Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 4
20 21 4- i m ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 Mikilvœgi Netsins veröur sífellt meira með hverjum deginum og Ijóst að þetta fyrirbœri er komið til að vera. En það er ekki nóg með að Netið sé aðfinna í heimilistölvunum, heldur er það um þessar mundir að hefja innreið sína inn á sífellt fleiri svið mannlegs lífs. Auðvelt er að sjá fyrir sér framtíðina hvað þetta varðar eins og ótrúlegustu vísindaskáldsögu, en DV-Heimur teygir sig ekki svo langt, heldur veltir hér fyrir sér því sem er að gerast í þessum málum hér á landi um þessar mundir. Þá kemur í Ijós að Netið er að fœra sig upp á skaftið svo um munar, er t.d. farið að troða sér inn í farsímana. Tölvufyrirtœkið Oz vinnur svo að því hörðum höndum að samþœtta fjarskiptamöguleika Netsins og símkerfanna með iPulse-hugbúnaðinum, sem lofar góðu. Einnig er litið á spádóma erlends tölvusérfrœðings um það sem koma skal á nœstu árum á þessum vettvangi. Gúrúinn Nicholas Negroponte: Netið mun þróast hraðar en flestir spá - fleiri Barbiedúkkur á Netinu en fólk í framtíðinni Fyrir skömmu spjölluðu blaða- menn BBC á Net- inu við netgúrú- inn Nicholas Negroponte og komust að þvl að hann telur að Net- ið muni vaxa mun meira á næstu árum heldur en flestir spekingar geri sér grein fyrir. Hann telur að yfir milljarður manna verði orðinn nettengdur í lok næsta árs og að fjölgun „gáfaðra" heimilistækja og annarra tóla verði gríðarleg á næst- unni. Negroponte er einn stofnenda og stjómenda fjölmiðlarannsóknadeild- ar tæknistofnunar Massachusetts- Ef spár Nicholas Negroponte ganga eftir munu Barbie- dúkkur ekki fara varhluta af net- væöingunni á næstu árum. háskóla en sá skóli þykir einn sá al- besti á sviði vísinda í heiminum um þessar mundir. Negroponte segir að allar spár sérfræðinga um þessar mundir vanmeti vöxt Internetsins gróflega. „Hinn stafræni heimur vex svo hratt um þessar mundir að rúm- ur milljarður manna verður farinn að nýta sér Netið um þetta leyti á næsta ári,“ segir hann. Þróunarlöndin mikilvæg Stór hluti þessa vaxtar mun eiga sér stað í þróunarlöndunum að hans mati en þáttur þeirra í útbreiðslu Netsins hefur verið vanmetinn ef marka má skoðun gúrúsins. „Sum lönd sem margir hafa ekki séð fyrir að verði öflug á þessu sviði munu þróast mjög hratt á næstu mánuð- um,“ segir hann. En það er ekki bara fólkið sem verður nettengt heldur verða hin ýmsu heimilistæki og vörur af ýmsu tagi i sam- bandi við Netið. Fyrr á þessu ári tilkynnti t.d. Electrolux að það hefði hafið framleiðslu á „gáfúðum", nettengd- um ísskáp sem getur pantað vörur sem vantar beint frá verslunum á Net- inu. Tölvuvæddir hurðarhúnar En þetta er samt ekki það mikil- vægasta, að mati Negro- ponte, því minni vörur af ýmsu tagi munu ryðj- ast inn á mark- aðinn á næst- unni. Slíkar vör- ur, eins og t.d. leikfóng, eru keyptar og endumýjaðar mun oftar. „Hversu oft kaupir maður ísskáp?" spyr hann. „Imyndið ykkur frekar Barbie-dúkkur. Það verða líklega fleiri Barbie-dúkkur tengdar við Netið heldur en Banda- ríkjamenn eftir tíu ár.“ Hann sér jafnframt fyrir sér aö hlutir eins og hurðarhúnar muni verða tölvuvæddir innan skamms. „Það er ljóst að hurðarhúnn sem sér, hlustar og talar getur gert mun fleiri hluti en venjulegur hurðarhúnn. Ef hann sér mig ganga að dyrunum með fullar hendur af innkaupavörum get- ur hann opnað fyrir mig. Svo getur honum verið umhugað um öryggi heimilisins og því spyr hann mig um skírnarnafn ömmu minnar áður en hann hleypir mér inn,“ segir Negroponte. Hann segir að það sem mestu muni ráða varðandi hraða þessara breytinga allra verði kostnaðurinn við fjarskipti, kostnaðurinn viö tölvutæknina sem þarf og tækni til að greiða fyrir vörur og þjónustu á Netinu. En það er ekki bara fólkið sem verður nettengt heldur verða hin ýmsu