Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Fréttir Páll Pétursson félagsmáilaráðherra segist ekki á útleið: Hef gott bakland - forysta flokksins í vanda vegna afstöðu Páls Pattstaða er í Framsóknarflokkn- um eftir að í ljós kom að Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra berst gegn því að ráðherraskipti fari fram um áramót. Gert hafði verið sam- komulag við Pál eftir kosningar um að hann viki sæti fyrir Valgerði Sverrisdóttur, alþingismanni Norð- urlands vestra. Þessi ákvörðun var tekin að höfðu samráði við Pál sem nauðugur féllst á það á sjúkrabeði eftir hjartauppskurð. Þá hafði þing- ftokkurinn í raun ákveðið að fara að tillögu Halldórs Ásgrímssonar for- manns og skipta Páli út strax vegna veikinda hans og með hliðsjón af því að hann gæti ekki haldið áfram að starfa undir því álagi sem fylgir ráðherrastarfmu. Það var í nauð- vöm sem Páll samþykkti að víkja á kjörtímabilinu í stað þess að hætta strax. í samræmi við þessa ákvörð- un gaf Valgerður Sverrisdóttir frá sér þau embætti sem hún hafði gegnt í flokknum, svo sem for- mennsku þingflokksins og fast sæti í Norðurlandaráði, auk mikilvægra nefndarstarfa. Þetta er Valgerður sögð hafa gert í trausti þess að sam- komulagiö héldi og hún tæki við ráðherradómi um áramót. Væntan- legt brotthvarf Páls um áramót var tilefni uppskipta milli stjómarflokk- anna. Seðlabankinn fer undan for- ræði Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra til Daviðs Oddssonar for- sætisráðherra en Finnur fær Byggðastofnun í staðinn. Talið er víst að forysta Framsóknarflokksins hafi ætlað Páli hlutverk í nýrri Byggðastofnun þar sem hann gæti sinnt byggðamálum. Viðmælendur DV innan Framsóknarflokks eru sammála um að sú staðreynd að Páll spymir við fótum hafi slegið forystuna út af laginu og nú sé ákaft leitað leiða til að fá Pál út úr ráðu- neytinu með góðu eða illu til að rýma fyrir áhrifalausri Valgerði. Sjálfur sagði Páll við DV að sér væri ekki kunnugt um að hann væri á út- leið. Hann væri hinn hressasti eftir hjartaaðgerðina. „Það liggur fyrir að ég verð ekki ráðherra til eilífðamóns. Ef þing- flokkurinn óskar eftir því að ég láti af störfum þá verð ég auðvitað að beygja mig undir þaö,“ segir Páll. Valgerður Sverrisdóttir bíður þess áhrifalaus að Páll Pétursson taki pokann sinn. „Ég bý að góðri heilsu og er i sæmilegu lagi til að sinna þessu embætti og hef ekki neitt óskað eft- ir að láta af embætti hvað sem síðar verður. Ég hef ekki verið að slást fyrir embættinu enda hef ég ekkert verið ónáðaður. " Ég hef gott bak- land,“ segir Páll. Frétftaljós Reynir Traustason Páll eins og ótemja Svo er að skilja sem málin séu komin í baklás og Páll ekkert á þeim buxunum að hætta sem ráðherra nema þing- flokkurinn hreinlega þröngvi hon- um til þess. Deildar meiningar era innan flokksins um það hvort Páll eigi að fara eða vera. Málið er ofur- viðkvæmt og vildu viömælendur ekki tjá sig undir nafni. Framsókn- armaður á Norðurlandi eystra og stuðningsmaöur Valgerðar sagði Pál eiga að standa við samkomulag- ið. Geri hann það ekki verði þing- flokkurinn að fjarlægja hann úr ráðuneytinu. „Haxm lætur eins og ótaminn graðhestur en verður að standa við orð sín,“ sagði Norðlendingurinn og vísaði til alþekktra ummæla Páls í DV " þar sem hann sagð- ist vera álíka heilsu- hraustur og sex ' vetra graðfoli. Heima í héraði . Páls, Norðurlandi vestra, kveður við annan tón og stuðn- ingsmenn hans segja hann hafa stað- ið sig vel á ráðherrastóli og engin ástæða til að stugga við honum. Þar bíða menn þess með kreppta hnefa að flokkurinn