Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 bréfa- markað- ur Verðbréfaþing íslands hf. er kauphöll. Með kauphöll er átt við skipulegan verðbréfamarkað þar sem opinber skráning verðbréfa fer fram, svo og við- skipti með þau. Útgefendur verðbréfa óska eftir skráningu verðbréfa á þingið. Þrjár tegundir verð- bréfa eru skráðar: hlutabréf, skuldabréf og hlutdeildarskír- teini verðbréfasjóða. Verð- bréfaþing rekur tölvuvætt við- skipta- og upplýsingakerfi þar sem viðskipti með skráð verð- bréf fara fram. Þingaðilar hafa einir rétt til að tengjast við- skiptakerfinu og geta átt við- skipti í því. Almenningur get- ur ekki átt viðskipti á þinginu nema fyrir milligöngu þingað- ila. Verðbréfaþing er markaður sem er opinn íjármálastofnun- um sem uppfylla ákveðnar kröfur. Þingaðilar geta einir sett fram tilboð í viðskiptakerfi þingsins og tekið tilboðum sem þeir hafa áhuga á. I þessu skyni eru þingaðilar tengdir með tölvusambandi við tölvu þingsins en í henni er við- skiptakerfi þingsins. Aðilar að Verðhréfaþingi Is- lands eru: Annar hf,- verðbréf -verð- bréfamiðlun, Burnham Intemational á íslandi hf., Búnaðarbanki íslands hf., Fjár- festingarbanki atvinnulífsins hf„ Ejárvangur hf„ íslands- banki hf„ íslenskir fjárfestar, Kaupþing hf„ Kaupþing Norð- urlands hf„ Landsbanki ís- lands hf„ Landsbréf hf„ Lána- sýsla rikisins, MP Verðbréf hf„ Samvinnusjóður íslands hf„ Seðlabanki íslands, Sparisjóða- banki íslands hf„ Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Mýra- sýslu, Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis, Sparisjóður Siglufjarðar, Sparisjóður Vest- mannaeyja, Sparisjóður vél- stjóra, Sparisjóðurinn í Kefla- vík, Verðbréfamarkaður ís- landsbanka hf„ Verðbréfastof- an hf. Hvað er rétt að gera? Mjög misjafnt eftir stöðu fólks segir Friðrik Magnússon hjá VÍB Friðrik Magnússon, deildar- stjóri eignastýringar VÍB, segir að ráðgjöf sé stór þátt- ur í þeirra starfsemi. „Það er afskaplega misjafnt eftir stöðu hvers einstaklings hvað rétt sé að gera. Þar ræður eignastaða, aldur og fjárfestingartími miklu. Þá skiptir líka máli eftir hversu hárri ávöxtun menn eru að sækjast. Meg- inreglan er að því hærri ávöxtun sem menn sækjast eftir, þeim mun meiri áhættu verða menn að vera tilbúnir að taka. Mesta ávöxtunin og um leið mesta áhættan er í kaup- um á einstökum hlutabréfum. Með heppni og mikilli útsjónasemi getur fengist góð ávöxtun af slíkum bréf- um. Eflaust eru nokkrir einstaklingar mjög iðnir í slíkum viðskiptum en flestir nýta sér einhverja verðbréfa- sjóði. Fólk kaupir sér hlutabréf til að nýta sér skattaafsláttinn og ávaxta í skulda- og hlutabréfasjóð- um, bæði innlendum og erlendum. Það hefur almennt verið að fær- ast i vöxt að fólk kaupi sér hlutabréf og nýti að hluta til að fá skattaaf- slátt. Sá afsláttur gildir aðeins á því ári sem keypt er og síðan þarf fólk að eiga hlutabréfm yfir fimm ára- mót.“ Sparnaður til að byggja upp í bæklingi sem VÍB sendi ný- verið frá sér, segir að reglu- legur sparnaður sé þægi- leg og árangursrík leið fyrir einstak- linga til að byggja upp eignir, bæði til skemmri og lengri tíma. Með því að dreifa kaup- um yfir langan tíma er dregið úr áhrifum verðbréfasveiflna og ávöxtun lækkar. Fyrr en varir hefur þú eignast sjóð sem þú getur nýtt sem varasjóð, til að auka tekjur í starfslok eða bara til að láta draumana rætast. Eignaskíptingin skiptir mestu máli í bæklingi VÍB segir líka að rannsóknir sýni að eftir því sem fjárfest er til lengri tíma, þá skipti minna máli á hvað verði keypt var í upphafi. Um 90% af ávöxtun verðbréfa skýrist hins vegar af því hvaða eigna- samsetning var val- in. Þar er átt við hvernig hlutföll sparnaðarins eru i hlutabréf- um, skulda- bréfum eða öðrum sparnaði. í bæklingi VÍB segir líka að rann- sóknir sýni að 90% af ávöxtun