Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 •9 ' " 1 ..... ——■ —' ■ "" — Sport____________________________ r>v HESTA molar Landssamband hestamanna- félaga var stofnaö 18. desember 1949 og verður félagið því 50 ára síðar i vetur. Á stofnfundinn mættu fulltrúar frá ellefu af tólf félögum landsins. Uppskeruhátíð hestamanna í íþróttahúsinu í Digranesi var jafnframt afmælis- hátíð LH og voru á sjöunda hundrað gesta í mat. Steinþór Gestsson frá Hæli var heiðursgestur á uppskeruhá- tíðinni síð- astliðið laugardags- kvöld. Stein- þór er eini núlifandi stjórnar- maðurinn úr fyrstu stjóm Landssam- bands hesta- Steinþór Gestsson mannafé- frá Hæli. laga. Stein- þór var í stjórn LH i 25 ár, þar af formaður í tólf ár. Þegar Sigurbjörn Bárdarson hafði verið krýndur knapi ársins var honum fagnað mjög. Hann fékk ekki síðra lófaklapp er hann söng 0 sole mio með Erni Árnasyni leikara sem kallaði Sigurbjöm upp til að syngja. Öm hvíslaði textanum jafnóðum að Sigurbimi sem söng af hjartans list og uppgötvuðu viðstaddir nýja hlið á kappanum. Hjálmar Jónsson, alþingis- maður og prestur, flutti hátíðar- ræðu og fór með margar snjallar vís- ur. Stóðhest- ur í Skaga- firði hefur verið nefnd- ur eftir hon- um og heitir Séra Hjálm- ar. Hann er rauðslettu- skjóttur, undan Glampa og Nös frá Vatnsleysu. Um Séra Hjálmar hefur verið stofnað fé- lag og eru 16 manns í þessu fé- lagi. -EJ Hjónin Gunnar Amarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, sem hafa ræktað hross sem eru kennd við Auðsholtshjáleigu, voru valin rækt- unarmenn ársins 1999. Á síðast- liðnu sumri komu fram mörg álit- legt kynbótahross frá Auðsholtshjá- leigu flest undan Orra frá Þúfu. Hrossin eru ung og eiga eflaust eft- ir að glansa á landsmótinu í Reykja- vík í sumar. Má nefna Garp fjög- urra vetra, undan Orra frá Þúfu og Hildi frá Garðabæ sem fékk 8,20 i aðaleinkunn, Gígju fjögurra vetra, undan Orra og Hrafntinnu frá Auðs- holtshjáleigu með 8,06, Ginu fimm vetra undan Hektori frá Akureyri og Golu frá Reykjavík, með 8,23, Trú fjögurra vetra undan Orra og Tign frá Enni með 8,21 og Væng fimm vetra undan Orra og Rán frá Flugu- mýri með 8,03. Það er kynbótanefnd Fagráðs Bændasamtaka íslands sem tilnefn- ir ræktunarbú eða einstaklinga fyr- ir hrossarækt þeirra og velja Fagráðsfulltrúar þann sem hlýtur nafnbótina Ræktunarmaður ársins. Þessir aðilar voru tilnefndir og fylgir umsögn um ræktun þeirra. Brynjar Vilmundarson, Feti, fyrir mjög góðan árangur í hrossarækt nú í fleiri ár samfleytt, með margt feikilega góðra hrossa á sýningum í ár. Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Auðsholtshjáleigu, fyrir frábæran árangur í hrossa- rækt á skömmum tíma og feikna- lega sterkan hóp ungra hrossa á sýningum í ár. Gunnar Dungal og Þórdis Sigurð- ardóttir, Dalllandi, fyrir góðan ár- angur í hrossarækt með lítið bú sem skilar frábærum einstakling- um. Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir, Miðsitju, fyrir góða framistöðu um árabil auk mjög at- hyglisverðra stóðhesta á þessp ári. Jón Bergsson og Bergur Jónsson, Ketilsstöðum, fyrir góðan hóp rækt- unarhrossa á þessu ári auk sam- felldrar árangursríkrar ræktunar- sögu um árabil. Kirkjubæjarbúið fyrir mjög at- hyglisverða unga stóðhesta í ár auk góðrar frammistöðu til fleiri ára. Skafti Steinbjörnsson og Hildur Claessen, Hafsteinsstöðum, fyrir ár- angur í hrossarækt um árabil þar sem komið hafa fram á ári hverju mjög athyglisverðir einstaklingar. * Jogbra brjóstahaldari Hannaður af konum j fyrir lconiik | Heildsöludreifing: Ágúst Ármann hf Bætist í Guinnessafnið Hestafréttamenn tilnefndu Sigurbjörn Bárðarson sem knapa ársins 1999. Honum voru afhent verðlaun á upp- skeruhátið hestamanna síðastliðið laugardagskvöld. Sig- urbjörn varð heimsmeistari í samanlögðu á heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi og er hann setti heimsmet í 250 metra skeiði á Gordon frá Stóru Ásgeirsá og fór á 21,16 sek. varð hann einnig heimsmeistari í þeirri grein. Sig- urbjörn varð íslandsmeistari í samanlögðu, áttfaldur Reykjavíkurmeistari, sýndi efsta hest í B-flokki hjá Fáki, á og sýndi hæst dæmda kynbótahross landsins Óskar frá Litla Dal, er í fyrsta sæti heimslistans í gæðingaskeiði, 2. sæti í tölti, 3. sæti í 250 metra skeiði og 7. sæti í fjórgangi. Auk þessara verðlauna halaði hann inh gullverð- laun á flestum þeim mót- um sem hann tók þátt i. Sig- urbjörn hlýtur því styttuna Al- svinnur og bætist hún verðlauna- safn hans sem var opnað nýlega við hátíðlega athöfn. Hann stendur einnig styrkari eftir í kröfu sinni til Guinnes tilnefningar fyrir flest gullverðlaun einstak- lings í sömu grein. Auk þess fékk Sigurbjöm afhentan Dagsbikarinn fyrir Óskar frá Litla Dal, en þann bikar hlýtur hæst dæmda kynbótahross ársins. Óskar hlaut 8,44 í aðaleinkunn. Fimm knapar voru tilnefndir til verðlaunanna og auk Sigurbjörns voru tilnefndir: Auðunn Kristjánsson heimsmeistari í fimmgangi á Baldri frá Bakka og ís- ___ landsmeistari i slaktaumatölti á sama hesti. Hann er í 9. sæti heimslistans í fimmgangi. Jóhann R. Skúlason heimsmeistari í tölti á Feng frá íbishóli. Hann er í efsta sæti heimslistans í tölti og 10. sæti í fjórgangi. Olil Amble varð heimsmeistari í fjór- gangi á Kjarki frá Horni og í þriðja sæti á sama móti í tölti. Hún var valinn íþrótta- maður ársins hjá hestamannafé- laginu Sleipni á Selfossi og er í 5. sæti heimslistans í tölti. Þórður Þorgeirsson sýndi 60 kynbótahross á árinu og fór 21 þeirra yfir 8,00 í aðaleinkunn. Hann var at- kvæðamikili í skeiðkeppni, er í 2. sæti heimslistans í gæðingaskeiði, 5. sæti í 150 metra skeiöi og 5. sæti í fimm- gangi. _EJ Sigurbjörn Bárðarson knapi ársins 1999. DV mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.