stuggi við Páli. Skiptar skoðanir eru þó þar sem sumir stuðn- ingsmanna Áma Gunnarssonar vara- þingmanns vilja láta rýma fyrir sín- um manni. Páll Pétursson hefur setið á þingi allt síðan 1974 og verið grimmur í umræðum. Menn eru sammála um að hann hafi notið þess mjög að sitja á ráðherrastóli og taka þátt í umræðum þingsins sem slikur. Sérstaklega mun hann hafa gaman af því að takast á við Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, sem á þaö til að hjóla í hann. Það er því skoðun meðal samþingmanna Páls að hann geti vart hugsað sér að láta frá sér ráðherrastólinn til að verða óbreyttur þingmaður. Því spymi hann við fót- um Halldóri formanni til ómælds ama. Þegar litið er til styrleika þeirra Valgerðar og Páls er jafnt á komið. Bæði töpuðu manni í síðustu kosn- ingum og styrkleikamunur þar er enginn. Talið er að Valgerður njóti stuðnings formannsins. Heimildar- menn DV segja að lyktir ráðherra- málsins velti á því hvort Valgerður beri sig að hörku eftir embættinu. Erfitt verði fyrir forystuna að standa gegn réttmætri kröfu hennar um að erfa ríki Páls. Þar geti hún vísað til þess að hafa hleypt Guðna Ágústssyni og Siv Friðleifsdóttur frarn fyrir sig í ráðherrastólnum í trausti þess að samkomulagið sem gert var á sjúkra- beði Páls héldi. Illvígur dómari Það er nóg að gera hjá útvarpsráði að hemja þá hjörð sem jarmar á öldum ljósvakans. Nú er í tísku að nefna til sögunnar alla þá einstaklinga sem fjallað er um í einstökum þáttum. Út- varpsþulir telja sig hafa frjálsar hend- ur hvað nafnbirtingar varðar og þvi er hver nafnarunan á fætur annarri les- in. Útvarpsráð hefur af þessu máli þungar áhyggjur enda ábyrgt með endemum. Sá ktrnni útvarpsmaður, Illugi Jökulsson, hefúr tekið upp á því að endurskoöa dóma Hæstaréttar í tveimur þáttum sínum og í þvi skyni nafngreinir hann sakbominga án til- lits til sektar eða sakleysis. Svo sem fram hefur komið í máli hæstaréttar- lögmannsins Jóns Steinars Gunn- laugssonar eiga dómarar Hæstaréttar það til að misstíga sig og dæma þannig ranglega; hvort sem um er að ræða sekt eða sýknu. Illugi mun hafa áttað sig á því að dómaramir em alls ekki óskeikulir og tekið til við að gera bet- ur. Sjálfur er Illugi litt umdeildur dóm- ari úr Gettu betur, keppni framhalds- skólanna, hvar hann hefúr kveðið upp hvem Salómonsdóminn á fætur öðrum án þess að vé- fengt væri. Hann ákvað því að víkka út dómara- starf sitt og hverfa frá framhaldsskólunum og takast á hendur úrskurði fyrir þjóðfélagið allt. 111- ugi þykir illvígur útvarpsmaður en siðblindur er hann ekki. Hann byrjaði því á því að segja af sér sem dómari Gettu betur áður en hann hófst handa við að tugta til kollega sína í Hæstarétti. Með hreina samvisku að vopni fann hann strax dóm sem var á skjön við réttlætið og fjallaði að sjálf- sögðu um það í þáttum sínum með sínum hætti. Nú brá svo undarlega við aö jómfrúarmál Illuga dómara fór fyrir brjóst Jóns Steinars og hann brást illa við úrskurði Illuga og heimtaði að fá sjálfúr eigin útvarpsþátt til að andmæla hinum nýja yfirdómara sem var að skammast í dómurun- um sem hann sjálfur hafði áður skammað. Jón Steinar sendi því útvarpsráði erindi þar sem hann krafðist þess að fá eigin útvarpsþátt til að lýsa sínum skoðunum á Hæstarétti. Ráðið stóö því frammi fyrir einhverjum erfiðustu málum fyrr og síðar; annars vegar þurfti að taka afstöðu til óskar Jóns Steinars um að fá eigin vettvang til að dæma lifandi sem dauða og hins vegar að taka af- stöðu til hins nýja þáttar Illuga í dómskerfi lands- manna. Eftir nokkrar bollaleggingar var ráðið sammála