Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 6
24 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 13 "V fjármál Mynt sem gjaldmiðill: Fyrst sleg- in af Lýd- um - fyrir um 2.600 árum Notkun peninga sem gjaldmiðils manna á milli er orðin nokkuð löng. Talið er að Lýdar hafi fyrstir manna slegið mynt á sjöundu öld fyrir Krist. Lýdía var ríki sem náði yfir mestan hluta Litlu-Asíu er það var sem víðlendast. Það var vold- ugast undir stjórn Krösosar ríka sem þó beið algeran ósig- ur fyrir Kýrosi Persakonungi árið 546 fyrir Krist. Lýdía var síðan innlimuð í Persaveldi. í okkar sögu er víða talað um skildinga sem gjaldmiðil fyrr á öldum. Skildingar eru fornevrópsk smámynt sem haföi mismunandi verðgildi eftir þvi hvar og hvenær hún var notuð. Skildingar voru not- aðir í danska ríkinu frá 15. öld og til 1873, en þó með breyti- legu verðgildi. Lengst af voru nálægt 100 skildingar í einum ríkisdal. Þó var það mismun- andi, einkum á 17. og 18. öld og fór það eftir því hvaða mynt- kerfi var notað. Þannig var 1 rikisdalur og 96 skildingar í kúrantmynt. Þá voru 102 skild- ingar í krónumynt og 108 skyldingar í spesíumynt. Framan af voru skildingar í Danmörku slegnir úr slifri en frá 1771 úr kopar. 2,2% viðbótarlífeyrissparnaður: Vaxandi fjöldi nýtir sér þetta - segir Kristján Örn Sigurðsson hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og segir margar ávöxtunarleiðir í boði Kristján Öm Sigurðsson hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum segir að fólk nýti sér í vax- andi mæli rétt til að nýta sér 2,2% viðbótarlífeyrisspamað. Samkvæmt lögum eru allir skyldugir að greiða 10% af tekjum í lífeyrissjóð, þar af eru 6% frá launa- greiðanda og 4% frá launþega. Frá síðustu áramótum var launþegum heimilt að hækka sinn hlut úr 4% í 6%. Þannig fara tvö prósent beint inn í séreignarsjóð hjá launþega. Með því að nýta sér þennan 2% rétt þá leggur ríkið í raun 0,2% ofan á það því launagreiðandi má lækka sitt tryggingargjald sem nemur 10% af þessum tveimur prósentum. Þannig eru það í raun 2,2% sem fara inn á séreignarreikning launþeg- ans. Margar leiðir í boði „Það er töluverður fjöldi sem nýt- ir sér þetta. Við bjóðum fimm fjár- festingarleiðir fyrir þennan hóp. Þar af eru þrjár hreinar hlutabréfa- leiðir þar sem ein leiðin tekur mið af hlutabréfaverði um allan heim samkvæmt Morgan Stanley vísitöl- unni, önnur leiðin tekur mið af hlutabréfum á Evrópumarkaði og síðan er leið sem líkir eftir S&P 500 vísitölunni svokölluðu sem tekur mið af gengi bréfa 500 stærstu félaga á markaði í Bandaríkjunum. Þá eru tvær leiðir til viðbótar þar sem önnur leiðin tekur af 65% hluta mið af skuldabréfamarkaði og 35% af hlutabréfamarkaði. Þessi leið er helst hugsuð fyrir þá sem vilja láta sjóðinn alfarið sjá um ávöxtun á viðbótarlífeyrisspamaði sínum og eru ekki mikið að fylgjast sjálfir með fjármálamörkuðum og vilja vera með sem minnstu áhættu. Hin leiðin, svokölluð „Leið tvö“, er enn áhættuminni og felur í sér 80% skuldabréf og 20% hlutabréf. Viðbótarsparnaðurinn erfist Þennan viðbótarlífeyri á fólk sjáift og getur byrjað að taka hann út við 60 ára aldur. Hægt er að taka peningana út á sjö árum og þeir erf- ast við fráfall viðkomandi. Raunávöxtun hjá okkur umfram verðbólgu sl. fimm ár hefur verið frá 11% upp í 30%. Þá hefur ávöxt- unin verið minnst í þeirri leið sem hefur mest vægi skuldabréfa en mest í þeirri leið sem tók miö af hlutabréfaverði í Bandaríkjunum Kristján Örn Sigurðsson. sem er jafnframt áhættusömust. Aðalatriðið er að við ráðleggjum ekki fólki sem á stutt í að taka þetta út að velja hlutabréfaleiðina. Sveifl- umar á hlutabréfamarkaðnum eru svo