Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 19 éIkSBéi nH k ■ 1 ■ ■ ■ ■ M ■ ES31 j'lJvJíJj' i—«... Quake III Arena: Makka- og Linuxvinir geta glaðst yfir því að loks er hægt að hlaða niður af Netinu nýrri tilraunaútgáfu af Quake III Arena fyrir bæði þessi stýrikerfi. Tilraunaútgáfa þessi telur 50 megabæti og er hægt að nálgast hana á vefsíðu Quake III Arena (http://www.auake3arena. com/I. þar sem einnig er að finna hina nýju tilraunaútgáfu fyrir Windows. Töf varð á útgáfunni fyrir Makkann vegna þess aö fram- leiðendumir voru að bíða eftir útgáfu á OpenGL 1.1.2. Hægt er að nálgast OpenGL 1.1.2 á heimasíðu Apple. I þessari end- urbættu tilraunaútgáfu er margt nýtt. Þar er helst mark- vert að hægt er að spila ein- menningsleik á móti tölvu- stýrðum andstæðingum. Einnig er grafik útgáfunnar stórbætt og ný borð til að prófa. Til að spila leikinn þarf að hafa minnst 333 Mhz iMakka en makkaútgáfan heimtar meiri hraða en pésaútgáfan. Búist er við því að fullkláruð útgáfa á Quake III Arena berist í versl- anir fyrir jól. Þeir sem biða spenntir um þessar mundir eftir Quake III ættu að geta fundið sér eitt- hvað við að vera með því að fylgjast með slóðinni http://www.stomped.com/ar ticles/a3acrl.html. en þeir hjá Stomped.com hafa undan- farna daga verið að birta þar í fyrsta skiptið myndir af öllum þeim fígúrum sem verða and- stæðingar spilarans i Quake III Arena. Þar er fjöldi athyglis- verðra persóna á ferðinni og ljóst að þeir sem skoða mynd- imar munu bíða enn óþreyju- fyllri eftir leiknum. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: DV-Heimur fær góðar viðtökur Heimur DV-Heimur, blaðauki DV á þriðjudögum sem fjallar um tölv- ur, tækni og vísindi, hefur fengið mjög góðar viðtökur lesenda. í könnun Félagsvísindastofnunar á lestri dagblaða sem gerð var um síðustu mánaðamót kemur fram að 40% þeirra sem eitthvað lásu í DV lásu DV-Heim. Þar af sögðust 7% lesa DV-Heim mestallan en 33% lásu hann að hluta. Efni DV-Hfeims leggst vel í les- endur DV en þeir gáfu þessum blaðauka að meðaltali 7,0 í einkunn á kvarðanum 0-10. DV-Heimur virðist höfða sérstak- lega til karla á aldrinum 12-34 ára. Ef litið er til kynja eingöngu sögð- ust 55% karla sem eitthvað lásu í DV á könnunartímanum hafa lesið DV-Heim en 28% kvenna. 55% lesenda DV á aldrinum 12-19 ára sögöust lesa DV-Heim, þar af 21% mestallt efnið. Sam- svarandi tölur fyrir aldurshópinn 20-24 ára er 47% og aldurshópinn 25-34 ára 45%. Lestur DV-Heims eftir aldri má annars sjá á með- fylgjandi grafi. Ekki er marktækur munur á lestri DV-Heims milli lesenda höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar. -hlh Ný tilgáta um veðurfarsbreytingar: Sjávarstraumar valda 1.500 ára hitasveiflu - gæti haft áhrif á kenningar um gróðurhúsaáhrif Þau systkin E1 Nino og La Nina, veðurfyr- irbærin í Kyrra- hafinu, sem valda regluleg- um sveiflum í veðurfari um allan heim hafa nú síðustu ár orðið tals- vert þekkt fyrirbæri meðal al- mennings. Þessar sveiflur eiga sér stað með tiltölulega fárra ára milli- bili en nú þykjast nokkrir vísinda- menn hafa komið auga á svipaðar sveiflur sem orsakast af djúpum sjávarstraumum. Þeir segja að þessir straumar hiti og kæli mis- munandi staði á jörðinni með reglulegu millibili sem er ekki mælt í árum eins og E1 Nino og La Nina, heldur öldum og árþúsund- um. Þessir djúpsjávarstraumar búa í raun til færiband sem liggur um allan heiminn og flytur með sér hita um víða veröld. Þegar þessir stramnar eru sterkir er heitt í Vestur-Evrópu og í Norður Atl- antshafl en þegar þeir eru veikir er 4 N-Ameríka Heltur yfirborös- sjór safnar í slg salti, sekkur og kólnar vlð þaö. Annar yfirborös- sjór kemur í staöinn og knýr þannig færlbandiö. Weddell-haf svæðið kaldara. Þessir vísinda- menn telja t.d. að kuldaskeiðið í Evrópu frá 14. til 19. öld, sem m.a. hafði mikil áhrif hér á landi megi rekja til þessara hafstrauma. Margmiðlunardiskur