Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4
22 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 JLlV fjármál Langtímalán Seðla- banka íslands: 4 milljarða læklcun - gjaldeyrisforðinn dróst saman í október Erlend skammtímalán Seðla- banka íslands hækkuðu um 1,1 milljarð króna í október en lækkuðu um 2,7 milljarða M ára- mótum til loka október. I lok október námu erlend langtímalán bankans 1,1 milljarði króna og höfðu lækkað um 4 miiljarða króna M ársbyrjun, sam- kvæmt eöiahagsreikningi bankans. Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 0,6 miiljarða króna í októ- ber og nam í lok mánaðarins 34,1 milljarði króna (jafiivirði 479 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Frá ársbyrjun hafði forðinn styrkst um 4,4 milljarða króna. Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum nam 8,3 milljöröum króna í októberlok miðað við markaðsverð og lækkaði um 0,5 milljarða króna í mánuðinum. Lækk- unin fólst öll í sölu og innlausn ríkis- víxla. í lok mánaðarins nam ríkis- víxlaeign bankans 1,9 milljörðum króna. Sun Life á íslandi: Öryggi um- fram allt - segir Karl Jónsson Sun Life er breskur söfnunarlíf- tryggingasjóður sem er án efa langstærstur þeirra sjóða sem seija þjónustu sína á íslandi. Hann var stofhaður 1810 og á árunum 1880-1890 var byijað að bjóða upp á sérstakan spamaðarsjóð fyrir efri árin, nokkrum áratugum áður en ríkislif- eyrir kom til sögunnar. Helsta gagnrýni íslenskra söfiiunar- llfeyrissjóða á erlendu sjóðina, eins og Sun Life, er að þjónusta þeirra er- lendu sé mun dýrari en íslensku sjóð- anna. Karl Jónsson hjá Trygginga- miðlun íslands, sem hefur umboð fyr- ir Sun Life, segir öryggið að baki slíkri söfiiun, ávöxtun og hvað menn fái greitt út að lokum skipta öllu máli í slíkum viðskiptum. Sun Life hefur 2,4 milljónir viðskiptavina og greiðir t.d. yfir 800 miHjónir króna á dag til sjóðfélaga sinna. Breska ríkið ábyrgist 90% skuldbindinga sjóðs félagsins og því þarf fólk ekki að óttast um sinn hag ef sjóðurinn hættir starfsemi af einhverjum ástæðum. Richard Clark, þróunarstjóri AXA Group, sagði í samtali við DV að í Sun Life-sjóðnum væru nú um 40 milljarð- ar sterlingspunda. „Sem dæmi um styrk og öryggi sjóðsins þá er hann hluti af alþjóðafyrirtækinu AXA Group sem er eitt stærsta trygginga- og fiárfestingafyrirtæki heimsins. Sun Life Group og AXA Equity & Law sameinuðust undir viðskiptaheitinu AXA Sun Life sem er nú hluti af al- þjóðafyrirtækinu AXA Group. Sjóðir þessa alþjóðafyrirtækis eru 400 millj- arðar sterlingspunda og starfar það í yfir 60 löndum. Vegna stærðar sjóðs- ins og vegna þeirrar staðreyndar að Sun Life hefúr nú starfað í nærri tvö hundruð ár og er ríkistryggður sjóður þá á öryggi viðskiptavinanna að vera tryggt. Ef sjóðurinn getur af einhveij- um ástæðum ekki staðið við skuld- bindingar sínar þá ábyrgist ríkissjóð- ur greiðslur til viðskiptavina Sun Life samkvæmt breskum lögum." -HKr. íslendingar hafa aldrei ferðast meira: 32 milljörðum eytt í útlöndum - 249 þúsund ferðast til útlanda á þessu ári Islendingar ferðast mikið og kostnaður vegna ferðalaga hefur aukist hröðum skref- um á undanförnum misserum. Áætlað er að útgjöldin vegna þessa á yfirstandandi ári verði um 32 milljarðar króna sam- kvæmt upplýsingum í Hagvísi, fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar. Samfara hækkandi ráðstöfun- artekjum á undanfömum árum hafa ferðalög íslendinga til ann- arra landa aukist verulega. Á ár- inu 1995 komu tæplega 163 þús- und íslendingar frá útlöndum en í ár er gert ráð fyrir að þeir verði um 249 þúsund sem samsvarar um 9% meðalaukningu á ári. Á árinu 1995 kostuðu ferðalög Islendinga til útlanda 18,6 millj- arða króna á verðlagi ársins 1999 en í ár er gert ráð fyrir að út- gjöldin verði um 32 milljarðar sem er 11% árleg meðalaukning á tímabilinu. Meðaleysla í hverri ferð hækkaði í fyrra eftir sam- fellda lækkun allan þennan ára- tug. í ár er gert ráð fyrir að hún haldist óbreytt frá fyrra ári. ís- lendingar hafa verið nettóinn- flytjendur á ferðaþjónustu um árabil. Á árinu 1999 er gert ráð fyrir að tekjur hér innanlands af erlendum ferðamönnum verði 16 1/2 milljarður króna og að far- gjaldatekjur verði rúmlega 12 milljarðar. Komur íslendinga frá útlöndum og útgjöld erlendis -1990 611999 íslendingar hafa aldrei ferðast meira til útlanda en á þessu ári. íslenski hlutabréfamarkaðurinn vex hratt: Eðli verð- bréfa Skuldabréf Skuldasbréf bera yfirleitt ákveðna vexti og tekjur af þeim geta því verið nokkuð stöðugar. Bæði er um að ræða verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf. Verðmæti þeirra