Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 19
i>V FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 : menning 23 Silki, damask og þráhyggja Áriö 1995 kom Krist- ín Marja Baldursdóttir með bravúr inn í ís- lenskan rithöfundahóp með bók sína Máva- hlátur sem hlaut ein- róma lof gagnrýnenda og var að auki sett upp í skemmtilegri út- færslu i Borgarleikhús- inu. Einkum er Kristín rómuð fyrir sinn sér- stæða stíl sem einkenn- ist af ísmeygilegum húmor og íróníu sem hún beitir þannig að úr verður persónuiegt höf- undareinkenni. Þessi sérstaki kaldhæðni húmor (kvennahúmor?) einkennir bæði Máva- hlátur og Hús úr húsi sem út kom árið 1997. Hans gætir einnig í nýj- ustu bók hennar Kular af degi og ef eitthvað er þá er Kristín Marja orð- in enn kaldhæðnari en fyrr, oft hrikalega fynd- in og orðheppin. Þannig er stíll og frásagnarháttur sögu pott- þéttur líkt og í íyrri bókum hennar. Sagan segir af Þórsteinu Þórsdótt- ur, grunnskólakennara á miðjum aldri. Hún hefur komið sér vel fyrir í lífinu, kennaralaunin eru vasapen- ingar en hún lifir góðu lífi af pen- ingum úr annarri átt. Þórsteina er skemmtilega kvikindisleg týpa sem dundar sér við að hæðast að öðru fólki og njósnar meðal annars um nágrannakonu sína í kíki og niður- lægir hana og vinkonur hennar í huganum. Sjálf minnir hún sig stöðugt á yfirburði sina andspænis öðrum konum, hún er glæsikvendið á kennarastofunni og veit af því! Líf hennar er í fóstum skorðum og henni er afar illa við allar óvæntar uppákomur sem setja blett á heima- tilbúna ímynd hennar. Það er því truflun þegar samkennarar hennar (konur) ryðjast sýknt og heilagt inn á hana, kveinandi, kvartandi og grátandi yfir misömurlegum heimil- isaðstæðum. Þegar þær hafa hellt úr skálum sínum situr Þórsteina eftir Kristín Marja Baldursdóttir - hefur skrifað bók um Þórsteinu sem er bæði grunnskólakennari og lúxúskvendi. alveg bit yfir þessum vitleysingum. Útlistanir hennar á þessum konum sem láta sig hafa hvað sem er eru ótrúlega fyndnar en vekja lesand- ann enn fremur til umhugsunar um að ærlegt líf er í sjálfs valdi. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir En heimsóknir samkennaranna eru smáatriði i samanburði við það sem á eftir kemur. í skólanum fer að kenna 28 ára gamall maður sem ekki aðeins setur gat á ískalda brynju Þórsteinu heldur kemur af stað atburðarás sem er að hætti Kristínar Mörju, bæði spennandi og ófyrirsjáanleg, en óvænt endalok eru einmitt eitt af höfundareinkenn- um hennar. Kular af degi er áhugaverð lesn- ing, kát og hressandi. En þótt Þór- steina sé hressileg týpa er það nokkuð trufl- andi hve mjög hún minnir á Öldu úr Timaþjófi Steinunnar Sigurðardóttur. Þær eru báðar einhleypir sérvitringar sem vaða í seðlum, ferðast áhyggjulausar um heiminn, kaupa dýr- ustu merkin og sofa í silki og damaski. Það er fleira sem minnir óþægilega á Öldu, en það sem bæði samein- ar þær og skilur að er þráhyggjan. Þráhyggja Öldu felst í ástinni en þráhyggja Þórsteinu í 'iókum. í þeim liggur hún lon og don en ekki í körlum eins Alda. nnig skráir n veðrið lulega en hafa nú ri gert á und- an henni! Þrátt fyrir þessi textatengsl eru efnistök Kristínar Mörju gjörólik efnistökum Stein- unnar. Saga Steinunnar er ástar- saga en sögu Kristínar mætti frekar flokka undir spennusögu. I gegnum bókina viðheldur hún vissri spennu í tengslum við einn af íbúum húss- ins og tekst það um hríð en ef satt skal segja valda endalok sögu viss- um vonbrigðum. Þó þau komi á óvart og séu snjöll eru þau hins veg- ar klisjukenndar tilvísanir í gamlar fréttir og lituð vissum fordómum sem margir eiga eflaust erfitt með að kyngja. Kular af degi er ágætis afþreying og heldur broshrukkunum á sínum stað. En það sem á vantar er betri úrvinnsla hugmynda sem Kristín Marja sýndi með sinni fyrstu bók að hún hefur full tök á. Kristín Marja Baldursdóttir Kular af degi Mál og menning 1999 Ljósmyndastofa Reykjavíkur Emif Þór og Finnbogi Hverfisgötu 105,2 haeð, sími 562 1166 v______________!