Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 11
UV MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 fjármál 29 Hlutabréfaviðskipti á VPÍ tvöfaldast: Heildar-fjármálaviðski-"' dragast samt saman - ástæðan er m.a. lausafjárreglur Seðlabankans, segir Matthías H. Johannessen hjá Kaupþingi Matthlas H. Johannessen hjá Kaupþingi hf. segir að þrátt fyrir að hluta- bréfaviðskipti á Verðbréfaþingi Is- lands það sem af er þessu ári hafi rúmlega tvöfaldast miðað við allt árið í fyrra og þrátt fyrir mjög mikla aukningu í viðskiptum utan Verðbréfaþings íslands hafi heild- arviðskipti, þ.e. samanlögð velta með skuldabréf, peningamarkað og hlutabréf, dregist nokkuð sam- an. Ástæða þessa er t.d. lausafjár- reglur Seðlabankans sem settar voru á i mars síðastliðnum. Matthias segir að almennt hafi kaup almennings á hlutabréfmn verið að aukast og því dreifist þau yfir árið en augljóslega sé mikið af þeim viðskiptum ekki vegna skattaafsláttar. Þá segir Matthías að hægt sé að henda á ýmsa góða fjárfestingar- kosti en þrír bestu fjárfestingar- kostirnir í dag á verðbréfamarkað- inum að hans mati eru íslands- banki, Össur og Marel. Reglur gilda um eign- arhald Hvað varðar hlutabréf sem keypt eru með skattaafslátt í huga þá gild- ir að hlutabréf, keypt á árinu 1997 eða fyrr, þarf að eiga í 3 ár upp á dag. Þó má skipta um félag innan 30 daga. Bréf, keypt á árinu 1998 eða seinna, þarf að eiga yflr 5 áramót. Sama regla gildir um skipti á félög- um. Tvöföldun hlutabréfa- viðskipta Hlutabréfaviðskipti á VÞI það sem af er þessu ári hafa rúmlega tvöfaldast miðað við allt árið í fyrra. Þingviðskipti með hlutabréf nema nú um 33 milljörðum króna miðað við tæpa 13 milljarða allt árið í fyrra. Aukninguna má að hluta rekja til einkavæðingar ríkisbank- anna og Skýrr ásamt almennt aukn- um áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Viðskipti með hlutabréf utanþings nema nú rúmum 64 milljörðum króna en voru allt árið í fyrra um 27 milljarðar króna. Samdráttur Þrátt fyrir mjög mikla aukningu í viðskiptum utanþings hafa heildar- viðskipti, þ.e. samanlögð velta með skuldabréf, peningamarkað og hlutabréf, dregist nokkuð saman. Ástæða þessa er t.d. lausa- flárreglur Seðla- bankans sem settar voru á í mars síðastliðnum en vegna þeirra lögðust viðskipti með skuldabréf nánast af um tíma. Einnig spila þar inn í vaxtahækkanir Seðlabankans og einnig sú staðreynd að svokallað- ir endakaupendur hafa ekki verið mjög virkir. Ekki er búist við að skuldabréfaviðskipti glæðist það sem eftir liflr árs. í fyrra námu heildarviðskipti, bæði utan- og innanþings, um 469 milljörðum króna. Það sem af er ári nema viðskiptin um 428 millj- örðum króna og líklegt að yfir árið 1999 muni þessi tala nema rúmlega 450 milljörðum. Það er því ljóst að þrátt fyrir mikla aukn- ingu i hlutabréfavið- skiptum munar hér mikið um minni skulda- bréfavið- skipti. Matthías H. Johann- esson hjá Kaupþingi segir að samanlögð velta með skuldabréf, peninga- markað og hlutabréf hafi dregist nokkuð saman á þessu ári. Hvaða flokkur verð- bréfa veitir skattaaf- slátt? Hlutabréf í fyrirtækjum, skráðum á Verðbréfaþingi íslands, ásamt löggilt- um hlutabréfasjóðum sem hlotið hafa til þess tilskilið leyfi skattsflóra, veita rétt til skattaafsláttar. Ríkisskattstjóri gefúr á hveiju ári út lista yflr þau fyr- irtæki sem hann viðurkennir sem frá- dráttarbæra eign. Hingað til hafa það verið öll félög á Verðbréfaþingi, þ.e. fé- lög á Aðal- og Vaxtarlista en ekki Opna tilboðsmarkaðinum. Þess ber jafn- framt að geta að ríkisskuldabréf bera ekki eignarskatt. Almennt hafa kaup almennings á hlutabréfúm verið að aukast og því dreifast þau yfir árið en augljóslega er mikið af þeim viðskiptum ekki vegna skattaafsláttar. Það er hins vegar þekkt að nokkurs konar vakning eigi sér stað í desembermánuði þegar mjög margir kaupa t.d. í hlutabréfasjóðnum Auðlind með skattaafslátt í huga. Þá eru erlendir hlutabréfasjóðir mjög áhugaverðir þegar fólk er að leita eftir flárfestingu í bréfum sem ekki gefa beinan skattaafslátt. Skattalækkun vegna hlutabréfakaupa 1998: Rúmlega 817 milljónir króna - tuttugu og eitt þúsund þrjátíu og einn nýttu sér þennan mögu- leika við síðasta skattframtal Tuttug og eitt þúsund þijá- tíu og einn (21.031) einstak- lingur nýttu sér heimild til skattalækkunar vegna hlutabréfa- kaupa við