fyrir börn: Púki lærir að telja Hugbúnaður Flestir íslenskir krakkar kannast við Stafakarlana, sem hafa hjálpað mörgum þeirra að læra að lesa og skrifa. Höfundur Stafakarl- anna, Bergljót Amalds, hefur nú nýlega gefið út margmiðlun- ardisk með sögunni um Talna- púkann. Sú saga er ætluð til að hjálpa bömum að læra tölurnar og talnagildi en á margmiðlun- ardisknum lifnar sagan við sem margmiðlunarteiknimynd. Á diskinum eru einnig fimm sjálfstæðir leikir þar sem bam- ið öðlast meiri fæmi í reikningi og getur leikið sér með persón- ur sögunnar og búið til myndir. Talnapúkinn er lítil, skemmtileg vera sem býr í helli í miðju jarðar. Frá hellinum liggja mörg göng, ein að hverju landi. Talnapúk- inn veit ekkert skemmtilegra en að telja en þar sem hann getur ekki talið nema upp að níu þá málar hann aðra stóru tána á sér svarta svo hún sjáist ekki. Loks áikveður Talnapúk- inn að leggja af stað út í hinn stóra heim og læra að þekkja fleiri tölur. Hann ferðast um allar álfur heims- ins og bamið lærir ekki aðeins um töl- umar heldur fræð- ist örlítið um önnur lönd í leið- inni. Bergljót Arnalds hefur komið sögunni um Talna- púkann í margmiðlunarform og nú ættu heimilis- tölvurnar að geta gætt söguna nýju lífi. DV-mynd E.ÓI. Suöurskautslandlö Saltið er drifkrafturinn Það var fyrir tveimur árum að rannsóknarmenn við Columbia- háskóla uppgötvuðu að kuldatíma- bil svipuð því sem átti sér stað á miðju þessu árþúsundi hafa orðið með reglulegu millibili, 1.400 til 1.500 árum, allt síðan á síðustu ísöld fyrir um 10.000 árum. Mun stærri hitasveiflur áttu sér stað þar á und- an en alltaf með sama millibili. Eftir miklar rannsóknir undir leiðstjóm Wallace Broecker sjávar- jaröefnafræðings hefur svo verið smíðuð sú tilgáta að sjávarstraum- amir séu orsökin fyrir þessum 1.500 ára sveiflum. Það er tilgáta þeirra að „hitafæribandið" sé drifið áfram af breytingum á saltmagni sjávar. Þegar saltið byggist upp á ákveðnu svæði í Norður-Atlantshafi gerir það vatnið nægilega þétt til að það sökkvi dýpra í sjóinn. Um leið ryðst annað vatn upp að yfirborðinu í stað þess sem sekkur og þetta ferli heldur færibandinu gangandi. Þeim mun sterkari sem drifkrafturinn er þeim mun meiri hita getur færi- bandið flutt. Norður og suður skiptast á Fyrir utan Norður-Atlantshafið er einn annar staður í færibandinu þar sem það fær drifkraft frá sökkvandi saltvatni: I Weddell-hafi í nánd við Suðurskautslandið. ítar- legar mælingar frá Broecker og fé- lögum hafa sýnt að þessi tvö svæði Hitafæriband um heiminn DJúplr hafstraumar vlrka sem eins konar hitadæla fyrlr helmlnn. Samkvæmt nýrrl kennlngu gengur þessi vlrkni í hrlngl. dæla sjaldan upp vatni á þennan hátt í jafnmiklum mæli. í staðinn virðist sem nyrðra og syðra svæðið skiptist á að vera virkari: Þegar annað drífur færibandið áfram af krafti er hitt veikara, sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, sam- kvæmt kenningu vísindamann- anna. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa leitt í ljós að síðan á síð- ustu ísöld hefur oftast verið hlut- fallslega heitt við Suðurskautsland- ið þegar kalt hefur verið í Evrópu. Hækkun hitastigs eðlileg? En enn hefur ekki tekist að sanna tilgátu þeirra Columbia-manna og talsvert þarf að leggja í viðbótar- rannsóknir áður en það verður hægt. Meðal þess sem enn á eftir að rannsaka nægilega er hvert orsaka- sambandið sé nákvæmlega milli sjávarstraumanna og hinna 1.500 ára hitasveiflna á jörðinni. Reynist hins vegar tilgáta vís- indamannanna rétt getur það haft veruleg áhrif á vangaveltur fræð- inga um gróðurhúsaáhrifin. Þá væri vel hugsanlegt að hlýnunin, sem átt hefur sér stað á jörðinni stærstan hluta þessarar aldar, sé ekki að mestu leyti til komin vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda af mannvöldum heldur sé einungis á ferðinni eðlileg langtima hita- sveifla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.