hveiju sinni tekur mið af því hvort vextir á markaði hækka eða lækka. Eftir þvi sem styttra er í gjaldaga, minnka sveiflumar á verðmætum þeirra og öfugt. Hlutabréf Hlutahréf segja til um eignar- rétt í fyrirtæki en bera ekki vexti eða veröbætur. Ávöxtunin kemur fram í arðgreiðslu sem fyrirtækin greiða út og hækkun á gengi þeirra á markaði. Verð- mæti hlutabréfanna getur sveifl- ast mjög mikið en reynslan hef- ur sýnt að engin önnur tegund verðbréfa skilar hærri ávöxtun til langs tíma. Hlutabréf eru því í eðli sínu langtímafjárfesting. Erlend hlutabréf og skuldabréf Erlend hlutabréf og skulda- bréf lúta sömu lögmálum og innlend verðbréf. Mismunurinn felst einkum í ólíku efnahags- umhverfi sem hefur áhrif á ávöxtun bréfanna. Erlend hluta- bréf geta gefið mjög góða ávöxt- un en líkt og með innlendu hlutabréfin er áhættan fólgin í miklum sveifium á ávöxtun og því eru þau heppilegri sem lang- tímafjárfestingakostur. Tækifæri á nýrri öld - segja verðbréfamiðlararnir Bragi Smith og Viggó E. Hilmarsson Verðbréfamiðlararinn Bragi Smith og Viggó E. Hilmars- son hjá Verðbréfastofunni segja íslenska hlutabréfamarkaðinn hafa vaxið hratt á þessu ári, við- skipti hafa aukist jafnt og þétt og si- fellt fleiri kaupa hlutabréf. „Þetta er mjög jákvæð þróun því hlutabréfaeign sem hlutfall af spamaði hér á landi er enn innan við 10% en hún mætti vera mun hærri. Víða erlendis er t.a.m. þetta hlutfall þrisvar til fiórum sinnum hærra. Nokkrar ástæður eru fyrir þessu lága hlutfalli að okkar mati. Sú fyrsta er að stutt er siðan íslend- ingum stóð til boða að fiárfesta í skráðum hlutabréfum, önnur er sú markaðurinn er smár í samanburði við erlenda markaði og að skortur á upplýsingum frá fyrirtækjum hefur haft neikvæð áhrif á hlutabréfa- markaðinn. Þess ber þó að geta að undanfarið hefur íslenski markað- urinn þróast nær lögum og reglum erlendra markaða, sem er jákvætt og mun styrkja trú fiárfesta á hluta- bréfum, þó enn megi bæta reglur um innheijaviðskipti. Mest fjárfest fyrir ára- mót Úrvalsvísitala aðallista hefur hækkað um 30% frá áramótum sem er góð hækkun. Markaðurinn er enn í sókn og telja verður að víða séu tækifæri. Á undanfórnum árum hafa hlutabréfakaup aukist jafnt og þétt yfir árið en enn er mest fiárfest fyrir áramót, þar sem fólk er að nýta sér skattaafslátt. Einstaklingur sem fiárfestir fyrir 133.333 kr. lækkar tekjuskatt sinn um 30.672 kr. Hjón þurfa að Qárfesta fyrir 266.667 kr. til að lækka tekju- skatt sinn sem nemur 61.344. Hér er því tilvalið tækifæri til þess aö lækka tekjuskatt og um leið að eiga Hlutabréfamarkaðurinn vex hratt Á sama tíma og hlutabréfamark- aðurinn á íslandi vex hratt hefur sömu þróunar víða gætt erlendis. tæki Norðurlanda og Matteus-verð- bréfafyrirtækisins, sem er framar- lega i greiningu á tæknifyrirtækj- um sem eru í hraðri sókn. Sú ráð- gjöf hefur leitt til aukinna tækifæra til að minnka áhættu í eignasöfnum fiárfesta en engu að síður aukið ávöxtun safn- anna til muna. Vænlegir fiár- festingakostir eru því bæði innanlands sem og erlendis," segja þeir félag- ar Bragi og Viggó. Áður var talið að meiri áhætta fylgdi kaupum í erlendum hluta- bréfum. Við teljum hins vegar að hlutfall á milli innlendra og er- lendra verðbréfa í eignasafni skuli vera a.m.k. jafnt til að dreifa áhættu. Undanfarin ár hefur Verðbréfa- stofan hf. verið leiðandi í kynningu í fiárfestingartækifærum á Norður- löndunum. Hefur Verðbréfastofan notið ráðgjafar Camegie, sem er eitt stærsta og virtasta veröbréfafyrir- Verðbréfamiðlararinn Bragi Smith (situr við tölvu) og Viggó E. möguleika á vænni ávöxtun til lengri tíma. Bréf keypt árið 1999-2000 þarf að eiga yfir 5 áramót, séu þau seld innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluár- inu, nema keypt séu bréf á sama ári og eigi síðar en 30 dögum frá sölu. Fjárfestar ættu því ávallt að vera vakandi fyrir sölu- og kauptækifær- um, því eins og áður kemur fram er hægt að selja og kaupa bréf án þess að missa skattaafsláttinn. Hilmarsson Þau þrjú fyrir- tæki sem Verð- bréfastofan álít- ur sem góða fiár- festingakosti eru eftirfarandi: 1) íslands- banki hf., vel rekið hlutafélag hjá Verðbréfastofunni. sem hefur skilað góöum hagnaði og framtíðarhorf- ur virðast bjartar þegar litið er til rekstar og m.a. vegna hugsanlegs samruna við annan banka. 2) Eimskip hf., flutninga- og fiár- málastarfsemi fyrirtækisins í mikl- um vexti bæði innanlands og er- lendis. Traust fiárfesting. 3) Grandi hf., vel rekið og eitt öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins sem á eignarhluta í vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.