síðasta skattframtal. Heildarfrádráttur vegna þessa frá skattskyldum tekjum var tveir milljarðar, níutíu og fimm milljón- ir króna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattsflóra, þá nem- ur skattalækkunin vegna frádrátt- ar við síðasta framtal um 39% af 2.095.000.000, eða um 817 milljónum og 50 þúsund krónum. Árið áður nam frádrátturinn 1.993.000.000 krónum, sem þýðir skattalækkun upp á 770 milljónir og 270 þúsund krónur. Hlutabréfakaup til skattalækkunar ifa - fjöldi þeirra sem nýtt hafa sér möguleikann Krónur 1995 1996 1997 1998 1999 Ljóst er að hlutabréfakaup til að lækka skatta er leið sem nýtur vaxandi vinsælda. Hlutabréfakaup í þessum tilgangi hafa aukist verulega frá árinu 1995. Árið 1995 voru 9.541 einstaklingar sem nýttu sér þessa leið í skattalögum tn að fá lægri skatta. Árið 1996 varð veruleg aukning í þessa veru en þá nýttu 17.535 einstaklingar sér þennan möguleika. Árið 1997 var flöldinn kominn í 18.243 og 21.031 einstaklingur keypti hlutabréf í þessum tilgangi áriðl998. Flest verðbréfafyrirtæki búast við líf- legri sölu hlutabréfa þegar nær líður áramótum og að aukinn flöldi einstaklinga muni nýta sér þessa leið til skattalækkunar. Spariskírteini og húsbréf: 883 milljónir bera enga ávöxtun - hafa gleymst í vörslu fólks sem fylgist ekki með gjalddögum spariskírteina eða útdrætti húsbréfa Spariskírteini ríkissjóðs og húsbréf eru meðal þeirra verðbréfa sem flestir kannast við og mikill flöldi fólks hefur eignast í gegnum tíðna. Áríðandi er þó að fólk fylgist vel með þessari eign sinni, þar sem bréfm geta hætt að bera vexti af ýmsum ástæðum. Þannig er einmitt ástatt um nærri níu hundruð milljón- ir króna sem eru í geymslu fólks eða i lokuðum bankahólfúm í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bún- aðarbankanum eru um 883 milljónir í gjaldfollnum spariskírteinum og út- dregnum húsbréfúm í umferð sem bera enga vexti. Bankinn gerir fólki tilboð um að koma þessum flármun- um aftur í vinnslu, þcmnig að þeir skili eigendum sínum vöxtum að nýju. Búnaðarbankinn gerir einnig öllum öðrum eigendum húsbréfa og spariskírteina slíkt tilboð þó þau séu ekki gjaldfallin. Hildur Nielsen, hagfræðingur hjá Búnaðarbankanum - verðbréfúm, segir að vert sé að benda fólki á að fylgjast vel með verðbréf- um af þessu tagi. „Það er áríðandi að fólk sé með það ein- hvers staðar skráð hvaða númer bréf- in bera og fylgist vel með útdrætti húsbréfa. Auglýs- ingar um þessa út- drætti birtast í dag- Hi,dl||. Nie|sen. _ ef ekkij þá blöðunum og mynd af peningum úr safni. einnig er hægt aö fá upplýsingar um það hjá íbúðalánasjóði og líka á heimasíðu BIV. Fyrir þá sem eiga mikið af slík- um bréfúm, kannski upp á millj- ónir króna, þá er ráðlegast að koma þeim í banka og láta bankann hafa þau í umsýslu. Það kostar td. ekkert að koma húsbréfum eða spariskírtein- um í vörslu hjá BIV. Hins vegar get- ur fólk tapað heil- miklum peningum ef bréfin liggja óaf- vitandi vaxtalaus heima eða í lokuðu bankahólfi." Tilboð Búnaðarbankans um að koma slíkum bréfum í ávöxtun hljóðar upp á að þeim sem eiga spariskirteini eða húsbréf er boðið að selja þau án 0,75% söluþóknunar og kaupa i staðinn í sjóðum Búnaðarbankans. I þessu fellst að: - 0,75% söluþóknun er felld niður. - Engin hætta á að sitja uppi með vaxtalaus spariskírteini eða húsbréf. - Ekki þarf að fylgjast með útdrætti húsbréfa. - Há ávöxtun. - Sambærilegt öryggi. Virkur eftirmarkaður hefúr skap- ast fyrir húsbréf hérlendis og tekur ávöxtunarkrafa, og þar með affóll við sölu húsbréfa, stöðugum breytingum. Með öðrum orðum tekur verðmæti bréfanna í hendi eiganda þeirra breytingum í takt við það sem er að gerast á markaðinum. Eigendur hús- bréfa þurfa jafnframt að fylgjast með útdrætti húsbréfa en allir flokkar húsbréfa eru með svokölluðu útdrátt- arfyrirkomulagi sem felur í sér að reglulega er ákveðinn hluti bréfa í hverjum flokki dreginn út. Andvirði útdreginna húsbréfa er greitt til eig- enda svo fremi sem þeir vitji greiðsl- unnar en útdregin húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur upp frá því. Fyrir þá sem vilja traust spamað- arform tU lengri tima, mælir Búnað- arbankinn með eignarskattsfrjálsum bréfum og langtímabréfúm. Nafiiá- vöxtun Langtímabréfa sL 12 mánuði er 7,7% og eignarskattsfrjálsra bréfa 7,9%. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.