson eft- ir að samningur hans rennur út. Derby gengur illa á heimavelli en um helgina tapaði liðið sjötta heims- leik sinum í deildinni af átta. Bryan Robson, framkvæmdastjóri Middlesborough, var ekki kátur eftir útreiöina um helgina gegn Arsenal: Annaö mark Arsenal skömmu fyrir leikhlé gerði alveg útaf við okkur. Eftir það áttum við aldrei mögu- leika," sagði Robson og bætti við að margir lykilmenn Middlesborough væru meiddir en það væri afsökun fyrir lokatölum leiksins. Frank Leboeuf, varnarmaður Chel- sea, var rekinn af leikvelli er Chelsea og Everton gerðu jafntefli. Norðmaö- urinn Tore Andre Flo bjargaði stigi fyrir Chelsea með jöfnunarmarki á síðustu sekúndum leiksins. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, var ekki ánægður meö brottvísun Le- boeufs og taldi dómarann hafa gert mikil mistök er varnarmaðurinn fékk fyrra gula spjaldið. „Ég er hins vegar fullviss um að Chelsea verður kom- ið í hóp efstu liöa i deildinni eftir tvo mánuði. Við eigum leiki inni og munum nýta þá veL Það truflar mig ekkert þótt okkur tækist ekki að sigra í þessum leik. Við höfum ekki sagt okkar síðasta orð,“ sagði Vialli. -SK Sjö mörk skoruö á Upton Park West Ham sigraöi SheíField Wednesday i miklum markaleik á Upton Park, 4r-3 í gær. Þar meö skaust West Ham í sæti deildarinnar en ShefField Wednesday er enn eitt og yFirgeFiö á botnin- um. Leikur liðanna var mjög skemmtilegur og heföi þess vegna getað farið 12-12. Wednesday komst yFir, 1-2, en eftir að Sonner var rekinn af leikvelli átti lið- ið aldrei möguleika. -SK „Hættið aðförinni að Alan Shearer" Framkvæmdastjóraranir Bobby Robson, stjóri Newcastle, og Graham Taylor, stjóri Watford, sögðu í gær að tími væri kominn til fyrir fjölmiðla og áhorfendur að hætta linnulausum ásökunum á Alan Shearer, fyrirliða enska landsliðsins og leikmann Newcastle. Alan Shearer hefur mátt þola þunga gagnrýni und- anfarið, bæði fyrir frammistöðu sína með Newcastle og landsliðinu. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.