Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 17 Einstaklingar í rekstri huga að mörgu fyrir áramót: Fjárfestingar, sérfræði- aðstoð og breytt form Nú, þegar líðúr að áramótum, þeim síðustu á þessu árþúsundi, hrökkva ófáir upp við það að rekst- ur sem þeir hafa með höndum sýn- ir þokkalegan hagnað og timi því kominn til að fjárfesta áður en árið er úti. Bæta stöðuna gjaldamegin í bókhaldinu um tiltekna upphæð i stað þess að greiða af henni skatt. Þegar um lítinn rekstur er að ræða, t.d. einyrkja sem stunda rekst- ur á eigin kennitölu, verður að hafa ýmislegt í huga áður en fjárfest er. Fyrsta reglan, rauður þráður í skatta- lögunum, er sú að það sem keypt er og á að gjaldfæra í rekstrinum sé sannanlega notað vegna tekjuöflunar- innar. Útgjöld sem viðkomandi þarf að fara í vegna öflunar tekna eru frá- dráttarbær. Þegar fjárfest er verður að hafa í huga ða fjárfestingar eru ekki gjald- færðar nema upp að ákveðnu marki. Annars eru það afskriftir, fast hlutfall kaupfjárhæöarinnar, sem fara gjalda- megin í rekstrarreikninginn. Þegar fjárfesting er gjaldfærð er miðað við um 120.000 króna hámark á árinu. Sé keypt 300.000 króna saumavél má ein- ungis gjaldfæra um 120.000 þúsund krónur af kaupverðinu á þessu ári. Aðstoðar leitað Ef rekstur einyrkja hefur hlaðið utan á sig og er orðinn umfangsmeiri en lagt var upp með í upphafi getur verið skynsamlegt að huga að breyt- ingum. En þar sem eðli og umfang rekstrar er mjög misjafnt er þörfin fyr- ir utanaðkomandi aðstoð ærið misjöfn. Ef mikill tími fer í bókhald og skylt stúss getur verið skynsamlegt að leita sérfræðiaðstoðar. Engin ein regla er til í þessu sambandi. Ef sifellt meiri tími fer í bókhald og skylt stúss er skynsamlegt að nota verkaskiptaregluna, láta þá sem eru góðir í bókhaldi og slíku sjá um þann þátt og fá um leið frjálsari hendur við verkefni sem reksturinn byggist á. Er þá keypt þjónusta end- urskoðanda eða bókhaldsfyrirtækja. Kosturinn er sá að sérfræðingar tryggja bestu bók- haldsskil og koma auk þess auga á leiðir og tækifæri í rekstrinum sem annars yrðu ónot- uð. Kostnaður vegna sérfræðiað- stoðar getur því verið fljótur að skila sér aftur. En til að halda end- urskoðunarkostn- aði í skefjum er ráðlegast að vera skipulegur, flokka nótur og fylgiskjöl í möpp- ur, en ekki demba öllu i hrúgu úr plastpoka á borð endurskoðandans og hverfa svo á braut. Endurskoðendur sem DV hefur rætt við, og skrif þessi byggja á, segja fólk í rekstri yfirleit læra mik- ið af fyrstu sam- skiptum við endurskoðendur, þar ætti sér stað ákveðið uppeldi sem kæmi báðum aðilum til góða. Bókhaldsforrit Hafi menn vit á bókhaldi og eru töluglöggir geta þeir fjárfest í bók- haldsforritum. Þau eru mun ódýrari en áður, geta kostað frá 20.000 krón- um og upp úr, allt eftir þörfum. Ein- * JJ \M & — ÖL,- l_ .1 l Lestur hagsýni í DV 52% - 40% í Konur 50 40 20 10 - % f 50% 51% 48% 42% Könnun 1998 I m 46% 42% Konnunl999- f jf b ■ 1 i K 1Í | '' 27% w Pk: “ II t i i; ■. i „IL, .i.i * 12-19 20-24 25-34 35-49 50-67 60-80 Aldur í Könnun Félagsvísindastofnunar á lestri dagblaða: Hagsýni sækir sig veðrið i Hagsýni, umfjöllun DV um neyt- endamál og fiármál heimilanna, hefur mælst vel fyrir það rúma ár sem þessi þáttur hefur verið i blað- inu. í könnun Félagsvisindastofn- unar á lestri dagblaða, sem fram- kvæmd var um síðustu mánaða- mót, kom fram aö af þeim sem eitt- hvað lásu í DV lásu 39% Hagsýni, þar af 10% mestallt en 29% að hluta. í sambærilegri könnun Fé- lagsvísindastofnunar í október i fyrra sögðust 36% lesa Hagsýni, þar af 12% mestallt en 24% að hluta. í könnuninni nú fengu þátttak- endur tækifæri til að gefa sérstök- um efnisþáttum einkunn og hlaut Hagsýni að