verðbréfasafns skýrist af því hvaða eigna- samsetning er valin. Þar er átt við hvernig hlutföll sparn- aðarins eru í skuldabréfum, inn- lendum og erlendum hlutabréfum. Hlutabréf gefa til lengri tíma litið hærri ávöxtun en skulda- bréf en þau sveiflast líka mun meira í verði. Vægi hlutabréfa ætti því að vera verulegur hluti af sparnaðinum en hversu mikið fer eftir aðstæðum hvers og eins. Hvað viltu? Á þessum sama vett- vangi er varpað upp þeim spurningum sem fólk ætti að hafa í huga til að w f átta sig betur á þeim mögu- I leikum ! sem í boði eru. Þar gæti fólk t.d. spurt Friðrik Magnússon, deildarstjóri eignastýringar VÍB. ‘i'ngur v/a sig um markmið spamaðarins: 1. Áttu lítið eða ekkert sparifé fyr- ir? Viltu auka sparnað þinn? 2. Viltu úárfesta til lengri tíma? 3. Viltu úárfesta til skemmri tíma? 4. Viltu eiga peninga og ávaxta þá á fjármálamarkaði? Þegar þú vilt meta möguleika á markaði gætir þú spurt sjálfan þig? 1. Viltu láta aðra sjá um að ávaxta eignir þínar? 2. Viltu fjárfesta í öraggum verð- bréfasjóðum sem gefa góða ávöxtun? 3. Viltu fjárfesta í innlendum hluta- bréfum? 4. Viltu fjárfesta í erlendum hluta- bréfum? Afstaða til áhættu 1. Tekur þú öryggi eignarinnar fram yflr háa ávöxtun? 2. Ert þú til í að taka áhættu í von um hærri ávöxtun? 3. Ert þú spákaupmaður og vilt nýta þér tækifæri á markaði? Skattalegar spurningar 1. Greiðir þú eignaskatt? 2. Viltu nýta þér hlutabréfakaup til að lækka tekju- eða eignaskatt þinn? 3. Viltu geta frestað greiðslu fjár- magnstekna? 4. Þekkir þú möguleika til lækkun- ar erfðaljárskatts? Þeim spumingum sem þú átt erfltt með að svara sökum þekkingar- skorts, ætti að vera auðvelt að fá svör við hjá VÍB eða öðrum fyrirtækjum sem annast ráðgjöf og verðbréfaþjón- ustu. Mikilvægast er þó að fólk sé meðvitað um hvað það vill og hvað er í boði varðandi spamað og fjárfest- ingu. -HKr. Gjaldmiðill íyrr og nú: Er þetta allt í - gjaldmiðill af holdi og blóði hefur látið í minnipokann fyrir ósýni legum og óáþreifanlegum rafeindapeningum Gjaldmiðill íslendinga langt fram eftir öldum og jafn- vel fram á þessa öld var ekki hvað síst framleiðsluvörur bændasamfélagsins. KúgOdi og ær- gOdi voru þannig þekkt hugtök en trúlega eru slik viðskipti orðin fremur sjaldgæf í dag. Búpeningur af holdi og blóði var þá líka bók- staflegur gjaldmiðill. Ríkidæmi fólks áður fyrr var gjaman mælt í kú-, eða ærgOdum og jarðarstærðum. Þá vom jarðir gjaman verðlagðar í kúgildum. Það er kannski helst varðandi kvótaeign í fiskistofnum lands- manna sem slík eignaviömiðun er enn í gOdi. Silfursjóðir landnámsmanna eyddust fljótt og því var ekki um margt annað að ræða en bein vöru- skipti. í dag er öldin önnur í þess- um efnum. Sem dæmi um gjald- miðla landnámsmanna má nefna Ekki þótti ónýtt að eiga eitt eða fieiri kúgildi hér áður og fyrr. Nú þykjast menn góðir með plastkort upp á vasann, sem ávísun á ósýnilega og óáþreif- anlega eign. að 20 landaurar voru = 120 álnir vaðmáls = 6 vættir = 240 gOdir fiskar = 1 kúgOdi = 6 ærgOdi. Eitt kúgOdi var miðað við miðaldra gaOalausa kú að vori. ÆrgOdi var hins vegar loðin og lembd kind á fardögum. Menn geta svo skemmt sér við að umreikna kvótaeign sægreif- anna yfir í kú- eða ærgOdi sam- kvæmt þessum viðmiðunum. Peningar tóku smátt og smátt við af vöruskiptaverslun og nú er svo komið að rafeindaboð um mOlifærslur á flármunum, sem send eru í gegnum símalínur úr málmi og jafnvel í gegnum gler- þræði, eru að leysa peningana af hólmi. Fólk flaggar plastkortum sem eiga að ávísa á eign sem er síðan geymd í rafrænu formi í banka. GjaldmiðOl Islendinga er því óðum að verða ósýnOegar raf- eindir sem ekki nokkrn- leið er að festa hendur á. Því er ekki óeðli- legt að einhver spyrji; er þetta bara ekki allt saman plat? -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.