Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Þakkargjörðarhátíðin er einn mesti hátíðís- dagur í Bandankjunum og Kanada. Hátíð- in hefur teygt anga sína hingað til lands, einkum meðal þeirra sem hafa húið í lönd- unum tveimur. Kalkúnn er á borðum og stemningin minnir um margt á jólin. Til- veran kynnti sér hvemig þessi ameríski sið- ur hefur verið að skjóta rótum hérlendis. Margrét Guðnadóttir ásamt vinkonum sínum úr þakkargjörðarhópnum að undirbúa eldamennskuna. DV-mynd E.ÓI. Gestir í sínu fínasta pússi eins og á jólum - segir Margrát Guðnadóttir, gestgjafinn í ár „Við erum búin að halda þakkar- gjörðardaginn hátíðlegan allt frá því þessi hópur sneri heim frá námi í kringum 1986. Við erum átta fjöl- skyldur sem hittumst ásamt bömum okkar og í allt erum við í kringum fjörutíu manns,“ segir Margrét Guðnadóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Ugga Agnarssyni, heldur þakkargjörðarveisluna fyrir vinahóp þeirra hjóna þetta árið. Læknahjónin átta og böm þeirra bjuggu í sömu raðhúsalengjunni í Connecticut á árunum 1978 til 1986 og segir Margrét ekki síst gaman að hitt- ast þennan dag vegna barnanna. „Bömin okkar ólust upp saman og við héldum alltaf upp á jól og afmæli sam- an þegar við bjuggum úti. Þakkar- gjörðin varð ekki aö sameiginlegri há- tíð fyrr en við vorum flutt heim. Þá fannst okkur þetta kjörið tækifæri til að hittast öll saman einu sinni á ári. Það em alltaf fagnaðarfundir meðal unga fólksins og mörg þeirra hittast ekki mikið þess utan. Eins og gefur að skilja em æskustöðvamar þeim hug- leikið umræðuefni og þau njóta þess að minnnast áranna í Bandaríkjun- um,“ segir Margrét. Ekkert gjafaflóð Þakkargjörðin færist á milli heim- ila og hefur sá siður verið við lýði síðustu tólf árin. Margrét segir verkaskiptinguna einnig í fóstum skorðum og hver fjölskylda hafi sitt hlutverk þegar kemur að matargerð- inni. „Við klæðum okkur alltaf upp í okkar finasta púss, rétt eins og það væm jólin. Það ríkir alltaf mikil eft- irvænting á hverju heimOi og fólk nýtur þess að sinna sínum hluta mat- argerðarinnar. Mér sjálfri finnst þetta svo gaman aö ég er allt árið að bíða eftir næstu þakkargjörð," segir Margrét. Á meðan Margrét bjó ytra ásamt eiginmanni sínum var þakkargjörðin ekki haldin hátíðleg á heimilinu. „Ég varð meira að segja alltaf dálítið döp- ur á þessum degi. Uggi var nær und- antekningarlaust á vakt þennan dag enda ekki hátíðisdagur hjá okkur. Ég fór gjaman i gönguferð með börnin og þá sáum við hvernig það vom jól í hverjum glugga og allir í miklu há- tíðarskapi. Mér fmnst einni stærsti kosturinn við þennan dag hjá Banda- ríkjamönnum er að þeir em lausir við gjafaflóðið. Það er ekkert sem truflar fólk þegar það hittist og menn þakka einfaldlega fyrir það að eiga fjölskyldu og vini og njóta þess að borða góðan mat. Þess vegna hef ég kannski enn meira gaman af því að halda upp á þennan dag hérna heima og eiga þess kost að hitta mina góðu vini af þessu tilefni,“ segir Margrét Guðnadóttir. -aþ Uppskeruhátíð í upphafi Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, eins og alltaf á fjórða fimmtudegi í nóv- ember, í Bandaríkjunum og Kanada. Þakkargjörðin er ein mikilvægasta hátíð ársins í Bandaríkjunum og mun stærri í sniðum en jólin. Þetta er mesta ferðahelgi ársins en algengt er að fólk eigi frí á föstudeginum og fái þannig langa helgi. Þá markar dagurinn upphaf jólaverslunar og jólaundirbúnings. Sagan á bak við daginn Þakkargjörð var fyrst haldin í Bandaríkjunum á sautjándu öld. Sagan hefst þegar 102 