heimilistæki og vörur afýmsu tagi í sambandi við Netið. Fyrr á þessu ári til- kynnti td. Electrolux að það hefði hafið fram- leiðslu á „gáfuðum“ nettengdum ísskáp sem getur pantað vörur sem vantar beint frá verslunum á Netinu. Nýja VIT-þjónustan: Færir Netið i farsimana - mikil eftirspurn fyrstu vikuna Með GSM-símanum eru notendur sítengdir Netinu og geta séð upplýsingaveit- ur á Netinu án þess að tengjast í gegnum tölvu. íslendingar eru smám saman að upplifa útvíkk- un Netsins í hin ýmsu tæki og tól og þá sérstak- lega GSM-síma um þessar mundir. Um nokkurt skeið hafa menn getað lesið tölvupóst sinn í slíkum símum og fengið sendar upplýsingar um ýmislegt eins og t.d. íþróttaúrslit og hreyfingar á bankareikningum. Fyrir skömmu var svo kynnt enn ein nýjungin fyrir farsímaeigendur á að nýta sér þjónustu sem hingað til hefur einungis fundist á Netinu. Þetta er VIT-þjónustan sem Lands- síminn, Vísir.is og Flugleiðir bjóða upp á. Góðar viðtökur VIT-þjónustan byggist á því að notendur senda með GSM-síma beiðni um ákveðnar upplýsingar og fá þær síðan sendar aftur í símann sem SMS-smáskilaboð. Þannig er hægt að nálgast upplýsingar með einfaldari hætti en áður hefur þekkst og nýta sér eiginleika tækn- innar til hins ýtrasta. Viðtökur á þessari þjónustu hafa verið mjög góðar og á fyrstu vikunni sóttu um 2000 manns sér Gagnakort sem gera fólki kleift að nýta sér VIT. Með GSM-símanum eru notendur sítengdir Netinu og geta séð upplýs- ingaveitur á Netinu án þess að tengjast í gegnum tölvu. Þannig er hægt að fá sendar í símann helstu fréttir sem er að flnna á Vísir.is, hvort sem um er að ræða fréttir af innlendum eða erlendum vettvangi, nýjustu fréttimar úr íþróttaheimin- um frá DV-Sport eða lottótölur kvöldsins. VIT býður einnig gegn- um Vísi.is upp á nýjustu fréttir af veðri um allt land og er þá hægt að velja af hvaða landshluta maður vill fá veðurlýsingu og veðurspá. Fjölbreyttar upplýsingar Fókus á* Vísi.is er upplýsinga- brunnur um allt það helsta sem er að gerast í skemmtana- og menning- arlífi höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar. Með VIT-þjónustunni er hægt að fá upplýsingar um tón- list, leikhús, myndlist og kvikmynd- ir. Boðið er upp á þá nýbreytni að slá inn sýningartíma og fá yfirlit yfir allar kvikmyndasýningar sem eru í boði á þeim tíma. Þá verður SMS leikur með veglegum vinning- um í boði fyrir notendur VIT- þjónustunnar. Viðskiptavefinn á Vísi.is er einnig að frnna í VIT-þjónustunni þar sem fá má nýjustu fréttir úr við- skiptaheiminum frá Viðskiptablað- inu. Þá er hægt að sjá tilkynningar af Verðbréfaþingi og helstu gengis- hækkanir og lækkanir á hlutabréfa- markaði. Hægt er að fletta upp á gengi einstakra hlutabréfa, sjá er- lendar hlutabréfavísitölur og myntgengi erlendra gjaldmiðla. Fréttir af flugi Flugleiða er svo hægt að fá í þessari þjónustu þar sem hægt að fylgjast með flugi til og frá Keflavik og fá upplýsingar um seinkanir á flugi og öðru sliku. Ef notandi hefur gert fyrirspum um tiltekið flugnúmer fær hann sjálf- krafa að vita ef breyting hefur orðið á því flugi frá því að hann gerði fyrirspumina. Einnig býður Siminn GSM upp á leit í símaskrá, þar sem notandinn getur stimplað inn símanúmer og fengið upplýsingar um það hver sé rétthafi viðkomandi símanúmers. Einnig er hægt að fylgjast með stöðu símareiknings eiganda við- komandi GSM-síma og skoða tölvu- póstinn sinn eða senda tölvupóst beint frá simanum. Þjónustan mun aukast Til að geta nýtt sér þjónustu VITs er nauðsynlegt að hafa Gagnakort, sem er nýtt símkort sem gengur í alla nýjustu GSM-símana. Viðskiptavinir Simans GSM geta nálgast slík kort ókeypis í verslunum Símans. Til þess að vita hvort maður eigi síma sem hæfir kortinu þarf að komast að því hvort síminn bjóði upp á notkunarmöguleika sem á ensku kallast „Sim Application Tool Kit.