____________________/ Full búð af nýjum vörum Pils frá Kjólar frá 2.190 3.990 1.990 9.600 12.990 Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 LO LO LO OO OO LO ;i 'w co o £ co T3 t— o O Um lúgu læðist bréf... í smekklegu smásagnasafni Páls Kristins Pálssonar, Burðargjald greitt, er að fmna tíu stuttar sögur. Þessar sögur eiga sitthvað sameig- inlegt, svo sem að þær eru hefð- bundnar að byggingu, gerast í samtímanum og allar aðalpersón- urnar eru karlmenn. Nafh bókar-" innar er óvenjulegt og í ljós kemur að póstur gegnir mikilvægu hlut- verki í flestum sagnanna. Ýmist hafa persónur unnið um árabil hjá póstinum, eru að hefja störf þar eða afdrifaríkt bréf læðist inn um lúg- una. En það er fleira sem sameinar sögurn- ar og myndar rauðan þráð í bókinni. Allar fjalla þær um hjátrú, feigð og illa fyrirboða. Tengingin við nafn bókarinnar verður þá enn ljósari: örlög okkar eru löngu ákveðin, lífsbréfið stimpl- að og burðargjaldið hefur þegar ver- ið greitt. Smásögur Páls Kristins eru list- rænar, fíngerðar og fágaðar. Þær eru svo fmpússaðar að Scifinn er eig- inlega allur úr þeim. Endir fæstra þeirra kemur á óvart, svo sem að rithöfund- ur einn lendir í því að smásaga hans Bruni brennur inni, eða að Hávarður greyið, sem alltaf býst við hinu versta, deyr vegna misskiln- ings. Sögurnar eru kyrrlátar og vandvirknisleg- ar, þær einkenn- ast af hárfmni gamansemi og léttum leik með tvíræðni orðanna, eins og til dæmis í Hendi veifað og Háaloft. Eins og venja er til með smásögur snúast sögur Páls um einn atburð sem markar þáttaskil í lífi persónanna. En einhvem veginn rista þessar sögur ekki djúpt þrátt fyrir dramat- ískar uppákomur eins og bílslys og morð því söguhetjumar ná ekki að hreyfa við manni. í titilsögunni seg- ir til dæmis frá bílasala sem er að missa fyrirtæki sitt út úr höndun- um og ímyndar sér að auki að hann þjáist af erfíðum sjúkdómi. Þreng- ingar bílasalans ná ekki að vekja samúð, til þess er hann of fjarlægur og rolulegur. Besta og óvenjulegasta sagan er Ásjóna kölska, þar segir af dularfullum tvíburabræðrum sem reka fomfálega bókabúð (þeir eru meðal annars með póstverslun). Sú saga er áleitin og skilur lesandann eftir í spum en annars er yfirleitt gengið kirfilega frá öllum lausum endum í sögunum. Bókmenntir Blaöberar óskast í eftirtaldar götur: Grettisgötu Njálsgötu Barónsstíg Laugaveg Álfhólsveg Melaheiöi Bjarnhólastíg Víghólastíg Haðaland Helluland Hjallaland Steinunn Inga Óttarsdóttir í sögum Páls Kristins er hvorki stílfágun og dýpt Gyrðis Elíassonar né orðheppni Þórarins Eldjárns, svo dæmi séu tekin af helstu smásagna- höfundum í íslenskum samtímabók- menntum. Burðargjald greitt er ósköp notaleg bók og nostursleg. En neistann vantar. Páll Kristinn Pálsson Burðargjald greitt Forlagið 1999 Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 HHH Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV o» milK hlrnfo Smáauglýsingar 4 WÆÆÆÆÆÆJÆÆffffÆÆfÆ 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.