miklar. Ef hins vegar er verið að leggja fyrir til tuga ára eða svo geta menn setið af sér sveiflumar á markaðnum. Þó getur fólk skipt um leið hvenær sem er á tímanum án nokkurs aukakostnaðar. Menn geta t.d. farið úr þeirri leið sem tekur mið af hlutabréfamarkaði á Banda- ríkjamarkaði þegar menn telja að hann sé að ná hámarki. Þetta má gera með því einu að senda sjóðnum bréf eða tölvupóst. Lægri skattar, hærri bætur Ég held að þetta eigi eftir að aukast mikiö þegar fólk áttar sig á hagræðinu sem af þessu skapast. Þeir sem t.d. borga hátekjuskatt geta lækkað tekjuskattstofninn hjá sér og hækkað vaxtabætur og barnabætur meðan menn eru t.d. að koma sér upp húsnæði og eru með böm á framfæri. Síðan er að vísu greiddur tekjuskattur af þessu þeg- ar það er greitt út en þá er fólk búið að nýta sér möguleika til lækkunar skatta og hækkunar bóta á meðan það hafði tök á því. Inneignin er eignarskattsfrjáls og ekki er greidd- ur fjármagnstekjuskattur. Ef starfs- lokum er flýtt þá er hægt að nýta persónuafslátt sem þá myndast á móti tekjuskatti sem af upphæðinni er dreginn. Þannig eru líkur á að margir greiði aldrei skatt af þessum viðbótarlífeyrissparnaði,“ segir Kristján Örn Sigurðsson. Dæmi miðað við 150.000 kr. mán- aðartekjur og áætlaða 7,5% vexti á sparnaðartímanum: Aldur nú 25 ár. Mánaðarleg innborgun í sjóðinn 3.300 kr. Aldur við upphaf greiðslna úr sjóðnum 65 ára. Eingreiðsla í upphafi 0 kr. Árafjöldi sem greitt er úr sjóðnum 10 ár. Mánaðarleg útborgun lífeyrissparnaðar 117.712 kr. Heildareign við upphaf greiðslna úr sjóðnum 9.976.613 kr. Aldur nú 30 ár Mánaðarleg innborgun í sjóðinn 3.300 kr. Aldur við upphaf greiðslna úr sjóðnum 65 ára. Eingreiðsla í upphafi 0 kr. Árafjöldi sem greitt er úr sjóðnum 10 ár. Mánaðarleg útborgun lífeyrissparnaðar 79.054 kr. Heildareign við upphaf greiðslna úr sjóðnum 6.701.515 kr. Dæmi miðað við 200.000 kr. mánaðartekjur og áætlaða 7,5% vexti á sparnaðartímanum: Aldur nú 25 ár Mánaðarleg innborgun í sjóðinn Aldur við upphaf greiðslna úr sjóðnum Eingreiðsla í upphafi Árafjöldi sem greitt er úr sjóðnum Mánaðarleg útborgun lífeyrissparnaðar Heildareign við upphaf greiðslna úr sjóðnum Aldur nú 30 ár Mánaðarleg innborgun í sjóðinn Aldur við upphaf greiðslna úr sjóðnum Eingreiðsla í upphafi Árafjöldi sem greitt er úr sjóðnum Mánaðarieg útborgun lífeyrissparnaðar Heildareign við upphaf greiðslna úr sjóðnum 4.400 kr. 65 ára. Okr. 10 ár. 156.950 kr, 13.304.818 kr. 4.400 kr. 65 ára. Okr. 10 ár. 105.405 kr. 8.935.353 kr. Peningaútgáfa Opinber gjaldmiðill á íslandi á sér meira en tveggja alda sögu. Seðlabanki íslands hefur haft á sinni hendi útgáfu alls opinbers gjaldmiðils hér á landi, seðla og myntar, fyrst með sérstök- um samningi við fjármálaráðuneyti árið 1966 og síðan samkvæmt gjaid- miðilslögum sem sett voru 1968. Áður hafði einungis útgáfa seðla verið í höndum bankans en útgáfa myntar í forsjá ríkissjóðs. Hlutverk Seðlabanka íslands er þannig að annast seðlaútgáfu, láta slá og gefa út mynt og sjá um að ætíö sé fyrir hendi nægilegur forði seðla og sleg- inna peninga. Peningasala Seðlabankinn annast talningu og pökkun seðla og myntar til af- greiðslu til bankastofnana og dreiflr seðlum til 22 staöa utan Reykjavíkur í samvinnu við banka og sparisjóði. Seðlar eru nú gefni” út í fjórum verðgildum og mynt i fimm verðgildum, að slepptum aurum sem enn eru í umferö en , hafa ekki verið slegnir um ,f> nokkurt árabil. Þegar tilefni gefst gefur Seðlabankinn út minn- ispeninga. Ágóöi af sölu þeirra rennur til Þjóðhátíðarsjóðs sem veitir styrki til varðveislu þjóðlegra mmja menningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.