Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 9 DV Útlönd ** leit.is Elísabet drottn- ing ætlar ekki að segja af sér Elísabet Englandsdrottning hefur ekki i hyggju að segja af sér. Þetta tilkynnti breska hirðin i gær eftir að Filippus drottningarmaður hafði gefið slíkt í skyn að mati fjölmiðla. Drottningarmaður hafði sagt í tímaritsviðtali að betra væri að fara frá á meðan maður gæti heldur en að bíða eftir því að einhver segði að maður væri orðinn svo ruglaður að maður yrði að draga sig í hlé. Hirðin sagði að fjölmiðlar hefðu viljandi mistúlkað orð drottningarmanns. og þér munuð íinna... ;íUj, lelt.is.................. |||U,|„: ■■■_ft-- . .... Ai : . ís2-" : syCT* • • t...... ...yfir 300.000 íslenskar vefsíður. Býrð þú úti á landi ? Ef þú kaupir gleraugu hjá Sjónarhól, getur þú ferðast fyrir mismuninn iý#- Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi STOPP! Veitum tækniréðgjöf og önnumst uppsetningu ef óskað er. //// Einar Km J Farestveit&Co.hf. Borgaitúni 28 P 562 2901 og 562 2900 Páfi er nútímamaður: Konurnar eru ekki þjónar karlmanna Archer ekki á leið úr íhaldsflokknum: Láttu ekki innbrotsþjófa valsa um eigur þínar. ELFA-GRIP0 innbrots-, öryggis- og brunakerfin eru ódýr trygging! Kynningartilboð Þráðlaus kerfi frá 15.912 stgr. Þráðkerfi frá 13.410 stgr. ÚRVAL AUKAHLUTA: Sírenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringíbúaaður o.fl. Vill koma fyrir siðanefndina Ástralskir sauðfjárbændur sýndu þakklæti sitt í garð neytenda í verki í dag þegar þeir buðu skrifstofuþrælum í Sydney ókeypis lambakótilettur í hádeg- inu. Bændur segja landsmenn hafa stutt innlenda framleiðslu. Rabbínar vilja banna jólatré Æðstu rabbínar ísraels vilja banna jólatré, krossa og önnur kristin tákn á ísraelskum hótelum um jólin. Segja rabbínarnir þessi tákn móðga gyðinga, að því er ísra- elskir fjölmiðlar greina frá. Rabbínamir hafa þó leyft kristi- legt jólahald á hótelum en einungis á bak við luktar dyr. „Kross er í andstöðu við trú gyðinga. Gyðing- um er bannað að horfa á krossa og jólatré," segir Meir Lau yfirrabbini. Áður hafa rabbínarnir alveg bannað jólahald kristinna. I ár hafa þeir hins vegar fallist á takmarkað hátiðahald þar sem þúist er við þús- undum pilagríma til landsins helga um árþúsundamótin. Rabbínamir hafa neitað að tjá sig um gagnrýni frá páfagarði um að ísraelsk yfirvöld hafi leyft múslímum í borginni Nasaret að reisa moskvu i grennd við boðunar- kirkjuna. Hún er reist á þeim stað þar sem sagt er að erkiengillinn Gabriel hafi sagt Maríu mey frá því að hún myndi fæða frelsarann. Lau lét sér nægja að svara gagn- rýninni með því að segja að trúar- deilur væm eins og eldur á opnum akri. Allir ættu á hættu að brenna sig, meira að segja gyðingar. Jóhannes Páll páfi mælti fyrir reisn og virðingu kvenna í gær. Konur hafa eignast bandamann þar sem Jóhannes Páll páfi er. Páfi lýsti þvi yfir í gær að þeir karlar sem héldu að konur væra í þennan heim komnar til þess eins að þjóna þeim ættu að hugsa sig um tvisvar. Hann sagði að konur ættu skilið að fá meira olnbogarými í þjóðfélaginu og í kirkjunni. Þá for- dæmdi hann vændi og ofbeldisverk gagnvart konum. Páfi gerði reisn og virðingu kvenna að umtalsefni sinu í viku- legum almennum áheymartíma. Jóhannes Páll sagði að ekki ætti að rangtúlka þau orð í öðmm kafla fyrstu Mósebókar þar sem segir að guð hafi skapað konuna til að hjálpa karlinum. Það þýði ekki að hún eigi að þjóna honum. ■ Framlextti USA Það geta allir í fjölskyldunni látið fara vel um sig í LA-Z-BOY. Tilvalin gjöf fyrir þig og þína. Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-. Áklæði & leður í miklu úrvali. HUSGAGNAHOLLIN Bíldshöfði 20 - 112 Rtykjavík Sími 510 8000 Breski íhaldsmaðurinn og rit- höfundurinn Jeffrey Archer lá- varður er tObúinn að koma fyrir siðanefnd íhaldsflokksins að því er talsmaður hans greindi frá í gær. Hann gerði einnig lítið úr orðrómi um að Archer væri á leið út úr íhaldsflokknum. Archer neyddist til að hætta við framboð sitt til embættis borgar- stjóra Lundúna um helgina eftir að upp komst að hann lét vin sinn ljúga fyrir sig í tengslum við meið- yrðamál. Talsmaðurinn, Stephan Shakespeare, sagði að Archer myndi fagna því að koma fyrir siðanefndina og ræða tæpitungu- laust við nefndarmenn. Hvort af því yrði ylti hins vegar á því hvort nefndin myndi haga sér eins og sýndardómstóll. Vinir Archers lávarðar hafa í Jeffrey Archer ætlar ekki að endur- greiða miskabætur sem hann fékk á fölskum forsendum fyrir tólf árum. einkascuntölum lýst þungum áhyggjum sinum af þvi að flokks- forystan teldi að málið gegn hon- um lægi ljóst fyrir. „Ég hef ráðlagt honum að koma fyrir siðanefndina og skýra mál sitt almennilega svo fremi sem þetta verða ekki sýndarréttarhöld þar sem búið er að ákveða niður- stöðuna fyrirfram," sagði Shakespeare. Lögmaður Archers hefur sent blaðinu Daily Star bréf þar sem hann segir að skjólstæðingur sinn ætli ekki að endurgreiða því miskabætur þær sem blaðið þurfti að greiða Archer fyrir tólf árum. Archer fór í meiðyrðamál við blað- ið fyrir frétt um að hann hefði sængað hjá vændiskonu. Blaðið hafði krafist þess að fá skaðabæt- urnar endurgreiddar, svo og máls- kostnaðinn, auk vaxta, alls þrjár milljónir punda. THERE IA/ITH A LEG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.