“ Ekki er nauðsynlegt að skipta um símanúmer til að geta notað Gagnakortið, ekki þarf flóknari að- gerð en að setja kortið í og kveikja á símanum. Sú þjónusta sem nú er í boði er einungis upphafið, fleiri þjónustu- lindir munu bætast við innan skamms og því verður brátt hægt að sækja gríðarlegt magn upplýsinga af ýmsu tagi gegnum VIT. Þá er Visir.is að þróa ýmsa nýja leiðir til að veita aukna þjónustu og auð- velda notendum að nálgast upplýs- ingar, vöru og þjónustu með einfold- um hætti. Það er því ljóst að íslenskir GSM-símaeigendur geta búið sig undir aö fara að nota síma sína til ýmissa annarra hluta en að hringja úr þeim í framtíðinni. -KJA Hægt er að fá fjölbreytta þjónustu með VIT-kerfinu sem kynnt var al- menningi í síðustu viku. Meðal annars er hægt að lesa helstu fréttir á Vísir.is í GSM-símanum. Kjartan Pierre Emilsson og Þórarinn Stefánsson hjá Oz telja að iPulse-samskiptahugbúnaðurinn muni bylta samskiptamáta fólks f framtíðinni. DV-mynd Hilmar Þór iPulse-hugbúnaðurinn frá Oz: Samskiptamáti framtíðarinnar - stýrir því hverjir ná sambandi við mann og hvernig Eitt af megin- verkefnum tölvufyrirtækis- ins Oz síðustu misserin hefur verið þróun samskiptahugbúnaðarins iPulse sem fyrirtækið hefur verið að vinna að í samvinnu við Ericsson. Sá búnaður byggist á að halda utan um samskipti einstaklingsins við umheiminn, hvort sem þau eru um síma, farsíma, tölvupóst eða ein- hver önnur slík tól. DV-Heimm' hefur velt þessum málum talsvert fyrir sér og kom sér í samband við þá Þórarin Stefánsson, markaðs- stjóra OZ í Evrópu, og Kjartan Pierre Emilsson, sem ber titilinn „Chief Technical Officer" hjá Oz, og bað þá að útskýra þetta fyrir- bæri nánar. „Það sem iPulse gerir fyrst og fremst er að einfalda mönnum að vera í sambandi við umheiminn hvenær sem er, með þeim hætti sem hentar þeim best,“ segir Kjartan. „Búnaðurinn gegnir því mótsagna- kennda hlutverki að annars vegar hámarka aðgengi umheimsins að einstaklingnum og hins vegar gera honum kleift að stjóma því að miklu leyti með hvaða hætti umheimurinn hefur samband við hann.“ Samskiptum stjórnað Þannig geta notendur iPulse sett ákveðnar reglur í iPulse, t.d. um það hvenær hægt eigi að vera að ná í þá, og þá með hvaða hætti. Er t.d. ein- ungis hægt að senda manni tölvu- póst þessa stundina, eða er hægt að ná í mann í heimasímann eða far- símann? Jafnframt er hægt að setja reglur um það hveijir geta náð sam- bandi við mann með þessum hætti. Þannig er mögulegt sem dæmi að útiloka eða takmarka símtöl frá vinnufélögum meðan notandi iPulse er heima hjá sér eða öfugt. Nákvæmara dæmi er svo t.d. hægt að taka um mann sem er að fara á mikilvægan fund. Hann gerir iPulse grein fyrir því að ekki megi trufla hann og því beinir hugbúnaö- urinn fólki annað en í farsíma hans eða vinnusímann á meðan á fundin- um stendur, t.d. í talhólf. En fundur- inn er samt ekki svo mikilvægur að ákveðið fólk megi ekki trufla hann. Þannig getur viðkomandi haft kveikt á símanum á meðan á fundin- um stendur án þess að eiga á hættu að fá óæskileg símtöl á meðan. Eitt auðkenni „Það sem skiptir einnig miklu máli hvað þetta varðar er að í fram- tíðinni þarf fólk ekki að gefa öðrum upp símanúmer eða neitt slíkt," bæt- ir Þórarinn við. „Það gefur aðeins upp iPulse-auðkenni sitt, sem er nægilegt til að alltaf sé hægt að ná i viðkomandi, jafnvel þótt hann sé breyti símanúmerinu sínu, netfang- inu eða einhverju öðru. Þetta er þvi verulega hentugt miðað við það sem við þekkjum í dag, þar sem hver og einn hefur e.t.v. fjölmörg síma- númer og netföng." Þetta þýðir einnig að ef maður vill ekki að einhver nái í sig lengur þarf ekki að breyta símanúmerinu sinu, heldur einungis útiloka hann með iPulse. Eina leið viðkomandi til að ná sambandi var gegnum iPulse- auðkennið og þar sem búið er að loka fyrir hann í kerfinu