Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 13 Auglýsingavenjur „Þanþol margra neytenda er komið að ystu mörkum og því kalla ég eftir nauðsynlegum verjum gegn auglýsingum." Manneskjan er það sem hún kaupir og neytir. Ef til vill gæti þetta verið yfirskrift samtimans. Með aug- lýsingum er stöðugt verið að segja okkur að við getum orðið eitt- hvað annað en við erum með því að skipta um umbúðir. Við lifum á tímum auglýsinga og ímyndarsköpunar, upp- lýsingaflæðis og frjálsra viðskipta. Og er hún ekki stórkostleg umhyggjan sem við- skiptalífið ber fyrir okkur neytendum. Frábær leikur framleiðenda Það er stöðugt verið að gera okkur auðveldara að kaupa og eyða því fé sem við öflum í götótta pyngju. Og svo eru það merkjavörurnar sem auglýstar eru í fjölmiðlum og af gangandi fólki. Fötin skapa manninn, segir í gömlu slagorði. Frábær leikur framleiðenda merkjavörunnar að gera kaupendur að gangandi aug- lýsingum og láta þá að auki borga hærra verð en ella. Hvílík snilld! Og við bítum á agnið. Máttur auglýsinganna er mik- ill, meiri en við gerum okkur alla- jafnan grein fyrir. Jólin nálgast og byrjað var að auglýsa þau í lok október og nú eru jólaskreytingar komnar í glugga sumra verslana. Stundum er kirkj- an spurð um af- stöðu til kaup- mennsku í kring- um jólin. Afstaða mín er og hefur verið skýr í því máli: Það er öllum frjálst að halda jól allt árið um kring, kjósi þeir það, en ég held mín aðeins um jólin. Önnur hlið á málinu Aðalatriðið er að leiða hjá sér allt bröltið sem við- skiptalífið setur í gang og kyndir undir í a.m.k. 3 mánuði á ári hverju. En það er önnur hlið á málinu. Það er varla hægt aö leiða hjá sér cdlt bröltið. Eða hvað? Ég legg til að neytendur sem eru orðnir þreyttir á þessari síbylju fari þess á leit við fjöl- miðla að þeir geri þeim sem það kjósa kleift að heyra hvorki né sjá auglýsing- ar í útvarpi og sjónvarpi. Til þess þarf að vera hægt að kaupa dagskrá án aug- lýsinga. - Morg- unblaðið og DV þyrftu að bjóða sérútgáfu án auglýsinga og sama má segja um aðra prentmiðla. Þá er eftir að útrýma flettiskilt- um og áreiti frá búðargluggum. Þar hef ég enn enga lausn aðra en augnablöðkur en ég vil helst ekki þurfa að ganga Laugaveginn eins og dráttarklár í stórborg. Og á meðan auglýsingar eru enn leyfð- ar auglýsi ég hér með eftir betri lausn. Þetta kunna að þykja fá- ránlegar hugmyndir en ég held nú samt að upp á eitthvað þessu líkt verði boöið í náinni framtíð. Þanþol margra neytenda er kom- ið að ystu mörkum og þvi kalla ég eftir nauðsynlegum verjum gegn auglýsingum. örn Bárður Jónsson Kjallarínn Örn Bárður Jónsson prestur „Stundum er kirkjan spurð um af- stöðu til kaupmennsku í kringum jóiin. Afstaða mín er og hefur verið skýr í því máli: Það er öllum frjálst að halda jól attt árið um kring, kjósi þeir það, en ég held mín aðeins um jóttn.u Fákeppnin feiknarlega Formaður Neytendasamtak- anna vill gjaman skipa sér í flokk með öðnun félögum sínum í grát- kómum og leitar nú til almenn- ings um styrk við samtökin. Mað- ur líttu þér nær. Þessi samtök hafa reynzt einstaklega gagnslítil að undanfomu og alls konar fá- keppni veöur uppi í samfélaginu án þess að þau hafi skipt sér af þessu. Verndari sérhagsmuna