púrítanskir landnemar komu með skipinu Mayflower að austurströnd Bandaríkjanna. Þeir tóku land og stofnuðu fyrstu nýlenduna í Plymouth í Nýja-Englandi. Fyrsti veturinn í nýja landinu reyndist landnemunum harður og létust 46 þeirra úr vosbúð og hungri. Upp- skeran haustið 1621 reyndist hin besta og hleypti mönnum kapp í kinn. Til þess að fagna uppsker- unni ákváðu landnemarnir að bjóða indíánunum á svæðinu til veislu en án þeirra hefðu land- nemamir tæpast komist af. Fyrsta þakkargjörðin var uppskeruhátíð og stóð samfleytt í þrjá daga. Fjórði fimmtudagur Tveimur árum síðar bar svo við miklir þurrkar stefndu upp- skerunni í voða. Þá brugðu land- nemarnir á það ráð að koma sam- an og biðja fyrir rigningu. Þeir voru bænheyröir og daginn eftir byrjaði að rigna. Þá var ákveðið að bjóða aftur til veislu og var indíánunum að sjálfsögðu boðið. Þannig festi þakkargjörðarhátíðin sig smám saman í sessi og árið 1777 tóku nýlendumar þrettán sig saman um að halda hátíðina æv- inlega á sama degi. Ekki var þó eining um málið og þótti sumum sem harðindi nokkurra landnema væm ekki tilefni almenns fridags. Tæpri öld síðar eða árið 1863 var þakkargjörðardagurinn endanlega festur í sessi með tilskipun Lincolns forseta. Þakkargjörðin skyldi haldin hátíðleg fjórða fimmtudag í nóvember og hefur svo veriö æ síðan ef frá er skilin forsetatíð Franklins Roosevelts sem færði daginn fram um viku í því skyni að lengja jólaverslun- ina. Gunnar Jónsson hæstaráttarlögmaður: Skemmtilegur siður „Fjölskyldan bjó i Bandaríkjunum í fimm ár og þar kynntumst við þakkargjöröarhátíðinni. Núna emm við að halda hátíðina í sjöunda sinn hér heima," segir Gunnar Jónsson hæstaréttarlög- maður. „Þegar við hjónin komum heim úr námi ákváðum við að halda þessu áfram og bjóða fjöl- skyldum okkar beggja í þakkargjöröarmáltíð að hætti Bandaríkjamanna. Þetta er mjög skemmti- legur siður og um margt meiri hátíð í Bandaríkj- unum en t.d. jólin. Þakkargjörðin er óháð trúar- brögðum og allir Bandaríkjamenn geta þvi sam- einast um hana. Á jólum þarf hins vegar að taka tillit til annarra trúar- hópa en kristinna sem era miklu fjölmennari en hér. Gunnar hefúr kalkún vitaskuld á matseðlinum og bandarískt meðlæti, svo sem sætar kartöflur, trönu- beijasósu, maísböku og fleira. „Ég hef líka mjög góða fyllingu úr innmatnum, kjöti, valhnetum, brauði, eggjum, portvíni og fleiru. Undirbúning- urinn er mikO vinna en vel þess virði," segir Gunnar að lokum. -HG Ásdís Arnardóttir sellóleikari: Með hátíð í farteskinu „Þakkargjörðin er skemmtilegur siður og þess vegna ákvað ég að flytja hátíðina með mér þegar ég sneri heim frá námi í Bandaríkjun- um,“ segir Ásdís Arnardóttir sellóleikari sem stundaði tónlistamám i Boston um árabil. Ásdís heldur þakkargjöröardaginn ævinlega hátíðlegan með vinahópi sem hún kynntist í Boston. Eins og venjan býður er að sjálfsögðu kalkúnn með tilheyrandi á borðum. „Þetta er kjörið tækifæri til að hittast og öll kynntumst við þessari hátíð í Ameríku. Mér finnst þakkar- gjörðin ekkert annað en kærkomin viðbót við þær hátíðir sem við höldum. Það væri gaman að sjá fleiri taka upp slíkan sið hérlendis og jafnvel mætti heimfæra þetta enn betur og bjóða upp á lamb í stað kalkúns. Það sem gerir þakkargjörðardaginn að góðum há- tíðisdegi er fyrst og fremst að fólk hittist og nýt- ur þess að borða góðan mat. Þetta er afslappað og skemmtilegt og fólk losnar við gjafafarganið sem fylgir jólunum hér á landi," segir Ásdís Amardóttir sellóleikari. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.