nær hann ekki sambandi við mann með neinu fjarskiptatæki. iPulse sér um að versla En þeir Þórarinn og Kjartan sjá fyrir sér að möguleikar iPulse í framtíðinni geti aukist verulega um- fram þetta með nýrri tækni. „Gæði og möguleikar á fjarskiptamarkaðin- um munu vaxa gríðarlega á næstu misserum," segir Þórarinn. „Meðal þess sem stefnt er að að iPulse geti gert er að annast viðskipti fyrir not- endur sína. Þegar maður verslar á Netinu í dag þarf maður að gefa upp verulega mikið magn upplýsinga í hvert sinn. Við sjáum hins vegar fyrir okkur að iPulse geti annast allt slíkt fyrir fólk í framtíðinni. Þegar notandinn ákveður að kaupa eitt- hvað sendir hann iPulse skilaboð mn það og þar sem allar upplýsing- ar um viðkomandi neytanda eru fyr- ir hendi í iPulse getur hugbúnaður- inn séð um að ganga frá öllum frek- ari viðskiptaaðgerðum, gefa upp heimilisfang, annast greiðslu og þess háttar." Einnig segja þeir félagar að hug- búnaðurinn muni í framtíðinni geta fylgst með markaðinum fyrir not- andann. Hann biðji t.d. iPulse um að fylgjast með flugfargjöldum milli ákveðinna staða og gera sér viðvart ef þau fari undir ákveðið verð. „Einnig má jafnvel sjá fyrir sér að hægt verði hreinlega að nota iPulse til aö láta fólk vita hvar maður er staddur," segir Kjartan. „GSM-símar virka í raun sem staðsetningartæki í dag, þar sem þeir eru sífellt að senda frá sér merki til endurvarps- loftnetanna. Þannig getur iPulse- notandi ákveðið það hverjir geti fylgst með því hvar á landinu hann er staddur og þar með þurfa menn ekki lengur að hringja 1 fólk til að spyija um slíka hluti." Á markað innan skamms En hvenær er áætlað að almenn- ingur geti farið að nota iPulse? „Við erum þegar byrjaðir að nota búnað- inn í tilraunaskyni." segir Þórarinn. „Ég get enn ekki sagt nákvæmlega hvenær við bjóðum hann almenn- ingi, en það verður þó innan skamms tíma. iPulse mun koma fyrst á markaðinn hér á landi, en við teljum að markaðurinn hér heima henti mjög vel til að kynna búnaðinn og prufukeyra hann. ís- lendingar eru mjög framarlega i net- væðingu og farsímavæðingu og því hentar ísland, ásamt reyndar flest- um löndum í Skandinavíu mjög vel til að koma snjóboltanum af stað.“ Aðspurðir hvort hinn almenni neytandi muni þurfa að kaupa sér miklar og dýrar græjur og hugbún- að til að geta nýtt sér iPulse segja þeir Þórarinn og Kjartan svo ekki Ericsson, samstarfsaðili Oz í iPulse-verkefninu, er framarlega á sviði nýjunga í fjarskiptum og fyrir skömmu kynnti fyrirtækið nýja tegund af þráðlausum símum sem nota svokallaða Bluetooth-tækni. Slík tækni mun að öllum líkindum verða mikilvæg í fjarskiptum framtíðarinnar. ¥• vera. Notkun iPulse er að mestu byggð á því að notandinn kaupi sér þjónustu af símafyrirtæki sem síðan tekur gjald fyrir þá þjónustu sem hver og einn kýs að nota. Ekki eigi að þurfa að kaupa viðbótartæki af neinu tagi til að geta nýtt sér iPulse. DV-Heimur biður Þórarin svo að lokum að segja frá því hvemig markaðssetning iPulse hafi gengið erlendis að undanfomu. „Viðtökum- ar við hugbúnaðinum og hugmynd- inni bak við hann hafa verið veru- lega góðar. Það er alveg ljóst að við erum með mjög góða vöru í höndun- um, sem hefur fengið mjög góðan hljómgrunn alls staðar þar sem við höfum kynnt hann. Við höfum í Ericsson geysilega góðan bakhjarl á þessum markaði og því held ég að al- menningur bæði hér heima og er- lendis geti farið að búa sig undir að nýta sér alla þá kosti sem iPulse hef- ur í for með sér í framtíðinni.“ -KJA „Meðalþess sem stefnt er að að iPulse geti gert er að annast viðskiptí fyrir notendur sína. Þegar maður verslar á Netinu nú þarf maður að gefa upp verulega mikið magn upplýsinga í hvert sinn. Við sjáum hins vegar fyrir okkur að iPulse geti annast allt slíkt fyrir fólk í framtíðinni.“ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.