Það er fyrir löngu komið í ljós að svonefnd Samkeppnisstofnun er aðeins vemdari sérhagsmun- anna en gagnslaus fyrir almenn- ing í landinu og þarf aðeins að líta til einokunarinnar í flutningunum til landsins til að gera sér grein fyrir þessu. Eimskip, sem hefir samkeppnislausa einokun á þess- um flutningum, fjárfestir í öðmm félögum fyrir um 3-5 milljarða ár- lega og heflr nú tekið að sér að kaupa upp útgerðarfélög landsins í stórum stfl. Með þessum hætti heflr Eim- skip tekið að sér að leysa af hólmi „kvótaeigendur" sem árum saman hafa verið í mörgum grátkórum vegna lélegrar afkomu, en eru nú skyndilega orðn- ir mestu burgeis- ar og fjárfestar landsins. Hvar er aðhaldið? Eimskip, sem eitt sinn var nefht „óskabarn þjóðarinnar" er nú orðið einn hættulegasti andstæðingur hennar og sorg- legt vandræða- bam. Það er dap- urlegt að þetta skuli gert í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Neytenda- samtökin hafa ekkert gert í því máli. Siðferðilegt brot á sam- keppni Þótt birtar séu annað slagið upplýsingar um mismunandi verð á „körfum" í stórmörkuðum fer lítið fyrir upplýsingum um verð á einstökum vörum. Hvers vegna er verö á jarðarberjum og bláberjum nú tvöfalt miðað við síðasta ár? Dönsk blöð kosta nú kr. 4,15 þegar tollgegni á dkr. er kr. 10,07 en kost- aði um 3 krónur þegar gengið á dkr. var um 12,60. Ef verðið hefði fylgt gengisskráningunni ætti það nú að vera um kr. 2,40. Yfirverð- ið er kr. 1,75 pr. stk. eða um 73%. Hag- kaup samþykkti að taka ekki upp sam- keppni við bóksala, sem er siðferðilegt brot á samkeppni. Hvorki Samkeppnis- stofnun né Neytenda- samtökin hafa sinnt þessu. Ef Neytendasam- tökin hafa menn til að fylgjast með verð- lagi á einstökum vöruflokkum er það vel geymt fyrir al- menningssjónum. Þau eyða tima og kröftum í alls konar vitleysu, td. um verð á benzíni. Um sl. ára- mót var lægð á heimsmarkaði og voru skráð dagverð þá um 10 doll- arar á tunnu af Brent-hráolíu, en er nú um 23 dollarar og fer hækk- andi. Þegar „eðlilegt" verð á Brent var um 16 dollarar, var erlent verð á benzíni hér um 15 kr./lítra og dreifingarkostnaður álika fjárhæð. Skattar námu um 73% af útsölu- verði eða um 60 kr./l. Hlutfallsleg hækkun nú vegna erlends þáttar i verðinu veldur hækkun um 10 kr/1. (15x23/16 = 25 kr/1.) Fast gjald á benzíni Þetta endurspeglast eðlflega í núverandi söluverð- um. Lækkun á skött- um á benzíni um 2,50 kr./l er aðeins nauð- synleg lagfæring, því að eftir sem áður er heildarskattlagningin um 60 kr./l, sem mið- að við árssölu um 200 milljón lítra gefur 12 milljarða króna í heildarskatta. Það væri miklum mun einfaldara að reikna bara eitt fast gjald pr. litra þannig að Al- þingi þyrfti ekki alltaf að breyta lögum vegna erlendra verð- breytinga á innfluttu benzíni. Eg fæ ekki betur séð en að olíufélögin hafi brugðist vel við samkeppni í benzínverðinu. Fyrir sjálfsafgreiðslu geta menn nú fengið 4 kr./l lægra verð eða um 27% lækkun miðað við 15 kr./l álagningu þeirra og enn lægra verð á ómönnuðum benzínstöðv- um. Það er dýrt að reka fullmann- aðar benzínstöðvar og þarf mikla sölu á slíkum stöðvum til að standa undir sér. Þannig reikna ég með að tap sé á öllum benzínstöðv- um Shell í Reykjavík vegna