Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 23 [ LJ‘ "j'/JuTvj'' Lítill, minni, minnstur Vlsindamönn- um hjá Bell- rannsóknarstof- unum hefur tekist að smíða minni smára (transistor) en hingað til hefur þekkst. Smár- inn er 2000 sinnum minni en breidd hárs. Þessi völundar- smíð gerir það að verkum að hægt er að minnka hluti eins og örgjörva enn frekar sem svo aftur þýðir að hægt er að gera enn þá hraðari örgjörva. Áætla vísindamennirnir að þessi ofursmári muni koma í stað hefðbundinna smára inn- an fárra ára. Dótabúð í basli Bandaríska leikfangaversl- unarkeðjan Toys R Us hefur síðustu mánuði verið að vinna að vefsíðu fyr- irtækisins. Vinnan við síðuna hefur tekið langan tima þar sem forráðamenn verslunar- keðjunnar vildu hafa allt í góðu lagi fyrir jólaösina. Eitthvað virðist þó hafa far- ið úrskeiöis þar sem vefsíðan lognaðist út af á fyrsta degi vegna fjölda heimsókna. Þessi atburður gerði það að verkum að hefta varð aðgang að síð- unni. Þetta kemur sér illa fyr- ir Toys R Us þar sem slikt fæl- ir viðskiptavini frá þeim og til samkeppnisaðila. Stærsti sam- keppnisaðili Toys R Us á Net- inu er eToys en þeir hafa selt þrefalt meira af vörum á Net- inu en Toys R Us. Þetta klúður er aðeins einn hlekkur í viðbót í sögu Toys R Us á Netinu sem hefur veriö þymum stráð frá byijun. Ridge Racer64 Nú hafa komið út fjórir Ridge Racer-leikir fyr- ir PlayStation leikjatölvuna og hafa leikimir fylgt PlayStation vélinni frá því á fyrsta degi hennar. Ekki hafa Ridge Racer- leikimir komið út á öðrum far- artækjum fyrr en nú, en búið er að tilkynna að Nintendo 64 leikjatölvan muni fá að keyra leikinn eftir skamman tíma. Þar er á ferðinni örlítið breytt útgáfa á íjórða Ridge Racer- leiknum sem kom fyrst út snemma á þessu ári á PlaySta- tion-vélinni. Áætlaður útgáfu- dagur Ridge Racer 64 er 14. febrúar 2000. Nintendo 64 eig- endur geta farið að spýta í lóf- ana og æfa bensínputtann. Styttist í útgáfudag: PlayStation 2 ekki bara leikjatölva - Sony kynnir möguleika PS2 Mikið var um dýrðir þegar þeir Sony-menn kynntu PlayStation 2 og fleiri græjur á Comdex í síðustu viku. Meðal annars kom sjálfur George Lucas á sviðið með þeim og sýndi nýja tegund af kvikmyndatökuvélum frá Sony, sem sagt er að verði notaðar við tökur næstu Stjörnustríðsmyndar. Það er allt á fúllu þessa dagana hjá Sony við að koma saman öll- um púslunum í PlayStation 2 leikjatölvunni. Ekki er langt að bíða þess að tölvan komi á markað í Jap- an en það mun gerast snemma á næsta ári, nákvæmlega laugardaginn 4. mars árið 2000. Nú þegar er Sony-fyrirtækið farið að upplýsa hvað PS2 muni innihalda. Á tölvuráðstefnunni Comdex í Banda- ríkjunum í síðustu viku létu Sony meira uppi um innvols leikjatölvunn- ar en þeir hafa viljað gera til þessa. Greinilegt er að Sony er komið í sölugírinn. Á ráðstefnunni, sem fram fór í Las Vegas, kynnti Sony PlayStation 2 sem eins konar afþreyingarpakka fyrir heimilið. DVD eða ekki DVD Nú er loks harðákveðið eftir mikl- ar vangaveltur að PlayStation 2 muni koma til með að spila DVD-diska, bæði fyrir gögn og eins fyrir kvik- myndir. Einnig mun geisladrif tölv- unnar geta lesiö CD-Rom og hefð- bundna hljóðdiska. í bígerð er einnig að búa tölvuna USB-tengingu og IEEE-1394 tengingu. Þessar tengingar gera fólki kleift að tengja hin ýmsu jaðartæki við vélina og að tengja leikjatölvuna við Netið. Sony-fyrirtækið áætlar aö PlaySta- tion 2 geti nýtt sér breiðband við gagnaflutning og ráp á Netinu. Sjá Sony-menn fyrir sér að eigendur leikjatölvunnar geti hlaðið niður til dæmis nýja leiki sem verði þá seldir á Netinu. Það er mjög svo sniðugt hjá Sony-fyrirtækinu að festa sig ekki með einhverja eina tegund af módemi þar sem þróunin í þeim málum er það hröð að eftir árið væri 56k módem kannski orðið algjörlega úrelt eða eitthvað enn betra komið á skikkan- legt verð. Það sem allt snýst um Það hefúr mikið að segja fyrir Sony að halda dyggum PlayStation-vinum til streitu og þess vegna munu öll jað- artæki gömlu PlayStation-vélarinnar, TOCA 3 í framleiðslu TOCA bíla-tölvuleik- imir hafa verið í upp- áhaldi hjá mörgum leikjavinum í gegnum tíðina. Nú þegar hafa komið út tveir TOCA-leikir og hafa þeir báðir þótt bráðvel heppnaðir. Leikjaframleiðandinn sem gefur TOCA-leikina út, Codemasters, er einmitt þekktur fyrir frábæra akst- ursleiki en fyrirtækið gaf meðal ann- ars út leikinn Colin MacRae Rally. Nú er hafm vinna við þriðju útgáfuna á TOCA og er hún vel á veg komin. Þessi útgáfa mun verða sú síðasta í röðinni á PlayStation-vélinni en lík- lega mun serían halda áfram á PlayStation2-leilgavélinni. Hingað til hafa TOCA-leikimir gerst í Bretlandi eingöngu, enda fer TOCA-aksturskeppnin fram þar í landi. 