Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 11 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 404,6 m.kr. >«■ Mest með hlutabréf 177,2 m.kr. >■> Spariskírteini 85,9 m.kr. ■>> Mest viðskipti með hlutabréf FBA, 35,5 m.kr. og hækkuðu bréfin um 1,02% >■■ Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,125% og er nú 1.452,5 stig ■■■ Olís hækkaði um 2,5% ■■■ SÍF hækkaði um 4,81% ■■■ JAMJ Grand Cherokee Limited 5, árg.1998, ek 30 þús. km, ssk svartur, einn með öllu. Frábært verð, 3.950.000. Grand Cherokee Laredo TSi 4,0, árg.1999, ek.5 þús. km, ssk., dökkblár. Verð 3.590.000. Toyota Land Cruiser GX, 3.0, dísil árg. 1999, ek 7 þús. km, 5 gíra, rauður,33“pakki,dráttarkúla, vindskeið.toppgrind. Verð 3.490.000. Toyota Land Cruiser VX 3.0, dísil, árg.1998, ek 26 þús.km, ssk., grár, 8 manna,leður,vindskeið, upphækkaður.álfelgur. Verð 3.770.000. Toyota Land Cruiser VX 3.0, dísil, árg.1997,122 þús. km, ssk.,vínrauður, 8 manna. Verð 2.760.000. OZ stofnar dótturfyrirtæki - sérstakt félag um þróun sýndarveruleikatækni 0Z.C0M hefur stofnað dótturfyrir- taekið SmartVR, Inc. Nýja fyrirtækið mun taka við sýndarveruleikatækni 0Z og nýta hana til að þróa áfram hug- búnað og lausnir fyrir fjarkennslu á Netinu. Starfsmenn SmartVR störfuðu áður hjá 0Z að þróun hugbúnaðar fyrir gagnvirka sýndarheima þar sem nettengdir notendur hittast. Fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félögunum að SmartVR muni byggja á þessum grunni til að þróa lausnir fyrir ört vax- andi markað fjat'kennslu á Netinu. „Árið 1998 voru tekjur af netvæddu námi, á Bandaríkjamarkaði einum saman, nálægt 500 milljónum Banda- ríkjadala og nýlegar spár gera ráð fyr- ir um 95% árlegum vexti næstu árin. SmartVR verður í eigu 0Z og starfs- manna SmartVR. Ástæða þess að rekstur SmartVR er skilinn frá rekstri móðurfyrirtækisins er að 0Z mun í framtíðinni fyrst og fremst einbeita sér að þróun raun- timalausna sem miða að því að sameina hin ýmsu netkerfi. FVrsta afúrð þessa starfs er samskiptabún- aðurinn iPulse sem fyrirtækið þróaði í samvinnu við sænska fjarskiptarisann Ericsson og hefúr vakið mikla athygli. Vonast er til þess að stofnun SmartVR skapi ný og spennandi markaðstækifæri og er SmartVR raunar þegar komið á góðan skrið í samningaviðræðum við innlend og erlend fyrirtæki. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri SmartVR, segir að tilraunaverkefni að undanfómu bendi eindregið til þess að hugmyndafræði SmartVR faili vel að nýjustu straumum og stefhum í net- menntun. „Við bjóðum þátttakendum upp á leiðir til þess að vinna saman í þrívíðu sýndarveruleikaumhverfi og nálgast þannig þá upplifún sem flestir þekkja úr hefðbundnu námi. Jafhframt býður þetta upp á nýjar útfærslur í námsferlinu auk þess að spara mikinn kostnað við t.d. búnað, byggingar og ferðalög," segir Jón. Skúli Mogensen, forstjóri OZ, telur að hiö nýja dótturfyrirtæki muni njóta vel- gengni á markaðinum fyrir netvædda kennslu. „Það er skynsamlegt að skilja reksturinn að og gefa SmartVR ákveðið sjálfstæði. Rekstur OZ mun í framtíðinni fýrst og fremst snúast um rauntímasam- skipti og þjónustu í tengsium við sam- runa Intemetsins og þráðlausra sam- skiptaneta. Fyrirtækið hefúr þegar náð mjög góðum árangri á þvi sviði með iPulse," segir SkúM. 55á3f Skúli Mogensen, forstjóri OZ. Landssíminn kaupir fullkomið gagnageymslustjórnkerfi Landssími íslands gerði nýverið samning við Nýherja um kaup á Tivoli Storage Manager. Er hér um að ræða eitt stærsta kerfið af þessu tagi sem selt hefur veriö hérlendis. Að sögn Erlends Isfelds, deildar- stjóra innri tölvuþjónustu Lands- símans, hefur vöxtur upplýsinga- kerfa fyrirtækisins verið gífurlegur undánfarin misseri sem hefur gert allt utanumhald flóknara og því orð- ið mjög aðkallandi að tryggja rekstr- aröryggi þeirra á eins fullkomin hátt og mögulegt er. „Með TSM geta viðskiptavinir okkar reitt sig á að þjónustan raskist ekki, jafnvel þó að slys komi uppi. Sjálfvirknin verður nánast algjörog sparar það ekki að- eins fjármum heldur gerir að verk- um að mannlegu mistökin koma til með að heyra sögunni til. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta haldið utan um neyðaráætlanir fyr- ir öll kerfin okkar á einum stað þannig að þær uppfærist sjálfkrafa þegar breytingar eiga sér stað.“ Að sögn Helga Amar Viggóssonar hjá Nýherja hefur verið mikil aukn- ing á sölu TSM. „Fólk er orðið miklu betur meðvitað um hversu mikilvægt það er að vera með afrit- unarmálin í 100% lagi. Þetta á ekki aðeins við um stór fyrirtæki eins og Landssímann. Smærri fyrirtæki, með allt niður í 2 miðlara, hafa ver- ið að kaupa TSM. Flest fyrirtæki nú til dags verða óstarfhæf ef gögnin þeirra eru ekki aðgengileg. Því skiptir miklu máli að hafa gæðin í lagi þegar kerfi af þessu tagi eru valin.“ Toyota Land Cruiser 80 VX, bensín, árg.1993, ek 108 þús. km, ssk.,vínrauður og grár.topplúga. Verð 2.600.000. MMC Pajero STW 2.8 dísil, árg.1997, ek 75 þús.km, grár, 7 manna. Verð 2.520.000. Bílasalan Stórholt Óseyri 4, Akureyri, sími 462 3300, fax 461 1513, netfang storholt@toyota.is Íslandssími og VISA ísland í samstarf Forráðamenn Íslandssíma og VISA ísland und- irrituðu í gær rammasamning um gagnkvæm viðskipti. Meðal annars er samið um að símavið- skipti VISA fari innan tíðar um fjar- skiptanet Íslandssíma. Einnig felst í samningnum að sam- eiginlegum viðskiptavinum fyrirtækj- anna mun gefast kostur á ódýrari millilandasímtölum og að gjaldfæra símareikninga á VISA-greiðslukort sín. í frétt frá fyrir- tækjunum segir að með samningnum sé stefnt að því að draga verulega úr kostnaði kaup- manna og annarra sölu- og þjónustuað- ila i rafrænum greiðslukortaviðskiptum en færslur í þeim nema nú nærri 50 milljónum og greiðslumagn um 200 milljörðum ki'óna á ári. Lækkun kostnaðar í gagnaflutningum mun hafa mikiö hagræði í fór með sér fyrir alla sölu- aðila og gefa þeim svigrúm til að lækka vöruverð til neytenda. Frá undirritun samstarfssamn- ings fslandssíma og VISA fsland. Stjórnir Sölumiðstöðvar ís- lenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) og íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS) hafa staðfest breytt skiptihlutfall i fyrirhuguðum samrima félag- anna. Samkvæmt því munu hlut- hafar SÍF eignast 71% í samein- uðu félagi en hluthafar ÍS 29%. í samrunaáætlun félaganna frá í september var gert ráð fyrir að hlutdeild hluthafa ÍS yrði 30% en hlutdeild hluthafa SÍF 70%. Þar var gerður fyrirvari um skipti- hlutfallið gæti tekið breytingum ef ítarleg skoðun sérfræðinga sem fé- Frá undirskrift samningsins. Sitjandi frá vinstri: Erlendur ísfeld frá Landssfmanum, Helgi Örn Viggósson, Nýherja, Árni Snorri Eggertsson, Landssímanum. Standandi eru Hrafn Þórðarson, Vilmundur Pálmason og Sigursteinn Bald- ursson, allir frá Nýherja. lögin til- nefndu leiddi til frávika frá forsendum viðmiðun- arskipti- hlutfallsins í samruna- áætlun- inni. „Mat sérfræð- inga á kostnaði Gunnar Örn vegna end- Kristjánsson. urnýjunar starfsleyfis eldri verksmiðju Gel- mer Iceland Seafood SA í Frakk- landi er megin- ástæða breytinga á skiptihlut- fallinu," segir í til- kynningu félaganná. Stefnt er að þvi aö halda hlut- Finnbogi Jónsson. hafafundi 1 félögunum til að fjaUa um samrunaáætlunina hinn 29. desember næstkomandi. Breytt skiptihlutfall yið sameiningu SÍF og ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.