of- byggingar. Olíufélögin ættu þó reglulega að gefa upp samanburð við verð í nálægum löndum án skattlagningar til að sýna raun- verulegan mismun á nettóverðum. önundur Ásgeirsson „Ég fæ ekki betur séð en að ottu- félögin hafi brugðist vel við sam- keppni í benzínverðinu. Fyrir sjálfsafgreiðslu geta menn nú fengið 4 kr/l lægra verð eða um 27% lækkun, miðað við 15 kr/l álagningu þeirra og enn lægra verð á ómönnuðum benzínstöðv- um.u Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Er það góð hugmynd að loka tveim af þrem flug- brautum Reykjavíkurflug- vallar og fá þannig fram nýtingu á verðmætu bygg- ingarlandi fyrir borgina? Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, hefur viðraö merkilegar hugmyndir - hann leggur til að tvær flugbrautir Reykjavíkurflugvallar verði lagðar niður - en dýrmætar lóðir á flugvallarsvæðinu, næst miðborginni, verði þá lausar til bygginga. Hann er í raun að tala um að leggja Reykjavík- urflugvöll niður í áföngum. Burtu með norður/suður- braut! Ef hér er komin leið til að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í áföngum eða einskorða flug um hann algjörlega við innanlands- flugið þá finnst mér rétt að taka jákvætt í tillögu Helga Hjörvar, þó með því skil- yrði að norð- ur/suðurbraut- in verði lögð niður en vest- ur/austurbraut haldið opinni. Það er norð- ur/suðurbrautin sem veldur mestum skaða i skipulagi Reykja- víkur. Það er norður/suðurbraut- in sem skerst inn í miðborgar- landið og kemur í veg fyrir fram- tíðarþróun gamla miðbæjarins sem miðstöðvar stjórnsýslu og háborgar viðskipta, mennta- og menningarlífs í landinu. Það er norður/suðurbrautin sem er mest ógnun við mannlífið á jörðu niðri. Og ef öll flugumferð til og frá Reykjavík ætti áfram að vera yfir miðborginni er ég hrædd um að sú hávaðamengun, sem þar veldur íbúum, vinnandi fólki og vegfarendum mestum óþægind- um, eigi eftir að snúast upp í full- komna martröð. Semsagt, áframhaldandi aust- ur/vesturbraut með aðflug yfir sjó og kirkjugarð er athugandi en við norður/suðurbraut segi ég einfaldlega: Nei! Flug lægi niðri dögum saman „Þetta gæti þýtt að flug til og frá Reykjavík legðist niður dög- um saman, þegar vindurinn stendur þvert á flugbraut. Þetta gerist nú oft. Segjum sem svo að við hefð- um bara aust- ur/vestur brautina og hann lægi í norðanáttinni, þá yrði ill- mögulegt að hreyfa vél. Svo getur hann ver- ið í útsynningi eins og núna, þá yrði erfitt að hreyfa sig i hina átt- ina. Á ýmsum stööum ríkir land- farsvindur, vindur sem leggur sig eftir brautinni. Þannig er það á ísafirði, Bildudal og viðar. En svona er þetta ekki á Reykjavík- urflugvelli og færri brautir þýddu færri flug og meiri röskun og mundi stórlega draga úr innan- landsfluginu. Vissulega eru marg- ir dagar í Reykjavík góðir en ef það er vindasamt er þörf fyrir fleiri en eina braut. Flugmála- stjórn hefur gert vindrós sem svo er kölluð um svæðið og þar kem- ur væntanlega í ljós að ein braut nægir okkur engan veginn. Það sem maður sér helst í stöðunni varðandi vandamálið Reykjavík- urflugvöll er að tækni 21. aldar- innar leysi vandamáliö með flug- vélum sem þurfa minna athafna- svæði. -JBP Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.