Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Birgir Leifur úr Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur í GL, kemst ekki á evr- ópsku mótaröðina i golfi þetta árið. Birgir Leifur reyndi ásamt f]öl- mörgum kylíing- um við 35 laus sæti í „Evrópu- túmum“ á næsta ári en í gær féll hann úr keppni. Birgir Leifur lék 72 holur á 296 höggum og var að- eins fjórum högg- um frá því að komast áfram í gegnum loka- niðurskurðinn og reyna við lausu sætin 35 á evrópsku móta- röðinni á næsta ári. leik Það má því segja að ekki hafi munað miklu en sérstaklega var það slök spila- mennska Birgis á þriðja degi sem gerði útslagið. -SK Dieter Baumann. Þjóðverjar trúa ekki að hann hafi verið gómaður og eigi fyrir höndum tveggja ára bann. Reuter Baumann féll Þjóðverjar trúa ekki sínum eigin eyrum né augum. Besti langhlaupari þeirra og einn besti langhlaupari heimsins síðasta áratuginn er fallinn á lyfjaprófi og á yfir höfði sér keppnisbann næstú tvö árin. Frá því var greint um helgina að tvö þvagsýni, sem rannsökuð voru, hefðu sýnt sömu niðurstöðu. Þetta er mikið áfall fyrir frjálsar íþróttir í Þýskalandi en þar í landi hafði Baumann barist mjög hart fyrir því að útrýma lyfjaáti. Hann hefur barist lengi fyrir því að íþróttamenn hætti misnotkun lyfja en um helgina var hann gómaður. Lyfjaprófið var tekið á æfingu og birtust þeir sem það tóku mjög óvænt á æfingunni. Þýskir fjölmiðlar voru uppfuRir af fréttum af Baumann um helgina og hann var á forsíðum allra stærstu blaða Þýskalands. Baumann vann v gullverölaun i 5000 metra hlaupi á ÓL i Barcelona 1992 og var lengi kallaður „hvíti Kenýamaðurinn" sökum þess hve vel honum tókst að standast Kenjumönnum snúning á hlaupabrautinni. -SK Tíu mörk frá Olafi - dugði Magdeburg ekki Portúgalska liðið Braga sló Ólaf Stefáns- son og félega út úr Evrópukeppninni í handknattleik um helgina. Braga vann f fyrri leikinn í Portú- gal, 26-23, en Mag- deburg síðari leikinn, 24-23, en það dugði skammt. ólafur Stef- ánsson átti stórleik hjá Magdeburg og skoraði tíu mörk. j^Þessi niðurstaða hlýt- ur að vera þýska lið- inu mikið áfall. í þýsku deildinni sigraði Dormagen lið Wetzlar, 30-19, og náði liðið um tíma 16 marka forysty. Héðinn Gilsson skoraði sex mörk fyrir Dormagen, Daði Hafþórsson fimm mörk og Róbert Sig- hvatsson 1 mark. Sig- urður Bjamason gerði tvö mörk fyrir Wetzl- ar. „Þetta var nauð- synlegur sigur hjá okkur. Meiðsli hafa sett strik i reikningin hjá okkur en ég held nú samt að þetta sé allt á uppleið," sagði Héðinn við DV. Eisencah sigraði Minden, 25-24, í æsispennandi leik og var sigurmarkið skor- að á síðustu sekúnd- um leiksins. -JKS Dean farinn frá Hamri DV, Hveragerði: Rodney Dean, bandarískur leikmaður hjá Hamri, var sagt upp hjá lið- inu um belgina. Stjómin ákvað í gær að láta hann fara en eins og kunn- ugt er lenti leikmaðurinn i átökum i leik á móti Grindavík og átti yfir höfði sér leikbann. Leikmaðurinn stóð sig ekki eins vel og vonast var til en átti prýðis- góða leiki í byrjun tímabils. Rodney var með 20 stig að meðaltali í leik. Um það hvort annar leikmaður muni koma í hans stað er enn óvíst en stjóm Hamars ætlar að skoða málin eftir áramót. -KB Christie fer í bann Lyfjamál spretthlauparans Linfords Christie fær eðlilega meðferð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu og því má heita víst að Christie fari í tveggja ára keppnisbann. Christie, sem vann gullið í 100 metra hlaupi á ÓL í Barcelona 1992, féll á lyfjaprófi sem tekið var í Þýskalandi í febrúar í ár. Breska frjálsíþróttasambandið vísaði máli hans frá vegna skorts á sönnunum. Um helgina ákvað alþjóða frjálsíþróttasambandið að taka ekki mark á ákvörðun Bretanna og því fer málið eðlilega leið. Bland i poka Besti hástökkvari heims und- anfarin ár, Kúbumaðurinn Javier Sotomayor, er á leið í langt keppnisbann. Hann féll á lyfjaprófi í júli sl. sumar og kom í ljós að hann hafði neytt kóka- íns. Hann mun að öllum líkind- um missa af næstu Ólympíuleik- um í Sydney á næsta ári. Spela Pretnas frá Slóveníu og Christel Saioni frá Frakklandi hófu keppnistimabilið í svigi kvenna á eftirminnilegan hátt um helgina. Fyrsta svigkeppni heimsbikarsins fór fram í Bandaríkjunum og þær Pretnas og Saioni fengu nákvæmlega sama tíma og deildu með sér sigrinum. í þriðja sæti varð Trine Bakke frá Noregi. Langhlauparinn Gabriela Zabo frá Rúmeníu og sprett- hlauparinn Michael Johnson frá Bandaríkjunum voru í gær útnefnd frjálsíþróttamenn ársins sem nú er senn liðið. Kemur það fáum á óvart enda náðu þau hreint frábærum árangri á ár- inu. -SK | # I y □ o • y m m FORELDRAR -YKKAR ER ÁBYRGDIN ndi □ ryggi % SJÁUMST MEÐ ENDURSKINI UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.