um að hafna hæstaréttarlögmanninum. Þegar kom að þriðja dómstiginu vandaðist málið. Minnihluti ráðsins taldi að fllugi hefði fyrir mis- skilning tekið til við að endurskoða hæstaréttar- dóma í beinni útsendingu en meirihlutinn var sem endranær á annarri skoðun og taldi Dluga vera viljandi að stofna til þriðja dómstigsins. Það var því samþykkt að skamma hann lauslega fyrir dómana en láta annars kyrrt liggja. Bókað var það viðhorf minnihlutans að rangt væri að skamma fyrir það sem menn gera óvart. Illugi mun því áfram hafa fijálsar hendur á meðan hendur Jóns Steinars Gunnlaugssonar eru bundnar. Skilnings- leysi útvarpsráðs á dómsmálum og endurupptöku þeirra er því takmarkað. Dagfari sandkorn Vakinn og sofinn Nú, þegar Vinnslustöðin hefur ákveðið að hætta við sameiningu, er óvíst hver verður forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, nú- verandi fram- kvæmdastjóri, er ekki búsettur í Eyj- um og er samkvæmt heimildum Sand- koms ekki á leið- inni að flytja þang- að. Sandkornsrit- ari rakst á það að á heimasíðu Verð- bréfaþings kemur fram að Sig- hvatur Bjarnason sé enn forstjóri Vinnslustöðvarinnar en margir mánuðir eru síðan hann hætti. Þeg- ar hann hætti kvartaði hann yfir því að hafa ekki sofið þessi sjö ár sem hann rak Vinnslustöðina. Gár- ungamir í Eyjum hafa kallað hann Sighvat svefhlausa síðan. Það skyldi þó ekki vera að hann sé á leið aftur í slaginn - úthvíldur... Reiðikast Moggans Reykjavíkurbréf Moggans um helgina var lagt undir frásögn Ævi- sögu Steingríms Hermannssonar af tilurð ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen sem fyr- ir 20 árum klauf Sjálfstæðisflokkinn. Harkalega er vikið að gömlu kempun- um Friðjóni Þórð- arsyni og Pálma Jónssyni, Bene- dikt Gröndal fær vel útilátið spark, Ragnar Amalds og Svavar Gestsson eru sakaðir um hugleysi og Gunnar heitinn Thoroddsen er gerður að sérstökum svikara. Helstu skýringamar á þessu reiðikasti höfundar Reykja- víkurbréfs gagnvart mönnum sem eru löngu hættir í pólitík og sumir látnir, virðist það helst að lína rit- stjóranna fyrir 20 árum um söguleg- ar sættir kommanna og íhaldsins gekk ekki eftir og eftir allan þennan tíma hafa þeir ekki enn jafnað sig... • Fornkappar myndaðir Guðlaugtu- Tryggvi Karlsson situr nú með sveittan skallann í um- broti á framættarrannsókn Sigur- geirs heitins Þorgrímssonar, ætt- fræðings og eins frumkvöðuls ætt- fræðisíðna DV. Eins og gefur að skilja koma margir land- námsmenn við sögu en lítið er um myndefni af fom- mönnum. Því bar Guðlaugur sig upp við bekkjarsystur sína, Guðrúnu Karlsdóttur á Landsbókasafni, í von um lausn á þeim vanda. Lögðu þau höfuðið í bleyti og nú er lausn- in fundin. Þau ætla að fá bekkjar- systur sína, Sigrúnu Guðmunds- dóttur, kennara og myndhöggvara, til að gera myndirnar eftir teikning- um. Munu Auðunn skökull, Ketifl hængur og fleiri kappar þá „lifna við“ á ný og ætti myndataka þá ekki lengur að vefjast fyrir Guðlaugi... Hafnfirskir flugmenn I tilefni hugmynda Helga Hjörv- ars, forseta borgarstjómar, um eina flugbraut í Reykjavík benda kunn- ugir á að ekki verði hægt að lenda í austan- og vestanátt. Helgi verði því að beita sér fyrir því að flugfélögin ráði til sín hafnfirska flug- menn. Margir muna eflaust eftir munnmælasög- unni um hafn- firsku flugmenn- _ ina sem komu inn til lendingar og annar sagði; Nei, sjáðu hvað flug- brautin er rosalega stutt. Og hinn svaraði: Já, og breið...! Umsjón: Reynir Traustason PnNPpqHHPPHPNHHHNPPPHHHPPP^NPbhN. Netfang: sandkom @ff. is t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.