Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 4 25 Uppáhalds- kennarinn minn Flestir efekki allir eiga sér uppáhaldskenn- ara frá því einhvern tímann á skólagöng- unni; einhvern sem með visku sinni og hæfni hafði áhrifá nemandann sem endast út lífið. Tilveran fékk þrjá viðmælendur til að segja Kristín Helga mætir læriföður sínum, Jóni S. Guðmundssyni, en þau höfðu ekki hist í rúman áratug. Jón kvaðst muna eftir Kristínu Helgu sem er ótrúlegt miðað við þann gríðarlega fjölda nemenda sem hann kenndi á löngum ferli. DV-mynd Teitur Jón S. Guðmundsson íslenskukennari er í uppáhaldi hjá Helgu Kristínu: Skynbragð á stíl og örvaði til skrifta „Efstur á blaði hjá mér er Jón S. Guðmundsson, íslenskukennari í MR. Ég er hrædd um að það komist enginn með tæmar þar sem hann hefur hælana," segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún minnist eftirlætiskennarans frá skólaámnum. Jón kenndi Kristínu Helgu ís- lensku þegar hún var í þriðja bekk menntaskólans. Þrátt fyrir að Helga Kristín nyti kennslu Jóns aðeins í einn vetur stendur hann upp úr sem stórkostlegur kennari. „Jón er einn af þessum kennurum sem leggja endalausa alúð í kennsluna. Það var ástríða og einskær áhugi hans á faginu sem dreif hann áfram. Þetta smitaði auðvitað út frá sér og Jón kveikti áhuga hjá mér á íslendingasögunum og flestu því sem viðkemur íslenskri tungu.“ íslenska var alltaf eitt af uppá- haldsfögum Kristínar Helgu og kannski ekki skrýtið að kennarinn komi úr sama fagi. „Einn stærsti kosturinn við Jón var að hann bar mikið og gott skynbragð á stíl og örvaði okkur til skrifta. Kennarar eins og Jón em einstakir og enn í dag minnist ég ýmissa gullmola sem hann lét út úr sér í kennslu- stundum," segir Kristín Helga. „Ég er sannfærð um að snilld Jóns snart alla sem hann kenndi. Ferð á Njáluslóðir, þar sem Jón var leiðsögumaður, er mér eftirminni- leg. Þetta var einna líkast því að horfa á einþáttung þar sem Jón lék persónurnar í Njálu af miklum móð. Svona atvik lifa með manni og í gegnum tíöina hefur mér oft verið hugsað til Jóns,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur. -aþ frá sínum uppáhaldskennara. Að launum fengu þeir svo að sitja fyrir á mynd með kennaranum góða. Jenna Jensdóttir kenndi Sveini Guðmundssyni: Örlagavaldur í lífi mínu „Jenna Jensdóttir er mér kærast allra kennara sem hafa kennt mér,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlækn- ir Blóðbankans, þegar Tilveran bað hann að minnast besta kennarans á ferlinum. Sveinn var í Langholtsskóla og var Jenna aðalkennari bekkjarins á gagnfræðaskólaárunum. „Það er enginn vafl á því að Jenna var langt á undan sinni samtíð og var sífellt að brydda upp á nýjungum. Hún hafði til dæmis fyrir sið að láta okkur fara með framsögur, segja sögur og fara með ljóð fyrir framan bekkinn. Þess konar kennsluhættir voru ekki lenska á þeirri tíð og auðvitað vorum við stundum svolítið stressuð yfir þessu. Þess þurfti þó ekki því Jennu tókst að byggja upp sjálfstraustið og ég er sannfærður um að þetta var hið besta veganesti út í lífið,“ segir Sveinn. Gamli bekkurinn hans Sveins úr Langholtsskólanum hittist öðru hverju og þá ber Jennu ávallt á góma. „Það minnast allir Jennu af miklum „Ég man vel eftir Sveini enda var hann mikill fyrirmyndarnemandi," sagöi Jenna Jensdóttir þegar Sveinn Guðmundsson kom til myndatöku. Sveinn sagði að það gleddi sig mjög að hitta Jennu á ný eftir