meðaltali 6,2 í einkunn. Fleiri konur en karlar lesa Hag- sýni. Lestur meðcd kvenna mælist 52% en 28% hjá körlum. Þegar lesturinn er skoðaður eft- ir aldursflokkum kemur í ljós að Hagsýni er mest lesin í aldurs- flokknum 35-49 ára, 51%, og ald- ursflokknum 68-80 ára, 48%. í ald- ursflokkunum 25-34 ára og 50-67 ára lesa 42% Hagsýni. Lesturinn er minnstur i aldursflokknum 12-19 ára, 9%, og 20-24 ára, 12%, enda eru hlutfallslega færri í þessmn aldursflokkum farnir að reka heimili. í Hagsýni í DV á fimmtudögum er fiallað um flesta þætti sem snerta rekstur heimila og einstaklinga og hvemig best megi komast af. Er fiallað um tilboð á matvöru og annarri vöru og upplýst hvar ódýr- ustu vörumar er að finna hverju sinni. Rætt er við einstaklinga um góð ráð við heimilisreksturinn. Þá er fiallað rnn ýmislegt er viðkemur eignum, bæði fasteignum og lausa- fé, t.d. húsnæði, görðum, innbúi, bíl- um, viðhaldi og rekstri. Loks er fiallað vítt og breitt um verðbréf og verðbréfasjóði, tryggingar, lífeyris- sjóði, skatta og fleira sem snertir peninga lesenda. -hlh faldasta og um leið ódýrasta mynd bókhaldsforrits er fiárhagsbókhald. Þá má fá bókhaldspakka fyrir ein- staklinga eða lítinn rekstur sem í er fiárhagsbókhald, skuldunautakerfi, sölukerfi og birgðakerfi. Slíkur pakki, t.d. Stólpi, kostar um 30 þús- und krónur. Þá má gera samning um viðhald og uppfærslur forritsins komi nýjar útgáfur. Annars geta menn bætt við einingum og stækkað þær eftir þörfum. Algengustu bókhaldsfor- rit eru smíðuð hér á landi eða þá lög- uð að íslenskum aðstæðum. Einstaklingur eða félag Afstætt er hvort menn eru betur settir í forminu einstaklingur með rekstur eða einkahlutafélag. Það stjórnast m.a. af tekjum og hvers kon- ar rekstur er hafður með höndum. Ef einblínt er á tekjuskattsprósentuna er augljóst hagræði af einkahlutafélag- inu þar sem skattprósenta þess er 30% en skattprósenta einstaklingsins er 38,34%. En félagsformið setur mönnum skorður varðandi notkun peninga sem eru í félaginu. Ef maður vill ráðstafa þeim til sín, t.d. með greiðslu arðs, þarf að greiða af hon- um 10% fiármagnstekjuskatt. Ef fólk er í vafa er ráðlegast að leita ráða endurskoðenda og annarra sérfróðra aðila um rekstur. -hlh Dagpen- ingar og kílómetra- gjald í Tíund, fréttablaði Rikisskatt- stjóra, er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýst geta einstak- lingum. Þar eru m.a. töflur yflr greiðslu dagpeninga vegna ferðalaga innanlands og utan. Dagpeningar innanlands eru: - gisting/fæði, ein nótt, kr. 8.500 - gisting, ein nótt, kr. 4.500 - fæði, 10 tíma ferð, 4.000 - fæði, 6 tima ferð, kr. 2.000 Almennir dagpeningar erlendis eru reiknaðir í SDR (sjá gengi í DV): Gisting Annað - Bretland 128 90 - New York 126 74 - Asía, Afríka og S-Ameríka 130 105 - annars staðar 95 90 Akstursgjald Akstursgjald gildir frá 1. október 1999. Almennt gjald á km: - fyrstu 10.000 km, 41,65 kr. - næstu 10.000 km, 37,50 kr. - umíram 20.000 km, 33,30 kr. Ef greitt er sérstakt gjald vegna aksturs á vegum fyrir almenna um- ferð þar sem ekki er bundið slitlag skal reikna 15% álag á almennt kíló- metragjald. Sé greitt torfærugjald vegan aksturs utan vega eða á vega- slóðum sem ekki eru færir fólksbíl- um skal reikna 45% álag á almennt kílómetragjald. Handunnin útskorin massíf og innlögð húsgögn Úrval af Ijósum, klukkum og gjafavöru Bómullar-satín rúmföto.fl. o.fl. Aldamótadress - jóladress Ekta pelsar, kr. 135.000 Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. Kress Höggborvél Jólal ilhuö 5.895 kr. Kress borvél með stiglausum rofa, höggi, afturábak, áfram og sjálflierðandi patrónu Höggborvélar frá 4.995 kr. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.