Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 1
Stoke vill fá Marel Stjórnarmenn í ís- lendingaliðinu Stoke City hafa sett sig i samband við Breiða- blik með það í huga að fá hinn unga og stór- efhilega Marel Bald- vinsson til liðs við sig. Um yrði að ræða láns- samning fram á vor likt og hjá KR-ingun- um Sigursteini Gísla- syni og Einari Þór Daníelssyni. Ef um semst mun Marel fara til Stoke eftir áramót- in. -GH Hörkuleikir í bikarnum í gær var dregið til 8-liða úrslitanna í bik- arkeppni karla- og kvenna í handknatt- leik. Hjá körlunum lítur drátturinn þannig út: Grótta/KR-Víkingur Srjarnan-Aftureld- ing . HK-ÍR Valur-Fram Leikirnir eiga að fara fram 7. og 8. des- ember. Hjá konum drógust þessi lið saman: Fram-Valur Stjarnan-Haukar Afturelding-ÍR Grótta/KR-FH Leikirnir hjá konum eiga að fara fram 10.-12. desember. -GH Iverson frá í 3-6 vikur Allen Iverson, besti leikmaður Phila- delphia '76ers liðsins í NBA-deildinni í körfuknattleik, brotn- aði á þumalfingri í leik gegn meisturum SA Spurs i fyrrinótt. Þum- ail Iversons á skot- hendinni brotnaði og verður hann frá keppni í 3-6 vikur. Iverson er stiga- hæsti leikmaðurinn í NBA á þessu tímabili með 30,8 stig að með- altali i leik og hann hefur átt 4,4 stoðsend- ingar. Mikil meiðsli herja á leikmenn Philadelphia en auk Iversons eru Matt Geiger, Theo Ratliff og Torone Hill allir á sjúkralista. -GH Guðjón Þórðarson fylgist með lærisveinum sínum í Stoke í leiknum gegn Wycombe í gærkvöld, óræður á svip. DV-mynd Steve Bould/Sentinel ¦ •• Mjog katur - sagði Guðjón Þórðarson eftir stórsigur Stoke. Einar Þór skoraði Guðjóni Þórðarson var í sjöunda himni eftir að hafa stjórnað Stoke City í fyrsta skipti i ensku C-deildinni í gærkvöld gegn Wycombe. Stoke vann stóran sigur, 0-4, og lærisveinar Guðjóns lönduðu því stærsta sigri sínum á tímabilinu til þessa. „Ég get ekki verið annað en mjög kátur með þessa niðurstöðu og mér skilst að þetta hafi verið besti leikur liðsins í langan tíma. Það var mjög mikilvægt að ná sigri í þessum leik og þetta á vonandi eftir að gefa liðinu byr undir báða vængi. Eftir að við skoruðum fyrsta markið var þetta aldrei spurning og með smá- heppni hefði sigurinn getað orðið stærri," sagði Guðjón. Stoke er i 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn í gær og mætir Colchester, sem er í einu af neðstu sætunum, á heimavelli sínum á laugardaginn. Vonandi fjölmennir fólk á laugardaginn „Ég vona að þessi sigur færi stemn- ingu í bæinn og að fólk fjölmenni á leikinn á laugardaginn. Það er mjög mikilvægt að fá góðan stuðning. Mér fannst leikmennirnir upp til hópa leggja sig vel fram og skilaboðin frá mér komust til þeirra. Ég gerði bæði mannabreytingar og taktískar breytingar og ekki er hægt að segja annað en að þær hafi gengið upp," sagði Guðjón. Einar Þór Danielsson kom óvænt inn á i liði Stoke eftir 10 mínútna leik þegar Sigursteinn fór meiddur af leik- velli. Einar Þór stóð vel fyrir sínu og skoraði gott mark með því að leika á tvo varnarmenn Wycombe og mark- vörðinn að auki áður en hann renndi knettinum í net Wycombe. Varð orðinn mjög þreyttur „Það var auðvitað gaman að byrja svona en ég átti alls ekki von á að koma svona snemma inn á. Ég er ekki í sem bestri æfmgu og þegar á seinni hálfleikinn leið var ég orðinn mjög þreyttur og fór út af á 70. mínútu. Við vorum miklu betri aðilinn og átrum að geta skorað fleiri mörk. Ég veit ekki hverjir mótherjarnir verða i næsta leik enda þekki ég fæst liðin í þessari deild," sagði Einar Þór við DVeftir leikinn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.