Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 7
 mm &t\ • • Om Gíslason hjá embætti Ríkisskattstjóra segir að lögiun hafi verið breytt í fyrra varðandi það hvaða hlutafélög veiti kaupendum hlutabréfa rétt til skattafsláttar. Þar er fyrst og fremst um að ræða hlutafélög sem skráð eru á Verðbréfaþingi en auk þess eru einhver félög utan Verðbréfa- þings sem falla undir þau lög og þurfa þá staðfestingu hjá Ríkisskatt- stjóra. Einar Magnússon hjá RSK segir að félög sem skráð eru beint hjá Verðbréfa- þingi Islands hafi þegar uppfyllt þau skilyrði sem krafist er í þessu sam- bandi og þau þurfi því ekki á staðfestingu RSK að halda. Hjá RSK er hins vegar fyrirliggjandi listi yfir félög sem óskað hafa eftir staðfestingu og búið var að afgreiða þann 25. október. Sá listi á væntan- lega eftir að lengjast eitthvað þann tíma sem eftir lifir til áramóta. Sækja þarf um staðfestingu til RSK á hverju ári. Kaup á hlutabréfum í öllum þeim félögum sem staðfest- ingu hljóta á þessu ári og til ára- móta faUa undir ákvæði laga um skattaafslátt. Þessi hlutafélög voru búin að hljóta staðfestingu hjá RSK 25.10. 1999: Alpan hf., Eyrarbakka, Ágæti hf., Reykjavik, Baugur hf., Reykjavík, Borgey hf., Höfn, Bær hf., Kirkjubæjarldaustri, Domus Medica hf., Reykjavík, Eignar- haldsfélagið Spölur hf., Akra- nesi, EJS hf., Reykjavik, Fiskeldi Eyjafjarðar hf., Akureyri, Fisk- iðjan Skagfirðingur hf., Sauðár- króki, Fiskmarkaður Suður- nesja hf., Njarðvík, Fjallalamb hf., Kópaskeri, Flaga hf., Reykja- vík, Garðastál hf., Garðabæ, Gámaþjónustan hf., Reykjavík, Gefla hf., Kópaskeri, ísinn hf., ísa- firði, íslenski hugbúnaðarsjóð- urinn hf., Reykjavík, Jöklaferðir hf., Höfn, Límtré hf., Flúðum, Nýja sendibílastöðin hf., Reykja- vík, Oddi hf., fiskverkun Patreks- firði, Omega Farma hf., Kópa- vogi, Póls-Rafeindavörur hf., ísa- firði, Samkaup hf., Kefiavík, Samskip hf., Reykjavík, Skúla- garður hf., Reykjavík, Softís hf., Reykjavík, Sparisjóður Bolung- arvíkur, Bolungarvík, Sparisjóð- urinn í Keflavík, Keflavík, Stofn- fiskur hf., Reykjavík, Tjarnir hf., Ljósavatnshreppi, Verk- og kerf- isfræðistofan hf., Reykjavík, Þorgeir & Ellert hf., Akranesi, Össur hf., Reykjavík. Listinn hér að framan er eins og áður segir ekki tæmandi fyrir þau félög sem veita rétt á skattaaf- slætti. Fjölmörg félög þurfa ekki staðfestingu hjá RSK, þar sem þau uppfylla þegar öll skilyrði við- skráningu á Verðbréfaþingi ís- lands. MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 fjármál Sparnaður er almennt of lítill segir Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lífís isspamað. Sem getur verið nauð- synlegt til að hafa nægan lífeyri þegar kemur að efri árum. Ávöxtun á söfnunarlíftrygging- um er fjölbreytt. Fólk getur valið úr mörgum leiðum úr úrvali verð- bréfasjóða til að ávaxta sína pen- inga. Við hjá Lífis bjóðum líka fyr- ir fram ákveðnar söfnunarleiðir. Þá er búið að skilgreina áhættu- þáttinn eftir því hvar fólk er statt á lífsleiðinni. Minnsta áhættan er valin fyrir elsta hópinn en áhættu- meiri leiðir fyrir þá yngri, sem geta þá jafnframt gefið meiri ávöxtun ef vel tekst til. Fólk getur síðan fært sig að vild á milli þessara söfnunarleiða. Einnig bjóðum við upp á það sem við köllum „Líflínu". Þá færist fólk sjálfkrafa á milli söfnunar- leiða eftir aldri. Um t.d. þrjátíu ára aldur er valin leið A með meiri áhættu, við fertugt leið B og leið C með minnstu áhættuna við fimm- tugsaldurinn. Siðan er leið D með minnstu áhættuna um sextugt. Söfnunarliftryggingar sem hoðn- ar eru hér á landi, bæði af inn- lendum og erlendum aðilum, eru mjög mismunandi hvað kostnað varðar. Við teljum okkur vera mun hagstæðari að því leyti. Við gætum tekið dæmi af 30 ára karl- manni sem sparar 10 þúsund kr. á mánuði í söfnunarlíftryggingu í 30 ár. Inneign í lok tímans hjá okkur getur verið yfir einni milljón króna hærri en hjá erlendu aðilun- um, miðað við sömu ávöxtun. Það er því ekki allt sem sýnist í þess- um málum og allt of mikið um að fólk skoði ekki alla möguleika sem í boði eru.“ -HKr. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lífls, segir töluvert um að fólk nýti sér réttinn til 2,2% viðbótar- lífeyrisspamaðar en samt sé greinilegt að íjöldi fólks eigi eftir að gera upp hug sinn og nýti þetta ekki. „Það er þó ekki spuming um að þetta er hagstæð leið til sparnaðar. Fólk þarf að leggja meira fyrir til að tryggja sér góðan lífeyri og spamaður almennt er of lítill í þjóðfélaginu. Við erum of gjöm á að eyða peningumun fyrirfram. Lifeyristryggingar á frjálsum markaði sem tryggingafélög eru að bjóða eru litlar að umfangi hér miðað við það sem þekkist í öðr- um löndum. Einkum vegna þess að skattalega er hagstæðara að fara í gegnum almenna lífeyris- sjóðakerfið, þannig að stærsti hluti spamaðar I þjóðfélaginu fer í gegnum lífeyrissjóðina. Söfnunar- líftryggingar eins og við erum að bjóða fara þó vaxandi og fólk er farið að nýta sér þær leiðir sem viðbótarstoð við almennan lífeyr- félög veita á skattaafslætti? rétt Listi yfir þau félög sem veitta rétt til frádráttar á þessu ári vegna skattframtals nú eftir áramótin verður væntanlega tilbúinn í árs- lok og birtur með næsta skattfram- tali. Úrval innlendra hlutabréfa Dæmi um félöq Markaðsverð Væai fslensk erfðagreining hf. 57.398.466 21,6% fslandsbanki hf. 45.528.431 17,2% i Tryggingamiðstöðin hf. 33.574.500 12,7% Opin kerfi hf. 32.107.754 12,1% I SfF hf. 20.130.000 7,6% Þorbjörn hf. 13.300.000 5,6% Önnur félög 60.899.985 23,2% . Fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, vilja taka mikla áhættu með hluta af því og líta á eign í sjóðnum sem langtímaeign. Allar tölur eru m.v. 1. nóvember 1999. Ávöxtun i fortíð er ekki visbend- ing um ávöxtun í framtíð. jg 1 * « ’Æ&r :::A p.'. , •, TT • 1 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.