1 útgáfu þrjú munu hins vegar einnig verða frægar akstursbrautir víðs vegar í veröldinni. Þar á meðal eru þekktar brautir úr Formúlu 1 kappakstrinum eins og Hockenheim (Þýskalandi), Susuka (Japan) og Monsa (Ítalíu). Útgáfudagur leiksins hefúr ekki verið ákveðinn endanlega en búist er við að hann komi út snemma á næsta ári. eins og stýripinnar og minniskort, virka fyrir PlayStation 2 leikjatölv- una. Eiginlega er hægt að segja sem betur fer þar sem fáir stýripinnar em eins vel hannaðir og analog- stýripinni PlayStation vélarinnar. Einnig er það komið á hreint að gömlu leikirnir virka á nýju leikja- vélinni. Það sem skiptir þó mestu máli í þessu öllu saman em nýju leik- imir. Nú þegar er búið að ákveða hvaða leikir munu koma út um leið og PlayStation 2 í Japan. Þar em leik- ir eins og New Ridge Racer (Namco), Sony-fyrirtækið áætlar að PlayStatíon 2 geti nýtt sér breiðband við gagnafíutning og ráp á Netinu. Sjá Sony-menn fyrir sér að eigendur leikjatöfvunnar geti hlaðið niður til dæmis nýja leiki sem verði þá seldir á Netinu. Tekken Tag Tournament (Namco), Gran Turismo 2000 (Sony), The Bouncer (Square) og Street Fighter EX3 (Capcom). Alls verða byrjunar- leikirnir 12 talsins. Ekki er víst að sömu leikimir fylgi útgáfu leikjatölvunar í Bandaríkjun- um og Evrópu en áætlaður útgáfu- mánuður PlayStation 2 í Bandarikj- unum er september 2000. -sno Ár aldraðra Málþing um akstur eldra fólks... D a g s > r ý ..verður haldið í Ásgarði, félagsheimili Félags eldri borgara í Glæsibæ, þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 13:15-17:00 kl. 13:15 Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs setur málþingið. kl. 13:20 Ávarp dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur. kl. 13:30 Ávarp Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara. kl. 13:35 Aldursskipting íslensku þjóðarinnar. Þróun undanfarinna ára og áætluð fjölgun aldraðra til ársins 2010. Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri manntals- og mannfjöldadeildar Hagstofu íslands. kl. 13:55 Heilbrigðiseftirlit með öldruðum - hvaða heilsufarsleg vandamál koma helst í veg fyrir að aldraðir geti ekið bifreið? Helga Hansdóttir, læknir á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Landakoti. kl. 14:15 „Gott er heilum vagni heim að aka", myndband Umferðarráðs. Aðalleikendur Marinó Þorsteinsson og Sólrún Yngvadóttir. kl. 14:35 Hvernig er hægt að auka öryggi bilstjóra á efri árum og lengja þann tíma sem fólk ekur bifreið með sæmd? Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs og Guðbrandur Bogason, formaður ökukennarafélags íslands. kl. 15:00 Kaffihlé. kl. 15:30 Hvers konartjónum lenda eldri ökumenn helst í? Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá-Almennra trygginga hf. kl. 15:50 Hvað er erfiðast fyrir aldraða ökumenn að fást við f akstri? Guðmundur Þorsteinsson, ökukennari. kl. 16:10 Sjónarmið eldri bílstjóra: Guðrún S. Jónsdóttir, húsmóðir, sem ekurennþá bíl. Páll Gíslason læknir, sem er hættur akstri. kl. 16:25 Hver er besta leiðin til að fá aldraða ökumenn, sem ekki eru lengur færir um að aka, u, til þess að láta af því? Hjördís Jónsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi. kl. 16:40 Aldraðir ökumenn - takmarkanir - áhætta , sérstakur kostnaður þegar komið er yfir sjötugt. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. E|l kl. 16:55 Samantekt og málþingsslit: Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. I I ár ' a Að málþinginu standa Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, _________Landssamband eldri borgara og Umferðarráð.____ Fundarstjóri: Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis. Hreyfing og teygjur: Soffía Stefánsdóttir, (þróttakennari. Harmoníkuleikur: Emst F. Backman, íþróttakennari. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kaffiveitingar í boði Sjóvá-Almennra trygginga hf. FELAG ELDRI BORGARA LANDSSAMBAND ELDRIBORGARA yUMFERÐAR \ RÁÐ '/!ÍJl/iF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.