öll árin og að mynda- tökunni lokinni þáði hann kaffi og pönnukökur hjá gamla kennaranum. DV-mynd Teitur hlýhug og það er ekki langt síðan við ræddum það bekkjarsystkinin hversu vel hún hefði skilað okkur út i lífið. Hún kenndi okkur líka svo margt annað en það sem tengdist námsefn- inu. Hún ræktaði mannúðina og kenndi okkur að bera ævinlega virð- ingu fyrir félaganum. Jenna notaði ekki predikunartón heldur bjó til dæmisögur af stakri snilld þar sem hún braut málin til mergjar og kom boðskapnum þannig til skila.“ Sveinn segist oftsinnis hafa minnst gamla kennarans síns, ekki síst þegar fjölmörg vandamál nútímaþjóðfélags beri á góma. „Mannúðin er á undan- haldi í nútímaþjóðfélagi og stundum hugsa ég til þess hvað þjóðin hefði gott af því ef Jenna væri forsætisráð- herra, þótt ekki væri nema i einn dag. Hún kenndi okkur mikOvægi þess að rækta garðinn sinn og á þann hátt var hún örlagavaldur í lífi mínu,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir og fyrrverandi nemandi Jennu Jensdótt- ur. -aþ Þarna tróð ég upp í fyrsta skiptið á ævinni Þorsteinn Þorsteinsson kennari og núverandi skóla- meistari, og Jóhann Sig- urðarson, nemandi í Voga- skóla og núverandi leikari. jÆ - segir Jóhann Sigurðarson, leikari og gamall nemandi Þorsteins Þorsteinssonar í Vogaskóla Jóhann Sigurðarson leikari gaf sér örlítinn tíma til að líta upp frá erlinum í. Þjóðleikhúsinu þegar hann veu- spurður að því hver væri hans uppáhaldskennari. „Það voru margir góðir kennarar í gegnum tíðina," sagði Jóhann. „Þar mætti nefna ýmsa, þó held ég að Þorsteinn Þorsteinsson hafi verið í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Hann kenndi mér íslandssögu í Vogaskól- anum á árunum 1973 til 1974. Ég man það helst hvað hann var skemmtilegur kennari sem kom námsefninu vel til skila.“ Þorsteinn er nú skólameistari i Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann kenndi í Vogaskóla frá 1965 til 1976. Honum þótti ekki ónýtt að fá svo góð ummæli frá nemenda sín- um úr Vogaskólanum. Hann var því meira en til í að sitja fyrir á mynd með gamla nemandanum. „Ég man vel eftir Jóhanni, hann var góður nemandi þó hann nýtti kannski ekki námshæfileikana tU hins ýtrasta. Ég man t.d. vel að hann var góður í íslensku og bekk- urinn hans var skemmtUegur og fjörmikUl. Vogaskóli var fjölmenn- asti skóli landsins á þessum tíma og Helgi Þorláksson skólastjóri minnt- ist oft á að í skólanum væri um eitt prósent þjóðarinnar. Þá voru um 16 eða 17 hundruð nemendur í skólan- um og íslendingar eitthvað að nálg- ast tvö hundruð þúsund. „Þaö var margt spreUað og ég man aö við snerum jafnvel öUu við í stofunni," sagði Jóhann. „Kennar- amir þoldu þetta auðvitað misjafn- lega en Þorsteinn tók öUu slíku með jafnaðargeði og sagði bara: já, þetta er ágætt, en vUjið þið ekki heldur setja þetta bara eins og það var. Þá var það gert þegjandi og hljóðalaust og hrekkurinn rann þvi út í sand- inn. Það var mikið líf og fjör í skól- anum og þama vora margir sem síðar urðu þekktir, eins og HaUdór Kristinsson saxófónleikari, Gunnar JökuU trommuleikari og fleiri. Þama tróð ég upp í fyrsta skiptið á ævinni. Það var á skólaskemmtun að ég söng, ásamt Svein- birni Sveinbjörnssyni, lagði Manstu kvöldin okkar úti i Hamborg... og Valgeir Skagfjörð lék und- ir. Það var rosalega stressandi en við lifð um á þessu í mörg ár á eft- ir.“ -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.